Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 51 —.......... grænmeti, sem þau gerðu einkum fyrstu ár sín þar. Nokkur galli var á búsetu þarna að staðurinn vai- á þeim tíma fyrir utan aðalbyggðina og því ekki inni á leiðakortum stræt- isvagna. En nafni minn átti bifreið um þær mundir og fundu þau því minna fyrir einangruninni en ella. Þegar fjölgaði í fjölskyldunni leysti Torfi húsnæðismálin með því að stækka íbúðina sem hann gerði í nokkrum áföngum. Það er hóflega til orða tekið að segja hann hafa verið lagtækan. Betur ætti við að telja hann dverghagan og kemur mér þá í hug fagurlega útskorinn lampi sem hann gaf mér eitt sinn og lýst hefur mér árum saman. En fyrir skömmu fól ég Ingibjörgu Söru dóttur hans þann grip til varðveislu. Það var allt- af ánægjulegt að heimsækja þau Torfa og Rúnu. Hún var mikil geð- prýðiskona og haggaðist aldrei í ölduróti lífsins. Torfi var ekki talinn félagslyndur maður og sumum fannst hann dulur og einþykkur, en í góðra vina hópi var hann jafnan kát- ur og hrókur alls fagnaðar. Hann var söngvinn og hafði bjarta og háa ten- órrödd. Stálminnugur var hann og kunni ókjörin öll af vísum og kvæðum og hafði fornyrði og málshætti á hrað- bergi sem hann skemmti gestum sín- um með af mikilli list á góðri stund. Það fór ekki hjá því að lífsbaráttan væri hörð hjá þeim hjónum. Bæði voru þau heilsutæp, einkum Rúna sem þurfti stundum að dvelja á hæli sér til hressingar. En aldrei var kvartað eða fárast út af óblíðum kjörum. Þótt Torfi væri góðum gáf- um gæddur fór hann á mis við skóla- göngu og varð að sætta sig við lág- launastörf eins og bensínafgreiðslu sem hann stundaði lengi. Um síðir fékk hann þó góða vinnu í póstdeild Búnaðarbankans og var hann deild- arstjóri þar síðustu ár starfsævi sinnar. Úrðum við þá samverka- menn um sjö ára skeið því að ég fékk vinnu á póstdeildinni hjá honum eftir að við hjónin fluttum frá Finnbogast- öðum til Reykjavíkur. Man ég að nafna mínum fórst vel að kynna mér starfið og setja mig inn í það. Hrós- aði ég happi að vera kominn á góðan vinnustað, því að eftirsóknarverð störf í höfuðborginni lágu ekki á lausu fyrir eldri menn utan af lands- byggðinni á þeim tíma. Torfi var góður heimilisfaðir og mjög stoltur af dætrum sínum. Bestu eðliskosti þeirra leitaðist hann við að rekja til Sigrúnar konu sinnar, sem hann unni mikið. Það varð hon- um því verulegt áfall þegar hún veiktist og dó vorið 1978 eða fljótlega eftir að þau voru fiutt í vistlegt hús- næði sem þau keyptu á Grensásvegi 52. Leitaði Torfi sér þá hugbótar í heimi bókanna og sökkti sér niður í ættfræði. Aflaði hann sér nauðsyn- legra heimilda á Þjóðskjalasafni en sjálfur átti hann töluvert safn góðra bóka. Liggja eftir Torfa mikil óprentuð rit um ættir foreldra hans og tengdaforeldra. Tvær dætur Torfa búa í Kanada með fjölskyldum sínum, þær Inga Sara og Rún. Sú fyrrnefnda hefur lengi unnið við leir- brennslu og stundar listmunagerð í Winnipeg. Hélt Torfi jafnan mjög góðu sambandi við þær báðar og heimsótti þær einu sinni. En í ein- veru sinni átti hann ávallt athvarf hjá elstu dótturinni, Ragnheiði, og Sig- urði Finnssyni tengdasyni sínum sem búavið Skólavörðustíg í Reykja- vík. Þau fylgdust nákvæmlega með líðan hans og gerðu honum kleift að búa svo lengi sem raun varð á á heimili sínu á Grensásvegi 52. Þau buðu Torfa til sín sl. aðfangadag. Meðan dóttirin eldaði hátíðamatinn bað hann tengdasoninn að keyra sig suður í kirkjugarð að leiði Sigrúnar konu sinnar. Það var hans hinsta ósk og hún var fúslega uppfyllt. Þegar þeir komu til baka var Torfi orðinn mikið veikur og var þá fluttur á Borgarspítalann. Þaðan átti hann ekki afturkvæmt. - Ég kveð þig nafni minn og vinur með öruggri vissu um endurfundi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. - Dætr- unum og aðstandendum öllum send- um við hjónin og Heydalsársystkinin innilegar samúðarkveðjur. Torfi Guðbrandsson frá Heydalsá. + Arnþrúður Bergsdóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1948. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Bergur Jónsson, rennismiður í Reykjavík, f. 24. maí 1924, og Erla Eyj- ólfsdóttir, húsmóðir, f. 6. ágúst 1929. Systkini Arnþrúðar eru: (a) Jón, tvíbura- bróðir hennar, lyfja- fræðingur í Kópavogi, f. 18. sept- ember 1948, (b) Björn, vélstjóri á fsafirði, f. 26. janúar 1951, (c) Krisljana, kennari og uppeldis- fræðingur á Seltjarnarnesi, f. 20. september 1952, (d) Elín, húsmóðir í Reykjavík, f. 7. mars 1955, (e) Arndís, fé- lags- og íjölmiðla- fræðingur í Kópa- vogi, f. 5. janúar 1968. Hinn 18. október 1970 giftist Amþrúð- ur Friðrik Jónssyni, lækni, f. 10. janúar 1947. Foreldrar hans eru Jón Friðriksson, bifreiðarsljóri, fædd- ur 2. janúar 1918 og Þorgerður Jónsdótt- ir, húsmóðir, f. 14. ágúst 1920. Böra þeirra Amþrúðar og Friðriks eru: (1) Erla, viðskipta- fræðingur í Reylqavík, f. 1. des- ember árið 1968. Eiginmaður hennar er. Sigþór U. Hallfreðs- son, tæknifræðingur. Sonur þeirra er Friðrik Örn, f. 30. ágúst 1996. (2) Gerða, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík, f. 18. nóvem- ber 1972. Sambýlismaður hennar er Sindri Freysson, rithöfundur. (3) Arna, nemi í Danmörku, f. 4. maí 1976. Sambýlismaður hennar er Hjálmar Öra Guðmarsson, byggingafræðingur. (4) Jón Örn, nemi í Reykjavík, f. 17. ágúst 1981. (5) Drífa, nemi í Reykjavík, f. 19. maí 1984. Arnþrúður ólst upp í Reykja- vík. Eftir að hafa lokið gagnfræð- inámi frá Lindargötuskóla innrit- aðist hún i Hjúkrunarskóla íslands og útskrifaðist þaðan 1970. Hún starfaði á barnadeild Landakotsspitala 1970 til 1977 og eftir það á St. Fransiskusspítal- anum í Stykkishólmi og heilsu- gæslustöðinni í Stykkishólmi, til ársjns 1984. Útför Araþrúðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. ARNÞRUÐUR BERGSDÓTTIR „Nú er Adda amma ekki lengur lasin, nú er hún bara svona dáin,“ mælti þriggja og hálfs árs dótturson- urinn þegar hann leit ömmu sína látna, friðsæla og lausa við þjáningu og kvöl. Hvemig börn skynja dauð- ann er ekki gott að skilja fyrir þá sem eldri eru, þau eru svo hrein og bein í framgöngu að við megum hafa okkur öll við að fylgja þeim eftir. „Nú er Öddu ömmu ekki lengur illt, nú er hún farin til englanna,“ sagði hann og varð síðan upptekinn við að teikna mynd fyrir ömmu sína, til að taka með sér til englanna. Barátta Öddu ömmu var jafngöm- ul drengnum, á sama tíma og fréttin barst fjölskyldunni um að fyrsta bamabamið væri í vændum tók að bera á veikindum hennar. Saga drengsins, björt og gefandi, er því samofin miskunnarlausri og óvæg- inni baráttu Öddu ömmu. Þeir sem þekktu Öddu vita að af öllum mönn- um fannst henni börn vera skemmti- legust. Þegar Adda amma þurfti mest á birtu og Ijósi að halda kom litli drengurinn, ljósið hennar ömmu sinnar, í heiminn með nýja von. Von og vilja sem glæddist með tilhlökk- uninni eftir næsta bamabarni, sem væntanlegt er í heiminn innan nokk- urra daga. Saklaust bamshjartað kveður á sinn látlausa hátt: „Bless Adda amma.“ Við hin undmmst baráttu- þrekið og óbilandi viljann sem fleytti henni svo langt og kveðjum með virð- ingu baráttukonu sem aldrei gafst UPP- Friðrik Öra og Sigþór. Lífs þíns Guði lofgjörð sé fyrir lífsstund þína, móðir. Þín dagleg bæn var dýrri fé. Þitt dæmi betra en sjóðir. Vér vitum, að ei góss né gull en gæska Drottins náðarfull er það sem blessar þjóðir. (Matthías Joch.) Arnþrúður Bergsdóttir er látin. Eiginkona, amma og móðir sem barðist af afli við illvigan sjúkdóm sem að endingu lagði hana að velli. Það var uppgangstími þegar Adda og Friðrik settust að í Hólminum með dætur sínar þrjár, Erlu, Gerðu og Örnu. Til bæjarins sem þá var enn hreppur, sótti margt ungt, vel menntað og kraftmikið fólk. Adda og Friðrik voru þar á meðal og tóku bæði til starfa við heilsugæslustöð- ina. Hann sem læknir en hún sem hjúkrunarfræðingur. Adda var fremur lágvaxin kona og grönn. Hún gerði stundum grín að því hvað hún var stutt þegar hún var að mæla skólakrakka sem hafði togn- að mikið úr og sagði þá „að nú þyrfti hún barasta að stíga upp á stól til að sjá hvað þeir væru orðnir stórir! og svo tyllti hún sér aðeins á tær. Adda fór erinda sinna um bæinn gangandi enda fljót á sér og kvik í hreyfingum. Hún var opinská og hreinskiptin og lá ekki á skoðunum sínum. Adda var áhugasamur hjúkrunarfræðingur og fylgdist vel með nýjungum í fræða- grein sinni. Heima fyrir hafði hún nóg að sýsla enda með ungar dætur og ekki minnkaði heimilishaldið því í Hólm- inum bættust Jón Öm og Drífa í systkinahópinn. Fljótlega eftir að fjölskyldan flutti vestur, tókst vin- átta með okkur_ Erlu, elstu dóttur þeirra Friðriks. Ég varð fljótt heima- gangur á Víkui'götu 1 þar sem fjöl- skyldan bjó. Læknisbústaðurinn er lítið hús fyrir stóra fjölskyldu, það reyndi því mikið á skipulagshæfi- leika hjónanna að koma öllu hagan- lega fyrir. Mér varð fljótt ljóst eftir að ég fór að venja komur mínar til Erlu, að Adda rak heimili sitt af myndarskap og röggsemi. Þar giltu reglur sem okkur bar að fara eftir, enda var það nauðsyn fyrir útivinn- andi konu. Adda var einstaklega myndarleg húsmóðir. Það lék allt í höndunum á henni og hún var bæði vandvirk og smekkleg. Sá siður var við lýði í Hólminum að halda upp á öskudaginn með viðeig- andi sprelli. Öll böm bæjarins söfn- uðust saman við skólann um morg- uninn og þaðan var gengið í skrúðgöngu um bæinn til að sníkja sælgæti. Síðdegis var iðulega haldið mikið giímuball í Félagsheimilinu, þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir glæsilegustu grímubúningana. Bömin á Víkurgötu 1 sópuðu iðulega til sín verðlaunum, því listakonan Adda hafði setið við saumavélina í kjallaranum og galdrað fram með efnum sínum og tvinna, ævintýraver- ur sem í hugum okkar barnanna höfðu fram að því, einungis verið til í bókum. Adda var afar barngóð og um- hyggjusöm móðir. Hún var börnum sínum góð fyrirmynd enda vinnu- og reglusöm. Hún hafði metnað fyrir þeima hönd og hvatti þau áfram bæði í námi og leik. Þau stóðu framarlega í keppnisíþróttum í Stykkishólmi og vann Adda óeigingjarnt starf fyrir ungmennafélagið Snæfell. Hún var viljug að ferðast með íþróttakrökk- um á milli landshluta til að fara á íþróttamót. Þá skipti miklu að halda vel utan um keppnishópinn er álagið var mikið. í þessu naut Adda sín vel, var hvetjandi og ákveðin en jafn- framt ráðagóð og hjartahlý. Adda lætur eftir sig fimm mannvænleg börn. Hún ól þau upp til að verða sjálfstæð, gagnrýnin og sjálfbjarga og það eru þau svo sannarlega. Þetta eru mannkostir sem ómetanlegt er að hafa í farangrinum þegar lagt er af stað út í lífið. Ég votta foreldrum, eiginmanni, bömum og öðrum ást- vinum Arnþrúðar Bergsdóttur djúpa samúð og bið góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Elínborg Sturludúttir. Nú við leiðarlok, Adda mín, koma upp í huga minn margar góðar minn- ingar allt frá því að við kynntumst fyrst þá báðar níu ára gamlar og vor- um að alast upp á Bergstaðastræt- inu. Öll okkar æskuár vorum við skólasystur og miklar vinkonur, pössuðum báðar börn nágranna okk- ar og yngri systkin og brölluðum margt saman. Á unglingsárunum voru ekki til flottari dömur, að okkur fannst, en við þegar við tipluðum saman út Berstó á leið á ball í Búð- inni. Þrátt fyrir að leiðir í skólagöngu hafi legið í sitthvora áttina vorum við alltaf í góðu sambandi við hvor aðra og ekki minnkaði það þegar við byrj- uðum báðar að búa fljótlega eftir skólagöngu í Breiðholtinu. Við tók uppeldi á eigin bömum og hið al- menna brauðstrit hjá okkur eins og flestu öðru fólki. Þegar þú fluttist til Stykkishólms þótti mér það vera svolítið langt en alltaf vorum við í nánu sambandi hvor viðaðra bæði með heimsóknum og svo var alltaf sem betur fer mjög stutt í símann. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni hjá minni fjölskyldu þegar ákveðið var að fara í heimsókn til þín í Hólm- inn því að samveran með þér og allri þinni fjölskyldu hefur alltaf verið okkur til mikillar ánægju og gleði. Það sem gerði þessar ferðir okkar til þín svona kærar var hvað bömin okkar, eiginmenn og náttúmlega við sjálfar gátum masað og talað um allt og ekkert og var okkur ekkert óvið- komandi í þeim málum. Sem betur fer vomm við ekki alltaf sammála en það kryddaði umræðuna og aldrei var neitt sagt í öll þessi ár sem olli leiðindum hvorki um annað fólk né málefni. Vera þín í Hólminum sem átti í upphafi að vera svona kannski tvö ár varð að 20 ámm en þegar þú sagðir mér að þið værað að hugsa um að flytja aftur í bæinn varð ég mjög glöð því þá vissi ég að við myndum öragg- lega hittast miklu oftar og ég geta verið meira með þér. Því miður varð sú samvera á allt öðram forsendum en við báðar höfðum vonað en eigi að síður höfum við átt margar frábærar stundir saman í henni Reykjavík eft- ir að þú fluttir þangað aftur. Þá var ferðin sem við fóram í fyrra til Akur- eyrar alveg sérstök og þegar við vin- konumar tipluðum út úr flugstöðinni á Akureyri vora ekki til flottari döm- ur að okkur fannst. Það var eins og forðum, við voram orðnar ungar í annað sinn og þegar þú sagðir í þess- ari ferð að lífið væri dásamlegt þrátt fyrir veikindi þín þá gleymdum við þeim sem betur fer báðar og skemmtum okkur konunglega. Kæra vinkona, nú þegar þrautum þínum er lokið langar mig til þess að þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman í gegnum tíðina og ég bið góðan guð að gefa eigimanni þínum, börnum, barnabarni, foreldrum og systkinum styrk í þeirra sorg. Þegar ég hugsa um þig núna, elsku Adda mín, finnst mér þessi sálmur eiga vel við. Drottinn er minn hirðir, migmunekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðirmigaðvötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hannhressirsálmína, leiðirmigumréttavegu fyrirsakirnafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, þvíþúerthjámér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þúbýrmérborð frammifyrirfjendum mínum, þúsmyrðhöfuðmittmeð olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér um alla ævidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Jónas og Katrín Björg þakka fyrir samfylgdina. Þín vinkona, Björg Marísdúttir. Kynni okkar hófust 4. febrúar 1967 er við hófum nám við Hjúkran- arskóla íslands. Þar mættu 52 stúlk- ur sem vora ákveðnar í að gera hjúkran að ævistarfi sínu og var Adda ein af þeim. Adda var þá fyrir löngu búin að ákveða hvað hún vildi verða. Við sem vorum ekki í heima- vist héldum hópinn og eyddum fri- mínútum saman. Oft komu hannyrð- ir upp úr pokum meðan spjallað var og þar var Adda fremst í flokki enda listamaður í höndunum og hafa margir notið góðs af því. Þessi hópur breyttist í saumaklúbb sem nú er orðinn yfir 30 ára gamall. Við eigum eftir að sakna Öddu sárt sem mætti með ferskleika og sinn dillandi hlát- ur. Hún hristi oft vel upp í okkur þv\ hún hafði ákveðnar skoðanir og sýnai okkur oft aðrar hliðar á málum. Þegar við byrjuðum í hjúkrun var Adda ekki aðeins búin að velja ævi- starf heldur líka lífsföranaut, hann Friðrik. Við horfðum á þau leiðast út í lífið þetta fyrsta vor kynna okkar. Þau eignuðust fimm yndisleg börn sem hafa gefið þeim mikið til að lifa fyrir. Adda vann nokkur ár á Landa- koti eftir útskrift. Eftir að þau Friðr- ik fluttu vestur í Stykkishólm rak ýmislegt annað á fjörar Öddu en hjúkran. Fyrir utan heimilisstörf ng,, barnauppeldi má nefna helsta áhugæ mál fjölskyldunnar eyjamar og ny- tjar þeirra. Eitt vorið tókum við okk- ur upp saumaklúbburinn og heimsóttum þau hjónin í Hólminn. Þessi helgi verður alltaf ógleyman- leg, siglingin, holusteikin og kavíar- inn, það var tekið á móti okkur eins og fyrirfólki. Lífskraftur og lífsvilji Öddu var mikill. Það var lífsreynsla fyrir okkur að fylgjast með elju hennar og bar- áttu fyrir lífinu og lönguninni til að sigrast á illvígum sjúkdómi. Hún varð að lokum að láta undan og er það von okkar að henni líði vel núna og hafi fundið frið. Eiginmanni hennar, börnunum Erlu, Gerðu, Örnu, Jóni Erni, Dríl^' tengdasonum, bamabarni og öðrum ástvinum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Elsku Adda, við þökkum þér sam- fylgdina, hún hefur verið okkur mjög ánægjuleg. Saumaklúbburinn. Skilafrest- ur minn- ingar- greina 1 EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fostudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir*l að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.