Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 23 Málverkauppboð á Vefnum Morgunblaðið/Júlfus Deild skemmtiferðaskipa hjá P&O gerð sjálfstæð SKIPAFÉLAGIÐ P&O, eða Penins- ular & Oriental Steam Navigation Co., hefur tilkynnt að það hyggist losa deild skemmtiferðaskipa frá félaginu, og gera hana að sjálfstæðu fyrirtæki. P&O, sem er stærsta siglinga- og skemmtiferðaskipafélag Bretlands, ætlar að skrá hið nýja félag sem verð- ur til á hlutabréfamörkuðum í Lon- don og New York á fjórða ársfjórð- ungi þessa árs. Astæðan er sögð sú að umfang starfsemi deildar skemmti- ferðaskipa er orðin það mikið, að hún geti staðið á eigin fótum. Einnig er sagt að hún muni öðlast meira mark- aðsvirði sem sjálfstætt fyrirtæki, sér- staklega í Ijósi vaxtar á skemmti- ferðaskipamarkaði. Sérfræðingar telja að markaðsvirði hins sjálfstæða fyrirtækis muni geta orðið allt að 790 milijörðum króna, sem er mun meira en áætlað 182 milljarða króna markaðsvirði deildar skemmtiferðaskipa hjá P&O, en P&O fyrirtækið er í dag með heildar mark- aðsvirði sem nemur 400 miHjörðum króna. Þessi aðgerð kemur í kjölfa breyt- inga hjá P&O á síðustu fjórum árum, sem miðuðu að því að straumlínulaga starfsemi fyrirtækisins, sem áður var samsteypa sem teygði anga sína mjög víða og var í viðskiptum á borð við rekstur byggingarfyrirtækja og sýn- ingarsvæða fyrir kaupstefnur. Fyrirtækið hefur selt mikinn hluta þessara fyrirtækja og fjárfest söluandvirðinu í því sem það hefur skilgreint sem sína kjarna starfsemi, en hún er rekstur skemmtiferða- skipa, feija og rekstur skipa og hafnaraðstöðu. Málverkið Fæðing blámans. Seldist á 395 þúsund MÁLVERKIÐ Fæðing blámans eft- ir listamanninn Tolla var selt á uppboði Gallerís Landsbréfa á 395 þiísund kr. Upphæðin rennur dskipt til vökudeildar Barnaspítala Hringsins. Uppboðið hófst 27. jan- úar og var lágmarksboð eitt hundrað þúsund krdnur en alls bárust á fjdrða tug tilboða í verkið. Á Netgalleríi Landsbréfa, Iands- bref.is, hefur staðið yfír yfír- Iitssýning á verkum Tolla frá 27. janúar. Tolli er fyrsti listamaður- inn sem sýnir í Netgalleríi Lands- bréfa en þau skilyrði eru sett fyrir því að verk komi til sýningar í gall- erunu.að listcimennirnir gefi eitt verka sinna og mun andvirði þess renna til styrktar géðu málefni. Ekki er búið að ákveða endan- lega hver sýnir næst í galleríi Landsbréfa en það verður eftir tvo til þrjá mánuði. Steinn Sigurðar- son, vefstjdri Landsbréfa, og Aðal- steinn Ingdlfsson listfræðingur sjá um valið. Þangað til verða verk Tolla til sýnis í Netgallerínu en síð- an verða þau flutt í „sal 2“. Rafrænir ríkisvíxlar VERÐBRÉF verða í fyrsta sinn gef- in út hér á landi sem rafbréf um miðj- an þennan mánuð. Aðeins verður þó um að ræða reynsluútgáfu, til próf- unar á kerfi Verðbréfaskráningar ís- lands, áður en raunveruleg rafræn skráning hefst. I tilkynningu sem Verðbréfaþing Islands birti í gær, segir að þeir víxl- ar sem skráðir verði með þessum hætti séu þriggja mánaða ríxisvíxlar í útboði Lánasýslu ríkisins. Á greiðslu- degi, 17. febrúar, verða þeir gefnir út sem rafbréf í kerfi Verðbréfaskrán- ingar, samhliða eiginlegri pappírsút- gáfu sem vistuð verður í Seðlabanka Islands og hjá Lánasýslu ríkisins. Einar Sigurjónsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfaskráningar, segir að skráningarkerfi fyrirtækisms verði notað til að versla með víxlana. „Við gerum ráð fyrir að þessi tilraun taki um einn og hálfan mánuð. Ef allt gengur að óskum verða svo næstu skref að taka inn aðrar tegundir verðbréfa. Þær verða þó ekki allar teknar inn í einu, heldur smátt og smátt, á meðan reikningsstofnanir eru að aðlaga sig þessum nýja máta.“ -------------------- Búnaðarbank- inn svarar fyrir 10. febrúar BANKARÁÐ Búnaðarbanka ís- lands fjallaði á föstudag um athuga- semdir þær sem bárust bankanum frá Fjármálaeftirlitinu vegna beit- ingar verklagsreglna innan bankans. Pálmi Jónsson, formaður banka- ráðsins, segir að svör verði send Fjármálaeftirlitinu innan tilskilinna tímamarka, sem eru 10. þessa mán- aðar. Hann vildi ekkert tjá sig um af- stöðu ráðsins til athugasemdanna. TVyggðu fjölskyldunni tvöfalt öryggi - með Lífís líftryggingu og sjúkdómatryggingu Dragðu það ekki að veita þeim sem treysta á þig meira öryggi. Með Lífís líftryggingu og sjúkdómatryggingu kemur þú í veg fyrir tekjumissi i kjölfar erfiðra veikinda eða fráfalls sem gæti ella kippt stoðunum undan fjárhagi fjölskyldu þinnar. Þannig verndar þú betur þá sem þér þykir vænt um og tryggir fjölskyldunni tvöfalt öryggi. I iniiLbaiiki Ulaitih LANDSBR£F.Rf. V AtRYGG IN G, Vlí L\G fSlAKDS Hf Líftrygging Sjúkdómatrygging Landsbanki íslands og Vátryggingafólag fslands bjóða fjárhagsvernd fyrir lífið Útgefandi Líffs Ifftrygglnga og sjúkdómatrygginga er Lfftrygglngafólag fslands hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.