Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐ JUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 51 ÞÓRDÍS SIGURLÍN G UÐMUNDSDÓTTIR + Þórdís Signrlfn Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1916. Hún lést á Droplaugarstöðum 30. janúar síðastlið- inn. Þórdís var yngsta bam foreldra sinna, Margrétar Jó- hannesdóttur frá Borgarfirði, f. 1876, d. 1961, og Guðmund- ar Kristjánssonar, f. 1866, d. 1918, að Mýr- um. Þau iyónin áttu samtals níu börn sem öll eru nú látin; Sigr- ún, Sigurrós, Kristján, Sæmundur, Guðbergur Ingvar, Gyða, Aðal- steinn, Þórður Sigurel, Fjóla og Þórdís. Þórdís átti einn son, Sæmund, f. 21. október 1936, með Gunnari Friðrikssyni frá Látrum í Aðalvík. Sæmundur er kvæntur Þórunni Jónsdóttur og eiga þau þrjú upp- Elsku Dísa amma, þú varst okkur svo mikið í lífinu, ekki bara sem amma heldur líka sem félagi og vin- ur. Minningarnar um þig hlaðast upp frá því að þú kvaddir okkur hinn 30. janúar sl. og við munum halda áfram að varðveita þær. Dísa amma takk fyrir að hafa ver- ið dagmamma okkar þegar við vor- um lítil meðan mamma og pabbi voru að vinna. Við erum svo þakklát fyrir það í dag að hafa kynnst þér svona vel, bæði sem ömmu og vini í raun. Þú komst alltaf með strætó heim til okkar í Garðabæ þau fjögur ár sem þú passaðir okkur og löngu eft- ir að þú hættir því. Með þér fylgdu alltaf margir pokar sem innihéldu handavinnuna þína og „gotterí" sem þú sagðist hafa fengið „billegt", og gerði komu þína svo spennandi. Svo hafðir þú mjög gaman af að fara á basar og í búðir að kaupa eitthvað nýtt sem auglýst var í blöðunum og deildir með okkur og öðrum. Dísa amma, þú varst líka leikfé- lagi okkar og kenndir okkur húla hopp, sippó, hjálpaðir að safna í tombólu, fórst með okkur í Sund- höllina og þorðir að stökkva af brettinu. Þú gast líka leikið grýlu í afmælum, farið í eltingaleiki og sagt skemmtilegar sögur. Bíóferðirnar í gamla Hafnarbíóið á allar Chaplin- myndirnar verða seint gleymdar elsku Dísa amma og ekki gleymast heldur bíltúrarnir með þér og Tryggva £ skódanum (kærasta þín- um) suður með sjó eða bílferðunum með Guðrúnu ljósmóður heitinni í lakkrísgerðina eða í gróðurhúsin í Hveragerði. Þá fóruð þið vinkon- urnar stundum með okkur í „picnic" og buðuð upp á kókómjólk með röri og kannski kjúkling, sem var nú al- deilis flott í þá daga, og svona gæt- komin börn; Sigrúnu, Jón og Margréti. Jón er kvæntur Laufeyju Ýr Sigurðardóttur og eiga þau fimm börn; Tind, Gunn- hildi Yrsu, Urði, Ilmi og Þórunni. Þórdís hóf sambúð með Tryggva Tó- massyni bifreiðast- jóra árið 1962 en hann lést árið 1976. Þau bjuggu alla sína tíð að Rauðarárstíg 40 í Reykjavík. Þórdís starfaði við ýmis störf en lengst af starfaði hún hjá Tóbaksverslun ríkisins, seinna ATVR. Þórdís var ennfremur einn af stofnendum Óháða safnaðarins og tók virkan þátt í starfi kvenfé- lags safnaðarins. Útför Þórdísar fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin klukkan 15. um við endalaust haldið áfram. Þú varst ekki bara okkar Dísa amma, heldur varstu líka Dísa amma krakkanna í hverfinu alveg eins og Margrét mamma þín sem alltaf var kölluð „Maggamamma“ af börnum sínum, barnabörnum og öðrum börnum en þú talaðir mikið um mömmu þína og þótti afskaplega vænt um hana. Dísa amma, þú varst líka alltaf að fondra og föndraðir allt milli himins og jarðar. Þú saumaðir í, málaðir á klúta og á boli, bjóst til Ijósakrónu úr íspinnaspýtum, skarst út í tré og margt annað. Þá fannst þér alltaf gaman að starfa með kvenfélaginu á vegum óháða safnaðarins og áttir margar vinkonur þaðan, enda varstu svo félagslynd. Þú elskaðir líka fjölskyldu-, vina- og ættarsam- komur og lést þig aldrei vanta með „polaroid“-myndavélina. Þú varst alltaf svo full af lífskrafti og mikil kjarnakona þrátt fyrir að hafa þolað mótlæti og veikindi um langt skeið. Þú sagðir okkur sögur frá bernsku þinni, m.a. þegar þú varst tveggja ára og fullur pottur af sjóðandi heitu vatni helltist yfir þig og skildi eftir sig varanleg ör á báð- um handleggjum og efri hluta líka- mans. Annað stórt ör varstu með á öðrum handleggnum eftir að hafa dottið tíu ára gömul á gaddavír. Við systkinin báðum þig oft að sýna okkur örin og segja okkur sögurnar á bak við þau. Hvert þeirra geymdi sögu í sjálfu sér ásamt lífssögu þinni, sem var viðburðarík, þótt stundum hafi erfiðleikar sótt að. Þú varst yngst af níu systkinum, og ekki nema tveggja ára þegar pabbi þinn dó úr spönsku veikinni. Móðir þín var því ein um að brauðfæða öll börnin. Tvítug varðstu einstæð móð- ir með föður okkar en með hörku, ÓLÖFÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Elsku Ólöf. Þó að við Adda hefðum ekki ætl- áð að kómu nórður síðastliðna helgi ætl- 1 uðum vjð að samgleðjj ■. »st þér' á tímamótún- • um sem stefndi í hjá þér þótt úr fjarlægð ýrði. En í etaðinn kpm kaUið og kofnið er að kvéðjustundu. Þetta er búið að vera erfiðut tími fyrir þig eftir að þú’ veiktist og þá sér- staklega meðan Addi Pé var veikur því allt- af hafðir þú meiri áhyggjur af öðrum en sjálfri þér. Ekki veit ég hvenær þú vissir að ég væri til en áður en ég fór að verða fasta- gestur í Bakkahöllinni var ég búinn að gista ansi margar nætur í her- berginu frammi á gangi og læðast út á morgnana. Ég veit að þú erfir það ekki við mig nema ef vera + Ólöf Þóra Ólafs- dóttir fæddist á ’Garðsá í Önguls- staðahreppi í Eyjk- firði22, janúar 1920. Hún lést á Hjúkrup- arheimilinu Seli 19. j janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrar- kirkju 26. janúar. stuðningi og hjálp móður þinnar hafðist þetta allt saman. Móðir þín, sem var þá orðin roskin, gætti föður okkar, ásamt fleiri barnabömum sínum og seinna meir barnabarna- börnum, á meðan þú og systkini þín unnuð úti, en þú vannst m.a. hjá tó- bakinu, eins og þú kallaðir það. Árið 1963 varðstu fyrir alvarlegu bflslysi og náðir þér aldrei alveg eft- ir það. Slysið hafði áhrif á melting- arfærin og þú fékkst þrálátan höf- uðverk. En þú lést það ekki aftra þér í lífinu. Eftir að lífsþróttur þinn fór að dvína fluttirðu frá heimili þínu á Rauðarárstíg 40 á Droplaugarstaði og naust þar umönnunar starfs- manna. Á Droplaugarstöðum eins og á Rauðarárstígnum tókstu okkur alltaf fagnandi og vildir alltaf gefa okkur eitthvað eins og öðrum sem til þín þekktu. Dísa amma, þú varst alltaf svo gjafmild, greiðvikin og hjálpsöm. Þú varst ófeimin að láta skoðanir þínar í ljós, þoldir illa tilgerð og dylgjur, og fannst að fólk ætti að koma hreint og beint fram og vera það sjálft. Þú varst trúuð, trygg og styrkur allra, bæði í gleði og sorg. Elsku Dísa amma, við munum aldrei gleyma þér, né hve stóran þátt þú áttir í lífi okkar. Við kveðj- um þig með vísunni sem þú last oft þér til hughreystingar á síðustu ævidögum þínum, en vísan er svo lýsandi fyrir þig, hvernig þú varst og kenndir öðrum að vera: Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga, baggi margra þyngri er. Vertu sanngjam, vertu mildur, vægðu þeim sem mót þér braut. Bið þinn Guð um hreinna hjarta hjálp í lífsins vanda og þraut Treystu því að þér á herðar þyngri byrði ei varpað er, enþúhefuraflaðbera, orka blundar, næg er þér. Þerraðu kinnar þess er grætur, þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. (Höf. óþekktur.) Sigrún, Jón (Nonni) og Margrét. Elsku Dísa langamma. Takk fyrir að passa okkur þegar mamma og pabbi voru í Háskólanum og amma og afí í vinnunni. Takk fyrir að að kenna mér að brenna í tré. Þú varst alltaf svo góð við okkur og leyfðir okkur að elda mat með þér, eins og saltkjöt. Þú gafst okkur líka boli sem þú hafðir málað á sjálf og líka margar aðrar gjafir. Svo leyfðir þú okkur að skoða frímerkjasafnið þitt og gamla peninga. Við söknum þín. Kveðja, Tindur og systur mínar í Ameríku; Gunnhildur, Urður og lillurnar. skyldi að ég skuli ekki hafa látið þig vita af því kvöldin áður svo að þú gætir verið með smurt brauð handa mér í morgunmat áður-en ég streðaði upp „menntaveginn“-upp i MA. En ég átti svo sannarleg^ eftir að njóta góðs af gestrisni þinnar og Adda. Að vísu upplifði ég mig aldrei sem gest í Bakkahöllinni, mér fannst ég strax vera^einn af fjölskyldunni og vona ég'að það hafi að einhverju leyti veriö gagn- kvaémt. . Þegar ég þóttist vera að gera gagn með því að leysa,Adda aðeins af á „Stóra ráuð“ á milli Akureyrar og Reykjavíkur var alltaf farið inn í Bakkahöll áður en lagt var af stað svo að ferðalangarnir væru ekki svangir í upphafi ferðar. Og síðan fylgdi alltaf með vel útilátið nesti. Það þurfti enga hamborgara á leið- inni í þeim ferðum. Það voru örugglega margir klukkutímar sem þú þurftir að bíða eftir að Addi skilaði sér af heiðinni í erfiðri færð og ef til vill ekki ör- uggt hvort hann kæmist norður yf- ir heiðar fyrir jól vegna þess að hann hafði brotist suður til að fara HALLDÓR SIGURÐSSON + Halldór Sigurðs- son fæddist á Seyðisfirði 29. jan- úar 1928. Hann lést á Vífílsstaðaspítala 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Rannveig Bjarnadóttir, f. 13. júlí 1906, d. 14. apríl 1995, og Sigurður Halldórsson, f. 28. maí 1898, d. 18. feb. 1995. Halldór ólst upp á Seyðisfirði ásamt systkinum sínum. Þau eru Guðrún, f. 14. október 1924, maki Gunnar Hannesson; Bjarney, f. 28. september 1926, maki Ásbjöm Bjömsson; Svan- hildur, f. 28. apríl 1929, maki Haukur Guðmundsson, látinn; Ólöf Anna, f. 7. júlí 1932, maki Guðmundur Helgason, látinn, Ingi, f. 28. ágúst 1934, maki Hall- dóra Friðriksdóttir. Halldór var sjómaður lengst af starfsævi sinni. Hann var starfs- maður Sundlauganna í Laugardal umárabil. títför Halldórs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Mágur minn, eldri bróðir Inga bónda míns, hefur nú gengið sinn veg til enda, hér á meðal okkar. Það fyrsta sem kom upp í huga minn, er ég kynntist Halldóri, var að aldrei hefðu fæðst ólíkari bræður í sjón og raun. En ég er ekki alveg eins viss um þessa ályktun mína núna. Halldór ólst upp hjá foreldrum sín- um á Seyðisfirði ásamt fjórum systr- umogbróður. Seyðisfjörður er einn af fallegustu kaupstöðum landsins og heimili þeirra Rannveigar og Sigurðar for- eldra Halldórs, var vissulega fallegt, en efst er mér þó í huga, hve hlýlega mér var tekið, er ég kom þar fyrst. í þessu umhverfi ólst Halldór upp. Halldór byrjaði snemma að vinna, eins og alsiða var, hann fór bamung- ur til sjós og barnungur kynntist hann Bakkusi, sem varð afdrifaríkt fyrir hann, öll hans æsku- og mannd- ómsár. Þessi ár voru foreldrunum oft erfið, en þrátt fyrir það misstu þau aldrei trúna á að úr myndi rætast fyrir drengnum þeirra. Þeim varð að ósk sinni. Um fimmtugt hætti Halldór alveg að drekka, hætti til sjós, en varð fyrir því óláni að lenda í vinnuslysi og náði sér aldrei alveg eftir það. Halldór gafst ekki upp og þótt ótrúlegt megi virðast fóru nú góðir tímar í hönd. Hann keypti sér litla íbúð og litli bíllinn var óspart notað- ur. Hann fékk vinnu sem baðvörður í Sundlaugunum í Laugardal. Þar undi hann hag sínum vel og mætti með eða að ná í vörur til að bjarga málum. En það var sama hvenær sólarhringsins maður kom í Bakka- höllina, hvort sem, það var með Adda'úr ferð eða með Öddu ,og stelpunum okkar og seínna með Viktor, alltaf tókst þú á móti okkur tllbúin með veitingar. Þegar við komum í heimsðkn til þín upp í Sel t eftir að þir veiktist fundum við hvað þér léið ilía að.geta ekki tekið á móti okkur í Bakkahöllinhi og • hafðir af því- áhyggjur að eitthvað skorti þgr heima. Aúðvitað vantaði þig í höílina en Addi tók svo sann- arlega höfðinglega á móti okkur á meðan jieilsan leyfði óg jafnvel lengur en það. Stundum voru veit- ingarnar kannski aðeins öðruvísi hjá honum en höfðu verið hjá þér en það er önnur saga. Að lokum viljum við, ég, Adda, Vala Björk, Vera og Viktor þakka þér, elsku Ólöf, fyrir allar sam- verustundirnar í gegnum árin. Ég vona svo sannarlega að nú hafið þið Addi tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið er hann kvaddi þig og okkur hin fyrir ári síðan. Víðir. þar í kaffi hvern morg- un, löngu eftir að hann hætti. Það eitt segir manni hve gott sam- starfsfólk hann átti. Gömlum vinum sínum og vinnufélögum frá Seyðisfirði gleymdi hann ekki og drakk gjarnan með þeim kaffi í hverri viku úti á Granda. Síðast en ekki síst var Halldór fjöl- skylduvænn í besta lagi, ekki sjaldnar en tvisvar á dag leit hann inn hjá foreldrum sín- um hvort sem þau voru heima eða á dvalarheimilinu, en þau önduðust í hárri elli fyrir fáum árum. Mæðradagurinn fór aldrei fram- hjá Halldóri, enginn stóð hjarta hans nær en Rannveig móðir hans. Hann fylgdist með börnum systk- ina sinna og börnum þeirra, vissi hverjir voru heima eða erlendis og hvað hver og einn var að læra og glíma við í lífinu. Halldór minn, ég þakka þér sam- fylgdina og alla umhyggju þína fyrir mínu fólki. Veikindum þínum og erfiðri lífs- baráttu er nú lokið. Guð veri með þér. Halldóra Friðriksdóttir. Síminn hringdi að kvöldi: „Við vor- um að flytja hann Halldór frænda þinn á sjúlo-ahús, hann biður þig að koma og hitta sig ef þú getur,“ sagði vinnufélagi minn. Þegar ég kom til þín var það fyrsta sem þú sagðir: „Þú keyrir mig svo heim á eftir.“ Ekki keyrði ég þig heim, Dóri minn, held- ur varð þetta þín lokaorrusta í þessu lífi. Margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka. ÁJlar góðu stund- irnar í Gnoðarvoginum hjá afa og ömmu þar sem þú komst á hverjum degi til að aðstoða þau. Lífi þínu má kannski skipta í tvo kafla. Þann fyrri þar sem þú barðist við Bakkus kon- ung og þann síðari þar sem þú lærðir að lifa án hans. Eftir langa og erfiða meðferð var gaman að sjá hvað þú varst fljótur að ná þér og hve ákveð- inn þú varst. Ég man það sem þú sagðir við mig eitt sinn: stríðinu lýk- ur aldrei þótt orrustan hafi unnist. Ég man eftir fyrsta bflnum sem þú keyptir, græna Trabantinum og hve þú varst stoltur þegar þú bauðst mér að keyra hann. Ér ekki gott að keyra hann? sagðir þú og stoltið skein úr augunum. En svo kom annað áfall. Þú lentir í slæmu vinnuslysi og varst næstum búinn að missa fótinn. Eftir það gekkst þú alltaf haltur en stolt þitt var mikið og aftur náðir þú þér. Þú byijaðir að vinna í Laugardals- lauginni þar sem þú eignaðist marga vini. Fljótlega fórst þú að leita þér að íbúð til að kaupa nálægt ömmu og afa. Þó að þú værir kominn með íbúð sjálfur varst þú samt mest hjá þeim, til að létta undir og til að hitta fólkið þitt sem kom til þeirra. Stundum var ég að snúast fyrir afa og ömmu og alltaf varð ég að fara á þínum bfl. Þegar ég kom til baka spurðir þú mig alltaf: „Var hann ekki góður?“ Þú Varst-alltaf svo stoltur af bflnunmfi þínum. Eftir að-amma og afi kvöddu okkur, hittumst við ekki eiiis oft og ég 'héfði vjljað -en þú fylgchst samt með hnér.. Hringdir í; möfnmu o| spurðir frétta. Éftir að, þú hættir ao virina.hélst þú áfram að aðstoðá aðrá sem höfðil orðið undir í; lífsbarátfc- unni. Er ég ekki í vafa um’að þú haíir haft áhrif á marga sem þú aðstoðaðir með góðvild þinni og heiðarlelka. Kæri frændi, ekki grunaði niig þegár ég kom til þín kvöldið fyrir áramót að þetta væri þín lokaorrusta, því þú barst þig svo vel og spurðir frétta um fjölskyldu mína. Ég kveð þig nú, kæri frændi, og veit að þú fórst, hvfldinni feginn því undir það síðasta var þetta erfitt. Þú verður lagður til hinstu hvfldar á milli þeirra sem þú elskaðir mest, afa og ömmu. Þinn frændi Óli R. Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.