Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 27
ERLENT
Peter Mandelson
Hvetur IRA
til að endur-
skoða af-
stöðu sína
London, Dublin. Daily Telegfraph, AP, AFP.
ÁFRAMHALDANDI viðræður áttu
sér stað milli breskra og írskra
stjórnmálaleiðtoga i gær í þeirri von
að koma megi í veg fyrir að Norður-
írland verði á ný sett undir beina
stjórn frá London nk. föstudag.
Neðri deild breska þingsins sam-
þykkti á þriðjudag lagasetningu
þess efnis, en hugsanlegt er talið að
ríkisstjómir Bretlands og Irlands
fundi fyrir vikulok um lausn á deil-
unni.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, ræddi í gær við Bertie
Ahern, forsætisráðherra írlands,
David Trimble, forsætisráðherra
heimastjórnarinnar, og Peter Mand-
elson, ráðherra Norður-írlandsmála
í bresku stjórninni, en talsmenn
Blairs neituðu að gefa upp efni við-
ræðnanna. Mandelson hefur sakað
Sinn Fein um „hroka“ og sagt að
Sinn Fein, stjórnmálaarmur Irska
lýðveldishersins (IRA) gerði lítið til
að bjarga friðarferlinu. Útskýra
bæri hvers vegna, ef stríðinu væri
lokið, enn væri þörf á vopnum. í
ræðu sem Mandelson flutti í breska
þinginu í gær hvatti hann IRA til að
endurskoða afstöðu sína og sagði
pólitískan raunveruleika þann að
IRA yrði að sýna lit ef bjarga ætti
heimastjóminni.
Dregur Adams sig í hlé?
Mikil spenna ríkir nú í friðarum-
leitunum og gaf Gerry Adams í skyn
á blaðamannafundi á þriðjudags-
kvöld að Sinn Fein væri e.t.v. ekki
reiðubúið að taka þátt í friðarvið-
ræðum á nýjan leik yrði heima-
stjórninni slitið. „Við yrðum að hug-
leiða það vandlega hvort við eigum
að halda áfram að vera sendiboðinn
sem er stöðugt tekinn af lífi þrátt
fyrir tilraunir okkar til að leysa
þennan vanda,“ sagði Adams og
sagðist ekki hafa áhuga á að eyða
ævi sinni í að afstýra stöðugu
kreppuástandi.
Fáir leggja trú á að Sinn Fein taki
ekki þátt í friðarviðræðum á nýjan
leik, þótt Adams hafi ítrekað sagst
ekki geta neytt IRA til að afvopnast
og að afnám heimastjórnar stofni
friðarferlinu í hættu á nýjan leik.
Sambandsflokkur Ulsters og leið-
togi hans, Trimble, segja óhjá-
kvæmilegt að stjórnin verði leyst
upp hefji IRA ekki afvopnun nú þeg-
ar. Að sögn AFP-fréttastofunnar er
þó ekki talið ólíklegt að ríkisstjórnir
Irlands og Bretlands sættist á ein-
hverja málamiðlun, þar sem til að
mynda væri sett fram tímaáætlun
fyrir afvopnunarferli IRA.
t\\ á
3SgsS5
hornso^í.
2229***’"
o.I\.—
Hjá okkur eru
Visa- og
Euroraðsamningar
ávisun á staðgreiðslu
Síðustu dagar
Nú er um að gera að grípa tækifærið og gera það sem við köllum GÓÐ KAUPI
allt að
Armúla 8-108 Reykjavik
Sími 581-2275 ■ 568-5375 a Fax 568-5275
a Líbanon - leikvöllur
Israela og Sýrlendinga
MIKLAR loftárásir ísraela á Líban-
on hafa kynt undir ótta sumra við að
ekkert verði af friðarsamningum milli
þeirra og Sýrlendinga. Aðrir telja lít-
ið að óttast í þeim efnum. Stjómvöld
beggja ríkjanna viti sem er, að ein-
hvers konar friðarsamningur sé óhjá-
kvæmilegur og því séu átök ísraela
og Hezbollah-skæruliða, skjólstæð-
inga Sýrlendinga, bara enn ein glím-
an á leikvellinum Líbanon.
Haft er eftir vestrænum sendi-
mönnum í Miðausturlöndum, að til-
gangur Israela með árásunum sé
íyrst og fremst pólitískur, þeir séu að
reyna að styrkja samningsstöðu sína
gagnvart Sýrlendingum. Hemað-
arlega breyti árásimar engu. Þær
vom gerðar til að hefna dauða nokk-
urra ísraelskra hermanna sem
skæruliðar Hezbollah felldu, en munu
ekki koma í veg fyrir aukið mannfall.
Óbreytt stefna
„Hvað varðar hugsanlega friðar-
samninga hefúr ekkert breyst," er
haft eftir erlendum sendimanni í
Beirút í Líbanon. „Stefna Ehuds Bar-
aks, forsætisráðherra ísraels, er sú
sama og áður, þ.e. að ísraelski herinn
verði fluttur frá Suður-Líbanon fyrir
7. júlí nk., sama á hveiju gengur, og
viðræðunum við Sýrlendinga verði
haldið áfram.“
Viðræður ísraela og Sýrlendinga
hófúst í desember sl. eftir fjögurra
ára hlé en strönduðu fljótt á kröfú
Sýrlendinga, um að ísraelar hétu því
strax í upphafi að flytja her sinn frá
Golanhæðum. ísraelar neita því og
viija, að önnur mál verði leyst fyrst.
Ýmsir te)ja að með loftárásunum á
Líbanon séu ísraelar að koma þeim
boðum til Sýrlendinga, sem em með
35.000 manna herlið í Líbanon og
ráða í raun öllu í landinu, að nú sýni
þeir samningsvilja, ella verði ekkert
um að semja. Þegar ísraelar verði
búnir að flytja aUt herliðið frá Suður-
Líbanon sé ekki víst, að þeir hafi neitt
meira við Sýrlendinga að tala.
Afstaða Sýrlendinga er líka Ijós:
Svo lengi sem ekki er um formlegan
friðarsamning að ræða munu þeir
leyfa skæmliðum Hezbollah að fara
sínu fram. Flytji ísraelar her sinn
einhliða frá Suður-Líbanon, þá verð-
ur heldur ekkert um það að ræða, að
Sýrlendingar ábyrgist fyrir sitt leyti
öryggi ísraelsku landamæranna.
Vilja burt úr kviksyndinu
Suður-Líbanon er í senn stjóm-
málalegt og hemaðarlegt kviksyndi
fyrir Israela. Hersetan er ólögleg,
brýtur gegn ályktunum Sameinuðu
þjóðanna, og hermennimir em ber-
AP
Kamael Mroweih og sonur hans flytja burt það sem nothæft er af húsgögnum á heimili þeirra í Týros í Suður-
Líbanon. ísraelar skutu í fyrrakvöld þremur flugskeytum á íbúðablokkina.
skjaldaðir fyrir árásum Hezbollah.
Eina svarið er að beita þeim hátækni-
lega herbúnaði sem þeir ráða yfir,
gegn hinu vamarlausa Líbanon.
Skæruliðar Hezbollah, sem njóta
mikils stuðnings meðal shíta í Líban-
on; hafa allt að vinna með því að heija
á Israela. Það má líta á það sem at-
vinnu þeirra og með aðgerðunum
tryggja þeir sér fjárstuðning, m.a. frá
Sýrlandi og Iran.
Brottflutningur hersins nýtur mik-
ils stuðnings í Israel og honum mun
að sjálfsögðu verða fagnað almennt
þegar þar að kemur. Afleiðingarnar
gætu þó orðið alvarlegar fyrir Líban-
on og Sýrland. Þrátt fyrir átök
Hezbollah og ísraela í Suður-Líban-
on hefur ríkt ákveðið valdajafnvægi.
Hverfi Israelar á brott skilja þeir eft-
ir sig valdatóm, sem margir reyna að
fylla. Má þar nefna Hezbollah, líb-
anska stjómarherinn og suður-líb-
anska herinn, sem stutt hefur ísraela.
Það getur leitt til mikilla átaka og ef
allt fer á versta veg tíl nýrrar borg-
arastyijaldar.
Hokkískautar:
Reimaðir
Stærðir 37-46
kVerð:
Áður kr. 9-30»
Nú kr. 6.536
Hokkískautar:
Smelltir
Stærðir 36-46
Verð:
igfc, Áður kr. 54J9CT
£iSL Núkr. 4.193
Listskautar: Vinil
Hvítin 28-44. Svartir: 33-46
Stærðir 28-36
'í Áður kr.A»20T
. - 4 Núkr. 2.941.
Stærðir 37-46
Áður kr. At689
t Nú kr. 3.282
Smelluskautar:
Stærðir 29-41
Verð:
Áður kr. 4-089
Nú kr. 3.492
Listskautar:
Leður
Hvítin
Stærðir 31-41
Verð:
Áður kr. £Æ4T
Nú kr. 4.374.
Svartir:
Stærðir 36-45
q*Áður kr.&AT*
Nú kr. 4.532
Barnaskautar
(Smelluskautar)
'■% Stærðir 29-36
Verð:
/*■ Áður kr. 3^89
Nú kr. 2.792
Skeifunni 11, sími 588 9890