Morgunblaðið - 10.02.2000, Side 31

Morgunblaðið - 10.02.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 31 LISTIR Eitt verka Aðalheiðar. N iflungahringur- inn á myndbandi í Norræna húsinu RICHARD Wagner-félagið sýnir nú á fimmta starfsári sínu upp- færslu Metropolitan-óperunnar í New York á Niflungahringnum af myndbandi í Norræna húsinu. Laugardaginn 12. febrúar kl. 12 verður Sigurður Fáfnisbani sýnd- ur, en óperan er sú þriðja í röðinni af Hringóperunum fjórum. Sýningamar eru í samvinnu við Félag íslenskra fræða. Árni Bjömsson hefur umsjón með sýn- ingunum og gerir grein fýrir ís- lenskum bakgmnni Niflunga- hringsins og notkun Richards Wagner á íslensku heimildunum. Rannsóknir Árna á þessu viðfangsefni koma út á prenti í út- gáfu Máls og menn- ingar nú í vor. Er þetta einstakt tæki- færi fyrir f slendinga til að kynnast Nifl- ungahringnum út frá þessum sjónar- hóli, segir í tilkynn- ingu. Uppsetning Metr- opolitan-óperunnar er tiltölulega hefð- bundin, og verður þéssi sama upp- færsla á fjölunum þar ytra nú síðla vetrar og Richard Wagner mun þá Kristinn Sigmundsson fara með heimill. hlutverk Hundings í Valkyrjunum. Leik- stjóri er Otto Schenk, leikmyndahönnuður Gúnther Schneider- Siemssen og hljómsveit- arstjóri James Levine. Hlutverk Sigurðar Fáfnisbana er sungið af Siegfried Jemsalem. í öðmm stórum hlutverk- um em Hildegard Behrens, James Morris og Heinz Zednik. Sýnt verður á stóra veggtjaldinu í sal Nor- ræna hússins. Enskur skjátexti. Aðgangur er ókeypis og öllum Aðalheiður Eysteins- dóttir sýnir á Mokka AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir er gestur Mokka frá því á morg- un, 11. febrúar, til 11. mars næst- komandi. Aðalheiður lauk námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri 1993 og er með vinnustofu í Listagilinu á Akureyri þar sem hún hefur starfrækt Ljósmynda- kompuna undanfarin ár. Tólfta einkasýning listakonunnar Nýverið var henni úthlutað starfslaunum frá Akureyrarbæ til 6 mánaða. Sýningin á Mokka er 12. einka- sýning Aðalheiðar en hún hefur einnig tekið þátt 1 samsýningum hér heima og erlendis Opnunardaginn, 11. febrúar, mun Aðalheiður taka á móti gest- um á Mokka kl. 20. Hraungerðis- prestakall Menning- ardagskrá vegna 1000 ára kristni SÉRSTÖK menningardagskrá verður í Þjórsárveri nk. sunnu- dagskvöld kl. 21 og er hún til- einkuð 1000 ára kristni í land- inu á vegum sókna Hraun- gerðisprestakalls í Flóa. Kirkjukórar Hraungerðis-, Laugardæla- og Villingaholts- sókna, undir stjóm Sigfúsar Ól- afssonar, og kirkjukórar Eyr- arbakkaprestakalls, undir stjórn Hauks Gíslasonar, munu flytja tónlistardagskrá. Próf- astur Árnesprófastsdæmis, sr. Úlfar Guðmundsson, flytur ávarp og prófessor Ólafur Hall- dórsson heldur fyrirlestur um kristniboðsþættina í Ólafs sögu Tryggvasonar. Þá verður sung- ið með börnunum sem til sam- komunnar mæta. Undir lok samkomunnar munu kórarnir flytja saman tvö tónverk, en samkomunni lýkur með fjölda- söng að gömlum og góðum ís- lenskum sið. Menningardag- skránni stjórnar sr. Kristinn Á. Friðfinnsson, sóknarprestur Hraungerðisprestakalls. Menningardagskráin er framlag til hátíðahalda í tilefni 1000 ára kristni í landinu. Að- gangur er ókeypis. i i ■ V l . * ” ■•"■■ V.- V ...ss,: l.flokks Amerískt Blómkál 199.'* iomhvftlauksgeirum í lambaleggina og krvddið mpA » og pipar. KartöfKÆnar i|pS3£ ogtkiðOM" á Aar Borið fram með blómkáli salati og brauði. NÓATÚN NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • HÓLAGARÐI • HAMRAB0RG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. • ÞVERH0LTI 6, M0S. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 HEIMASÍÐA NÓATÚNS WWW.noatUn.ÍS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.