Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra segir hafa komið til tals að Björk Guðmundsdóttir fái eyju á Breiðafírði til afnota Fengi jafnvel að búa þar leigulaust Björgtinarmenn unnu hörðum höndum við að ná fólki út úr lestarvögnunum. f slensk kona lenti í mannskæðu lestarslysi í Köln Marin en ekki brotin DAVÍÐ Oddsson forsætisrúðherra sagðist á Alþingi í gær vel geta hugsað sér að Björk Guðmunds- dóttir fengi að reisa sér hús á Elliðaey á Breiðafírði og búa þar leigulaust í þakklætisskyni fyrir störf hennar í þágu lands og þjóð- ar. Sagði hann hins vegar að söng- konunni hefði verið gerð grein fyrir því að ef til þess kæmi að eyjan yrði seld myndi hún verða auglýst þannig að aðrir gætu komið að málinu. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hafði spurst fyrir um það hjá forsætisráðherra hver væri stefna ríkisins varðandi sölu á ríkisjörðum og hvort stjórnvöld litu svo á að heimildarákvæði í fjárlög- um skylduðu þau til að selja við- komandi eignir. Hann velti því fyr- ir sér hvort engin samræmd stefna gilti um þessi mál í ríkisstjórninni og spurði einnig hvort sú regla ætti ekki að gilda í öllum tilvikum að auglýsa eignir ríkisins ef hugmynd- in væri sú að selja þær. Loks innti Steingrímur Davíð eftir því hvað honum þætti um sölu á náttúru- perlum i eigu ríkisins til einstakl- inga. Forsætisráðherra kvaðst vera Formaður hermála- nefndar NATO í heimsókn tillslands GUIDO Venturoni, formaður hermálanefndar Atlantshafs- bandalagsins, kom í opinbera heimsókn til íslands í gær í boði Halldórs Ásgrímssonar ut- anríkisráðherra. Hann tók við embættinu í maí síðastliðnum og heimsókn hans til íslands nú er hluti af kynnisferðum hans til allra að- ildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins. Hann mun eiga fundi með Davíð Oddssyni forsætisráð- herra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og jafnframt sitja fund utanríkismálanefnd- ar Alþingis. Hann mun einnig heimsækja varnarstöð Atlants- hafsbandalagsins í Keflavík. sammála Steingrími um það að heimild en ekki skylda fælist í heimildarákvæðum fjárlaga. Þá sagði hann að meginreglan ætti að vera sú að auglýsa sölu á ríkisjörð- um þótt hann vildi ekki fullyrða að það væri alltaf gert. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að menn ættu að fara varlega í að selja náttúru- perlur til einstaklinga en sagði þó engu síður geta farið vel á því að náttúruperlur væru í eigu einstakl- inga, og tók hann dæmi af sölu Kersins í Grímsnesi þar sem ríkið ákvað að nýta ekki forkaupsrétt sinn. Davíð staðfesti að komið hefði til tals að Björk Guðmundsdóttir fengi eyju á Breiðafirði til afnota. „Eg gæti mjög vel hugsað mér að hún fengi þar aðstöðu til þess að reisa sér hús,“ sagði Davíð og bætti við: „Og ég get mjög vel hugsað mér að hún gæti fengið slíka aðstöðu leigu- laust í áraraðir, því að hún hefur gert meira fyrir ísland heldur en langflestir Islendingar sem við þekkjum við að auka frægð og frama Islands. En henni var jafn- framt gert ljóst að ef til þess kæmi að um sölu yrði að ræða, þá yrði þessi eign auglýst þannig að aðrir gætu komið að málinu.“ Langflestir umferðar- lagabrjótar eru karlar ALLS fengu 11.027 einstaklingar umferðarpunkta á síðasta ári og þar af 8.699 karlar, eða tæp 79%. Flestir umferðarlagabijótar eru á aldrinum 21-25 ára, 2.349, en litlu færri á aldrinum 17-20 ára. Samkvæmt upplýsingum frá rík- islögreglustjóra fjölgaði gefnum sektarboðum á landinu öllu í fyrra um tæp 15%, úr 31.381 í 35.974. Þó fækkaði þeim töluvert í Reykjavfk, eða um rúm 17%. Sömuleiðis fækk- aði þeim á Seyðisfirði, um svipaða prósentutölu. 79,9% sektarboða voru greidd á árinu, miðað við 83,1% árið 1998. Minnkun á hlutfalli greiddra sekt- arboða milli ára nam því 3,2 prós- entustigum. Víðast hvar stóð hlut- fallið í stað eða minnkaði; í Reykja- vík minnkaði það um 3 prósentu- stig, en í Bolungarvík hækkaði hlutfall greiddra sektarboða um 5,7%, á Keflavíkurflugvelli um ÍSLENSK kona var meðal þeirra er slösuðust í þýsku farþegalestinni sem fór út af sporinu við Bruhl, skammt suður af Köln á laugar- dagsnótt. Hún liggur nokkuð slösuð á sjúkrahúsi í Köln. Ingimundur Sigfússon, sendiherra í Bonn, segir hana hafa sloppið ótrúlega vel en níu manns fórust og tugir slösuð- ust, líklega nærri 100. Konan er búsett í Köln og kom þar um borð í lestina sem var á leið frá Amsterdam til Basel í Sviss. 17,6% og á Eskifirði um 5,1%. Alls voru 47.787 umferðarlaga- brot tilgreind í sektum á árinu. Langalgengasta brotið laut að of Lestin var einkum skipuð farþeg- um sem voru á leið þangað í skíða- frí. Islenska konan, sem er 28 ára, er mikið rnarin og skorin en ekki bein- brotin. Þá hlaut hún einnig skurð á höfði sem sauma varð. Sagði sendi- herrann hana hafa verið ótrúlega heppna að fara ekki verr út úr slys- inu. Talið er að lestarstjórinn hafi ek- ið of hratt um skiptiteina þar sem unnið var að viðhaldi á brautartein- hröðum akstri, en alls var slíkt brot tilgreint 17.684 sinnum í sektum. Þar á eftir kom vanræksla á að færa ökutæki til skoðunar. um með þeim afleiðingum að eim- reiðin og nokkrir fremstu vagnanna hrukku af sporinu. Gert er ráð fyrir að konan fái að fara heim fljótlega. Bilun í rafbúnaði seinkaði flugi frá Ósló BILUN varð í rafbúnaði Boeing 757 flugvélar Flug- leiða sem fljúga átti frá Ósló til Keflavíkur á sunnudags- kvöld. Þegar vélin hafði flogið í um stundarfjórðung kom bilunin í ljós og sneri vélin því aftur til Ösló. Þar var reynt að gera við bilunina og lagði vélin af stað aftur þegar menn töldu að viðgerð hefði tekist. Þegar vélin kom út úr flugskýlinu kom bilunin fram aftur og var þá hætt við flugið að sinni. Flugfarþegarnir, sem voru 43 um borð í vélinni, gistu á hóteli í fyrrinótt og kom hluti þeirra heim með Stokkhólms- fluginu í gærmorgun. í gær hélt síðan út hópur af íslensk- um flugvirkjum til Óslóar. Eftir að þeir höfðu lagfært rafbúnaðinn í Boeing-vélinni lagði hún í loftið á nýjan leik og lenti á Keflavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi. Aldurs- og kynskipting þeirra sem fengu einn eða fleiri umferðar- punkta á árinu 1999 Konur: Samtals 2.328 punktar 3 14 21 22 32 52 | 126 149 209 236 259 298 496 — 411 T Karlar: Samtals 8.699 punktar Sérblöð í dag Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is A ÞRIÐJUDOGUM Heimili SllM¥ikiiiiyLy.lEnm Elsa og Tómas tvöfaldir Islands- meistarar ■ badminton /B8 Keflavík og Grindavík fögnuðu sigri I bikarkeppninni /B1,B4,B5,B6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.