Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Grenndarvitund - Umfjöllunarefni í skólum hefur ómæld áhrif á sjálfsmynd nemenda. Er eitthvert námsefni til um nánasta umhverfíð? Gunnar Hersveinn kynnti sér hugmyndir Braga Guðmundssonar, dósents við Háskólann á Akureyri, um hvernig efla megi grenndarvitund nemenda og hver áhrifín á búsetu manna gætu orðið í kjölfarið. • Nýir tímar þurfa breytta hugsun í skólum um staðarauðlindir. • Hugmyndin er að styrkja grennd- arvitund barna og unglinga. Morgunblaðið/Kristján „Þekking á eigin umhverfi eflir sjálfsvitundina." (Vinkonumar Aidís, Harpa og Laufey, Glerárskóla) Morgunblaðið/Margrét Þóra Fyrirlesarar á ráðstefnunni Nýjar leiðir á nýrri öld. Bragi Guðmundsson, Kristín Aðalsteinsdóttir, Guðrún Alda Harðardóttir. FRÆÐSLA um staðar- menningu skapar skólum ómetanleg tækifæri til að taka þátt í að bæta menntakostina á hverjum stað og leggja þannig sitt af mörkum til að hamla gegn yfirstandandi búsetu- breytingum. Miðstýringin í skóla- kerfinu á liðnum áratugum hefur meðal annars leitt til þess, að megnið af námsefni skóla er samið með heiltæk markmið í huga, hin sömu fyrir alla, hvar sem þeir kunna að eiga heima. Þetta leiðir til þess að nemendur dreifðra byggða finna oft litla eða enga tilvísun til þess sem námsefnið fjallar um og oftar en ekki leiðir þetta til þess að skólar á landsbyggðinni missa fólk í burtu í stað þess að fá menntað fólk til að vera um kyrrt í heimabyggð sinni. Markmiðið má samt ekki verða það að rækta heimóttir held- ur að mennta fólk sem er tilbúið til þess að takast á við líf og störf hvar- vetna á landinu, fólk sem er víðsýnt og hefur skilning á mannlífi og nátt- úru við fjölbreytilegar aðstæður - sagði Bragi Guðmundsson dósent í fyrirlestri sínum „Grenndarfræði og grenndarkennsía" á ráðstefnu Magisters, félags kennaranema við Háskólann á Akureyri, 29. janúar sl. Bragi gerði grein fyrir þeim ytri aðstæðum sem knýja á um breytta hugsun og aðferðir í íslenskum skólum og benti jafnframt á leiðir til sóknar. Að hans mati er það grunnskylda uppalenda og skóla- fólks að skila menningu á milli kynslóða og þar þarf staðarmenn- ingin, jafnt sú sem á uppruna sinn í huga mannanna og sú sem sprettur úr háttúrulegu umhverfi, að eiga stóran hlut. Vöm byggðanna fer ekki einasta fram á orrustuvöllum atvinnumála og stjómmála, ,®leymum ekki að skólafólk á gtaárstan hlut á eftir foreldrum og fo'rráðamönnum í mótun bama og tniglihga," segir hann. Það er því brýnt, að sem flestir taki virkan þátt í að ala upp hæfileikaríkt fólk jneð skýra sjálfsmynd, fólk sem stendur föstum fótum í næsta um- hverfi sínu, en er jafnframt reiðu- búið að færast hið óvænta og ókunna í fang. Við það uppeldi gegna grenndarfræðin lykilhlut- Verki. Nám gegn byggðaröskun í byggðapólitík á íslandi hafa einkum verið lagðir peningar í at- vinnu- og samgöngumál, en það virðist duga skammt. Bragi telur að aðgangur að góðri framhaldsskóla- menntun og fjölbreyttir menning- ar- og afþreyingarkostir skipti nú- tímafólk miklu máli. „Mennt- unarmöguleikar koma næstir á eftir atvinnuskilyrðum þegar fólk íhugar búferlaflutninga á milli landshluta,“ segir hann. Bragi segir að Norðmenn hafi gert sér glögga grein íyrir þessu á áttunda áratugnum og ýtt úr vör metnaðarfullu átaki sem jafnan hefur verið kallað Lófót-verkefnið (sjö efstu bekkir grunnskóla, 13-16 ára nemendur, Lófót sveitarfélagið, skólayfirvöld fylkisins, hópur há- skólastúdenta og kennarar þeirra við skólarannsóknadeildina í Trom- sp tóku saman höndum). Markmiðið var að þróa grunn- skólastarf þar sem kerfisbundið væri tekið tillit til næsta nágrennis og unnið út frá atvinnuháttum þess og menningu. Hugmyndin var að styrkja grenndarvitund bama og unglinga með því að ganga út frá hinu einstaka, því sem er næst og nærtækast, til að efla þekkingu, skilning og hugtakanotkun þeirra. Samtímis yrðu þau gerð fær um að takast á við stærri, fjarlægari og óhlutstæðari verkefni. „Með þekkingu á eigin umhverfi áttu nemendur að efla sjálfsmynd sína og talið var að líkur á rótleysi og félagslegum vandamálum yrðu minni,“ segir hann. „Jafnhliða var stefnt að því að nýta þekkingu eldri kynslóða í skólastarfinu og fá unga sem aldna til að takast á við það sem að höndum bæri. Afleiðingin af öllu saman yrði svo vonandi sú að nemamir gætu hugsað sér að setj- ast að á landsbyggðinni." Lófót-verkefnið norska er gott dæmi um það hvernig fólk í dreif- býli snýst til vamar gegn þeirri byggðaþróun sem víða hefur átt sér stað. Forsenda fyrir því að slíkt sé hægt er að grenndarvitund sé fyrir hendi og þar skiptir fmmkvæði heimamanna öragglega mestu máli. Heimahagar rannsakaðir Bragi telur að efla beri, og tengja þurfi saman, söguvitund, grenndar- vitund og umhverfisvitund með fólki til að styrkja sjálfsvitund þess og samábyrgð gagnvart öðram mönnum og umhverfinu. Enda sé forsenda tilverannar friðsamleg og skynsamleg sambúð við náttúruna og hófleg nýting auðlinda hennar. Sókrates ráðlagði þeim, fyrir 2500 áram, sem ætluðu að hafa vit fyrir öðram, að öðlast fyrst þekk- ingu á sjálfum sér. „Eitt er að læra um hlutina, oft mjög fjarlæga og óljósa, annað að taka skynsamlegar ákvarðanir á vettvangi," segir Bragi. „Þess vegna er mikilvægt að horfa á umhverfi mannsins sem eina heild en búta það ekki sífellt niður í aðgreindar náms- eða fræð- igreinar sem síðan vilja verða meira og minna sundurlausar einingar." Að baki Lófót-verkefninu lá ein- mitt sú heildarhugsun, eða að líta bæri á viðfangsefnið út frá fjóram meginefnum; náttúralegum kring- umstæðum; sögu svæðisins; at- vinnulífi svæðisins og menningu samfélagsins. Síðan var það kennslufræðilegt viðfangsefni að finna leiðir til að víkka umfjöllunina út, frá heimahögunum til annarra byggðarlaga, landsins alls og um- heimsins. Bragi segir, að framkvæmd Lóf- ót-verkefnisins í skólum sé einfald- ast - að kalla grenndarnám og grenndarkennslu, en markmið hennar séu fyrst og fremst þau að gera hemendur læsa á nánasta um- hverfi sitt; land, menningu og nátt- úra. „Að því búnu er litið til fjar- lægari landa og stranda,“ segir hann og telur að aukin áhersla í skólum á viðfangsefni nánasta um- hverfis geti haft mikið að segja til að draga úr fólksflótta. Djúp þekking nemenda á heima- byggð virðist því auka líkurnar á því að þeir búi þar á fullorðinsáram. Bragi bendir á að framundan sé vinna í skólum við námskrár. „Þar reynir á sjálfstæða og djarfa hugs- un stjórnenda og almennra starfs- manna hvers skóla því þeir geta haft, og eiga að hafa, úrslitaáhrif á það hvemig þeirra skóli skilgreinir sig í grenndarsamfélaginu," segir hann. „Við námskrárgerðina bjóð- ast skólum æmir möguleikar en fullyrða má að þeir hafi verið óþarf- lega tregir til að skilgreina stöðu sína út frá því grenndarsamfélagi sem þeir þjóna.“ Hvað er Akureyri? Hann vonar að hin sterka „sam- ræmingarárátta“, sem hann telur hafa gengið yfir íslenskt skólakerfi, hamli þessu starfi ekki. Ný aðal- námskrá gefi skólamönnum leyfi til að hugsa á öðrum (og dreifðari) nót- um um stefnumótun í skólanám- skrám. „Við þurfum og eigum að taka mið af því mannlífi sem er og hefur verið á viðkomandi landsvæði ásamt því að gefa sérstakan gaum að landfræðilegu og náttúrafræði- legu umhverfi. Sé það gert er ólík- legt viðfangsefnin þrjóti," segir hann. „í raun má ganga út frá grandvallarspumingunni: „Hvað er...?“ Og við breytum spuming- unni „Hvað er bam?“ í uppeldis- fræði, aðeins á þann veg að við spyrjum: „Hvað er Siglufjörður, Arskógsströnd, Akureyri, Höfða- hverfi,“ o.s.frv. allt eftir því hvar við eram stödd. I svarinu býr lausnin og okkar er átta okkur á henni.“ Hann telur eðlilegast að virkja í ríkum mæli í huga nemenda stað- arauðlindir háttúru og menningar. Þaðan yrði svo haldið til fjarlægari staða og samhengið yrði þá öllum Ijósara. Kosturinn sé m.a. sá að nemandinn yrði hæfari til þátttöku í grenndarsamfélaginu. „Ekkert bendir til annars en að skólástarfaf þessu tagi geti orðið fjölbreytt og margvíslegar kennsluaðferðir bjóð- ast vegna þess að farið er frá hinU nálæga til hins fjarlæga; frá .hinu þekkta til hins óþekkta; frá hinu hlutstæða til hins óhlútstæða. Vinnulagið getur verið ýinist ein- staklingsnám, hópvinna, þema- vinna, söguaðferð eða hefðbundið bóknám. Samþætting námsgreina styrkir þær innbyrðis og samvinna heimila, skóla og stofnana leiðir til aukins gagnkvæms skilnings," seg- ir hann. Það að leik- og grannskólar era komnir alfarið undir stjórn sveitar- félaganna krefst náins samstarfs með skólafólki og sveitarstjórnar- mönnum, sem aftur vísar veginn til nýi’ra möguleika í námsefnisgerð, að mati Braga. „Skólar eiga að sækjast eftir fjármunum tO nám- sefnisgerðar sem byggist á heima- byggð nemenda og umhverfi, meðal annars með þeim rökum sem kynnt hafa verið hér, og vonandi bregðast forráðamenn viðkomandi sveitarfé- laga vel við.“ Að skilgreina staðarmenningu og þau viðfangsefni sem finnast á hverjum stað er ekki eins erf- itt og virðast kann við fyrstu sýn. í raun má ganga út frá grundvallarsetningpi flestra uppeldisfræðikenninga: Hvað er barn? Við breytum spurning- unni aðeins á þann veg að við spyrjum: Hvað er Siglufjörður, Arskógsströnd, Akureyri, Höfðahverfí, o.s.fiv., allt eftir því hvar við erum stödd. í svar- inu liggur Iausnin og okkar er aðeins að opna augun fyrir henni. Við þurfum og eigum að taka mið af því mannlífi sem er og hefur verið lifað á viðkom- andi landsvæði ásamt því að gefa sérstakan gaum að land- fræðilegu og náttúrufræðilegu umhverfí. Sé það gert verða viðfangsefnin óþrjótandi. Bragi nefnir má fáein augljós dæmi: • Örnefni - af hverju heita Siglufjörður, Hauganes, Þór- unnarstræti og Grýtubakki þessum nöfnum? • Náttúrunytjar til lands og sjávar - hvernig hafa menn nýtt og nýta náttúrulegt umhverfi sitt til lofts, láðs og lagar? • Fólksflutningar og fjöi- skyldusaga - búferlafiutningar úr dreifbýli í þéttbýli, af lands- byggð á höfuðborgarsvæði, frá fslandi til útlanda og áhrif þessa á einstaklinga og fjöl- skyldurþeirra. • Umhverfísmengun og um- hverfisvemd - hvaða áhrif hafa athafnir mannanna í nútíma- samfélögum á náttúrulegt um- hverfí þeirra? Heimahagar með tilvísun í heimsbyggð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.