Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kveður Saiiiherja með. Þetta verð ég að segja mömmu, ég sá þetta ekki fyrir. Vanin- hyrndur forystu- sauður LITIÐ var á gott forystufé sem miklar gersemar hér áður fyrr. Það hélt fénu til beitar að vetrinum og fór fyrir þegar safn var rekið af (jalli. Þótt ekki sé lengur þörf á for- ystufé vegna þess hvað sauðfé er lítið beitt yfir veturinn ala einstaka bændur forystusauði sér til skemmtunar. Það er meðal annars gert á bænum Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Forystusauð- urinn sem fer fyrir þessari hjörð er fjögurra vetra og heitir Villingur. Hann er mórauður, arnhöfðóttur, blesóttur, sokkóttur og vanin- hymdur og er í miklu uppáhaldi hjá eigendum sínum, Aslaugu Eiríks- dóttur og Eiríki Kristófcrssyni á Grafarbakka. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Leitaðu nánari upplýsinga í síma 570 1200 Viðskiptavinir Verðbréfastofunnar uppskáru vel á árinu sem leið en þá hækkaði Heimssjóður Carnegie í Luxemborg um 56%. Morgan Stanley hlutabréfavísitalan hækkaði um 23,5% og Norðurlandasjóðurinn gaf 44,9% ávöxtun. Carnegie er eitt stærsta og virtasta verðbréfafyrirtæki Norður- landa og annast Verðbréfastofan um málefni sjóða Carnegie á íslandi. ^ VERÐBREFASTOFAN Suöurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 570-1200 Nýtt upplýsingakerfi Þjóðminjasafns Safnað í Sarpinn Þjóðminjasafnið er að taka formlega í notkun nýtt upp- lýsingakerfi sem fengið hefur nafnið Sarpur. Kynning á kerfinu og af- hending þess fer fram á Hótel Loftleiðum, sal 1, klukkan 16 í dag. Unnið hefur verið á vegum safnsins að þessu kerfi síðastliðin fjögur ár, þar af tvö ár með hugbúnað- arfyrirtækinu Hugviti, samkvæmt upplýsingum Frosta Jóhannssonar þjóðháttafræðings sem haft hefur umsjón með uppbyggingu kerfísins. En hvaða upplýsingar skyldi vera hægt að fá í Sarpi? „Þar er hægt að fá upplýsingar um muni og myndir safnsins og heim- ildaefni þjóðháttadeildar. I kerfinu eru einnig upp- lýsingar um fornleifar, jarðfundi, hús- og kirkjuminjar. Auk þess verður hægt að fá upplýsingar um ör- nefni í Sarpi, en Órnefnastofnun Islands er aðili að kerfinu líka.“ -Er tafsamt að úbúa svona heimildabanka? „Já, þetta er gríðarlegt þolin- mæðisverk sem kostar mikinn tíma og mikla peninga að koma upp. Það sem við höfum núna mestar áhyggjur af er að koma gögnum hratt og örugglega inn í kerfið þannig að upplýsingar komi sem fyrst að sem bestum notum.“ -Eru þetta upplýsingar sem margir leita eftir? „I fyrsta lagi hefur það mikla þýðingu fyrir þá sem vinna á þessu sviði að hafa greiðan að- gang að þessum grunnupplýs- ingum, m.a. í rannsóknarskyni og við uppsetningu sýninga og fleira. Síðan skiptir það miklu máli í okkar huga að auðvelda aðgang mismunandi markhópa að þessum upplýsingum um þjóðararfinn, má þar nefna ferðamenn, nemendur og kenn- ara á mismunandi skólastigum svo og fjölmiðla og fræðimenn sem fyrr sagði.“ - Hvert er markmiðið með þessari upplýsingaöflun allri? „Meginmarkmiðin eru í raun þrjú. I fyrsta lagi að staðla og samræma skráningu og leit að menningarsögulegum upplýs- ingum hjá þeim aðilum sem varðveita slíkar heimildir. I öðru lagi að bæta aðgengi að menningarsögulegum heimild- um m.a. gegnum Netið. í þriðja lagi að tryggja sem besta og ör- uggasta varðveislu menningar- sögulegra gagna með nútíma tækni.“ -Hvað eru margar færslur í kerfinu? „Þær eru um það bil hundrað þúsund og það er líklega um 10% af öllu því sem ___________ áætlað er að eigi er- indi inn í kerfið á veg- um Þjóðminjasafns." - Hverju breytir þetta upplýsingar- kerfi? „í fyrsta lagi verður söfnun og rannsóknarstarf markviss- ara, þá verður mun auðveldara að setja upp sýningar, aðgengi almennings að þjóðararfinum mun stóraukast og þá má nefna að fólk getur skapað sér atvinnu við kerfið með fjarvinnslu, þar sem mögulegt verður að skrá upplýsingar inn í það gegnum Frosti Jóhannsson ► Frosti Jóhannsson fæddist 27. apríl 1942. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Hamrahlið 1973. Hann er með fíl. cand.-próf í þjóðháttafræði frá Uppsalaháskóla. Þess utan iauk hann fyrri hluta doktorsnáms frá sama Stokkhólmsháskóla. Frosti starfaði um skeið við þjóðhátta- deild Þjóðminjasafns ásamt stundakennslu við Háskóla Is- lands. Hann var ritsljóri bóka- flokksins íslensk þjóðmenning í fimm ár en siðastliðin ár hefur hann starfað á Þjóðminjasafni, m.a. haft umsjón með upp- byggingu upplýsingakerfissafns- ins sem fengið hefur nafnið Sarp- ur. Frosti er kvæntur Steinunni Jónsdóttur heilsugæslulækni og eiga þau þijú börn. Netið. Einnig má geta þess að það er hagrænn ávinningur af því að hafa eitt heildarkerfi." - Hverskonar færslur eru flestar? „Myndefni er lang viðamest í kerfinu. Þetta verða bæði mannamyndir og það sem við köllum þjóðlífsmyndir. Allar til- tækar upplýsingar fylgja mynd- unum en þær eru hins vegar mis ítarlegar. Næst myndunum eru munirnir flestir. Núna er þetta kerfi kynnt sem sérstakt upplýsingakerfi Þjóðminjasafns- ins en síðar er ætlunin að bjóða söfnum og fyrirtækjum, sem varðveita hliðstætt heimildar- efni og Þjóðminjasafnið, aðgang að kerfinu. Rétt er að geta þess að nú þegar er hafin vinna við að þróa fyrstu útgáfu kerfisins enn frekar. Áætlaður kostnaður við það verk er 27 milljónir krónaog það verður unnið að því á næstu þremur árum. Þjóð- minjasafnið og Hugvit fengu 12 milljóna króna styrk frá RANNÍS á miðju síðasta ári til þessa verks en það var hæsti styrkurinn sem veittur var innan upp- “ lýsingasviðs RANN- Sameiginlega munu því Adgengi að þjóðararfin- um mun stór- aukast is. Þjóðminjasafn og Hugvit leggja fram þær fimmtán milljónir króna sem á vantar. Það sem á að þróa er m.a. tenging upp- lýsinga við stafræn kort, þróun samskiptakerfis til fjarvinnslu og þróun margmiðlunar með því að setja upp mismunandi viðmót fyrir ólíka markhópa."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.