Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 11
FRÉTTIR
títgáfa starfsleyfís stærsta svínabús landsins að
Brautarholti á Kjalarnesi
N ágranni krefst
höfnunar og að
rekstri verði hætt
Morgunblaðið/Golli
Frá byggingu svínabúsins í Brautarholti.
LÖGMAÐUR íbúa jarðarinnar
Brautarholts á Kjalamesi gerir al-
varlegar athugasemdir við starfs-
leyfistillögur fyrir Svínabúið að
Brautarholti, stærsta svínabús
landsins, eins og þær voru sam-
þykktar á fundi umhverfis- og heil-
brigðisnefndar Reykjavíkur í lok nó-
vember í fyrra. Krefst íbúinn þess að
útgáfu starfsleyfis verði hafnað og
rekstri búsins þegar hætt.
Frestur til að skila inn athuga-
semdum við starfsleyfið rann út á
dögunum og bárust tvær athuga-
semdir og hefur Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur nú fjórar vikur til að
fara yfir þær. Guðjón Ólafur Jóns-
son, lögmaður íbúans, segist vænta
þess að athugasemdin fái vandaða og
faglega umfjöllun, en bendir jafn-
framt á að leyfi hafi fengist fyrir
staðsetningu búsins á sínum tíma að
uppfylltum mjög ströngum skilyi’ð-
um um hreinlæti og mengunarvarn-
ir. „Við slíkt hefur alls ekki verið
staðið og þess vegna getur umbjóð-
andi minn alls ekki látið hjá líða að
nýta rétt sinn til athugasemda við
starfsleyfið," segir Guðjón Ólafur.
Brautarholt á Kjalarnesi er óðals-
jörð og tóku tveir bræður við rekstri
hennar af foreldrum sínum árið
1967. Annar þeirra rekur svínabúið
ásamt sonum sínum en hinn á íbúð-
arhús í næsta nágrenni og fyrir hönd
hans hefur Guðjón Ólafur Jónsson,
lögmaður, skilað inn athugasemdum.
Svínarækt var rekin sem aukabú-
grein til ársins 1982 í félagsbúi
þeirra bræðra, en aðalframleiðslu-
grein búsins var áður framleiðsla
mjólkur og síðar grasköggla. Árið
1982 hóf annar bróðirinn ásamt son-
um sínum byggingu svínahúss á
jörðinni og eiga þeir nú og reka
Svínabúið Brautarholti ehf. Jörðinni
var að hluta til skipt árið 1989, en
nokkur hluti hennar er enn í óskiptri
sameign þeirra bræðra.
ítrekuð og alvarleg
brot hreppsnefndar
I greinargerð sem fylgir athuga-
semdum íbúans við starfsleyfið rek-
ur lögmaðurinn forsögu málsins, en
Hreppsnefnd Kjalarneshrepps gaf
út byggingarleyfí fyrir tveimur
svínahúsum 26. febrúar 1998 og fyrir
þjónustuhúsi sem tengir þau saman
um sumarið það ár. Segir í greinar-
gerð lögmannsins að umbjóðanda
hans hafi verið ókunnugt um útgáfu
byggingarleyfisins fyrr en síðsum-
ars í fyrra og telji hann að málsmeð-
ferð byggingarnefndar og hrepps-
nefndar Kjalarneshrepps hafi falið í
sér ítrekuð og alvarleg brot á ákvæð-
um skipulags- og byggingarlaga og
stjómsýslulaga. Hafi meðmæli
Skipulagsstofnunar ekki legið fyrir
þegar ákvörðun var tekin og ekki
verið eftir þeim leitað. Lögbundin
grenndarkynning hafi ekki farið
fram, lögbundinn andmælaréttur
hafi verið virtur að vettugi og kær-
anda ekki tilkynnt um meðferð máls-
ins, hvorki af byggingarnefnd né
hreppsnefnd. Þá hafi meðalhófsregla
stjómsýslulaga verið brotin og rann-
sóknarregla laganna sömuleiðis.
Segir ennfremur að svínabúið hafi
fyrir alllöngu hafið umtalsverðan
rekstur í hinum nýju svínahúsum,
þrátt fyrir að ekki liggi fyrir starf-
sleyfi heilbrigðisnefndar. Heilbrigð-
isefth’litið hafi ekki talið sér fært að
stöðva ólögmætan rekstur búsins og
umhverfisráðuneytið hafi gert at-
hugasemdir þar að lútandi.
Þúsundir tonna af skít í sjóinn
I athugasemdum við einstaka liði
starfsleyfisins em gerðar athuga-
semdir við söfnun, geymslu og nýt-
ingu svínamykju frá búinu. Þar er
vísað til þess að í starfsleyfisskilyrð-
um sé gert ráð fyrir að öll svína-
mykja frá búinu fari í mykjutanka
sem skuli rýma sex mánaða birgðir
hið minnsta. Bent er á að við eldra
svínahúsið í Brautarholti sé um 2.300
rúmmetra tankur sem taki um 1.800
tonn af skít og við nýju húsin sé
tankur sem taki um 80 tonn af skít.
Ætla megi að 12-13.000 tonn af
svínamykju falli til af rekstri vænt-
anlegs bús á ári og því þurfi að vera
til staðar tankar sem taki a.m.k.
6.000 til 6.500 tonn af mykju. Sé ljóst
að svínabúið uppfylli engan veginn
þau skilyrði miðað við núverandi að-
stöðu og því séu engar forsendur til
að veita starfsleyfi.
Bent er á að skv. skilyrðum starfs-
leyfisins sé tekið fram að losun á
svínamykju í sjó sé óheimil. Ibúinn
telji hins vegar að Svínabúið Braut-
arholti hafi losað þúsundir tonna á
hverju ári í sjóinn við Brautarholt,
nú síðast í síðustu viku. Ekki hafi
verið dreift svínamykju frá búinu
síðan í september sl. og telja megi að
hún hafi öll frá þeim tíma verið losuð
í sjóinn, enda sé ljóst að ekki séu til
tankar til geymslu hennar. Minnt er
á að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Skattframtöl í póst
um helgina
VEGNA tafa sem orðið hafa á frá-
gangi skattframtala hefur framtals-
frestur einstaklinga, sem ekki hafa
með höndum eigin atvinnurekstur,
verið framlengdur til 28. febrúar.
Undanfarin ár hefur frestur til að
skila skattframtali verið 10. febrúar.
Fyrstu framtölin verða póstlögð
frá skattstofunum í dag, þannig að
skattgreiðendur eiga að fá þau um
og eftir helgi. Upplýsingar um
greiðslur frá Tryggingastofnun rík-
isins, lífeyrissjóðum og Atvinnuleys-
istryggingasjóði verða í réttum reit-
um á skattframtölunum og
framteljendur þurfa aðeins að skoða
þær og sannfærast um að þær séu
réttar. Skattayfirvöld stefna að því
að fleiri upplýsingar verði settar
sjálfvirkt inn á framtalið í framtíð-
inni. Hægt er að sækja um viðbótar
framtalsfrest til skattstjóra og þarf
sú umsókn að hafa borist í síðasta
lagi 28. febrúar, hvort sem sótt er um
skriflega eða með tölvupósti. Þeir
sem fá viðbótarfrest, fá frest til 10.
mars. Framtalsfrestur einstaklinga
sem skila á Netinu er til 31. mars.
Morgunblaðið/Ómar
Starra-
þing
STARRAR eru margir og halda sig
við mannabústaði. Fuglinn byrjaði
ekki að verpa í borginni fyrr en upp
úr 1960. Þetta er fallegur fugl, og
býsna mkill „spaugfugl", meðal
annars mikil „hermikráka“, og hef-
ur leikið margan manninn grátt
með því að herma eftir Lóu og boð-
að ótímabært sumar, en óvinsæll
vegna þess að flóin sem lifir í
hreiðrum hans getur borist í híbýli
manna. Lirfurnar lifa vetrarlangt í
hreiðrunum og verða fullþroska að
vori.
hafi nýverið veitt
forsvarsmönnum
svínabúsins áminn-
ingu vegna þessa og
sýni framganga
þeirra ótvírætt að
nauðsynlegt sé að
hafa frekara eftirlit
með rekstrinum að
þessu leyti, eins og
segir í greinargerð-
inni.
Um mengunar-
varnir segir í at-
hugasemdunum að
þrátt fyrir að svínabúið sé ekki í full-
um rekstri sé ljóst að hinn ólögmæti
rekstur sem fram fari með vitund og
vilja Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
valdi kæranda verulegu tjóni. Lykt-
armengun frá búinu sé oft óbærileg,
einkum í góðu veðri þegar vindur
standi af norðvestan. Geti íbúinn þá
ekki opnað glugga á húsi sínu og hafi
oft beinlínis þurft að flýja hús sitt
sökum mengunar. Ljóst sé að
ástandið sé heilsuspillandi. Ekki hafi
verið orðið við fyrirheitum um viðun-
andi mótvægisaðgerðir og fyrir vikið
berist frá búinu heilsuspillandi og
mengandi loft sem innihaldi m.a.
húðryk, fóðurryk og ammoníak sem
blandað sé efnum eins og brenni-
steinssýrlingi, sem talinn sé lífs-
hættulegur. Loftið smjúgi alls staðar
inn með hurðum og opnanlegum
gluggum á íbúðarhúsinu og hafist
fólk þá ekki við.
I álitsgerðinni kemur að lokum
fram að íbúinn sem gerir athuga-
semdir við starfsleyfið hafi árið 1993
lagt fyrir hreppsnefnd Kjalarnes-
hrepps hugmyndir sínar um upp-
byggingu ferðaþjónustu og golfvall-
ar í landi sínu. Hugmyndunum hafi
hins vegar verið stungið undir stól af
oddvita hreppsins, títtnefndum
bróður íbúans. Hafi hann ekki heyrt
af afdrifum þeirra þrátt fyrir ítrek-
anir fyrr en hreppurinn sameinaðist
Reykjavíkurborg árið 1998 og erind-
inu var vísað til borgarinnar. Ljóst
sé að hugsanlegur rekstur svínabús-
ins muni gera þessar hugmyndir að
engu.
Stökktu til
Kanarí
12. mars
frá kr.
34.855
Nú seljum við síðustu sætin til Kanarí í mars, en eyjarnar eru lang-
vinsælasti vetraráfangastaður okkar og þúsundir íslendinga ferðast
þangað á hverjum vetri til að njóta eins besta veðurfars heimsins og
stytta veturinn hér heima.
Nú bjóðast síðustu sætin í mars til Kanarí á hreint frábærum kjör-
um. Þú bókar núna og tryggir þér sæti, og 5 dögum fyrir brottför
látum við þig vita hvar þú gistir.
12. mars
Verð frá kr. 34.855
12. mars, vika, m.v. hjón
með 2 böm.
Aukavika frá kr. 7.700
Verð kr.
44.990
Hvenær er laust?
• 20. feb. - uppselt
• 12. mars - 21 sæti
• 19. mars - 31 sæti
• 26. mars - lausl
• 9. apríl - laust
• 16. apríl - 21 sæti
M.v. 2 í íbúð, 1 vika
19. mars
Verð frá kr. 68.055
Hjón með 2 börn, Tanife, 3 vikur.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is