Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 29 Grein Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar um Dani og gyðinga vekur athygli Ný sýn á afstöðu Dana til gyðinga á stríðsárunum Dönsk yfírvöld gengu lengra en margar aðrar þjóðir í að vísa gyðingum aftur til Þýskalands á stríðsárunum að því er fram kemur í rannsóknum Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar. Sigrún Davíðs- dóttir rekur málið. „GOÐSOGNIN um Danmörku sem und- anþágu, landið sem gerði það er aðrir hefðu átt að gera, er kannski mesta goð- sögnin um Danmörku, þótt hún sé vísast ekki sú síðasta,“ segir Vil- hjálmur Örn Vil- hjálmsson í grein er birtist í Berlingske Tidende á sunnudag- inn. I grein sinni bendir hann á hvernig danskir embættis- menn sendu 21 þýsk- an gyðing í opinn dauðann í Þýskalandi eftir upphaf seinni heimsstyrjaldar- innar. Vilhjálmur Örn vinnur að bók um efnið, sem hann vonar að komi út á næsta ári. Grein Vilhjálms Arnar hefur vak- ið mikla athygli í Danmörku líkt og greinar hans í fyrra um hvað erfitt væri að fá aðgang að skjalasöfnum gerðu einnig. I kjölfar greinarinnar nú hafa sprottið upp umræður um hvernig Danir eigi að gera upp við fortíðina. Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra segir í yfirlýsingu um málið að brýnt sé að rannsaka þessa hlið danskrar sögu. í samtali við Morgunblaðið seg- ist Vilhjálmur Örn ekki að öllu leyti sáttur við umræðuna, þar sem grein sín hafi verið misnotuð í póli- tískum tilgangi. Hann segist heldur ekki sáttur við þá hugmynd að hið opinbera setji á stofn nefnd er kannaði málið. Nær sé að gera eins og Svíar og styrkja rannsóknir á þessu sviði almennt í stað þess að hið opinbera láti gera rannsóknir á eigin vegum. Gyðingum vísað frá Dan- mörku í grein sinni bendir Vilhjálmur Örn á að Danir hafi rekið mjög stranga flóttamannastefnu þegar á fjórða áratugnum, þar sem erlend- um gyðingum, oft gyðingum á flótta, hafi verið neitað um land- vistarleyfi í Danmörku. Hann nefn- ir að undanfarið hafi oft verið deilt á dönsk fyrirtæki fyi-ir að hafa grætt á verslun við Þjóðverja á striðsárunum. Af því hafi þó ekki hlotist harmleikir á borð við það þegar danskir embættismenn tóku það upp hjá sér að senda gyðinga til Þýskalands á stríðsárunum án þess að hafa fengið um það nokkra beiðni frá Þjóðverjum. Vilhjálmur segir lauslega sögu tveggja úr hópi 21 gyðings, sem hann hefur fengið heimildir um. Dani, sem tók hvatningu danskra stjórnvalda um að vinna í Þýska- landi, hitti í Berlín 1943 móður af gyðingaættum með þrjú börn og hjálpaði henni að flýja til Dan- merkur. En þegar danski sak- sóknarinn frétti af konunni í Kaup- mannahöfn kom hann því til leiðar Vilhjálmur Öm Vilhjálmsson að hún yrði flutt aftur til Þýskalands. Sex vikum síðar voru hún og börnin þrjú, öll undir átta ára aldri, myrt í gasklefanum í Ausehwitz. Annað dæmi er þýskur gyðingur, sem stundaði viðskipti í Danmörku. Hann var framseldur 1941 til Þýskalands og hvarf þar. Þegar vinur hans spurðist fyrir um hann í Danmörku eftir stríð fékk hann að vita að vinurinn hefði verið framseldur að beiðni A uppkasti í danska að bréfinu Þjóðverja. dómsmálaráðuneytinu sést að þar hefur fyrst staðið að maðurinn hafi verið framseldur að ósk danskra yfirvalda, en því hefur síðan verið breytt í að þýsk yfir- völd hafi farið fram á það. í langri grein í sunnudagsblaði Berlingske Tidende eru raktar sög- ur nokkurra þeirra gyðinga, sem Vilhjálmur Örn hefur fjallað um og birtar myndir af nokkrum þeirra. Þessi raunalesning gefur góða mynd af því fólki, sem um ræðir. Þetta var vel menntað fólk, mest ungt fólk, sem ekki hafði annað til saka unnið en að vera gyðingar, sem ekki féllu í kramið hjá dönsk- um yfirvöldum. í lok greinar sinnar rekur Vil- hjálmur Örn að þessi stefna danskra ráðamanna hafi verið mun harkalegri en tíðkaðist víða annars staðar. Svisslendingar hafi aðeins örsjaldan vísað gyðingum aftur til Þýskalands eftir að stríðið hófst. Finnar vísuðu gyðingum heldur ekki aftur til Þýskalands, þótt þeir væru samstarfsmenn Þjóðverja á stríðsárunum. Deilt um hvort dönsk yfirvöld eigi að biðjast afsökunar Allir stóru dönsku fjölmiðlarnir, bæði blöð og sjónvarps- og út- varpsstöðvar fjölluðu í gær um grein Vilhjálms Arnar. Samtök gyðinga hafa krafist þess að dönsk yfirvöld biðjist afsökunar, en í við- tali við Berlingske Tidende í gær segir Jacques Blum, formaður Mosaiske Troessamfund, að sjálfur sé hann ekki mikið gefinn fyrir að biðjast fyrirgefningar. Nær sé að gera sitt besta til að sagan endur- taki sig ekki. A sunnudagskvöld gaf Poul Nyr- up Rasmussen forsætisráðherra út þá yfirlýsingu að rétt sé að stefna að því að gera úttekt á stefnu danskra stjómvalda um málefni gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni. Hann bendir á að þetta sé tilvalið verkefni fyrir hina nýstofnuðu stofnun um helfararrannsóknir, Center for Holocaust og Folke- dragsstudier. Nyrup segir í yfir- lýsingu sinni að afsökun sé ekki tímabær fyrr en ljósi hafi verið varpað á málið. I gær var einnig mikið rætt um í fjölmiðlum hvort fyrirhuguð lög um skjalasöfn takmörkuðu aðgang al- mennings að skjalasöfnum, þótt þau muni um leið auðvelda fræði- mönnum aðgang. Ósáttur við sögurannsóknir hins opinbera Um viðbrögðin við grein sinni sagði Vilhjálmur Örn í gær í sam- tali við Morgunblaðið að hann væri ánægður með þau miklu viðbrögð, sem grein hans hefði vakið. Hins vegar sé hann undrandi á þeirri hugmynd að sett verði nefnd til að kanna málið, því þar með sé verið að grípa fram fyrir hendurnar á frjálsri fræðastarfsemi. „Ég hef kannski gert rangt í að segja frá rannsókn minni áður en henni er lokið. Ég er ekki ánægður með að verða hugsanlega kallaður fyrir nefnd til að leggja efni mitt fyrir hana áður en ég hef gengið frá því,“ segir Vilhjálmur Örn. Bók hans mun að öllum líkindum koma út á næsta ári. „Með því að draga danska for- sætisráðherrann inn í málið hafa sumir danskir stjórnmálamenn not- að málið í pólitískum tilgangi til að gagnrýna forsætisráðherra fyrir þær skorður sem Evrópusamband- ið hefur sett Austurríki. Þarna blanda þeir því þessu máli saman við umræðuna um Haider og at- burðina í Austurríki, þótt þetta séu tvö óskyld mál,“ segir Vilhjálmur, sem bendir á að öll mál er snerti gyðinga séu ofarlega á baugi nú i kjölfar Helfararráðstefnunnar í Stokkhólmi. Hann bætir því við að það megi hugsanlega finna fyrir ögn af öfund hjá Dönum í garð Svía vegna þessa framtaks. Auk þess hafi Svíar lagt 40 milljónir sænskra króna, um 400 milljónir íslenskra króna, til rann- sókna á þessu sviði, en Danir, sem hafi í upphafi ætlað að leggja níu milljónir danskra króna til nýju stofnunarinnar um Helförina, hafi skorið þær niður í fimm. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á fórnarlömbum þessarar andgyðing- legu stefnu danskra embættis- manna og fleiri á sínum tíma, en síður á þeim sem framfylgdu henni. Þeir voru afsprengi gyðingahaturs 19. aldar, sem ekki gætti aðeins í Danmörku, heldur einnig á Islandi. En ég fæ hins vegar óbragð í munninn þegar ég sé að nýlega hafa verið sendir fjórir íranskir flóttamenn frá Danmerkur aftur til írans og síðan hefur ekkert til þeirra spurst.“ TILBOÐSDAGAR GLERAUGNABÚDIN Hebnout Krddler Laugavegi 36 !) Umgjarðir, gler og snertilinsur LAUGARDALSHOLL FIMMTUDAGINN 10. FEB. KL. 19.00 LAUGARDAGINN 12. FEB. KL. 16.00 Kristján jóhannsson Radames Larissa Diadkova Amneris Lucia Mazzaria Aida Hljómsveitarstjóri: Rico Saccani Sviðsetning: Roberto Lagana Manoli Einsöngvarar: Lucia Mazzaria Kristján Jóhannsson Larissa Diadkova Michail Ryssov Giancarlo Pasquetto Guðjón Óskarsson Þorgeir Andrésson Sigrún Hjálmtýsdóttir RITKJAVlK AKI* 2000 Kórstjóri: Garðar Cortes Kórar: Kór fslensku óperunnar Kór Söngskólans í Reykjavík Karlakórinn Fóstbræður Danshöfundur: Jóhann Freyr Björgvinsson Dansarar: Hrefna Hailgrímsdóttir Sveinbjörg Þórhallsdóttir Jóhann Freyr Björgvinsson Miðasala kl. 9-17 virka daga Háskólabió v/Hagatorg Sími 562 2255 www.sinfonia.is 0 SINFÓNÍAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.