Morgunblaðið - 10.02.2000, Side 37

Morgunblaðið - 10.02.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ________________________ UMRÆÐAN Orð í belg um kvótakerfi MARGT hefur verið skrifað um ágalla kvótakerfis íslendinga til stjórnar á fiskveið- um. Á þetta er nú minnt með fréttum af söluhagnaði sem einn kvótaeigendanna inn- leysti nýverið og mála- ferlum út af tilraun ein- staklings til að hnekkja sjálfu kerfinu. Um nauðsyn kvótakerfisins og um jákvæð áhrif þess á stjómun og hag- kvæmni veiðanna dett- ur mér ekki í hug að ef- ast. Á heildina litið hefur framkvæmd fisk- veiðistjórnunar með ákvörðun kvóta á tegundir og eftirliti með veiðum og nýtingu tekist vel, skapað óhemju verðmæti hvað svo sem líður deilum um ákvarðanir um heiidaraflamark á einstakar tegundir hverju sinni eða um getu okkar til að spá um afkomu fiskstofna í misjöfnu árferði á Is- landsmiðum. Ráðgjöf og stjómun á sjálfsagt eftir að batna enn með stöðugt aukinni þekkingu og vand- aðri vinnu fræðimanna okkar á því sviði. Ágallarnir era þeir að mikil verð- mæti úr sameign þjóðarinnar hafa verið færð fáum aðilum til varan- legrar eignar og ráðstöfunar án end- urgjalds. Einkarétturinn þeirra er síðan verðlagður í viðskiptum með þeim hætti að nýliðun í greininni virðist því nánast útilokuð því verð- lagning kvótans í sölu gerir í raun ekki ráð fyrir kostnaði við veiðar. Sjómaður eða útgerðarmaður sem gerir út á lénskvóta freistast til að fleygja fyrir borð öðram afla en þeim sem gefur honum tekjur til útgerðar umfram kvótaverðið það árið. Nýleg viðskipti Kaupþings og Þorsteins Vilhelmssonar benda til þess að nú- verandi verðlagning kvóta sé þrefalt hærri en eðlilegt er eins og Þórólfur Matthíasson benti á í grein sinn í Mbl. á laugardaginn var. En hvað er til ráða? Það sem skiptir máli er einkum þrennt: 1. Að viðhalda kvóta- kerfinu til fiskveiði- stjómunar og endur- bæta það. 2. Að tryggja réttlát- an arð til þjóðarinnar fyrir afnot af auðlind- inni. 3. Að koma á við- skiptum um kvóta á verði sem ákvarðast af eðlilegu markaðs- ástandi og opnar fram- takssömum nýliðum (þ.e. hverjum sem betur getur!) jafnræði á leið inn í atyinnuveginn. Ég leyfi mér að benda á hugsan- lega lausn sem virðist tiltölulega ein- föld, þótt sjálfsagt þurfi að útfæra hana í einstökum atriðum. Ég geri mér þó vel grein fyrir að hagsmunir sem tengdir era kvótaeign era orðn- ir býsna flóknir og því auðveldara að gefa ráð en þiggja! Lausnin byggist á vel þekktum reglum viðskiptalífs- ins. Aðferðin er þessi: • Heimilað sé og almennt skylt að afskrifa kvótaeign, eins og önnur fastaverðmæti, um tiltekna prós- entu, t.d. 20% á ári, og draga frá skattskyldum hagnaði. En í stað þess að venjulegar afskriftir era til að vega á móti þeim verðmætum sem eyðast við notkun - og hverfa aftur til náttúrannar eins og hag- fræðin gerir ráð fyrir - þá verði sam- svarandi 20% kvóta í tonnum talið skilað aftur til þjóðarinnar, hins lög- mæta eiganda auðlindarinnar, þar sem verðmætin eyðast ekki í þessu tilviki heldur endumýjast stöðugt (meðan maður og náttúra era í jafn- vægi). • Þessi 20% verði síðan árlega boðin upp á sameiginlegum markaði, - til Fiskveiðistjórnun Lykilatriði er að nægi- lega hátt hlutfall af kvóta ársins komi á op- inn uppboðsmarkað, segir Vilhjálmur Lúðvíksson, svo verðið lækki og endurspegli raunverulegt verðmæti aflans í atvinnuveginum. sömu fyrirtækja og annarra - að kaupa af þjóðinni til endurnýjunar þessara fastaíjármuna eins og ann- arra sem þarf til rekstrarins. Lykilatriði er að nægilega hátt hlutfall af kvóta ársins komi á opinn uppboðsmarkað svo verðið lækki og endurspegli raunveralegt verðmæti aflans í atvinnuveginum betur en nú er. Gott væri í upphafi að bæta aukn- um aflaheimildum ofan á kvótaskilin ef vel árar á næstunni hjá helstu fiskstofnum okkar eins og nú bendir tíl. Það gæti lækkað kvótaverðið fljótar. Andvirði aflaheimilda sem þannig verða seldar á uppboði er það gjald sem atvinnuvegurinn verður sjálfur tilbúinn, - án þess að stefna hag sínum í voða, - að greiða þjóð- inni fyrir afnot af auðlindinni. Rétt- læti og jafnræði yrði þar með full- nægt. Kvótalög yrðu í samræmi við stjómarskrá. Jafnframt getur þjóðin ákveðið án umtalsverðra erfiðleika fyrir útgerðina að lækka aflamarkið og setja ekki á markað allt það sem skilað var, ef árferði og afkoma fiski- stofnanna býður annað. Helstu vandamálin í þessu fyrir- komulagi era bókhaldslegs eðlis en sennilega auðvelt að leysa á tölvuöld. Vilhjálmur Lúðvíksson FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 37 Það lýtur að samræmi milli kvóta í tonnum og verðlagningu í bókhaldi fyrirtækja þannig að saman fari af- skriftir í krónum og kvótaskil í tonn- um. Þar sem kvóti yrði í upphafi mis- jafnlega skráður í efnahagsreikningi fyrirtækja yrði sjálfsagt að smíða al- mennar reglur um upphafsvirði kvótaeignar sem tækju mið af skrán- ingu kvóta á eigendurna í tonnum talið hjá Fisikistofu. Það lýtur einnig að því hvenær skuli afskrifað innan ársins miðað við kaupdag kvóta og hvaða verð skuli miðað við og um kvótaviðskipti milli fyrirtækja sem væntanlega yrðu leyfð áfram. Lík- lega eru nægar hliðstæður í afskriftareglum varðandi annað fastafé. Ég sé í fljótu bragði enga sérstaka þörf fyrir aðlögunartíma fyrirtækja að þessum reglum að því tilskildu að saman fari heimild til afskrifta og samsvarandi skil á kvóta til þjóðar- innar. Allt tal um að breyting í þessa átt ógni tilvera sjávarútvegs getur ekki lýst öðra en vantrú á að venju- legir viðskiptahættir og markaðsöfl virki í sjávarútvegi. Engin þörf verð- ur fyrir stjórnvaldsákvarðanir um skattlagningu eða verðlagningu eða önnur stjórnmálaleg afskipti en þau sem almennt gilda um viðskipti hér og annars staðar, að undanskildum þeim sem varða sjálfa stjórnun fisk- veiða og stærð leyfilegra kvóta og viðskipti með þá. Með þessu er að sjálfsögðu engin tilraun gerð til að ná aftur til þjóðar- innar þeim skyndigróða sem ein- staklingar kunna að hafa haft af kvótagjöfinni til þessa. Þeir bera enga sök á þeirri stjómmálalegu ákvörðun sem tekin var og hafa hagnýtt sér hana innan ramma laga og reglna. Við þá er ekkert að sak- ast. Skynsamlegt væri að veija tekjum þjóðarinnar af kvótaviðskiptum í endurhæfingu og uppbyggingu menntakerfisins og til eflingar rann- sóknum og nýsköpun í atvinnulífinu. Ljóst er að við munum ekki hafa at- vinnu í framtíðinni af sjávarútvegi og fiskvinnslu nema í mjög takmörk- uðum mæli. Því þurfum við einmitt nú að fjárfesta duglega í framtíðinni - þekkingarþjóðfélaginu sem taka mun við af iðnaðar- og fiskveiðaþjóð- félagi 20. aldarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Uéuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 sími 533 3634, gsm 897 3634 Allan sólarhringinn. Þú færð meira fyrir PENINGANA þína ? ? ? H§ Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi KATHARINE HAMNETT EYEWEAR LÍNBAIM Laugavegi 8 • 551 4800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.