Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hádegis- fundur með borg- arstjóra INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri verður gestur á hádeg- isverðarfundi sem Háskólinn á Ak- ureyri, Atvinnuþróunarfélag Eyja- fjarðar og sjónvarpsstöðin Aksjón efna til á morgun, miðvikudaginn 9. febrúar en hann stendur frá kl. 12 til 13 á Fiðlaranum, Skipagötu 14. Yfirskrift fundarins er í sóknar- hug og meðal þess sem leitað verður svara við á fundinum er spurningin um það hvort höfuðborgin hafi verið afskipt í umræðunni um byggðamál. Rætt verður um það hvort lands- byggðarmenn séu full fyrirferðar- miklir í borginni og hvaða sýn borg- arböm hafa á landsbyggðina sem og hvort höfuðborgin sé að græða eða tapa á fólksflutningum til borgarinn- ar. Einnig verður fjallað um hvort ríkisvaldið eigi að greiða fyrir fram- kvæmdum í borginni til að auðvelda fólki að flytja þangað eða hvort væn- legra sé að byggja upp valkosti á Iandsbyggðinni. Skráning þátttöku fer fram hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Þátttökugjald er 1000 krónur og er léttur hádegisverður innifalinn. -------------------- Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli Opnað aft- ur eftir þriggja vikna stopp SKÍÐASVÆÐIÐ í Hh'ðarfjalli hefur verið opnað að nýju eftir þriggja vikna stopp vegna veðurs. ívar Sigmundsson forstöðumaður sagði að snjór væri ekki mikill á skíðasvæðinu, en nægur þó til að hægt væri að halda því opnu. Nú verður til að mynda loks í fyrsta sinn á þessum vetri hægt að opna efstu lyftuna í Strýtu. „Þetta lítur ágæt- lega út, en það er alltaf erfítt að byija aftur eftir svona langt stopp. Fólk þarf að setja sig í stellingar á ný eftir þetta þriggja vikna hlákuuppi- hald,“ sagði ívar. Skíðasvæðið verður opið virka daga frá kl. 13 til 19 en um helgar frá kl. 10 til 17. Göngubrautin í Hlíðar- fjalli er einnig opin og hefur að sögn Ivars verið ágætis aðsókn að henni síðustu daga. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Veitingahúsið Glaumbær í Ólafsfirði er afar illa farið eftir eldsvoða á sunnudagskvöld, en í húsinu voru einnig myndbandaleiga og sjoppa auk þess sem Sjónvarp Ólafsfjörður hafði þar aðstöðu. Milljónatjón í elds- voða í Olafsfirði MILLJÓNATJÓN varð þeg;ar eldur kom upp í húsi við Hafnargötu í Ól; afsfirði seint á sunnudagskvöld. I húsinu var rekinn veitingastaðurinn Glaumbær, Heimaval, sem er verslun og myndbandaleiga, og á efri hæð var Sjónvarp Ólafsfjörður til húsa. Flest bendir til þess að upptök eldsins megi rekja til eldhúss. Starfsfólk var nýl- ega farið til síns heima, þannig að húsið hafði verið mannlaust í um 20 mínútur áður en slökkviliðið var kall- að á staðinn. Magnús Sigursteinsson, slökkvi- liðsstjóri í Ólafsfirði, sagði að þegar slökkvilið var ræst út um kl. 23.25 á sunnudagskvöld hafi mikill eldur ver- ið í hluta hússins og teygði hann sig upp í milliloft þess. Menn úr slökkvil- iði fóru inn í húsið en hurfu fljótlega út aftur og mátti ekki tæpara standa því loftið hrundi nánast um leið og þeir voru komnir út. Slökkvistarfíð var erfítt Gaskútar voru einnig í húsinu sem gerði að verkum að slökkvistarf varð erfiðara en ella. „Slökkvistarfið var frekar erfitt, loftið var farið að hrynja niður og því ekki hægt að athafna sig þar inni og þess vegna gekk illa að koma vatninu að eldinum. Við gátum illa nýtt það vatn sem við höfðum til Slökkviliðsmaður kannar skemmdir af völdnm briinaiis f Glannihæ MENNTASMIÐJAN á Akureyri er þátttakandi í norrænu/baltnesku verkefni um óformlegt nám kvenna. Verkefnið ber heitið Freyja en auk íslands taka þátt í því Eistland, Lettland, Litháen, Rússland og Sví- þjóð. í fyrrasumar var haldið fjöl- þjóðlegt námskeið í Gautaborg og sóttu það 25 konur frá þátttökulönd- unum, þar á meðal 5 frá Islandi auk Ragnhildar Vigfúsdóttur og Val- gerðar H. Bjarnadóttur sem stýra verkefninu. Áformað er að fylgja því eftir með námskeiðum í þátttökulöndunum, sem haldin verða á þessu ári. Island er þar fyrst í röðinni og var í liðinni viku efnt til námskeiðs fyrir konur alls staðar að af landinu. Þar var far- ið yfir grundvallaratriðin í þeirri hugmynda- og aðferðarfræði sem þróuð hefur verið og nýtt í Mennta- smiðju kvenna á Akureyri og sam- bærilegum skólum erlendis. Nám- skeiðið var hugsað sem undirbúningur fyrir þær konur sem hyggjast koma á fót eða vinna sam- bærilega starfsemi á sínu svæði víða um landið eða utanlands. Um þessar mundir er unnið að undirbúningi Menntasmiðju kvenna á Akranesi og Menntasmiðja kvenna á Sauðár- króki hefur starfsemi innan fárra daga. Dýrmæt reynsla Menntasmiðja kvenna á Akureyri var stofnuð árið 1994 á vegum emb- ættis jafnréttis- og fræðslufulltrúa Akureyrarbæjar og var fyrirmyndin sótt til kvennadagskóla Norðurland- anna en aðlöguð íslenskum aðstæð- um. Nú rúmum fimm árum síðar hef- ur safnast mikil og dýrmæt reynsla um nám og lífsleikni fyrir konur sem mikilvægt er að miðla. Hugmyndin er að námskeiðið verði grundvöllur að eins konar tengslaneti mennta- smiðja á íslandi og jafnvel víðar en þannig mætti stuðla að áframhald- andi öflugri þróun lífsleiknináms fyr- ir konur og lýðfræðslu á Islandi. að slökkva eldinn, því við komum því ekki á réttan stað. Það var líka mikill eldsmatur í húsinu, það var einangr- að með sagi og eins eru filmumar úr ótrúlega eldfimu efni,“ sagði Magnús. Einn slökkviliðsmannanna slasað- ist við slökkvistarfið, mikil ísing í stiga varð til þess að hann féll við og handleggsbrotnaði og er talið, að sögn Magnúsar, að hann hafi einnig rifbeinsbrotnað. Félag vélsleðamanna í Eyjafírði Kynning á GPS- punktabanka Til sölu gistiheimili á Akureyri Eitt besta og vinsælasta gistiheimilið á Akureyri er nú til sölu. Um er að ræða tvær fasteignir, sem staðsettar eru hlið við hlið og gerðar hafa verið að einni rekstr- areiningu. Gistiheimilið telur 14 herbergi og er í fullum rekstri. Allur búnaður fylgir. Frábær staðsetning. FASTEIGNASALAN BYGGÐ Strandgötu 29, Akureyri, sími 462 1744, fax 462 7746. FÉLAG vélsleðamanna í Eyjafirði heldur félagsfund í kvöld, þriðju- dagskvöldið 8. febrúar, kl. 20 á Foss- hótel KEA. Þar verður kynning á GPS-punktabanka sem nú er verið að byggja upp fyrir vélsleðamenn á öilu landinu en hér er um mikið hags- munamál að ræða. Tilkoma GPS-staðsetningartækja hefur valdið byltingu í öryggismál- um fjallafara, því auk þess að segja mönnum hvar þeir eru staddir er hægt að safna í tækin leiðsögu- punktum og búa til úr þeim öruggar leiðir um hálendið. Áhugasamir vél- sleðamenn á Suðurlandi hafa um nokkurt skeið verið að byggja upp banka með GPS-punktum þar sem félagar hafa lagt saman í einn grunn og geta jafnframt sótt sér GPS- punktaðar leiðir sem þeir ekki eiga. Nú er hugmyndin að útvíkka þennan punktabanka enn frekar og fá inn leiðir sem víðast af landinu. Punkta- safnið verður svo sett inn á heima- síðu Landssambands íslenskra vél- sleðamanna þannig að það verði öllum aðgengilegt. Á heimasíðunni verður hægt að fá punktaðar leiðir, hvort heldur sem texta eða hlaða þeim beint inn í GPS-tæki frá tölvu. Á fundinum í kvöld kynna þeir Benedikt Valtýsson og Benedikt Bragason þetta merka framtak. Námskeið haldið um mennta- smiðjur kvenna REYKJAVÍK- AKUREYRI-REYKJAVIK Sex smnu Bókaðu í síma 570 3030 03 460 7000 Fax 570 3001 * websalessairiceland.is • www.flu3fela3.is ...fljúgðufrekar FLUGFELAG ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.