Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 41, UMRÆÐAN Það er einnig blekking að halda því fram að af öryggisástæðum sé ekki hægt að taka upplýsingar, sem einu sinni eru komnar í grunninn, út aftur. Landlæknir hefur ítrekað bent á að auðveldlega megi ná upplýsingunum út aftur. Það gefur auga leið að ekki er meiri vandi að ná út upplýsingum en bæta við nýjum. Enn ein blekkingin er að með tilurð gagnagrunnsins verði fljótlega hægt að bæta heilsufar þjóðarinnar og heil- brigðisþjónustuna. Mikið af gögnum sem þarf til að meta og bæta heil- brigðisþjónustuna er þegar til, en þau hafa ekki verið notuð eða ekki tekið tillit til þeirra upplýsinga sem hægt er að fá úr þeim. Þessum gögnum hef- m- þegar verið safnað í dreifða gagna- grunna í 15-20 ár, en samkvæmt rekstrarleyfinu á fyrst að vinna úr heilsufarsupplýsingum aftur til 1986. Flutningur þeirra mun því ekki kosta mikið sem bendh’ til að áætlun um kostnað við stofnun miðlægs gagna- grunns hafi verið stórlega ýkt. Síðar er áformað að vinna úr eldri sjúkra- skrám. í rekstrarleyfinu er gert ráð fyrir að fyrirtækið geti síðar fengið enn meiri upplýsingar en þegar eru taldar í ofannefndum 27 flokkum enda segir í leyfinu: „Heilsufarsupplýsingai’ skulu skráðar þannig að þær myndi heildstætt upplýsingasafn þar sem skráðar eru upplýsingar úr þeim sjúkraskrám sem þegar liggja fyrir og liggja munu fyrir á gildistíma rekstrarleyfisins". Rekstrarleyfið er því galopið. Eignarnám heilsufars- og persónugagna Samkvæmt gagnagrunnslögunum og þeiiri reglugerð sem heilbrigðis- ráðherra hefur gefið út í krafti þeirra verða trúnaðarupplýsingar sem sjúklingar veita læknum teknar eign- amámi og gerðar að „sameign ís- lensku þjóðarinnar" rétt eins og verið væri að tala um fiskistofna eða óbyggðir hálendisins. Munurinn er þó sá, að þessi „sameign" verður afhent erlendu fyrirtæki, sem lítið er vitað um hvað muni gera við hana. Réttur einstaklinganna er gersam- lega fótum troðinn. Einu mögulegu viðbrögð þeh’ra til varnar eru að senda landlækni nú þegar tilkynn- ingu um úrsögn úr gagnagrunninum fyrir sig og ófullveðja börn sín. Höfundur er prófessor em., dr. med. virðing fyrir fallegri íslensku getur ómeðvitað breyst í fyi’irlitningu og fordóma gagnvart innflytjendum sem ekki hafa tileinkað sér góða ís- lensku. Fyrh’ tveimur mánuðum lýsti Fél- ag ungra sjálfstæðismanna á Akur- eyri því yfii’ að útlendingar sem vilja fá íslenskan ríkisborgararétt skuli standast grunnskólapróf í íslensku. Um svona hugmynd eða ofangreinda dæmið um útvarpsstöðina verð ég að segja að viðkomandi hafi misst áttir. Maður sem talar fallega íslensku hlýtur að eiga skilið hrós. En það virkar ekki öfugt. Þó að maður geti ekki talað góða íslensku, verða mannkostir hans alls ekki verri. Þetta varðar ekki einungis inn- flytjendur, heldur varðar það einnig fólk sem er á einhvern hátt málhalt, með lærdómsörðugleika eða fólk sem ekki hefur haft tækifæri til að mennta sig. Málið er ekki hvort þetta fólk geti komist inn í þjóðfélagið eða ekki. Þjóðfélagið byggist nú þegar á til- vist þem-a. Er ekki kominn tími til að íslenska þjóðfélagið hlusti á hvað innflytjendur hafa að segja, ekki að- eins hvernig þeir tala? Ef þjóðfélag- ið viðurkennir þetta ekki og reynir að útiloka ákveðið fólk frá samfélag- inu vegna ofdýrkunar á íslensku, mun menning íslendinga skaðast sjálf. Islenskan er mikilvæg og dýrmæt menningu landsins, en hún má ekki verða viðmið til að meta mannkosti annarra. í tilefni af 1.000 ára kristni- tökuhátíð á Islandi óska ég þess að við kveðjum hlæjandi fuglahræður og losnum við dulda skurðgoðadýrk- un úr þjóðfélaginu. Höfundur er prestur innflytjenda A Biskupsstofu. Fullveldi og milliríkj asam vinna UNGUR maður í háskólanámi í Brussel, Úlfar Hauksson að nafni, birti grein hér í blaðinu 3. þ.m., sem svar við grein minni um ESB frá 25. f.m. Ég hef ekkert á móti því að ræða við hann, eða hvern sem er, um kosti og galla hugsanlegrar ESB-að- ildar íslands, svo framarlega sem um- ræðan sé byggð á stað- reyndum og rökrænni greiningu á bestu hagsmunum íslands í því sambandi. Sönnunarskyldan sniðgengin Því miður einkennist grein Úlfars af því, sem einkennir yfirleitt mál- ESB-aðild Við aðild afhenda ríkin hluta af sjálfstæði sínu og fullveldi til ESB, seg- ir Hannes Jónsson. Fullveldi þeirra rýrnar og takmarkast, yfír- þjóðlegavaldið styrkist. flutning talsmanna aðildar, að þar er ekki að finna nein gild rök fyrir aðildarviðræðum, hvað þá umsókn. Talsmaðurinn bregst með öllu sönn- unarskyldu sinni. Hvað mundum við græða á aðild? Eru augljósir kostir meiri en gallar? Verður hags- munum okkar betur borgið innan en utan ESB? Við þessum spurn- ingum eru engin svör í grein Úlfars. Eftir hverju vill hann þá að við sækjumst? Varla sækjumst við eftir að- ild nema við vitum tfi hvers. Það dugir ekki, í þessu sambandi, að staglast á einhverjum óljósum hugmyndum um einhverjar hugsan- legar undanþágur frá reglum og starfshátt- um ESB til aðlögunar stuttan tíma, sem e.t.v. gætu fengist í aðildarviðræðum. Talsmönnum aðildarviðræðna ber skylda til að sýna okkur fram á kosti umfram galla aðildar, svo aug- ljóst sé, að eftir einhverjum hags- munum sé að sækjast. En þetta er með öllu sniðgengið. Aðildardæmið Gildandi reglur ESB um aðildar- gjöld sem innheimt voru 1999 liggja fyrir. Þeim hefur ekki verið breytt þótt hægt sé að breyta þeim frá ári til árs. Alagning aðildargjalda á okkur samkvæmt þessum reglum mundu verða a.m.k. 13,5 milljarðar króna á ári hverju. Útgjöld af þessu tagi rúmast ekki innan okkar fjárlaga og erfitt að sjá, að efnahagsleg skilyrði skapist til þess við aðild. Það væri líka heimskulegt að greiða himinhá gjöld fyrir smáræðis tollalækkanir, sem litlu skipta fyrir okkar útflutningshagsmuni. Fullveldið Það er ekki rétt sem Úlfar segir, að almennt hafi hugtakið fullveldi annað innihald en áður. Þetta gildir hins vegar um þröngar lögskýring- ar í aðildarríkjum ESB, þar sem í gildi er takmarkað fullveldi. í hin- um stóra heimi Sameinuðu þjóð- anna með hátt á annað hundrað að- ildarríkja er fullveldishugtakið í fullu gildi. Bæði þar og að alþjóða- lögum er fullveldið æðsta valdið, öllu valdi æðra innan ríkistakmark- anna, það takmarkast ekki af neinu öðru valdi, og felst m.a. í fullum og óskoruðum yfirráðum ríkis á eigin landsvæði og lögsögu. Á grundvelli þessa valds neituðum við Islending- ar að lúta lögsögu Alþjóðadómstóls- ins í fiskveiðideilunum við Breta og Þjóðverja og sömuleiðis að lúta dómsorði hans. Á vogarskálunum var annarsvegar fullveldi smáríkis- gagnvart alþjóðlegu valdi dómsins hinsvegar. Við vörðum landhelgina og dómsorðið varð vindur einn. Fullveldi okkar var sterkara en lögsaga alþjóðadómsins. Það var í fullu samræmi við hina klassísku skilgreiningu prófessors L. Oppen- heim í sígildri bók hans um alþjóða- lög: „Fullveldið er æðsta valdið, vald, sem er sjálfstætt gagnvart hverju öðru veraldlegu valdi. Full- veldi merkir því nánast í þrengstu merkingu alhliða sjálfstæði, innan og utan landamæra ríkisins." (I. bindi, bls. 118-119). Af eðli alþjóðalaga leiðir, að innan við 20 ríki, á litlum Evrópuskaga út úr Asíu, geta ekki skapað alþjóðleg- an rétt ein út af fyrir sig. Þau geta búið til reglur um takmarkað full- veldi, sem gildir fyrir þau ein, ekki önnur ríki í hinum stóra heimi. Þjóðaréttur, byggður á venjurétti eða bindandi samningum og sam- þykktum, verður ekki alþjóða.lög, nema með samþykki meginþorra ríkja hins alþjóðlega samfélags. Lagareglur, sem innan við 20 ríki ESB hafa samþykkt að undirgang- ast, gilda ekki fyrir aðra, ekki held- Hannes Jónsson Þegar skilning skortir ENGINN er svo vel í sveit settur að hann sé hafinn yfir gagn- rýni eða óskeikull. Mér dettur ekki í hug að halda að þær heim- ildarmyndir sem ég hef komið að í gegnum tíðina hafi verið galla- lausar. Hrafn Braga- son hæstaréttardóm- ari sér ástæðu til þess að ráðast á myndina Aðför að lögum í grein í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 2. febrúar. í myndinni var í fyrsta sinn í íslenskum ljósvakamiðli lögð veruleg vinna í að varpa ljósi á hin svonefndu Geirfinns- og Guðmundarmál. Hæstaréttardómarinn telur myndina hafa verið áróðursmynd, gerða því til styrktar að málið yrði endurupptekið. Sé það gott dæmi um að fjölmiðill, annaðhvort að eig- in frumkvæði eða málsaðila, taki skýra afstöðu til máls áður en það er afgreitt af dómstólum og vinni því stuðning meðal almennings eins og dómarinn orðar það. Undur og stórmerki. Dómarinn virðist ganga út frá því að vorið 1997 hafi Geir- finns- og Guðmundarmál ekki verið afgreidd af dómstólum. Var þetta mál ekki einmitt dæmt af sama Hæstarétti og Hrafn vinnur hjá ár- ið 1980 eða var það kannski bara vitleysa? Það að einn hinna dæmdu, Sævar Ciecielski, hafði krafist endurupptöku á málinu hafði ekkert með efnistök mynd- anna að gera nema þegar kom að þeim örfáu sekúndum þar sem Sigursteinn Másson Sævar var í viðtali og í upprifjun í lok síðari myndarinnar. Dómar- inn vegur að starfs- heiðri mínum þar sem ég var framleiðandi og annar handritshöfund- ur myndanna þegar hann kallar þær áróð- ursmynd. Dómarinn virðist þeirrar skoðun- ar að ekki sé hægt að rannsaka sakamál og fjalla um þau í fjöl- miðlum öðruvísi en sakfræðingar (hvaða stétt sem það nú er) eða háskólakennarar séu fengnir til verksins, í það minnsta sem helstu álitsgjafar. Ég er ósammála þessu og sérstaklega þegar Geirfinns- og Guðmundarmál eru annars vegar. Þar gerðum við eftirfarandi: Leituðum til þeirra einstaklinga sem höfðu verið vitni í málunum eða tengdust þeim á annan hátt, fórum í gegnum öll þau málsgögn sem lágu til hliðsjónar dómsniður- stöðum, fundum ný gögn sem ekki voru lögð fyrir dómstóla og vitnuð- um í hátt í átta hundruð blaðsíðna dóm Hæstaréttar. Aldrei í mynd- unum lýstum við þeirri skoðun að dómar hefðu verið rangir. Aldrei lýstum við því yfir að sakborningar hefðu verið saklausir. I hverju fólst þá áróðurinn? Dómarinn útskýrir það ekki en sennilega hefur honum þótt vanta sjónarmið dómara, sak- sóknara og lögreglumanna sem báru ábyrgð á málsmeðferðinni. Því er til að svara að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá þá í við- töl var það lífsins ómögulegt. Þótt áður hafi lagaprófessor og nú dóm- ari sagt að Aðför að lögum hafi ver- ið áróðursmynd hefur enginn enn komið fram og fært efnisleg rök fyrir því. Enginn hefur getað bent á að eitt einasta atriði sem fram kom í myndunum sé rangt. Enginn hefur opinberlega dregið í efa að sakborningum í þessu máli var mis- þyrmt í Síðumúlafangelsinu. Það er einfaldlega hægt að sanna það. Vinnustaður dómarans hefur meir- aðsegja viðurkennt það. í hverju liggur þá áróðurinn í myndinni? Dómsmál Þessi skoðun mín er ekki áróður, segir Sig- ursteinn Másson, þessi skoðun er byggð á fag- legum forsendum fréttamanns eftir ýtar- lega efnisöflun. Kannski í því að sýna fram á hversu misheppnuð og dularfull Keflavíkurrannsóknin á hvarfi Geirfinns var eða hve mikill póli- tískur þrýstingur var á Ólaf Jó- hannesson dómsmálaráðheiTa að afgreiða málið að hann réð fyrrver- andi yfirmann vestur-þýsku leyni- þjónustunnar til verksins? Svo finnst dómaranum í hinum háæru- verðuga dómstóli áreiðanlega óskaplegur áróðursbragur að því að benda á að engin látin mann- eskja er í þessu tvöfalda morðmáli og að bent hafi verið á að í öðrum löndum er fólk ekki dæmt fyrir morð nema lík sé til staðar. Hann undrast það að fólk hafi verið lítið kátt í nokkrar vikur eftir að Hæsti- réttur ákvað að ekki hefði nægilega ur hin útþynnta skilgreining þeirra á fullveldinu sem takmörkuðu full- veldi. Hverju þarf að fórna við aðild? ESB-ríkin búa sem sé við nýja gerð af „takmörkuðu fullveldi og sjálfstæði", þar sem þau fara ekki með æðsta vald í öllum sínum mál- um. Við aðild afhenda þau hluta af sjálfstæði sínu og fullveldi til ESB. Fullveldi þeirra rýrnar og takmark- ast á meðan yfirþjóðlega valdið styrkist. Hér eru aðeins þrjú dæmi um þetta til fróðleiks, byggð á lagaregl- um, grunnsamningum, skipulagi og starfsháttum ESB: 1) Ríkin undirgangast hina sam- eiginlegu landbúnaðar- og sjávarút- vegsstefnu ESB. Af því leiðir m.a., að þau verða að opna efnahagslög- sögu sína fyrir öðrum aðildarríkjum upp að 12 mílum og afhenda ESB stjórn fiskveiða og kvótaákvörðun. Einnig samningsréttinn við önnur ríki um sjávarútvegsmál. 2) Þau undirgangast hina sameig- inlegu tolla- og viðskiptastefnu ESB, ráða ekki sinni tollastefnu og hafa ekki fullveldi til þess að gera sjálfstæða viðskipta- og tollasamn- inga við önnur ríki. Við mundum t.d. ekki geta gert sjálfstæða viðskipta- samninga við Bandaríkin, Kanada eða Japan. Valdið til þess væri hjá ESB. k 3) Þau undirgangast dómssögu Evrópudómsins og verða að sætta sig við að dómsorð hans sé gildara en dómsorð innlendra dómstóla. Ég hef ekki trú á því að hugsandi fólk á íslandi vilji kaupa ESB-aðild þessu verði. Hef ég þó aðeins nefnt fáa af fjölmörgum ókostum aðildar. Það stendur hinsvegar á talsmönn- um ESB að tíunda kostina. Um einangrunarhjalið er það að segja, að það er bull eitt að við ein- öngrumst í heimi nærri 200 ríkja og^. margvíslegi’a fjölþjóða- og alþjóða- samtaka þeirra, sem við eigum góð samskipti við, þótt við veljum þjóð okkar betri kosti í milliríkjasam- starfi en óhagstæða ESB-aðild. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. margt nýtt komið fram í málinu til að taka það upp aftur. Raka Hæstaréttar lítið getið í fjölmiðlun- um segir dómarinn en afgreiðslan var líka satt að segja snautleg. Já herra dómari, ég er ekki hlutlaus í þessu máli. Hvernig gæti ég verið það eftir að hafa farið í gegnum mörg þúsund blaðsíður af máls- gögnum. Hverja einustu síðu sem»- lögð var fyrir Sakadóm og síðan Hæstarétt og eftir að hafa lesið dagbók Síðumúlafangelsisins, sem endurspeglar ótakmarkað hatur í garð sakborninganna í málinu. Hvernig get ég verið hlutlaus eftir að hafa rætt ýtarlega við marga tugi manna sem að málinu komu? Hvers konar mannvitleysingur væri ég ef ég hefði ekki skoðun á málinu eftir að hafa rannsakað það í eitt og hálft ár? Herra dómari, ég veit að sagan mun sýna þetta mál sem langmesta réttarhneyksli tutt- ugustu aldar á íslandi. Þá verða nöfn dómara, saksóknara, lögreglu- manna og fangavarða ekki undan- skilin. Og herra dómari, það bætir. • ekki úr skák að þú skulir koma fram á síðum Morgunblaðsins með hroka og yfirlæti gagnvart fjöl- miðlafólki sem er að reyna að vinna sína vinnu eftir bestu samvisku. Þessi skoðun mín er ekki áróður, þessi skoðun er byggð á faglegum forsendum fréttamanns eftir ýtar- lega efnisöflun. Engin er óskeikull og hafinn yfir gagnrýni. En hún verður að vera á rökum reist og heiðarleg. Við Aðför að lögum störfuðu hátt í sjötíu manns, fólk sem lagði mikið á sig til að myndin yrði að veruleika. Þaðr á ekki skilið ómerkilegt skítkast eins og frá dómaranum úr Hæsta- rétti. Nýlegur sýknudómur í máli Kios Briggs ætti að vera honum og starfsbræðrum hans mun meira áhyggjuefni en skilningslausir fjölmiðlamenn. Höfundur er fréttastjóri Skjás eins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.