Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 21 LANDIÐ Báturinn Skúli Hjartarson gefínn að Hnjóti Patreksfirði -1 desember 1997 gaf Torfi Jónsson og fjölskylda Agli Ólafssyni frá Hnjóti í Örlygshöfn bátinn Skúla Hjartarson til minning- ar um Gísla Jóhannsson með það fyrir augum að báturinn yrði varð- veittur á safni Egils því þetta mun vera eini báturinn sem til er eftir þennan merka mann. 1. febrúar sl. var báturinn síðan fluttur á vörubíl að Hnjóti. Gísli Jóhannsson smíðaði Skúlann árið 1946 en hann var ekki sjósettur fyrr en árið 1958. Einar Guðfinnsson, útgerðarmað- ur í Bolungarvík, bað Gísla Jóhanns- son bátasmið að smíða fyrir sig tvo báta. Þeir áttu að vera um 12 brúttó- rúmlestir að stærð en það var sú stærð sem hentaði hafnaraðstöðunni í Bolungarvík á þeim tíma þ.e. 1940- 1944. Einar tók íyrri bátinn sem hét Særún. Þegar svo lokið var við smíði á seinni bátnum hafði hafnaraðstað- an breyst þannig að nú var hægt að nota mun stærri báta í Bolungarvík. Einar tók því aldrei seinni bátinn. Og mun þar vera komin ástæðan fyr- ir því að báturinn stóð í 12 ár í smíða- húsinu hjá Gísla eða frá 1946-1958 að hann var sjósettur. Smíðaði 400 báta Á árunum 1905-1946 er tahð að Gísli hafi smíðað um 400 báta fyrir utan skútur og skip sem hann lag- færði og breytti. I sjómannablaði Víkings árið 1945 er grein eftir sr. Jón Kr. ísfeld í tilefni 45 ára starfs- afmæli Gísla, en þar stendur að Gísli muni hafa smíðað þennan bát á einu ári. Einn byrti hann þennan bát úr 15" þykkri eik, einn lagði hann kjöl- inn og hann vann stefnið úr 11" þykkri eik. Var þetta svo þykkt að ekki var hægt að vinna það með vél- söginni svo hann var að saga það með handsög. Þetta sýnir kraft og dugnað Gísla bátasmiðs frá Bíldudal. „Þdtt reifuð skarti ránarmey“ Björn J. Björnsson, Sigurður Skúlason, Rögnvaldur Bjarnason og Haraldur Ólafsson keyptu síðan bát- inn. Eiga þeir bátinn til ársins 1963 er Torfi Jónsson og Hjörtur Hall- dórsson keyptu hann. Torfi og Hjörtur reru saman í 21 ár en þá keypti Torfi og fjölskylda hans hlut Hjartar í bátnum. Torfi reri honum svo fram á haustið 1997. Skúli Hjartarson er 11,5 brúttó- rúmlesta eikarbátur, snurvoðarspil- ið smíðaði Matthías Guðmundsson frá Þingeyri og var það sett í Skúla 1960. Spildrifið er spilrass úr Ford- vörubfl árgerð 1935 og er þetta í sinni upprunalegri mynd. Kompás- inn í Skúla Hjartarsyni er þakkomp- ásinn úr togaranum Sargon sem strandaði undir Hafnarmúla 1948. Þegar Skúli Hjartarson (sem bát- urinn heitir eftir) faðir Sigurður Skúla frétti að báturinn ætti að heita eftir honum bað hann Jón Jóhanns- son, þá hreppstjóra á Bíldudal, að yrkja fyrir sig vísur sem fylgt gætu bátnum við sjósetningu. Hreppstjór- inn varð við óskinni og orti: Báturinn Skúli Hjartarson fluttur til safns Egils Ólafssonar. Morgunblaðið/Bima Mjöll Þótt reifuð skartí ránarmey rennihartaðstarfi. Skeiðar djarft og skelfist ei Skúli Hjartararfi. Er blátt við drafnar bylgjutraf boðarkafnaogspringa. Þúskaltnafniorkuaf öldusafnið þvinga. Hót ei saki heiður þinn hrönn þótt kvaki grettin endurvakinn annað sinn út að taka sprettinn. Bylgju safnið bátur rann beinajafnalínu. Eflaust kafnar aldrei hann undirnafnisínu. Nú er hann Skúli að feta fyrstu sporin og frjáls sér leikur Ægis dætur við vo íturvaxinn ungur endurborinn af afli knúinn ristir bylgju nið. Þér fylgi gæfa hafs á hálu brautum og hlaðist að þér mikill þorskafans en komi ætíð heill úr hafsins þrautum með heilan farm og gleði sérhvers manns. Sonur Egils Ólafssonar, Kristinn Þór, hefur tekið við umsjón byggða- safnins eftir andlát föður síns þar til annað verður ákveðið. Hann sagði við Morgunblaðið að það frumvarp sem liggi fyrir á Alþingi til laga um breytingu á lögum um þróunarsjóð sjávarútvegsins, þess efnis að þróun- arsjóður sjávarútvegsins veiti byggðasöfnum og sjóminjasöfnum styrk til varðveislu gamalla skipa, komi til með að létta mjög róður safnsins þar sem kostnaðarhliðin sé mikil og erfið. ______________Ráðstejha Kaupþings________________ um alþjóðleg viðskip tafélög haldin 1L febrúar 20QQ_ / Arsal Radisson SAS Hótel Sögu Dagskrd: 15:30 Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, og fundarstjóri setur fimdinn. 15:45 16:15 16:45 17:15 Adam Craig, skattasérfræðingur hjá alþjóðlegum höfuðstöðvum KPMG í Hollandi, fjallar almennt um þróun og horfur í skattamálum: Afstaða Evrópusambandsins og OECD gagnvart lágskattasvæðum. Magnús Guðmundsson, bankastjóri Kaupthing Luxembourg S.A., kynnir alþjóðlega einkabankaþjónustu. Bernhard Bogason, lögfræðingur hjá KPMG á íslandi, ræðir um alþjóðleg viðskiptafélög á íslandi - Gildandi lög og samanburður eignarhaldsfélaga á Islandi við önnur lönd á borð við Danmörku og Lúxemborg. Bjarni Markússon, framkvæmdastjóri, kynnir þjónustu ITC ISLANDS ehf. til alþjóðlegra viðskiptafélaga - Hvar stöndum við í dag? 17:45 Fyrirspurnir. 18:00 Léttar veitingar. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 515 1455 eða með tölvupósti á itcisland@kaupthing.is. Aðgangur ókeypis en sœtafjöldi er takmarkaður. KAUPÞING Ármúia 13A, 108 Reykjavík, sími 515 1500, íax 515 1509. www.kaupthing.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.