Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 60
*■ 30 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gleði og ánægja skein bæði úr andlitum heimilismanna og Kiwanis- manna. Að gleðja aðra er eitt af markmiðum Setbergsmanna og tókst það prýðilega með þessari heimsókn. Gáfu sambýli samstæðu KIWANISMENN í Garðabæ heimsóttu sambýlið Krókamýri 54 í Garðabæ og komu færandi hendi með hljómtækjasamstæðu sem þeir gáfu sambýlinu. Einnig gáfu þeir heimilismönnum geisladiska. Forstöðumaður heimilisins, Hildur Harðardóttir, og heimilis- menn tóku vel á móti Kiwanis- mönnum og áttu þeir ánægjulega stund saman. Rætt var um hugsanlega kirkju- ferð með heimilismönnum á sam- býlinu í Garðabæ og ætla Kiwanis- menn ásamt mökum að taka þátt í henni og gæti hún orðið fljótlega. Ur dagbók lögreglunnar Foreldraröltið mjög gagnlegt -t Helgin 4. til 7 HELGIN hjá lögreglunni var ró- leg enda gekk skemmtanahald vel. Þó komu fáein ofbeldis- og fíkni- efnamál til kasta lögreglu, auk auðgunarbrotamála og tilkynnt var um 54 umferðaróhöpp. Lögreglumenn fylgdust með því að reglum um útivist barna og unglinga væri framfylgt og virðist svo vera að mestu leyti. Að þessu sinni var athygli lögreglu einkum beint að austurhluta umdæmisins þ.e.a.s. Mosfellsbæ, Grafarvogi, Árbæ og Breiðholti. Foreldrarölt er stundað á öllum þessum stöðum sem veitir lögreglu mikla aðstoð við verkefnið. Lagðist í klifur um hánótt Aðfaranótt sunnudags var til- kynnt til lögreglu að maður væri að klifra utan á skemmtistað við Laugaveg. Tókst með aðstoð lög- reglu að ná manninum óslösuðum niður aftur. Ekki liggur ljóst fyrir hvað manninum gekk til með þessu athæfí sínu. Umferðin gekk að mestu vel fyrir sig þessa helgi. Þó eru það 8 ökumenn sem sæta kæru vegna gruns um ölvun við akstur og 19 vegna hraðaksturs. Höfð voru afskipti af ökumönn- um tveggja flutningabifreiða þar sem ákvæði um hættulegan farm höfðu ekki verið uppfyllt. febrúar 2000 A sunnudagskvöld missti maður stjórn á bifreið sinni á Holtavegi og endaði bifreiðin á umferðar- vita. Fjármunum og þvotti stolið Nokkrum fjármunum var stolið úr peningaskáp í verslun í austur- borginni. Unnið er að rannsókn málsins. íbúi í miðborginni varð þess áskynja að búið var að stela þvotti hans sem hékk úti á snúru. Grun- ur féll á þekkt ógæfupar og fannst hluti af þýfinu hjá því ásamt áhöldum til neyslu fíkniefna. Ráðist var inn á heimili karl- manns í vesturbænum í tvígang um helgina og honum veittir nokkrir áverkar. Manninum var ekið á slysadeild. Tveir karlmenn á tvítugsaldri voru handteknir á veitingahúsi í miðbænum að morgni laugardags eftir að á þeim fundust ætluð fíkniefni. Báðir voru fluttir á lög- reglustöð. Aðfaranótt sunnudags barst til- kynning um sölu fíkniefna frá hót- elherbergi í austurborginni. Á vettvangi fundu lögreglumenn talsvert magn ætlaðra fíkniefna og fjármuni. Tvennt var handtekið á staðnum. Þá fundust ætluð fíkni- efni á einum gesta í afmælisveislu í Breiðholti að kvöldi laugardags. Lýst eftir stolnum bifreiðum ,» AÐFARANÓTT 'þriðjudagsins 18. janúar sl. var bifreiðinni ID-422 stolið frá Hólagötu 13, Njarðvík. Bifreiðin er fólksbifreið af gerðinni Mazda 323, árgerð 1987, ljósgræn að lit. Ekkert hefur spurst til bif- reiðarinnar. Aðfaranótt laugardagsins 22. janúar sl. var bifreiðinni OR-594 "J stolið af bifreiðastæði við bílasöl- una Toyotasalinn á Fitjum í Njarðvík. Bifreiðin er fólksbifreið af gerðinni Mercedes Benz 400SE, dökkgrá að lit. Verðmæti bifreið- arinnar mun vera rúmlega 6 mil- ljónir króna. Ekkert hefur spurst til bifreiðarinnar. Þeir sem kynnu að hafa ein- hverjar upplýsingar um ofan- greindar bifreiðar eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 421-5500. VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Reykingabann ÉG er kona um sjötugt. Fyrir 50 árum var ungt fólk naumast „menn með mönn- um“ ef það reykti ekki. Fyr- ir unga stúlku var þá jafn „ómögulegt" að reykja ekki ef hún vildi „fylgjast með“ og að ganga í ullarsokkum upp í klof og prjónaklukku. Það var einfaldlega „púkó“ og hvaða ung stúlka vildi ekki leggja það á sig þá að læra að reykja, til þess að geta verið í hópi með öðru ungu fólki? Og ég vandist á að reykja. Svo komst á kreik sú frétt, löngu síðar, að fólk eyðilegði heilsuna með þvi að reykja, fengi lungna- krabba, hjartabilun og æða- þrengsli. Og auk þess að spilla heilsu sinni, spillti það líka heilsu þeirra sem það umgengist. Þá var hinsvegar of seint að hætta fyrir marga, ef þeir höfðu ekki járnvilja. Það fór heldur ekki fram hjá mér að fólk dó eins og fyrr, jafnvel úr lungna- krabba, þótt það hefði aldrei reykt, og sumir kom- ust á tíræðisaldur þótt þeir hefðu fast að því keðjureykt síðan á unga aldri. Nú hófst hinn magnað- asti áróður gegn reyking- um. Allir áttu að hætta, hvort sem þeir vildu það eða ekki, og þeim stöðum fjölg- aði óðum þar sem bannað var að reyl^ja. Nú er ég hætt að vinna, komin á eftirlaun og hef sótt eina af félagsmiðstöðvum borgarinnar um nokkurt skeið, lagt stund á föndur og notið góðs félagsskapar annars aldraðs fólks. Þar hefur mátt reykja í hliðarsal og þangað höfum við sótt sem ekki höfum getað hætt. En nú er þvi lokið. Ef við viljum reykja verðum við að fara út á götu, hvernig sem viðrar. Ætli það endi ekki á því að við verðum að fara út fyrir borgarmörk Reykja- vikur? Þar með get ég ekki sótt félagsmiðstöðina leng- ur. Ég sakna hennar þó og þess ágæta fólks sem þar var að finna og aldrei amað- ist við því að ég reykti í hlið- arsalnum. Ég veit að reykingar eru óhollar. Mér finnst líka að engin ung manneskja ætti að ánetjast reykingum. Ég get hinsvegar ekki hætt eða kannske hef ég ekki nógu sterkan vilja. Ég vil líka gjarnan mega láta und- an þessum veikleika mín- um endrum og eins, þau ár sem ég á ólifuð, enda hef ég heilbrigð lungu. Aðrir hafa sína veikleika og eiga erfitt með að losa sig við óholla ávana. En ég vil helst ekki sætta mig við að vera hrak- in þaðan sem ég vildi gjarn- an vera vegna þessa ávana míns. Hver ber kostnaðinn? KONA hafði samband við Velvakanda og vildi lýsa sérkennilegum samskiptum sínum við gjaldkera hjá Landsbanka Islands í Reykjavík. Hún bað gjald- kerann að gefa sér stöðuna á bankabókinni sinni, þvi hún ætlaði að greiða reikn- inga. Gjaldkerinn gaf henni upp stöðuna og fannst henni sú staða vera of há og bað hana að athuga þetta betur. Aftur kom sama svarið. Konan fór stuttu síðar að greiða sína reikninga og þá kom í ljós að hún hafði feng- ið rangar upplýsingar hjá gjaldkeranum. Hún var að velta þvi fyrir sér, hver bæri kostnaðinn þegar fólk fengi rangar upplýsingar um stöðu á bankareikningum sínum og færi yfir heimild. Ranglátur eignaskattur „ÞAÐ vekur undrun mína hversu lítið hefur verið rætt í fjölmiðlum um fasteigna- skattinn. Skattur af íbúðar- húsnæði er örugglega fár- ánlegasti skattur sem finnst. „Ég tel að allir elli- lífeyrisþegar sem ekki njóta tekna utan lögboðinna trygginga og greiðslu úr eigin lífeyrissjóðum,“ segir Ingólfur Aðalsteinsson i Morgunblaðinu fimmtudag- inn 3. febrúar sl., „eigi að vera lausir við þessa fráleitu eignaupptöku." 8. apríl 1999 skrifar Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson um þennan rang- láta eignaskatt. Greinin heitir ,Afnemum eigna- skatt“. „Eignaskattur sem einstaklingur greiðir af eig- in íbúðarhúsnæði er bæði ranglátur skattur og í fullu ósamræmi við eðlilegar og sanngjamar forsendur sem lagðar eru til grundvallar skattlagningu á einstakl- ing.“ Ég er þakklát þessum mönnum íyrir skrif sín og svo innilega sammála þeim. Mig langar til að vekja at- hygh á þessum greinum. Ellen Svava Stefánsdóttir. Reglugerð um kattahald RÓSA hafði samband við Velvakanda og vildi láta fólk vita af því, að hjá Heil- brigðiseftírúti Reykjavíkur er til reglugerð um katta- hald. Það gætí verið gott fyrir fólk að lesa hana og afla sér upplýsinga. Dýrahald Fallegir kettlingar fást gefíns ÞRÍR fallegir kassavanir sjö vikna ketthngar fást gefins á góð heimili. Upp- lýsingar í síma 588-0262 eða 695-1066. Víkverji skrifar... AÐ er margt sem breytist á fjörutíu árum. Varðskipið Óðinn kom nýr til landsins fyrir fjörutíu ár- um og var ítarleg frásögn af komu skipsins í Morgunblaðinu. Sem dæmi um breytt viðhorf, reglur og svo framvegis er athyglivert að grípa nið- ur í frásögn blaðsins: „Óðinn var allur fánum skreyttur stafna á milli, þar sem hann lá úti á ytri höfninni er blaðamenn Reykja- víkurblaðanna fóru út í skipið með einum hafnsögubátanna. Við „tána“ á Ingólfsgarði lágu fánum skreytt varðskipin Þór og Albert. Lítils hátt- ar kul var, Esjan snævi þakin, böðuð hækkandi sól, en hríð var á yfir fjöll- unum eystra. Þegar hafnsögubáturinn lagði að Óðni, tóku nokkrir sjóliðar á móti bátnum. Blaðamönnum var vísað upp í brú, þar sem Pétur Sigurðsson og Eiríkur Kristóferssosn, skipherra, sátu í skipstjóraklefa ásamt tollþjón- um sem kneifuðu Tuborgöl." XXX ESSI írásögn lýsir að mati Vík- verja nokkuð öðru andrúmslofti en nú ríkir við skipakomur til lands- ins. Hann leyfir sér að efast um að nú sitji tollverðir og kneifi öl með skip- stjórnarmönnum uppi í brú, þegar skipin koma til tollskoðunar. Hann grunar að andrúmsloftið sé ekki svo vinalegt nú auk þess sem það er tæp- ast viðeigandi að menn standi í öl- drykkju við skyldustörf. Annars er margt framandi í frá- sögn blaðsins af Oðni og komu hans til landsins. Pétur Sigurðsson, for- stjóri Landhelgisgæzlunnar, bauð meðal annars blaðamönnum að ganga inn í mjög vistlegt herbergi, „en yfir dyrum þess stóð „setustofa". Er teppi á gólfum, húsgögn smekkleg en fá- brotin. - Inn af því er svefnklefinn. Hér er gert ráð fyrir því að forsetinn búi á ferðum sínum með skipinu.“ Síðan kemur greinargóð lýsing á skipinu og búnaði þess og meðal ann- ars er rætt um kaup á þyrilvængju. xxx AUGLÝSINGAR hafa tekið mikl- um breytingum í tímans rás. Víkveiji er ekki viss um að það sé til hins betra. Mikil samkeppni ríkir nú milli innflytjenda á bílum sem vilja ólmir selja fieiri og fleiri nýja bíla. Þeir auglýsa því mikið í sjónvarpinu, en Víkverji á einhverra hluta vegna erfitt með að ná því hvert verið er að fara. I einu tilfelli er ungt fólk að mála á vegg, öðru aldraðir karlmenn í sundlaug. í báðum atvikunum er ver- ið að auglýsa bfla, en það kemur ekk- ert fram um bílana, nema tegundar- nafn. Ekkert er sagt um búnað þeirra eða kosti. Maður er sem sagt engu nær eftir auglýsinguna um þá vöru, sem auglýst er. Önnur tegund auglýsinga er mjög í tízku um þessar mundir. Það eru eins konar söguleg ágrip af ýmiss konar starfsemi á íslandi. Þetta eru fróðleg- ar auglýsingar, en sumar hveijar að mati Víkverja meingallaðar eigi að síður. Sjálfsagt er allt rétt, sem þar er sagt, en á hinn bóginn virðist lítið hirt um að nefna staðreyndir sem eru auglýsandanum lítt að skapi. Vík- verja finnst það einkennilegt, þegar Eimskipafélag Islands getur flutt sjónvarpsáhorfendum ágrip af sögu kaupskipaútgerðar frá íslandi án þess að minnast einu orði á Hafskip, sem braut blað í sögu þessarar út- gerðar með því að komast upp á milli einokunarrisanna Eimskipa og Skipadeildar Sambandsins. Þó Haf- skip hafi orðið undir í þeirri sam- keppni með eftirminnilegum hætti, er ekki minnst á það í hinu sögulega ágripi. xxx ARANGUR Grindvíkinga í körfu- boltanum um þessar mundir er athygliverður. Liðið tryggði sér bik- armeistaratitilinn i meistaraflokki karla um helgina í þriðja sinn og eftir því sem Víkveiji kemst næst hefur það aldrei tapað bikarúrslitaleik. Grindvíkmgar eru einnig efstir í deildinni. Víkverji horfði á bikarúr- slitaleikinn í sjónvarpinu og viðkennir fúslega að hann hafi ekki verið vel leikinn, en spennandi var hann og þáttur hins fertuga Ermolinskis í leiknum var eftirminnilegar, en segja má að hann hafi tryggt liðinu sigur- inn. Allt er fertugum fært. Annað afrek og ekki síðra vann kvennalið Keflavíkur í meistaraflokki í körfuknattleik. Súlkumar unnu sinn tíunda bikariírslitaleik á 12 árum og vann Anna María Sveinsdóttir það einstæða afrek að verða bikarmeist- ari í tíunda sinn. Líklega verður það met ekki slegið, nema þá af henni sjálfri. Víkverji óskar þessu frábæra íþróttafólki til hamingju með sigrana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.