Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skaðabóta- mál vegna um- ferðarhávaða Kaffi Reykja- vík selt EIGENDASKIPTI urðu að veit- ingastaðnum Kaffi Reykjavík í gær. Nýr eigandi er Öm Garðarsson, veit- ingamaður á Brasseri Borg. Hlutafélagið Kaffi Reykjavík ehf. hefur átt og rekið samnefndan veit- ingastað á Vesturgötu 2 sl. fimm og hálft ár. Öm kaupir bæði veitinga- staðinn og fasteignina. Kaupverð fæst ekki gefið upp. Eigendur Kaffi Reykjavíkur ehf. em þeir Gunnar Hjaltalín, Þórarinn Ragnarsson og Þórður Sigurðsson. Þeir áttu og ráku til skamms tíma veitingastaðina Kaffi Thomsen í Hafnarstræti og Kaffi Osio í Lækj- argötu. Þeir hafa nú selt báða þessa staði. ---------------- Gæsla tveggja framlengd í e-töflumáli HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði tvo menn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 23. febrúar í gær, vegna rannsóknar lögreglunnar í Reykjavík á nýja e-töflumálinu. Annar mannanna, sem er 26 ára, var eitt aðalvitnið £ máli ríkissak- sóknara gegn Kio Briggs á sínum tíma en maðurinn var úrskurðaður í lengsta gæsluvarðhaldið þegar málið kom upp 29. desember síðastliðinn og þrír menn á aldrinum 17-25 ára vora handteknir. Fimm menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins og þar af hafa þrír setið inni samfleytt að kalla frá áramótum. ------♦-♦-♦----- Rangárvallasýsla Slapp ómeidd- ur eftir bilveltu ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar slapp ómeiddur eftir bflveltu rétt vestan við Hellu í Rangárvallasýslu skömmu eftir klukkan 14 í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á öku- tækinu eftir að hafa lent í snjó og krapa og valt bifreiðin þá út af vegin- um. Bifreiðin lenti á þakinu þremur metram neðan við veginn og laskað- ist nokkuð. ------♦-♦-♦----- Ljósagangur úti á Nesi TILKYNNT var um ljósagang á himni úti fyrir Seltjamarnesi í gær- kvöldi. Gerð var töluverð eftirgrennslan, enda talið að hugsanlega gæti verið um neyðarblys að ræða. Sendur var út bátur og fjaran gengin „allan hringinn" á Seltjamarnesi, en án ár- angurs. Lögreglan handtók tvo menn með blys niðri á höfn síðar um kvöldið en ekki lá íyrir hvort þeir bæra ábyrgð á ljósaganginum. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær frávísunarkröfu Reykjavíkurborgar og ríkisins í skaðabótamáli sem Guðlaugur Lár- usson og kona hans, Hólmfríður Jónsdóttir, íbúar á Miklubraut 13, hafa höfðað vegna heilsutjóns af völdum mengunar á Miklubrautinni. Málið verður því tekið til dóms samkvæmt úrskurði dómara. Stefnendur krefjast þess að stefndu beri óskipta skaðabóta- skyldu gagnvart sér og jafnframt að Reykjavíkurborg sé skylt að leysa til sín efri hæð og ris að Miklubraut 13, auk þess að greiða málskostnað. Ríkið byggði frávísunarkröfu sína á því að kröfugerð stefnenda væri ódómhæf þar sem enga afmörkun á skaðabótaskyldunni væri að finna í kröfunni. Þá væri málatilbúnaður stefnenda svo óljós og raglingslegur að vísa bæri málinu frá dómi. Dómari taldi hins vegar kröfu stefnenda dómtæka því stefna þeirra fullnægði lagaskilyrðum. Krafan væri um viðurkenningu á óskiptri skaðabótaskyldu stefndu, sem telja yrði að stefnendur gætu gert kröfu um í dómsmáh. Þingkonur á leið í um- ræðuna ALÞINGISMENN ræddu siðferði í viðskiptum og verklagsreglur á fjármálamarkaði utan dagskrár í gær og Þórunn Sveinbjarnardótt- ir og Rannveig Guðmundsdóttir, þingmenn Samfylkingarinnar, höfðu hrfðina í fangið þegar þær gengu til fundarins. Málshefjandi við umræðuna var Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, en í umræðunum sagði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra að þverpólitísk samstaða ætti að geta náðst um þær breytingar sem gera þyrfti í þessum efnum. ■ Þverpólitísk/39 Vill gefa kindum íslensk mannanöfn LANDSSÍMA íslands barst sérkennileg fyrirspurn frá kanadískri konu á dögunum. Lítil hjörð af íslensku sauðfé „Tilgangur þessa bréfs er að spyrjast fyrir um gamla símaskrá. Ég á litla hjörð af íslensku sauðfé og hef áhuga á að gefa lömbunum ósvikin íslensk nöfn. Símaskráin myndi vera tilvalin heimild. Vinsamlegast látið mig vita um kostnað við að senda mér gamla skrá (ég hef aðeins áhuga á nöfnunum, ekki núm- erunum, og hef því ekki þörf fyrir nýjustu útgáfu),“ segir í bréfinu. Ekki fyrsta skringi- lega fyrirspurnin Ólafur Þ. Stephensen, for- stöðumaður upplýsingadeild- ar Landssímans, segir að fyr- irtækinu berist ótrúlega margar furðulegar fyrir- spumir. „Þess er nú skemmst að minnast þegar spurningum rigndi yfir okkur um íslensku símaskrána, þar sem spurt hafði verið um hana í getraun i þýsku blaði. Við höfðum gaman af og lögðum okkur fram um að aðstoða þátttak- endur i getrauninni sem best við gátum,“ segir hann. Ólaf- ur segir að konan kanadíska muni fá nýja símaskrá innan skamms. Morgunblaðið/Ásdís * Halldór Asgrímsson vill aukna áherslu á byggðakvóta Sú hugsun í lögum frá 8. áratugmim HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn vilji beita sér fyrir auk- inni áherslu á byggðakvóta til að hægt verði að bregðast við miklum vandamálum í einstökum byggðar- lögum. Halldór segir að hugsun um byggðakvóta hafi verið sett fram i lögum um kvótakerfið á áttunda áratugnum og hafí einnig komið fram í lögum um hagræðingarsjóð sjávarútvegsins, sem hafi haft yfir 12.000 tonnum að ráða til jöfnunar vegna aflabrests í einstökum grein- um og 6.000 tonnum hafi mátt út- hluta vegna vanda einstakra byggð- arlaga. Þessum kvóta hafi síðan verið deilt út til greinarinnar í heild til að skapa svigrúm til skattlagningar á sjávarútveginn í samræmi við áherslu Alþýðuflokksins á það eftir að ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks tók við völdum 1991. Hann rakti að Byggðastofnun hefði við síðustu endurskoðun fisk- veiðilöggjafarinnar fengið 1.500 tonna kvóta sem færi til ráðstöfunar vegna byggðavanda, en sagðist vera einn þeirra sem gagnrýndu hvernig staðið hefði verið að þeirri úthlutun. „Við erum þeirrar skoðunar að það sé sjálfsagt að halda áfram á þessari braut í einhverjum mæli, án þess að það raski fiskveiðistjórnun- arkerfinu í heild sinni og, meðal annars, til þess að tryggja sátt um það. En í hvaða mæli það á að vera ætla ég ekki að kveða upp úr um, en það verður aldrei í mjög stórum stíl að mínu mati,“ sagði Halldór. Aðspurður sagðist hann telja svipað hlutfall byggðakvóta og hag- ræðingarsjóður hefði haft til ráð- stöfunar a.m.k. ekki það fráleitasta sem hefur verið sett fram. Sú leið hefði orðið niðurstaðan eftir að til- laga var felld á jöfnu á Alþingi, eftir heitar umræður, um að veita sjávar- útvegsráðherra heimild til að leyfa byggðarlögum að kaupa ný skip í stað þeirra sem seld væru á brott. Halldór sagði að fiskveiðistjórn- unarkerfið hefði þannig verið til sí- felldrar endurskoðunar. „Á sínum tíma var heimild til svokallaðrar línutvöföldunar, sem var ákveðin með sérstöku tUliti til minni byggð- arlaga, en þessi heimild var síðan afnumin. Ég taldi hana mjög mikil- væga og var í reynd ávallt mjög andvígur því að afnema það kerfb en meirihluti myndaðist fyrir því á Alþingi að það yrði gert og þá verða menn að beygja sig fyrir lýðræðis- legri niðurstöðu og það gerði ég líka. En ég er viss um að það afnám hefur veikt möguleika minnstu byggðarlaganna,“ sagði Halldór Ás- grímsson. Sérblöð í dag Með Morgun- blaðinu í dag fylgir tíma- ritið 24-7. Út- gefandi: Alltaf ehf. Ábyrgðar- maður: Snorri Jónsson. Átta félög eru skuldlaus við HSÍ / B1 Fram og Stjarnan mætast í úrslitum bikarkeppni karla / B2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.