Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 29

Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 29 LISTIR Söngvarar og listrænir stjórnendur AIDA eftir Giuseppe Verdi. Sinfóníuhljóm- sveit íslands og gestir í Laugardalshöll, í dag kl. 19 og laugardag kl. 16. Sýningin er liður í dagskrá menningarborgarársins. Einsöngvarar: Kristján Jóhannsson, Lucia Mazzaria, Larissa Diadkova, Giancarlo Paquetto, Michail Ryssov, Guðjón Óskars- son, Þorgeir J. Andrésson og Sigrún Hjálm- týsdóttir. Kórar: Kór íslensku óperunnar, Kór Söngskólans í Reykjavík og Karlakórinn Fóstbræður. Kórstjóri: Garðar Cortes. (Kórstjóri Fóst- bræðra: Arni Harðarson.) Sviðsetning: Roberto Lagana Manoli. Ljósahönnuður: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóðhönnun: Gunnar Smári Helgason og Ole Oder. Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir. Hljóð og ljós: Exton. Danshöfundur: Jóhann Freyr Björgvins- son. Dansarar: Jóhann Freyr Björgvinsson, Hrefna Hallgrímsdóttir og Sveinbjörg Þór- hallsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Rico Saccani. ÞEGAR í uppsiglingu var mikil hátíð í tilefni opnunar Súes-skurðarins 1869 var leitað til Giuseppes Verdis og hann beðinn um að semja stórt kórverk til flutnings við það tæki- færi. Verdi hafði engan áhuga á því og hafn- aði beiðninni. Ári seinna bárust honum í hendur handrit sem fomleifa- og Egypta- landsfræðingurinn Auguste Mariette hafði samið og byggðist á frumsaminni sögu sem látin var gerast í Egyptalandi til forna, AS'du. Verdi tók þessu handriti sem himnasendingu og ákvað að semja óperu, byggða á sögunni, og bjóða hana fram til opnunarhátiðarinnar. Fól hann Antonio Ghislanzoni að semja óp- eruhandrit úr sögunni. Boði Verdis var tekið og hófst undirbún- ingur að uppsetningu óperunnar snemma árs 1870. Stóð sú vinna allt það ár. Margt varð þess valdandi að hátíðahöldin og þar með frumsýning óperunnar drógust á langinn, styrjaldarátök, umsátur um París svo send- ing búninga og leiktjalda tafðist, ágreiningur um hlutverkaskipan og fleiri hindranir. Seint á árinu 1871 hafði loks tekist að leysa úr öllum vandamálum og sigrast á öðrum hindrunum. í skugga stríðsátaka Óperan var frumflutt í óperuhúsi Kaíró- borgar hinn 24. desember 1871 og hlaut, eins og vænta mátti, gífurlega hrifningu. Hljóm- sveitarstjóri á frumflutningi óperunnar var Giovanni Bottesini (1821-1889) en hann var þekkt tónskáld og einn fremsti kontrabassa- leikari síns tíma. / Astir og átök Aida gerist í skugga stríðsátaka Egypta og Eþíópíumanna. Egypska konungsdóttirin, Amneris, ann hinum unga stríðsmanni Rad- ames en óttast að hugur hans sé hjá eþíópísku ambáttinni Aidu. Uppgjörinu er þó skotið á frest er gyðjan Isis tilnefnir Radames sem hersljóra gegn her Eþíópiu. Aida ber ugg í bijósti vegna yfirvofandi bardaga því faðir hennar, Amonasro konungur, fer fyrir Eþíópíumönnum. Fari hann með sigur af hólmi þýðir það ósigur Radamesar, sem hún ann. Biður hún guðina að sjá aumur á angist hennar. Amneris leiðir A'ídu í gildru. Tilkynnir henni að Radames sé fallinn. Taka viðbrögð ambáttarinnar af öll tvímæli um tilfinningar hennar. Biður hún Amneris að miskunna sér meðan lýðurinn fagnar sigri Egypta í fjarska. Sigurvegarinn, Radames, er krýndur lár- viðarsveig og konungur heitir að veita hon- um hvers sem hann óskar. Fangarnir eru leiddir fram fyrir Radames, þeirra á meðal Amonasro, faðir Aidu. Radames biður kon- ung að sýna föngunum miskunn og hann fellst á að náða þá alla nema Amonasro. Hann færir Radamesi síðan gjöf - hönd dóttur sinn- ar. Amonasro uppgötvar hvern hug dóttir hans ber til Radamesar og knýr hana, í skjóli föðurlandsástar, til að spyija ástmann sinn hvaða leið egypski herinn muni fara til ár- ásar á her Eþíópíu svo sá síðamefndi geti veitt honum fyrirsát. Radames tjáir A'idu ást sína og ákveða þau að hlaupast á brott saman. Hrygg í hjarta ber hún þó upp spuminguna fyrir föður sinn og þegar Radames svarar sprettur Amonasro fram úr fylgsni sínu. Radames iðrast að hafa bmgðist föðurlandi sínu en Ai'da og Amon- asro reyna að hughreysta hann. I þeim svif- um birtist Amneris. Amonasro reynir að vega hana en Radames kemur í veg fyrir það. Feðginin forða sér á braut en Radames er tekinn höndum og leiddur fyrir dómstól. Grafinn lifandi Amneris heitir því að bjarga Radames úr prísundinni en hann hefur misst alla löngun til að lifa enda þess fullviss að Ai'da sé öll. Þegar hann fréttir að hún sé lífs, tekur hann gleði sína á ný - fagnar því að geta dáið til að bjarga henni. Hinn grimmi dómur er felldur: Radames skal grafinn lifandi i hvelfinguna undir altari guðsins sem hann hefur svívirt. Kominn í hvelfinguna syngur Radames um ást sína til Ai'du. Hann verður þá var við að hún hefur læðst inn til að geta dáið í örmum hans. Hann harmar val hennar en hún kveðst reiðubúin að hverfa til æðri heima. Elskend- umir sameinast en fyrir utan grafhvelfing- una krýpur Amneris á bæn og biður fyrir sál mannsins sem hún ann. * BMW 316 Compact er ótrúlega vel búinn bíll. Meðal staðalbúnaðar eru fullkomin Hi-Fi hljómtæki með geislaspilara og 10 hátölurum, M-sportpakki, leðursæti, ABS, 4 loftpúðar, ASC+T rásvöm og spólvörn (Automatic Stability Control + Traction) og margt margt fleira. Komdu og prófaðu þennan frábæra bíl! Grjótháls 1 sími 575 1210 Engum líkur BMW Compact kostar kr. 1.948.000. Enginn stenst honum snumng BMW 316 Compact J ***

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.