Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 32

Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ t l- VIÐSKIPTAHUGBUNAÐUR 1 Fjárhagsbókhald I Sölukerfi I Viðskiptamanna kerfi i Birgðakerfi I Tilboðskerfi I Verkefna- og pantanakerfi i Launakerfi I Tollakerfi Vaskhugiehf. Síðumúla 15-Sími 568-2680 ISICMIEeA E-# A * -vitamin V \S í N 'I -S5 Sindurvari sem verndar frumuhimnur líkamans. Fæst í næsta apóteki. O Omega Farma Autocad Byrjendanámskeið Vandað og hagnýtt námskeið í Autocad 36 stundir. Námskeiðið byrjar 17. febrúar. Nánari upplýsingar í síma 5515593 og á heimasíðu: www.tolst.com Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf. \ á Lagersala Jakkaföt Stakar buxur Skyrtur o.fl. i Morgunblaðið/Þorkell 0 Af margræðri skipan Önnu Líndal í Galleríi Sævars Karls. A mótum margra heima MYNDLIST Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 7 BLÖNDUÐ TÆKNI ANNA LÍNDAL Til 18. febrúar. Opið á verslunartíma. ANNA Líndal hefur löngum verið upptekin við að rannsaka lífíð og til- veruna með því að setja sig í hlutlæg- ar stellingar og reyna að skoða eigin upplifun frá rökvísum og óvilhöllum sjónarhóli. Það er ekki laust við að persónulegar athuganir Mary Kelly, svo sem rannsókn hennar á hugar- heimi sonar síns - og fram komu í Post Partum heimildum hennar - hafi vísað Önnu veg til listar sem er uppfull af krítískri spennu þótt það liggi ef til vill ekki í augum uppi sök- um smellinnar og fágaðrar fram- setningar hennar. í Galleríi Sævars Karls hefur hún komið fyrir nokkrum sjónvar- psskermum með ýmsum heimilisleg- um munum inni á milli, auk þess sem á austurvegginn er varpað stóru myndbandi sem nær yfir allan vegg- inn. Anna segist vera að nálgast vís- indin og rannsóknarhvötina með þessari skipan, en eitt af því sem hún segir heilla sig er margræðni verald- arinnar, allt eftir því frá hvaða sjón- arhorni hún er athuguð. Tækifæri til að fylgjast með rann- sóknum Jöklarannsóknafélagsins beindi athygli hennar að hugmynd- inni um hið stórbrotna - sublima - í náttúrunni. Bæði fyllumst við minni- máttarkennd frammi fyrir jafn stór- brotnu náttúrufyrirbæri og Vatna- jökli, en jafnframt margfaldast sú tilfinning að við - sem einstaklingar frammi fyrir slíkum ægifögrum og yfirþyrmandi máttarvöldum - séum að einhverju leyti útvaldir, í líkingu við þá sem náðarsamlegast er hleypt inn í helgidóm musterisins af því þeir eru traustsins verðir og munu ekki afhjúpa upplifunina með fleigri. Hafi það verið tilgangur Ónnu að velta lauflétt fyrir sér hugmynd Kants um hið sublima, eða mikil- fenglega, þá er tvennt sem birtist aukreitis við þær vangaveltur, og hleypir óvæntu fjöri í sýningu henn- ar. Vísindaleiðangurinn sem gerir henni kleift að halda á vit hins stór- brotna er nefnilega ekkert minna en táknmynd spiUingarinnar á uppUfun hins útvalda í helgidómnum náttúru- lega. Vísindamennirnir bora í jökul- hettuna, grafa ofan í hana, mæla og kanna, með það eitt að leiðarljósi að afhjúpa mikilfenglega leyndardóma hennar svo hún verði okkur viðráð- anlegri. Vísindamennimir eru hinir guðlausu sem ekki virða neinn átr- únað. Fyrir þeim er ekkert svo hei- lagt að ekki megi svipta það árunni. Hitt atriðið sem slær áhorfandann er samsafn þjóðlegra táknmynda sem hvarvetna skína út úr skipan Önnu. Unglingurinn sem stautar sig fram úr lokaköflum Njálu án þess að skilja beinlínis inntak þess sem lesið er - gæti verið oltinn út úr verki eftir Gary Hill - og krumminn uppstopp- aður milli sjónvarpsskjánna eru skjaldarmerki og verndarar hefðar- innar; tákn um það hvað okkur ís- lendingum finnst vera íslenskt. Aft- ur eru vísindin af öðrum meiði; öðru sauðahúsi; reiðubúin að spilla þeirri mynd sem við varðveitum í skugg- sjánni. Þannig er sýning Önnu Lín- dal einstaklega gjöful sökum þess hve hún er óvenjulega margvísandi. Halldór Björn Runólfsson Örlftið ljós í algjöru svartnætti KVIKMYJVDIR S am b íó i n BRINGING OUT THE DEAD ★ ★★ Leikstjórn: Martin Scorsese. Hand- rit: Paul Schrader eftir skáldsögu Joe Conelly. Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Patricia Arquette, Ving Rhames, John Goodman og Tom Sizemore. Paramount 1999. LEIKSTJÓRINN Martin Scor- sese var asmaveikur sem barn og hékk því inni og teiknaði myndir af lífinu í hverfinu sínu Litlu Ítalíu í New York sem hann sá út um gluggann. Sem afkomandi ítalskra kaþólikka ætlaði hann sér að verða prestur, en svo varð ekki. Öng- stræti stórborganna og almáttugur guð eru þó sjaldnast langt undan í kvikmyndum hans, og það á einnig við um Bringing Out the Dead. Handritið skrifar Paul Schrader en þeir Scorsese hafa áður starfað saman við myndirnar The Last Temptation of Christ, Raging Bull og Taxi Driver. Það sem sameinar þessar myndir er áköf persónu- stúdía sérstakra persóna; hvernig þær líta á sig sjálfar og tilganginn með tilvist sinni. Þær eiga í vand- ræðum með sig og þarfnast endur- lausnar. I Bringing Out the Dead leikur Nicolas Cage Frank, sjúkraliða sem keyrir sjúkrabíl í svörtustu af- kimum New York-borgar. Hans frelsun virðist felast í því að bjarga mannslífum, en það hefur ekki gerst í langan tíma, hann tekur það alltof nærri sér, er útkeyrður af starfinu og er farinn að sjá drauga þess fólks sem honum tókst ekki að bjarga. Þegar honum tekst síðan að bjarga lífi eldri manns vitjar hann hans daglega þar sem hann liggur í dái og kynnist þannig dóttur hans sem Patricia Arquette leikur. Að lokum tekst honum að bjarga hon- um á sinn hátt, og öðlast við það einhvern frið í hjarta sínu. Arquette og Cage eru mjög fín í hlutverkum sínum og leikstíllinn er í stíl við myndina sem er þung og myrk, enda eru persónur þeirra þannig. Þótt Frank sé aðalpersóna myndarinnar veit maður ekki hvað hann sér og hvað ekki, hver er draugur og hver lifandi, enda sér hann unglingsstúlkuna Rose, sem dó í örmum hans, alls staðar. Það eru leikararnir John Good- man, Tom Sizemore og Ving Rhames sem fara með hlutverk starfsfélaga Franks, og þær pers- ónur eru aðeins léttari og eðlilegri en þau skötuhjú og gefa örlitla glætu í annars algjört svartnættið. Samt verður að segjast að húmor- inn í kringum þá er allur frekar svartur. Rhames fer sérstaklega á kostum í hlutverki Marcusar og at- riðið með honum í neðanjarðarnæt- urklúbbnum er óborganlegt. Raunsæið í Bringing Out the Dead er hryllilegt og gerir áhorf- unina næstum óþolandi á köflum. Hægur ryþminn og sérstakt hand- ritið, sem virðist stefnulaust lengi framan af, taka líka á á köflum. En það er eins og efnið hafi tíma til að síast inn í mann, því þetta er mynd sem situr í manni lengi á eftir. Svartasta og þyngsta mynd Scor- sese til þessa, en sérlega mögnuð. Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.