Morgunblaðið - 10.02.2000, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Wolfgang Schtissel, nýr kanzlari Austurríkis, flytur stefnuræðu sína
Stjórnin væntir sann-
girni af umheiminum
Vín.AFP.AP.
AP
Wolfgang Schtissel, kanzlari Austurríkis, flytur stefnuræðu sína í þing-
inu í Vín í gær, með ráðherra hinnar nýju ríkisstjórnar sér við hlið.
WOLFGANG Schussel, nýr kanzlari
Austurríkis, vísaði í gær, við flutning
stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar, enn
á ný á bug alþjóðlegri gagnrýni á að
hann skyldi hafa stofnað til stjómar-
samstarfs við hinn umdeilda Frelsis-
flokk Jörgs Haiders. Lýsti Schiissel
því yfir að um leið og umheimurinn
sæi stjórnarstefnuna í framkvæmd
myndu gagnrýnisraddirnar sann-
færast um að áhyggjur þeirra væm
ástæðulausar. Einna mesta athygli
vakti að Schiissel boðaði skaðabætur
til handa fólki sem nazistar neyddu
til vinnu í Austurríki á stríðsárunum.
A annað þúsund löggæzlumanna
höfðu í gær tekið sér stöðu í kring
um þinghúsið í Vín í því skyni að
tryggja að möguleg fjöldamótmæli
fæm friðsamlega fram. Fáa mót-
mælendur var þó að sjá.
„Margar af þeim fréttum sem
fluttar hafa verið [erlendis] um Aust-
urríki em ósanngjarnar," sagði
Schússel er hann flutti stefnuræðu
sína í þinginu í gær. En hann sagði:
„Ég tek þetta alvarlega. Við verðum
að bregðast við fordómum með öfl-
ugu upplýsingaátaki. Það er kominn
tími til að sannfæra gagnrýnendur
innan Austurríkis sem utan með því
að hrinda í framkvæmd stefnu at-
hafna.“
Vísbendingar um að öldurnar
sé að lægja
Gæta fór 1 gær vísbendinga um að
farið væri að draga úr hinu alþjóð-
lega fári í kring um austurrísku rík-
isstjórnarmyndunina. Bandarísk
stjórnvöld tilkynntu að sendiherra
þeirra myndi snúa aftur til Vínar í
vikulokin eftir skraf og ráðagerðir í
Washington. „Ég verð að segja að
stefnuyfirlýsingin sem [hin nýja
stjórnj hefur látið frá sér fara inni-
heldur allt sem maður myndi óska
sér að sjá í henni; nú er spurningin
bara sú hvort hún muni halda sig við
hana í framkvæmd," sagði Madel-
eine Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna.
En táknrænar refsiaðgerðir héldu
líka áfram. I Lundúnum var tilkynnt
að Karl Bretaprins hefði afboðað
þátttöku í ráðstefnu í Vín í maímán-
uði. Opinberri heimsókn forseta
Portúgals, Jorges Sampaio, hefur
einnig verið slegið á frest.
Haider, sem hin alþjóðlega gagn-
rýni beinist fyrst og fremst að vegna
ummæla sem hann hefur látið falla á
stjómmálaferli sínum og hægt hefur
verið að túlka sem lof á vissa þætti
nazistatímans, á sjálfur ekki sæti í
hinni nýju ríkisstjóm, heldur gegnir
áfram stöðu fylkisstjóra í Kámten,
syðst í Austurríki. En sex af tólf ráð-
herrastólum stjómarinnar em skip-
aðir flokksmönnum hans; fara þeir
m.a. með ráðuneyti fjármála og
varnarmála.
Reiknuðu ekki með náðugum
hveitibrauðsdögum
Hæstsetti ráðherrann úr Frelsis-
flokknum, Susanne Riess-Passer
varakanzlari, sagðist í þingræðu að
nýja stjórnin reiknaði ekki með því
að eiga náðuga hveitibrauðsdaga í
embætti. „En við ætlumst til þess að
okkur sé sýnd sanngirni, bæði innan-
lands sem erlendis,“ sagði hún.
Schússel lýsti því einnig yfir að
nýja stjómin myndi fylgja eftir
áformum um að greiða fólki skaða-
bætur, sem nazistar neyddu til vinnu
í Austurríki á stríðsámnum. Nýbúið
er að semja um slíkan skaðabótasjóð
í Þýzkalandi. „Ríkisstjómin mun
greiða fyrrverandi nauðungarverka-
mönnum nazista, eftir að óháð sagn-
fræðinganefnd hefur gert skýrslu
um málið og búið er að gera úttekt á
ábyrgð einkafyrirtækja í þessu sam-
bandi,“ sagði Schússel.
Evrópusambandið
Microsoft kraf-
ið upplýsinga
Brussel. AFP.
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Evrópusambandsins, ESB, hefur
sett bandaríska hugbúnaðarfyrir-
tækinu Microsoft mánaðarfrest til
að svara ásökunum um að það ætli
að einoka allan tölvumarkaðinn
með nýju stýrikerfi, Windows 2000.
Kerfið er væntanlegt á markað í
næstu viku. Mario Monti, er fer
með samkeppnismál í stjórninni,
sagðist hafa fengið heimild til að
rannsaka hvort Microsoft hefði
hannað hluta kerfisins þannig að
það gæti náð markaðsráðandi
stöðu á sviði netþjóna og rafrænna
viðskipta, sams konar stöðu og það
hefur nú á sviði stýrikerfa.
-----*-M-------
Norður-Kórea
Yinátta við
Russa
Seoul. AFP.
RÚSSAR og Norður-Kóreumenn
gerðu í gær nýjan vináttusamning
og kom hann í stað annars frá tím-
um Sovétríkjanna sem sagði Sovét-
menn koma Norður-Kóreu til að-
stoðar yrði gerð árás á landið.
Ákvæðið var frá árinu 1961. I
staðinn kemur nýtt ákvæði þar sem
segir að ríkin tvö skuli efla samstarf
sitt að því tilskildu að það skerði
ekki nýja samskiptahætti við önnur
lönd. Lögð er áhersla á að þjóðirnar
tvær muni standa saman í að vernda
sjálfræði og yfirráð í eigin landi.
Igor Ivanov, utanríkisráðherra
Rússlands, undirritaði samninginn í
gær ásamt starfsbróður sínum,
Paek Sam-Nun, í höfuðstað N-Kór-
eu, Pyongyang. Háttsettur embætt-
ismaður Moskvustjórnarinnar hef-
ur ekki sótt N-Kóreu heim í áratug.
Lundúnum. Morgnnblaðið.
MÁLIN tvö sem nú eru í rannsókn
snerta bæði blaðamenn á The Mirr-
or, annars vegar ritstjóra þess, Piers
Morgan, og hins vegar Anil Bhoyrul,
annan tveggja höfunda dálkarins
City Slickers, sem eru nokkurs kon-
ar kjaftaskar úr kaupstaðnum.
Sautjánda janúar keypti Piers
Morgan hlutabréf í Viglen-fyrirtæk-
inu fyrir 20 þúsund pund. Daginn
eftir var mælt með slíkum kaupum í
City Slickers vegna vaxandi umsvifa
fyrirtækisins á Netinu og í kjölfar
þess tvöfölduðust hlutabréfin í verði.
Piers Morgan græddi í einu vetfangi
20 þúsund pund á pappírnum. Þegar
þessi kaup komust í hámæli hófst
mikil umræða um réttmæti þeirra og
hvort Piers Morgan hefði misnotað
vitneskju sína í ritstjórastólnum í
auðgunarskyni eða ekki. Mál Bhoyr-
uls hefur svo hnykkt á umræðum um
starfsreglur og siðareglur blaða og
blaðamanna.
Segir kaupin á
undan fréttinni
Piers Morgan neitaði því strax að
hafa haft vitneskju um efni City
Slickers þegar hann keypti bréfin.
Hann læsi ekki efni dálksins fyrr en
eftir að hlutabréfamarkaðnum væri
lokað, þetta milli klukkan hálfsjö og
sjö. Síðar sagðist hann hafa keypt
hlutabréfin sex tímum áður en
blaðamennirnir fengu upplýsingar
frá forráðamönnum fyrirtækisins.
Og hann hefði ekki vitað hvað í dálk-
inum stóð fyrr en hann las hann í
fyrstu prentun blaðsins, um hálftólf-
leytið um kvöldið. Sér hefði óneitan-
lega verið svolítið skemmt þegar
hann sá að blaðamenn hans voru að
mæla með hlutabréfum, sem hann
hafði þegar fest kaup á. En kaupin
væru tilkomin vegna þess að hann
hefði lengi vitað að Viglen væri gott
fyrirtæki og þekkti vel til eiganda
þess, sem væri einn af dálkahöfund-
um blaðsins. Hann sá enga ástæðu
til þess að tilkynna eigendum blaðs-
ins um þessi hlutabréfakaup sín í
ljósi skrifanna, enda hefði honum
Blaðamenn á hálum ís
Tvö mál tengd brezkum blaðamönnum eru nú til
rannsóknar hjá siðanefnd sem rannsakar ásakanir
á hendur blöðum og blaðamönnum, og hjá rann-
sóknarnefnd Kauphallarinnar. Freysteinn
Jóhannsson hefur fylgzt með fréttum af málunum,
sem snúast um það hvort blaðamenn misnoti vitn-
eskju sína til þess að græða á henni fé.
lengi verið kunnugt um að Viglen
væri arðbært fyrirtæki, eins og
reyndar hefði verið bent á í blaðinu
áður. Þetta með tilkynninguna til
stjórnar blaðsins er í ljósi siðareglu
blaðanna, sem segir, að blaðamenn
eigi ekki að skrifa um hlutabréf eða
verðbréf þar sem þeir sjálfir eða fólk
tengt þeim kunni að hafa hag af,
nema tilkynna viðskiptaritstjóra eða
aðalritstjóra blaðsins þar um. Er
Piers Morgan í þessum efnum talinn
standa í sömu sporum gagnvart eig-
endum blaðsins og blaðamenn gagn-
vart yfirmönnum sínum.
Sá sér ekki annað
fært en selja
Þær brigður voru bornar á þessa
frásögn Morgans að sem ritstjóri
hlyti hann að vita hver væru stærstu
málin í hverri deild blaðsins og það
mætti þá alveg eins tala um van-
rækslu hans í starfi að hafa ekki les-
ið dálk eins og City Slickers fyrr en
blaðið var komið í prentun. Honum
til málsbóta er bent á að hann hafi
ekki hlaupið til og fjárfest í Viglen,
þótt fréttir blaðsins hafi áður bent til
þess að það væri góður kostur. Og
hann rauk ekki til strax daginn eftir
kaupin nú til að ná gróðanum til sín.
Morgan hefur sagt að hann hafi litið
á þessi hlutabréfakaup sem lang-
tímafjárfestingu.
Stjórn blaðsins settist á rökstóla
og komst að þeirri niðurstöðu að rit-
stjórinn hefði sýnt klaufaskap, en
hann hefði engin lög brotið og engar
reglur. Piers Morgan sá sér þó ekki
annað fært en selja hlutabréfin aftur
og ætlar að gefa ágóðann, sem var
kominn niður í 13 þúsund pund, til
góðgerðarmála.
Ritstjórar láti hlutabréf
eiga sig
í umræðum um þetta mál hafa
fjölmiðlar leitt getum að því, að á
öðrum blöðum hefði ritstjórinn orðið
að taka pokann sinn ef hann hefði
orðið uppvís að því sama og Piers
Morgan. Leitað hefur verið til ann-
arra ritstjóra og þeir spurðir um sín-
ar starfsvenjur. Flestir þeirra segj-
ast ekki standa í neinum
hlutabréfaviðskiptum vegna hætt-
unnar á hagsmunaárekstram. Það sé
öllum fyrir beztu, bæði þeim og blöð-
unum. Engar skriflegar reglur eru
til um nákvæmlega þetta atriði, en
stjórn The Mirror hefur tilkynnt að
hún muni taka starfsreglur blaðsins
til endurskoðunar vegna þessara
mála. Það virðist og samdóma nið-
urstaða þeirra, sem ég hef séð fjalla
um þetta mál, að bezt fari á því að
ritstjórar láti öll hlutabréfaviðskipti
eiga sig. Einn dálkahöfundurinn
benti þeim á að fjárfesta frekar í
Reuters
Verðbréfasali í kauphöllinni í
Lundúnum. Verðbréfabrask rit-
stjóra á dagblaðinu Daily Mirror
hefur valdið hneyksli í fjölmiðla-
heiminum í Bretlandi.
landi eða húsnæði en fyrirtækjum,
en á móti hefur verið sagt að einu
gildi á hvaða sviði það sé; hagsmun-
imir séu alls staðar og ritstjórastóll-
inn eigi að vera hafinn yfir allan
gran um hagsmunaárekstra, auk
þess sem orðstír blaðsins byggist
m.a. á slíku sjálfstæði.
Forstjóri BBC
varð að selja
Þegar Greg Dyke tók við starfi
forstjóra BBC fyrir skömmu hafði
staðið nokkur styrr um hlutabréfa-
eign hans. Strax eftir ráðningu hans
fóra fjölmiðlar að skýra frá því að
hann ætti hlutabréf í hinum og þess-
um fyrirtækjum og leiða getum að
því, hvaða áhrif þessi hlutabréfaeign
ætti eftir að hafa á störf hans á for-
stjórastóli BBC. Síðan vora settar
fram kröfur um að hann losaði sig
við öll hlutabréfin. Dyke hafnaði
þeim möguleika fyrst og setti fram
hugmyndir um að hlutabréfaeign
hans yrði sett í sérstakan sjóð undir
sjálfstæðri stjórn, en því hafnaði
stjórn BBC og Dyke varð að selja
hlutabréfin áður en hann tók við for-
stjórastarftnu.
Hertar reglur
um blaðamenn
Mál Anils Bhoyrals, blaðamanns á
The Mirror, er þannig vaxið að hann
er sagður hafa hvatt til hlutabréfa-
kaupa í iyrirtækjum sem hann sjálfur
á hluti í, til þess að ýta undir verð-
mæti þeirra á markaðnum og þar
með auka eign sína og/eða tekjur eftir
aðstæðum.
Bhoyral hefur sagt að hann sjái
ekkert athugavert við það að mæla
með fyrirtækjum, enda þótt hann eigi
hluti í þeim. Hann segist starfa fyrir
opnum tjöldum, því hann segi lesend-
um eins og er, og sé rasandi yfir ásök-
unum um að hann hafi brotið af sér í
starfi. Hann hafi á síðustu tveimur ár-
um veðjað á 692 fyrirtæki í dálki sín-
um og skrifað lofsamlega um önnur
500. Hann hafi hins vegar aðeins átt
hluti í fjóram fyrirtækjum; heildar-
fjárfesting sín sé upp á 2.000 pund og
sem stendur sé hann í 800 punda tapi.
Sem era náttúrlega ekki meðmæli
með ráðgjöf hans, ef út í það er farið!
Siðareglur banna hins vegar blaða-
mönnum að kaupa hlut í fyrirtækjum
sem þeir hafa nýlega fjallað um eða
ætla að fjalla um á næstunni og á það
að koma í veg fyrir að blaðamenn noti
vitneskju, sem þeir fá, áður en hún er
á almannavitorði. Stjóm The Mhror
taldi ekki ástæðu til aðgerða í máli
Bhoyrals, en hefur þegar sett þá
starfsreglu að blaðamenn viðskipta-
ritstjómarinnar megi ekki kaupa
hluti í fyrirtækjum nema hafa fengið
til þess leyfi 72 klukkustundum fyrir
kaupin.
Ekki er búizt við niðurstöðum
siðanefndar og kauphallarnefndar
fyrr en í næsta mánuði. Hverjar svo
sem þær verða, telja menn ljóst að
þessi mál kalli á endurskoðun starfs-
og siðareglna blaða og blaðamanna.
En þetta snýst ekki bara um þau og
þeirra pyngju, heldur miklu frekar
skyldur þeirra við lesendur um
áreiðanleg blöð og blaðamenn.