Morgunblaðið - 10.02.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 53
Hanna sig um set til Harvard og í
septemberlok eignuðust þau sinn
annan son, Þórodd. Það var ætlunin
að skreppa i heimsókn í vor til að sjá
bæði nýjasta meðliminn í fjölskyld-
unni og Freystein. Það er svo erfitt
að hugsa til þess að Freysteinn verð-
ur ekki til staðar með breiða brosið
sitt.
Við fullorðna fólkið eigum nógu
erfitt með að skilja hvernig Guð get-
ur hrifið á brott úr örmum foreldra
sinna litlu börnin, en erfiðara verður
verkefnið að útskýra fyrir Þóroddi
litla að stóri bróðir hans sé núna hjá
Guði og eigi eftir að passa hann og
fylgjast með honum úr fjarlægð þeg-
ar hann vex úr grasi. Freysteinn á
alla tíð eftir að lifa í huga okkar sem
urðum þess aðnjótandi að kynnast
honum þennan stutta tíma sem hann
var á meðal okkar.
Elsku Haraldur, Hanna og Þór-
oddur, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð á þessum erfiða tíma í
lífi ykkar. Það er okkar einlæga von
að þið finnið styrk hvert í öðru til að
takast á við þessa miklu sorg.
Þröstur Grétarsson,
Guðlaug I. Einarsdóttir
og dætur.
Það var í nóvember sem við sáum
Freystein litla í síðasta skipti.
Hann var þá sem endranær kröft-
ugur, glaðlegur og áhugasamur lítill
maður.
Við höfum fylgst með Freysteini
vaxa og dafna frá því hann var ný-
fæddur lítill snáði í íþöku og hann
heillaði okkur frá fyrstu stundu.
Það var okkur mikið áfall að frétta
af láti hans. Elsku Haraldur, Hanna,
Þóroddur og aðrir ástvinir, við send-
um ykkur okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Guð gefi ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(HIH.)
Kristjana, Birgir og Valgerður.
í Landnámabók segir frá land-
námsmanninum Freysteini hinum
fagra. Hann Freysteinn litli Har-
aldsson bar nafn þessa landnáms-
manns. Líkt og landnámsmennirnir
var hann víðförull og hafði oftar en
einu sinni á stuttri ævi ferðast á milli
heimsálfa.
Freysteinn var kátur og fjörugur
strákur. Hann hafði stríðnisblik í
augunum og hafði gaman af alls kyns
ólátum og prakkaraskap. Sérstak-
lega þótti honum gaman að ná taki á
þykkum hárlokkum á síðhærðum
stelpum. Þá hélt hann fast og vildi
ekki sleppa. Hann var líka firna-
sterkur og ákveðinn. Það urðu fáar
torfærur á vegi hans sem honum
tókst ekki að sigra. Hann var t.d.
góður með sig þegar hann stóð uppi
á borði og studdi sig við valtan
lampa, jafnvel þótt hann væri eigin-
lega í sjálfheldu og kæmist hvorki
aftur á bak né áfram. Útivera átti vel
við hann og hann undi löngum stund-
um á róló og vildi ekki fara heim þeg-
ar hann var sóttur. En Freysteinn
var ekki bara kraftmikill fjörkálfur.
Hann var líka svo undurblíður og
góður lítill strákur sem hjúfraði sig í
hálsakot á mömmu sinni.
í september á síðasta ári urðu um-
skipti í lífi Freysteins. Þá fékk hann
virðingartitilinn stóri bróðir. Honum
fannst þetta litla bam mikið furðu-
verk. Af því hann var svo athugull
tók hann fljótt eftir því að ef það
heyrðist hljóð úr vöggunni kom
mamma alltaf og tók barnið upp.
Ekki leið á löngu áður en Freysteinn
fór að sækja mömmu sína þegar
heyrðist í barninu og leiða hana að
vöggunni.
Freysteinn Haraldsson hefur nú
numið land á slóðum sem okkur eru
ókunnar. Kæru vinir, Hanna, Har-
aldur og Þóroddur. Við skulum ætíð
leyfa minningunni um Freystein litla
að lifa og rækta hana 1 Freysteins-
lundi. Við sendum ykkur og ykkar
samheldnu fjölskyldum okkar hlýj-
ustu hugsanir.
Hvíldu í friði, Freysteinn litli.
Anna, Victor, Steinunn
og Inga Rut.
+ Hallgrímur Júlíus
Stefánsson fædd-
ist á Fitjum í Skorra-
dal í Borgarfjarð-
arsýslu 27.
september 1915.
Hann lést á heimili
sínu 4. febrúar síðast-
liðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Karólína
Hallgrímsdóttir, f.
1881, d. 1966, ættuð
frá Flateyjardal í
Suður-Þingeyj ar-
sýslu og Stefán Guð-
mundsson bóndi á
Fiyum, f. 1864, d. 1933.
Systkini Hallgrúns: Vigdfs Stef-
ánsdóttir, f. 1909, d. 1999, Stefán
Stefánsson, f. 1913, d. 1998, og
Guðmundur Stefánsson, f. 1916.
Hallgrúnur kvæntist Vigdísi
Jónsdóttur 1946.
Vigdís er dóttir hjónanna Gyðu
Sigurðardóttur og Jóns Otta Jóns-
sonar skipstjóra, sem lengst af
bjuggu að Vesturgötu 36A Reykja-
Mágur minn, Hallgrímur J. Stef-
ánsson, er fallinn frá 84 ára að aldri.
Ég var enn á unglingsaldri, þegar
hann kvæntist systur minni, Vigdísi.
Allt frá þeim fyrstu kynnum vorum
við ekki aðeins mágar heldur mjög
góðir vinir.
Hallgrímur var einstaklega mikill
heiðursmaður og ljúfmenni í allri
framkomu sinni. Þær eru margar
góðar stundirnar þegar við ræddum
saman um margskyns málefni frá
náttúrufræðum til þjóðfélagsmála.
Hann var vel lesinn í náttúrufræð-
um, einkum í fuglafræði. í hinu
stóra bókasafni hans getur að líta
allskyns rit um náttúrufræði. Það
má segja svo að hann hafi verið
áhuganáttúrufræðingur.
Ég minnist skemmtilegra og lær-
dómsríkra gönguferða okkar um
fuglaparadísina í Miðdal í Laugar-
dalshreppi, þar sem ég á sumarhús.
Hann þekkti alla fugla og hljóð
þeirra svo og nöfnin bæði á íslensku
og latínu.
Hallgrímur var bráðmyndarlegur
maður og vel íþróttum búinn. Hann
var lærður íþróttakennari og stund-
aði fimleika og kennslu. Það kom sér
líka vel við vinnu og aðdrætti í
heimahögunum á Fitjum. Hann
sagði mér sögur af erfiðum göngum
með bræðrum sínum yfir heiðarnar í
Lundarreykjadal og í Hvalfjörð.
Margar voru skautaferðirnar að
vetrarlagi eftir endilöngu Skorra-
dalsvatni með vörur á skautasleða í
eftirdragi.
Ekki lá það fyrir Hallgrími að
gerast bóndi, sem hann hafði þó
menntun til. Ungir menn með hans
atgervi voru eftirsóttir til lög-
reglustarfa og hann ákvað að ganga
til liðs við lögregluna í Reykjavík og
varð það hans ævistarf. Hann var
farsæll lögreglumaður enda bæði
heiðarlegur og réttsýnn.
Hallgrímur var góður heimilisfað-
ir og reyndist fjölskyldu sinni vel og
vafalaust munu afa- og langafabörn-
in sakna hans.
Nú er komið að leiðarlokum. Ég
þakka fyrir að hafa átt vináttu míns
kæra mágs, Hallgríms Stefánsson-
ar.
Jón Otti Jónsson.
Kæri afi, nú ertu farinn frá okkur
og því miður er ekki hægt að fara
aftur í tímann og rifja upp gamlar
minningar með þér, en fjölmörgum
minningum sem ég á um þig skaut
upp í kollinum á mér þegar ég frétti
af láti þínu. Maður bjóst nú við því
að þetta myndi gerast fyrr eða síð-
ar, þú varst orðinn svo mikið veikur.
Ég man sérstaklega eftir því þegar
ég hitti þig sunnudaginn 23. janúar
og þá vorum við að koma með GSM-
símann sem amma hafði keypt
handa þér svo hún gæti alltaf náð í
þig. Þá sá ég svo greinilega að veik-
indin voru að taka sinn toll. En svo
kom þessi sorgardagur, föstudagur-
inn 4. febrúar. Ég var bara í skólan-
vík. Þau eru látin.
Synir Vigdísar og
Hallgríms eru Jón
Otti Ólafsson f. 1941,
sem Hallgrímur
gekk í föðurstað,
maki Jónrna M. Aðal-
steinsdóttir, Stefán
Hallgrímsson, f.
1948, og Ásgeir S.
Ilallgrímsson, f.
1954, maki Steinunn
J. Ásgeirsdóttir.
Hallgrímur út-
skrifaðist frá
Héraðsskólanum á
Laugarvatni 1935,
Iþróttakennaraskóla íslands 1936
og frá Bændaskólanum á Hvann-
eyri 1939.
Hallgrfmur starfaði í lögreglu-
liði Reykjavíkur frá árinu 1940 og
þar til hann hætti vegna aldurs.
Hann var formaður Lögreglufé-
lags Reykjavíkur 1947-1948.
títför Hallgríms verður gerð frá
Grensáskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
um í frönskuprófi. Svo kom mamma
mín og sagði mér frá látinu og þá
minntist ég þess, þegar ég var lítil
og gisti oft hjá ykkur ömmu um
helgar. Við fórum alltaf í sund í
Seltjamarneslaugina. Þar þekktuð
þið amma fullt af fólki og við tókum
alltaf strætó, leið 3, það var eini
strætóinn sem stoppaði stutt frá
ykkur. Ég mundi líka eftir því að ég
fór oft með ykkur í danstíma í Fé-
lagsmiðstöð aldraðra á Vesturgöt-
unni og eitt sinn urðuð þið íslands-
meistarar í ykkar aldursflokki. Á
Vesturgötunni lærði ég líka að spila
pool.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra,
þú varst svo góður afi að ég á eftir
að hugsa um þig á hverjum degi.
Elsku afi, ég vona að þú sért kominn
á góðan stað núna og að þér líði vel.
Elsku amma, Jón Otti, Stefán,
pabbi og aðrir ættingjar, ég votta
ykkur mína innilegustu samúð.
Ef þú ert fús að halda á haf,
þó hrönnin sé óð,
og hefur enga ábyrgð keypt
í eilífðarsjóð,
og lætur bátinn bruna djarft
um boða og sker:
Þá skal ég sæll um sjóinn
sigla með þér.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Björg Aðalheiður.
Elsku afi, söknuðurinn er svo
mikill og eins og allir vita er sárt að
missa ástvin. En við munum svo vel
eftir því yngri systkinin að við
reyndum að gista hjá ykkur ömmu
eins oft og mögulegt var. Það var
alltaf svo gaman, við spiluðum alltaf
ólsen ólsen á kvöldin áður en við fór-
um að sofa. Síðan vöknuðum við
snemma og fórum í sund. Svo þegar
við komum heim úr sundi fenguð þið
amma ykkur lúr og við vorum bara
frammi eitthvað að dunda okkur.
Okkur hefur verið sagt að þú hafir
passað eldri systkini okkar þegar
mamma var að eiga okkur. Svo hafð-
ir þú mjög mikinn áhuga á fuglum
og hitamælum. Það var alltaf jafn
gaman að heyra þig raula fugla-
söngva eða gera fuglahljóð. Þú varst
líka svo duglegur að hjálpa pabba að
byggja við húsið okkar. Þú varst
bara svo duglegur maður, það er
mjög erfitt að missa þig.
Elsku afi, við munum varðveita
minningu þína í sálum okkar lengi
og við vitum að þú ert kominn á góð-
an stað og laus við öll veikindi og að
þú fylgist ávallt með okkur. Guð
geymi þig og varðveiti.
Nú heyri ég lóunnar hugðnæma söng
því heim er hún komin í fjallanna þröng
að boða okkur blessun og friðinn.
Ég titra af hrifningu og tileinka mér
þann talandi guð sem í rödd hennar er,
svo viss um að vetur sé liðinn.
(Halla frá Laugabóli.)
Þín barnabörn
Iíarólína og Árni.
HALLGRÍMUR J.
STEFÁNSSON
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AÐALHEIÐUR GUÐRÚN ELÍASDÓTTIR,
lést á Vífilsstöðum að morgni þriðjudagsins
8. febrúar.
Gunnar Andrésson,
Ragnar Andrésson,
Ágústa I. Andrésdóttir,
Guðbjörg Andrésdóttir,
Hallmundur Andrésson,
Guðbjörg Þorsteinsdóttir,
Lilja Ólafsdóttir,
Rögnvaldur Haraldsson,
Gunnar Jónsson,
Kristín Tómasdóttir,
Jóakim Tryggvi Andrésson, Sigríður Aðalbjörg Jónsdóttir,
Halldór Ingi Andrésson, Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir,
Hafsteinn Andrésson, Gunnhildur Margrét Vésteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SVANBORG MAGNEA SVEINSDÓTTIR,
Engimýri 3,
Akureyri,
andaðist á hjúkrunardeildinni Seli föstudaginn
4. febrúar.
Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 11. febrúar ki. 11.00.
Jónas Davíðsson,
Sveinn Jónasson, Guðný Anna Theodórsdóttir,
Anna Jónasdóttir, Kristján Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR,
Víðihlíð, Grindavík,
áður til heimilis
á Vallarbraut 2, Ytri Njarðvík,
lést mánudaginn 7. febrúar síðastliðinn.
Útför hennar fer fram frá Ytri Njarðvíkurkirkju
laugardaginn 12. febrúar kl. 13.30.
Haukur Örn Jóhannesson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir,
Jóna Margrét Jóhannesdóttir, Haraldur Einarsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÞÓRA HANNESDÓTTIR,
Vailargerði 40,
Kópavogi,
sem lést sunnudaginn 6. febrúar, verður
jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn
11. febrúar kl. 13.30.
Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson,
Guðmundur Guðjónsson, Tove Bech,
Gísli Guðjónsson, Julia Guðjónsson,
Þóra Margrét Guðmundsdóttir,
Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
VERNHARÐUR SIGURGRIMSSON,
Holti,
Flóa,
verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju
laugardaginn 12. febrúar kl. 13.00.
Gyða Guðmundsdóttir,
Guðbjörg Vernharðsdóttir,
Guðmundur Vernharðsson, Sigríður Helga Sigurðardóttir,
Katrín Vernharðsdóttir, Eiríkur Vernharðsson,
Herborg Pálsdóttir, Úlfar Guðmundsson,
Vernharður Reynir Sigurðsson, Ingibjörg Birgisdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.