Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MGRGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Kristinn ...það skiptir engu máli... hve oft þú skoðar málið. Þú kemst ekki framhjá staðreyndum... mib$. Ef þú ert á vinnumarkaðinum og ert að liuga að enclurmcnntun. Þá eru mikil afköst við lestur nauðsynleg undirstaða til að ná árangri á öllum öðrum námskeiðum. Ef þú ert i námi og vilt ná frábærum árangri, þá eru mikil afköst við lestur nauösynleg unclirstaða. Byrjaðu á undirstöðunni! Margfaldaðu lestrarhraðann. Lestrarhraði þátttakenda fjórfaldast að jafnaði. Næsta námskeið hefst 10. febrúar. Við ábyrgjumst að þú nærð árangri! Skráning er í síma 565 9500 IIK AÐLESTR ARS KÓUN N http://hracllcstrafskÖlinn.ismennt,is/ -PARIS- TILBOÐ 25% AFSLÁTTUR SLITKREM FRÁ ELANCYL 200 ML VERÐÁÐUR 2.199 KR. VERÐNÚ 1.649 KR. SLITKREM ER LÍKAMSKREM SEM VARNAR SLITIÁ HÚÐ OG BÆTIR HÚÐSLIT. SÉRSTAKLEGA ÆTLAÐ KONUM Á MEÐGÖNGU OG EFTIR FÆÐINGU. MESSAGER VÍTAMÍNKREMIN FRÁ CALENIC 40 ML UPPBYGGJANDIANDLITSKREM VERÐ ÁÐUR 2.505 KR. VERÐNÚ 1.879 KR. SNYRTIBUDDA FYLGIR KAUPUM Kynningar verða í verslunum Lyfju eftirtalda daga: í dag 8. febrúar Lyfju Lógmúla Miðvikud. 9. febrúar Lyfju Lógmúla Fimmtud. I0. febrúar Lyfju Hafnarfirði Föstud. 11. febrúar Lyfju Kópavogi. Snyrtifræðingur veitir faglega róðgjöf. Kvikmyndahátíðin í Berlín að hefjast Fæ kannski eiginhandar- áritun hjá fræg’um leikara Hilmir Snær Guðnason er einn af allra vinsælustu leikurum lands- ins. Hann segist vera í mánaðarfríi en Hildur Loftsdóttir fékk samt eitt af tveimur viðtölum sem hann veitti þann morguninn. HILMIR Snær mun líkast til ekki nota fríið til að slappa algjörlega af því hann er á leið til Berlínar sem fulltrúi íslands á dagskránni „Shoot- ing Stars“ á kvikmyndahátíðinni í Berlín. En þar eru ungir og efnilegir leikarar frá nítján löndum sérstak- lega kynntir fyrir fjölmiðlum og kvik- myndaframleiðendum. Þéttskipuð dagskrá Hilmir Snær segist hlakka til ferð- arinnar en er ekkert að stressa sig að óþörfu: „Eg veit eiginlega ekki hvað ég er að fara að gera. Þorfmnur [Óm- arsson hjá Kvikmyndasjóðij ætlar að segja mér það á leiðinni út. Þá lætur hann mig hafa dagskrá, sem mér skilst að sé þéttskrifuð. Myrkrahöfð- inginn verður líka sýndur þarna og ég þarf að sinna honum. Vera við- staddur frumsýninguna og fara á blaðamannafund." - Veistu nákvæmlega hvað „Shoot- ing Stars" er? „Nja. Annað hvort byrjaði þetta í fyrra eða við vorum með í íyrsta skipti í fyrra þegar Ingvar E. Sig- urðsson var fulltrúi Islands. Mark- miðið er víst að opna samvinnumögu- leika Evrópuþjóðanna í kvikmynda- gerð.“ - Hver velur fulltrúana ? „Hver þjóð velur sinn fulltrúa og Kvikmyndasjóður sér um það fyrir íslands hönd, og þá er reynt að hafa það í tengslum við einhverjar myndir sem eru í framleiðslu. Þetta er mjög spennandi" - Veistu hvort þetta hefur opnað einhverja möguleika fyrir Ingvar? „Ekki enn sem komið er að ég held. Þó veit ég ekki allt um það. Ef þetta hefur eitthvað hjálpað honum heldur hann því ansi mikið leyndu.“ - Myndi þig langa til að leika í kvikmyndum erlendis? „Það yrði að sjálfsögðu mjög skemmtileg tilbreyting ef það tæki- færi byðist. En ég hef ekki verið að hlaupa á eftir því, þar sem ég er ekki í aðstöðu til þess eins og er. Eg og fjöl- skyldan cram að koma okkur fyrir. Kannski læt ég reyna á það einhvem tímann seinna." - Fékkstu nasasjón af því að vinna með erlendu kvikmyndagerðarfólki þegar þú lékst á móti Victoriu Abril í 101 Reykjavík? „Já, og það var einstaklega ánægjuleg reynsla. Hún var héma við aðrar aðstæður en hún á að venj- ast. Hún var voðalega stjörnuleg þegar hún byrjaði en það bráði fljótt af henni. Hún varð síðan mjög af- slöppuð á þessu tímabili, og það var V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferö og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. V£= Ljósmynd/Anna Svavarsdóttir Pétur og Páll (Ingvar Sigurðsson) fá sér smók í Englum alheimsins. Hilmir Snær í hlutverki séra Jóns í Myrkrahöfðingjanum. Myndin verður sýnd á Kvikmyndahátíðinni í Berlín. mjög gaman að vinna með henni. Hún er mjög skemmtileg og allt það fólk sem kom með henni var sérlega lifandi og skemmtilegt." - Getur hún ekki reddað þér hlut- verki í mynd hjá Almodóvar? „Nei, ég held að spænskan mín sé ekki alveg nógu góð,“ segir Hilmir Snær og glottir til blaðamannsins sem er alveg hissa. Breidd í hlutverkunum - Hvernig var annars að leika HiynBjörn? „Hann er svolítið ólíkur því sem hann er í bókinni. Þar er hann mjög mikil antitýpa. Við reyndum að gera hann svolítið mannlegan, því þrátt fyrir að vera næstum því drullusokk- ur á hann sér líf og mannlegar tilfinn- ingar. Þegar konan, sem Victoria Abril leikur, kemur inn í líf hans, breytist eitthvað og það er kannski í fyrsta skipti í mörg ár sem kviknar eitthvað líf í þessum manni. Annars held ég að það séu margir eins og hann og eigi sér engin markmið. Ein setning sem hann seg- ir lýsir því mjög vel; „Ég reyni að fara á fætur áður en það dimmir, til að ná smá birtu í daginn.““ - Hvernig fannst þér að leika ófrýnilegan lúða? „Mér finnst alltaf mjög gaman sem leikara að hafa smá breidd í hlut- verkum. Þetta var sterkur þáttur í því og erfitt og spennandi viðfangs- efni að halda út einni mynd með manni sem sýnir ekki viðbrögð við nokkrum sköpuðum hlut. Ég hlakka til að sjá hvernig það kemur út.“ - En geðsjúklingarnir séra Jón og Péturí Englum alheimsins? „Það voru bæði mjög skemmtileg hlutverk. Mér finnst samt sérstak- lega skemmtilegt hversu ólík öll hlut- verkin eru í þessum þremur mismun- andi myndum. í fyrsta lagi var nú gaman að leika svona stórt hlutverk eins og séra Jón í Myrkrahöfðingjan- um. Það er mikil „kúrva“ í þeim kara- kter og hann þróast mikið í mynd- inni. Þó þeir séu báðir geðsjúkir eru þeir, vægast sagt, mjög óMkir geð- sjúklingar, séra Jón og Pétur sem er svo óskaplega viðkvæmur og brot- hættur maður.“ - Kynntirðu þér geðveiki tii að undirbúa þig undir þessi hlutverk? Hilmir Snær, sem Hlynur Björn, og spænska leikkonan Victoria Abril í hlutverkum sínum í kvik- myndinni 101 Reykjavík. „Já, ég gerði það með því að lesa bókina Englar alheimsins. Svo vann ég sjálfur þrjú sumur á geðdeild, sem var ágætis undirbúningur. Ég veit hvernig þetta lítur út.“ Læri margt sem leikari - Myndi þig Ianga til að takast á við fleiri verkefni sem leikstjóri? „Já, mig myndi langa til að gera það. Mig langar til að halda áfram að forma mig og koma mér upp ein- hverri vinnuaðferð við það. Þegar ég vann bæði Krákuhöllina með Nem- endaleikhúsinu í fyrra og Sálina hans Jóns míns núna í Þjóðleikhúsinu, prófaði ég mig áfram og vissi ekki í upphafi hvaða stefnu þetta myndi taka. En kannski verður það alltaf þannig hjá mér. Þetta er óskaplega gaman, en það er ekkert endilega á dagskránni á næstunni. Þetta er mik- 0 tilbreyting og víkkar út starfið sem leikshúsmaður. Svo er það líka öllum leikurum afskaplega hollt. Maður lærir margt um sjálfan sig sem leik- ara við það að leikstýra öðrum.“ - Ef þú skyldir vekja mikla athygli í Berlín, hvaða evrópski kvikmynda- leikstjóri myndirðu vilja að tæki eftir þér og byði þér hlutverk? „Ef það myndi gerast myndi ég vilja vinna hjá Mike Leigh. Hann er æðislegur, hann er svo mikill leikara- leikstjóri. Maður hefur á tilfinning- unni að hann láti stundum formið jafnvel flakka fyrir góðan leik í ein- hverju atriði. Hann horfir mjög mik- ið á sjálfa leikaravinnuna. Margir horfa bara á lýsingu eða önnur tæknileg atriði. Það er voðalega spennandi og góð leið að fá að þróa karakterinn sinn frá upphafi." -Ertu að vinna að einhverju skemmtilegu eins og er? „Nei, ég er í fríi, bara að slæpast og í hesthúsinu þessa dagana. Síðan fer ég að leika í Draumi á Jónsmessu- nótt í leikstjórn Baltasars Kormáks.“ -En á fyrst að drífa sig til Berlínar ogsláígegn? „Nei, ég lít nú bara á þessa Beriín- arferð sem skemmtun. Það verður gaman að fara og aldrei að vita nema ég geti fengið eiginhandaráritun hjá einhverjum frægum leikara,“ segir Hilmir Snær Guðnason leikari að lokum og hlær við tilhugsunina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.