Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 42

Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Að hafa áhyggjur Ámóta líklegt að sáttgeti orðið um einkaafnot þjóðar aflandsvæði og um að mér og afkomendunum dugi til lífs- viðurvœris að eilífu að afi eða langafi hafi stundað útgerð ígamla daga. Svo virðist sem margir hafi þann starfa helst- an að hafa áhyggjur af öðrum. Ekki hyggst ég gerast svo djarfur að lýsa yfir áhyggjum mínum af slíku fólki, eins og maðurinn um árið, en mér segir þó svo hugur að þetta atvinnu-áhyggjufólk sé full margt í veröldinni. Því miður er ástandið þannig sums staðar að óhjákvæmilegt er að hafa áhyggjur. Ekki ætla ég að loka augunum íyrir því, hjálpi mér hamingjan. Mér dettur í hug rússneska borgin Grosní og ís- Ienska heilbrigðiskerfið, svo dæmi séu tekin. Ég vildi satt að segja helst hvorki vera staddur í Grosní né á löngum biðlista eftir alvar- legri aðgerð hér uppi á íslandi. Lýðræði er ákaflega merkilegt fyrirbæri og það form sem vest- uinuADE rænir menn V ItltlUKf tejja núorðið flestir-held Skapta ég-aðhenti Hallgrímsson besttilþess að líf gangi . fyrir sig með sem skástu móti. í Orðabók Máls og menningar, sem Árni Böðvarsson ritstýrði og kom út í Reykjavík 1992, er orðið lýðræði skilgreint á þennan hátt: „Stjórnarfar þar sem almenning- ur getur með (leynilegum) kosn- ingum haft úrslitavald í stjórnar- farsefnum; réttur og aðstaða ein- staklinga og hópa til að láta í Ijós vilja sinn og hafa áhrif á öll sam- félagsleg málefni.“ Fólk kýs sem sagt menn eða flokka til að stjórna því sem al- mennt er talið að stjórna þurfi - og það má líka „láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á samfélagsleg málefni“ eins og til dæmis að J, mönnumverðimeinaðuraðgang- ur að fjölskylduveislum hafi þeir drýgt þann glæp að fara inn á nektardansstað (þó margir brosi eflaust í kampinn yfir hugmynd- inni). En það er svo skrýtið hve þeir sem veljast til forystu túlka lýðræðið með misjöfnum hætti. Gott dæmi um að lýðræði og lýð- ræði er ekki það sama er annars vegar ástandið í Grosní, áður- nefndri höfuðborg rússneska Kákasushéraðsins Tsjetsjníu, þar sem rússneskar hersveitir hafa beitt mikilli hörku við að kveða niður uppreisn skæruliða heima- manna og hins vegar stjórnar- myndun í Austurríki. Mér skilst að samkvæmt lýðræðismæli- kvörðum vestrænna stjórnmála- manna sé fýrrnefnda málið - þar sem mikill fjöldi fólks hefur verið drepinn - innanríkismál Rússa sem ekki sé nokkur ástæða til að skipta sér af, en kosningarnar í Austurríki og stjómarmyndun í framhaldi þeirra er hins vegar svo alvarlegt mál að sjálft Evrópu- sambandið hótar því að einangra landið og einhver lönd vilja ganga svo langt að kalla sendiherra sína heim. Allt vegna þess að þar kem- ur við sögu flokkur sem skil- greindur er sem öfga, til hægri. Ekki ætla ég að mæla bót stefnu flokksins - mér finnst sannarlega ekki fallegt að berjast hatramm- lega gegn innflytjendum eins og Haider í Austurríki, Le Pen í Frakklandi og fleiri hafa gert - en þetta er nú einu sinni hluti lýð- ræðisins. Menn mega hafa skoð- J.> anir og bera þær á borð. Flokkur Haiders myndaði ríkisstjóm í landinu eftir lýðræðislegar kosn- ingar. Því má ekki gleyma. Trúi menn á lýðræði verða þeir að muna að það virkar ekki bara stundum. Ekki bara þegar sum- um hentar. Tímarnir hafa breyst svo mikið síðan um miðja öldina að það get- ur ekki verið að neinn trúi því af sannfæringu að Haider og félagar gætu - þótt þeir vildu, sem ég get auðvitað ekkert sagt um frekar en aðrir - fetað í fótspor Hitlers og hans manna án þess að hægt væri að skerast í leikinn. Slíkt væri óhugsandi í upplýsingasamfélagi nútímans. Afskiptasemi stjómvalda, eins og forráðamanna Evrópusam- bandsins í umræddu tilviki, er fáránleg og nú hefur það sem bet- ur fer gerst að ýmsir hafa tekið af skarið, m. a. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra íslands og lýst því jrfir að Evrópusambandið hafi gengið of langt. „Leiðtogum ESB hefði að mati Halldórs verið nær að láta nægja að fordæma fyrri yfirlýsingar Haiders og skora á nýju ríkisstjórnina í Austurríki að gæta þess að mannréttindi og al- þjóðlegar skuldbindingar landsins séu hafðar í heiðri," sagði í frétt í Morgunblaðinu. Jafnaðarmenn hafa lengi verið við völd í Austurríki og þróunin varðandi málefni innflytjenda í stjórnartíð þeirra hefiir verið at- hyglisverð. Morgunblaðið sagði svo frá fyrir skemmstu: „1988 var fólk af erlendum upprana í Aust- urríki 350.000 talsins en nú 750.000 eða rúmlega 9% af átta milljónum íbúa. Margir komu eft- ir að jámtjaldið féll, t.d. frá Rúm- eníu og Júgóslavíu, og Bosníu- stríðið leiddi síðan nýja flóðbylgju yfir landið. Nú era innflytjenda- lögin í Austurríki orðin mjög ströng og meira en 90% umsókna um landvist er hafnað. Hafi um- sækjandi farið um annað frjálst land á leið sinni til Austurríkis er honum vísað frá undantekninga- laust.“ Svona var staðan áður en Haider og félagar komust til valda og því varla hægt að kenna þeim um þessa þróun. I umræddri grein hér í blaðinu sagði ennfrem- ur: „Nú fá um 8.000 manns land- vist í Austurríki árlega og þegar tekið er tillit til þess, að alltaf er nokkuð um, að innflytjendur hverfi aftur til síns heima eða eitt- hvað annað, þá stendur heildar- tala þeirra í stað eða fer jafnvel lækkandi.11 Þannig er stundum tekið til orða að heimurinn sé smáþorp, vegna samgangna og fjarskipta nútímans, og það má til sanns vegar færa. Þess vegna geta hug- myndir á borð við þær að ísland sé aðeins fyrir íslendinga, Frakk- land fyrir Frakka eða að Áustur- ríkismenn einir séu velkomnir í Austurríki, aldrei orðið lífseigar. Oghverjir era hvað, þegar grannt er skoðað? Það er ámóta snjallt að halda að hægt sé að úthluta einum hópi manna ákveðnum bletti jarð- arkringlunnar til einkadvalar og telja að sátt geti orðið um að það dygði mér og afkomendum mín- um til lífsviðurværis um ókomna framtíð að afi eða langafi hafi stundað útgerð í gamla daga. UMRÆÐAN Einkaleyfi á hags- munabaráttu? FYRIR skömmu birtust tvær greinar í Morgunblaðinu eftir formann Stúdentaráðs Háskóla íslands og Eirík Jónsson, stúd- entaráðsliða Röskvu. Þessar greinar voru svör við gagnrýni Þór- linds Kjartanssonar, formanns Vöku, og Unnar Brár Konráðs- dóttur, oddvita félags- ins, á gerð þjónustu- samnings Stúdentaráðs og Há- skóla Islands um rekstur Réttindaskrif- stofu Stúdentaráðs. Ég verð að játa að ég hef ekki sett mig fullkomlega inn í þau mál sem þar voru rædd. Ég hef því lítið um efni greinanna að segja enda býst ég við að báðir aðilar hafi komið sjónarmiðum sínum á framfæri á skýrari hátt en ég gæti mínum. Hins vegar vöktu nokkur atriði athygli mína í grein Eiríks. Fyrir það fyrsta finnst mér nokk- uð sjálfumglatt að hann nefni grein sína: Rétt skal vera rétt! Sannleik- ur höfundar er greinilega svo réttur að ekki dugði minna en upphrópun- armerki. Slíkar fyrirsagnir valda því að viðvöranarbjöllur fara að hringja í hausnum á mér. Til hvers að taka það fram að það sem maður er að skrifa sé rétt? Hefði ella verið rökrétt að álykta sem svo að greinin væri alls ekki rétt - heldur röng? I grein sinni fer Eiríkur lið fyrir lið í gegnum ágreiningsefni fylkinganna og færir sínar röksemdir fyrir því hvemig „hans rétt“ sé réttara en „þeirra rétt.“ Það er svo sem gott og gilt og engin ástæða til að agnúast út í málefnalega um- ræðu af þeim toga. Það sem mér fannst hins vegar dapurlegra var að lesa hvernig Eirík- ur gerir lítið úr um- ræðunni og gefur í skyn að honum og Röskvu beri skylda til þess að ákveða hvaða mál séu þess verð að Magnús um þau sé rætt. Það er Júnsson nokkuð stórt vald til að taka sér. Hvenær ætli beri að taka LIN út úr umræðunni - eða framþróun kennsluhátta við Háskólann - eða húsnæðismálin? Sennilega þegar „dýrmætum tíma Stúdentaráðs" verður betur varið í annað að mati Eiríks. Umvandanir Eiríks era nefnilega á þann veg að „of mikið af dýrmæt- um tíma Stúdentaráðs hafi farið í innra rifrildi milli fylkinganna“ og að það hafi „helgast af reglubundn- um áróðursherferðum minnihlut- ans“. Þannig virðist hann reyna að gefa í skyn að þeir, sem hafa valið að fórna tíma sínum í hagsmuna- baráttu stúdenta undir merkjum Vöku, séu bara alls ekki að vinna að neinum hagsmunamálum heldur bara að trufla hina við reglubundin störf sín. Ég vona að þetta sé ekki almennt viðhorf hjá Röskvu. Það þykir mér mikill valdhroki að ætla sem svo að andstæðingurinn hljóti að stunda niðurrifsstarfsemi bara vegna þess að hann er ekki sam- mála. Eiríkur lýkur grein sinni með því að harma það að deilt sé um hluti sem honum finnst ekki skipta máli á síðum Morgunblaðsins. Þá grætur hann það blek sem í svar hans fór. Þótt Röskva hafi nú setið lengi í meirihluta Stúdentaráðs hefur fél- agið ekki enn öðlast einkarétt á því að skilgreina hvað sé hagsmunabar- átta og hvað séu innantóm slagorð. Þegar menn era orðnir of þreyttir til þess að takast á um eðli og stöðu Stúdentaráð Þetta er e.t.v. merki þess, segir Magnús Jónsson, að uppstokkun sé orðin nauðsynleg í Stúdentaráði Háskóla Islands. félagsins sem þeir starfa fyrir er greinilega kominn tími til að aðrir fái tækifæri til að taka til hendinni. Sú yfirþyrmandi vandlæting sem felst í fyrirsögninni: Rétt skal vera rétt - með upphrópunarmerki, er í mínum huga merki þess að höfund- ur sé ekki eins viss í sinni sök og hann helst vildi vera. Þetta er ef til vill merki þess að uppstokkun sé orðin nauðsynleg í Stúdentaráði Háskóla íslands. Höfundur er nemi í HÍ. Mannauður VIÐ Tækniskóla ís- lands er starfrækt deild sem hefur ákveðna sérstöðu í ís- lensku menntakerfi að því leyti að þar fer fram undirbúningsnám á framhaldsskólastigi í skóla sem annars er háskóli. Framgi'eina- deild, eins og deildin heitir, er tveggja ára undirbúningsnám fyrir nám á háskólastigi. Þar stundar nám hópur vaskra einstaklinga undir handleiðslu ein- vala liðs kennara. Flestir hafa þeir það að markmiði að fá sem besta undirbún- ingsmenntun fyrir áframhaldandi nám á sem skemmstum tíma. Því er það ekki bara með hagsmuni þess- ara einstaklinga í huga sem efla ber þessa deild heldur í raun þjóðarinn- ar allrar því „mennt er máttur" og þjóð sem lætur sig framtíðina varða veit að framtíðarauðlindin er hugvit- ið. Þó svo að upphaflega hafi fram- greinadeildin verið stofnuð til að gera iðnaðarmönnum kleift að afla sér nauðsynlegrar undirbúnings- menntunar fyrir tæknifræðinám hefur í gegnum árin komið í ljós að hún hentar einnig öðram. Fólk sem af einhverjum ástæðum fetaði ekki hinn „hefðbundna“ menntaveg, þ.e.a.s. tók ekki stúdentspróf, fær hér annað tækifæri á að mennta sig. Heyrst hafa þær skoðanir að deild sem þessi sé algerlega óþörf í menntakerfinu því hægt sé að stunda sama nám í framhaldsskól- unum hvort sem er í dagskóla eða öldungadeild. Það eitt að meðalaldur nemenda í deildinni er 27 og 'A ár sýnir okkur að hér er ekki um dæmi- gerðan framhaldsskóla að ræða. Flestir nemendanna hafa víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, margir era búnir að stofna fjölskyldu og hafa fyrir öðram að sjá o.s.frv. Því er hér um töluvert annan þankagang að ræða heldur en hjá hinum „dæmigerða“ fram- haldsskólanema. Annað er að frum- greinadeild lýkur fólk á tveimur áram í stað þess að ljúka stúdent- sprófi á kannski 4-8 ár- um í öldungadeild, auk þess sem margir þeir áfangar sem kenndir era á 3. og 4. önn í framgreinadeild era alls ekki í boði í öld- ungadeildunum. Annað sem virðist fara fyrir brjóstið á sumum er að nám í frumgreinadeild er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og vilja þeir hinir sömu meina að hér sé um ósanngirni að ræða gagnvart öðrum er stunda nám á framhaldsskólastigi. Eins og áður sagði er hér um tvo ólíka hluti að ræða. Hvaða mögu- leika á t.d. einstaklingur á fertugs- aldri sem hefur fyrir fjölskyldu að sjá að fjármagna svona nám ef hann ætti ekki kost á láni frá LÍN? Ef við- komandi hefur metnað og getu til að ljúka þessu námi á svo skömmum tíma á að sjálfsögðu að gefa honum kost á láni. Ef ekki, eigum við á hættu að hæft fólk sem hefur áhuga á að læra meira veigri sér við því að stíga það kjarkmikla skref sem það er að byrja aftur í skóla eftir þó- nokkurt hlé. Nú á dögum er mikið talað um mannauð og mikilvægi þess fyrir fyrirtæki að fjárfesta í hugviti frem- ur en bara tólum og tækjum. Sumar þjóðir virðast hafa gert sér grein fyrir þessu fyrr en aðrar og hrein- lega blómstra efnahagslega þó svo að náttúraauðlindir séu takmarkað- ar. Við íslendingar megum ekki láta þröngsýni afturhaldssamra ein- staklinga ráða þegar kemur að skólamálum og það er löngu tíma- bært að ráðamenn þjóðarinnar geri Menntun Við megum ekki láta þröngsýni afturhalds- samra einstaklinga ráða, segir Halldór S. Kristjánsson, þegar kemur að skólamálum. sér grein fyrir því að útgjöld til menntamála era ekki bara útgjöld heldur einnig fjárfesting. Fjárfest- ing í framtíðinni. Frumgreinadeild Tækniskóla íslands verður að vera til fyrir þá sem hafa getu og metnað til að læra mikið á stuttum tíma, fyr- ir þá sem óar við tilhugsuninni um að eyða 4-8 áram í kvöldskóla og eiga þá eftir háskólanám. Hvernig væri nú, góðir landar, að fara að koma sér út úr þeim andlegu torfkofum sem við höfum búið allt of lengi í? Er ekki líka tími til kominn að stjórnmála- menn fari að hugsa lengra en eitt til tvö kjörtímabil fram í tímann? Þessu og mörgu öðra þurfum við að velta fyrir okkur, en þó ekki of lengi. Ekki viljum við dragast afturúr í samfél- agi þjóðanna - eða hvað? Höfundur cr n emi i TÍ. Jersey-, krep- og flónels- rúmfatasett Póstsendum Skólavörðustíg 21a, Rcykjavík, sími 551 4050. HalldórS. Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.