Morgunblaðið - 10.02.2000, Síða 54
54 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000
r1".
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Guðrún Péturs-
dóttir, kjóla-
meistari og húsmóð-
ir, fæddist í Hrauni í
Keldudal í Dýrafirði
15. nóvember 1916.
Hún lést á Land-
spítalanum 2. febr-
úar sfðastliðinn eftir
stutta legu. Foreldr-
ar hennar voru Sig-
ríður Þorsteinsdóttir
frá Dynjanda í Arn-
arfirði, f. 24.8. 1886,
d. 6.9. 1947, og Pétur
Kristján Elíasson frá
Neðribæ í Arnarfirði,
f. 18.6. 1884. Hann fórst með þil-
skipinu Dýra í apríl 1922. Guðrún
átti fjögur systkini. Tvö þeirra,
Guðrún og Elías, dóu kornung en
tvo bræður sína missti Guðrún
1942, Guðmund sem fórst með
flutningaskipinu Fanefeld og Þor-
stein Jörund sem dó úr berklum.
Guðrún giftist árið 1944 Friðr-
iki Karlssyni, f. 28.9. 1918, d. 28.9.
1989, fyrrverandi framkvæmda-
stjóra Domus Medica. Þau bjuggu
í Mávahlíð 39 í Reykjavík frá 1947
þar til Friðrik lést en stuttu seinna
'V
„Þetta er fallegur dagur til að
deyja.“ Þessi orð komu mér í hug er
ég fór ásamt konu minni að dánar-
beði tengdamóður minnar. Það var
björt nótt og falleg. Guðrún Péturs-
dóttir hafði verið hraust og kraft-
mikil þar til hún fékk heilablóðfall
og líf hennar fjaraði út á fáum dög-
um. Henni varð að ósk sinni og
þannig vildi hún fara.
Guðrún var af vestfirsku sjó-
manns- og bændafólki komin. Fædd
á Hrauni í Keldudal í Dýrafirði.
Lífsbaráttan var hörð á Vestfjörð-
um sem og víða annars staðar í byrj-
un aldarinnar. Guðrún átti fjögur
systkin. Tvö dóu ung úr bamaveiki
ári áður en Guðrún fæddist. Þor-
steinn Jörundur bróðir Guðrúnar dó
úr berklum 1942 og það sama ár
drukknaði bróðir hennar Guðmund-
ur. Faðir Guðrúnar drukknaði einn-
ig er þilskipið Dýri fórst, er hún var
sex ára. Tóku þá föðurbróðir hennar
Kristinn Elíasson, og amma, Guð-
björg Jónsdóttir, stelpuna að sér og
fluttist hún með þeim að Lokin-
hömrum og var þar uns hún var níu
ára. Kvæntist fóstri hennar þá
Daðínu Guðjónsdóttur sem reyndist
Guðrúnu hið besta. Bjó Guðrún hjá
. þeim lengst af á Sæbóli í Haukadal í
Dýrafirði. Daðína lést háöldruð í
Reykjavík árið 1999. Sem unglingur
fór Guðrún að vinna á spítalanum á
Þingeyri og síðar að salta síld á
Siglufirði. Fimmtán ára fór hún til
Reykjavíkur og bjó þar eftir það. Af
ýmsum ástæðum fór það svo að
Guðrún átti ekki afturkvæmt á
bemskuslóðir fyrr en rúmum 50 ár-
flutti Guðrún í þjón-
ustuíbúð í Bólstaðar-
hlíð 41. Þau áttu tvö
börn: 1) Sigríði P.
Friðriksdóttur,
kennaraí Flensborg
í Hafnarfirði, f. 31.8.
1949, gift Bjama S.
Ásgeirssyni, lög-
manni. Eiga þau tvö
böm, Guðrúnu
Björk Bjamadóttur,
lögmann, hennar
maki er Ingvar Stef-
ánsson, bygginga-
verkfræðingur, og
Friðrik Om Bjarna-
son, nema í HÍ. 2) Karl G. Frið-
riksson, framkvaemdastjóra hjá
Iðntæknistofnun íslands, f. 2.2.
1955, kvæntur Hafdísi Rúnar-
sdóttur, hjúkrunarfræðingi. Þau
eiga tvö böm, írisi Rún Karlsdótt-
ur og Friðrik Karl Karlsson. Haf-
dís á einnig dóttur, Bryndísi
Haraldsdóttur, iðnrekstrarfræð-
ing. Sambýlismaður hennar er
Ornólfur Ornólfsson, rafvirki.
Utför Guðrúnar fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
um eftir að hún fluttist þaðan. Á
fyrsta hálfa tímanum sem hún
dvaldist á Þingeyri í það sinn hitti
hún af hreinni tilviljun fimm eða sex
gamla félaga og vini. Okkur, sem
urðum vitni að þessum atburði, þótti
þetta að sjálfsögðu bæði merkilegt
og skemmtilegt því það var eins og
hún hefði rétt skroppið að heiman.
Eftir að Guðrún fluttist til
Reykjavíkur fór hún fljótlega að
læra að sauma, m.a. hjá Guðrúnu
Arngrímsdóttur, og um tvítugt lauk
hún námi sem kjólameistari. Ég
minnist þess að hafa síðar séð mörg
meistarastykki Guðrúnar, ekki síst
kjóla sem hún saumaði fyrir helstu
óperusöngkonur okkar íslendinga á
sjötta og sjöunda áratug aldarinnar.
Er fram liðu stundir og eftir að Guð-
rún hætti vinnu gafst henni tími til
annars konar handavinnu.
Mig langar sérstaklega að minn-
ast leirkerasmíði hennar. Naut hún
þar einkum leiðsagnar Sigríðar
Ágústsdóttur leirkerasmiðs. Oft er
það svo að þegar minnst er á leir-
kerasmíð eldri borgara er litið á
slíkt fyrst og fremst sem dægra-
styttingu. Að sjálfsögðu var leir-
kerasmíð Guðrúnar dægrastytting
en um leið miklu meira. Guðrún
hafði einkar listfengan þráð eða
neista sem henni tókst að varðveita
og þróa. Fóru þar saman smekkur
og næmt auga fyrir því sem var fal-
legt og vel gert. Væri hún ekki án-
ægð með verkið var því miskunnar-
laust fórnað og hafist handa að nýju.
í dag eru í eigu fjölskyldu Guðrúnar
glæsilegir gripir sem hún skóp og
sóma sér fyllilega innan um vönduð
listaverk.
Eftir að iðnnámi Guðrúnar lauk
vann hún talsvert við sauma. Eitt
sinn sagði hún mér þá sögu að þegar
hún var rúmlega tvítug og vann á
greiðasölu í Reykjavík hafi húsmóð-
irin komist að því að Guðrún var lið-
tæk við sauma.
Hafi hún þá dengt yfir Guðrúnu
miklum fjölda af buxum sem eigin-
maður húsmóðurinnar hafi átt og
þurftu lagfæringar við. Hafi það
verið ótrúlegt hvað maðurinn átti af
buxum og hafi hún eytt fleiri dögum
í að skipta um rennilása, laga vasa
og stytta.
Fljótlega stofnaði Guðrún eigið
fyrirtæki og saumaði myrkranna á
milli.
Vel gekk þar til hún hitti Friðrik
Karlsson, mannsefnið sitt, en þá
breyttust vinnuvenjurnar. Þessi
ungi maður lét hana ekki í friði.
Guðrún og Friðrik giftust árið 1944.
Voru þau meðal frumbyggja í Hlíð-
unum og byggðu Mávahlíð 39. Árið
1989 lést Friðrik og ekki löngu síðar
fluttist Guðrún í þjónustuíbúð að
Bólstaðarhlið 41 og átti þar gott
ævikvöld.
Árið 1949 eignuðust þau hjón Sig-
ríði Petru og síðan árið 1955 soninn
Karl Guðmund. Um það leyti sem ég
fór að draga mig eftir Sigríði dóttur
þeirra var Friðrik að Ijúka miklu
verki eða smíði stórhýsis við Egils-
götu sem var Domus Medica. Bygg-
ing eins og Domus Medica, eða hús
læknanna, var þá nýlunda og þurfti
kjark og þor bæði lækna og annarra
að takast á við slíkt verk. Rak Frið-
rik síðan Domus Medica og var
framkvæmdastjóri þess til dauða-
dags. Það var afrek út af fyrir sig að
skömmu fyrir andlát sitt skilaði
Friðrik af sér þessu stórhýsi skuld-
lausu til vina sinna í læknastétt. í
fjölda ára vann Guðrún með manni
sínum í Domus Medica og var betri
en enginn.
Af eðlilegum ástæðum var ég á
ýmsan hátt bæði óreyndur og ómót-
aður er ég fór að venja komur mínar
heim til þeirra hjóna. Að undan-
skildum foreldrum mínum má óefað
telja að þau hjón hafi ekki síst haft
áhrif á mótun mína sem ungs
manns. Á ég þeim þar mikið að
þakka. Friðrik var ákveðinn,
stjórnsamur og forkur duglegur.
Fáa hef ég hitt sem voru jafn
hreinskiptir og eðlisgreindir og
hann. Guðrún var að mörgu leyti
gott mótvægi við Friðrik. Hún fór,
ekki með hávaða og féll ekki verk úr
hendi.
Er við hjón eignuðumst okkar
íyrsta bam vorum við bæði í há-
skólanámi. Var Guðrún þá meira en
tilbúin að taka við ömmuhlutverk-
inu. Hætt er við að nám okkar hefði
dregist meira en góðu hófi gegndi
án hennar aðstoðar og velvilja. Var
það mikið lán dóttur okkar að fá að
vera löngum stundum hjá ömmu
sinni og nöfnu. Urðu þær ævarandi
vinir. Er dóttir okkar þurfti t.d. að-
stoð við fataval var Guðrún amma
hinn besti ráðunautur. Skipti aldur
þar engu máli. Ömmuhlutverkið tók
hún einnig að sér og leysti ekki síð-
ur gagnvart syni okkar Friðriki sem
og börnum sonar síns og konu hans
Hafdísar, þeim Bryndísi, Irisi og
Friðriki Karli. Það er mikil gæfa
hverju barni og unglingi að fá að
njóta tilsagnar og vináttu slíkrar
sómakonu.
Bjami S. Ásgeirsson.
Nú er Guðrún amma farin og
söknuðurinn er mikill. Á slíkri stund
hugsar maður til allra þeirra góðu
minninga sem maður á um ömmu.
Ég var svo heppin að eignast
þriðju ömmuna upp úr tíu ára aldri.
Ég man ekki hvenær við hittumst í
fyrsta skipti en minnisstætt er að
hafa setið í eldhúsinu í Mávahlíðinni
og borðað bestu brúnköku sem fyr-
irfinnst.
Það er mér enn ráðgáta hvemig
ömmu tókst að baka svona himn-
eska köku.
Ég man líka vel eftir því þegar öll
fjölskyldan fór í ferð um Vestfirði á
æskuslóðir ömmu. Það var gaman
að fylgjast með henni þegar hún
rifjaði upp æskuminningar sínar.
Ég man sérstaklega eftir því þegar
amma keypti sér skó í ferðinni, gráa
strigaskó en það voru hennar fyrstu
og líklega einu strigaskór. Mér sem
barni fannst mjög undarlegt að
amma sem búin væri að lifa í mörg
mörg ár hefði aldrei átt strigaskó.
En Guðrún amma tók sig vel út í
strigaskónum og síðbuxum þó hún
væri ekki vön að ganga í slíkum
fatnaði. Amma var nefnilega mikil
hefðarfrú og alltaf fallega klædd.
Enda var hún mjög fær saumakona
og mikil smekkmanneskja. Hún
saumaði kjólinn á mig fyrir brúð-
kaupið hjá mömmu og pabba. Amma
átti líka heiðurinn af fermingar-
dragtinni minni. Ég man vel þegar
ég fór með mömmu og ömmu í
bæinn til að skoða úrvalið af slíkum
fatnaði og ákveða hvernig ég vildi að
fermingarfötin mín litu út. Við
mæðgurnar vorum ekki alltaf sam-
mála þegar að klæðaburði kom en
ömmu tókst mjög vel að sameina
óskir okkar beggja.
Amma var mikil handverkskona
og voru afrek hennar mörg. Þegar
hún hóf fyrir nokkrum árum að
vinna með leir spruttu fram mörg
meistaraverkin. Mér þykir mjög
vænt um vasann sem hún gaf mér í
jólagjöf fyrir nokkrum árum og eru
gestir iðnir við að hrósa þessu
meistaraverki. Síðasta jólagjöfin frá
Guðrúnu ömmu var mjög fallegt
sængurverasett sem hún hafði sjálf
saumað.
Aldrei óraði mig fyrir því að þú
yrðir ekki með okkur næstu jól, en
ég er því fegin að hafa upplifað með
þér aldamótin.
Systkini mín þurfa ung að upplifa
sorgina, en þau hafa nú misst sína
uppáhalds ömmu, sem betur fer
eiga þau þó allar fallegu minning-
arnar um samverustundir ykkar.
Alltaf fannst þeim gaman að fá að
gista hjá þér og alltaf brölluðuð þið
eitthvað skemmtilegt saman. Frið-
rik Karl minnist ekki á jólin án þess
að ömmuijúpur komi til tals og ég
man vel eftir því þegar íris Rún
sagði í einlægni: „Það er alltaf svo
gott að tala við ömmu, hún skilur
aUt.“
Ég var stolt af því að geta yfir há-
tíðamar tilkynnt ættingjum að við
Öddi ættum von á barni.
Elsku Guðrún amma, þú lifðir
ekki til að sjá það en ég trúi því að
þú munir vaka yfir okkur öllum og
vemda okkur um ókomna tíð.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
þér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Bryndís.
Það er skyndilega komið að
kveðjustund, hún Unna mín er dáin.
Það hafði ekki langan aðdraganda
og ég er þakklát fyrir að hafa getað
setið við rúmið hennar og haldið um
hendurnar á henni næstsíðasta dag-
inn sem hún lifði.
Hugurinn leitaði ósjálfrátt aftur í
tímann til bemskuáranna sem við
áttum saman vestur í Haukadal í
Dýrafirði. Hún var hjá foreldrum
mínum til 16 ára aldurs ásamt
ömmu okkar beggja sem átti hjá
okkur heimili, hún var ein af þessum
ömmum sem aldrei gleymast, sagði
okkur sögur, kenndi okkur að lesa
og aðra góða siði.
Það var talsverður aldursmunur á
okkur Unnu og það var nú ekki
ónýtt að eiga stóra góða frænku sem
maður leit upp til, því hún var svo
lagin við að sauma brúðuföt og
hjálpa mér við ýmsa hluti sem ég
var að gera en var ekki alltaf nógu
þolinmóð við, auk þess gætti hún
þess vandlega að við systkinin yrð-
um ekki fyrir neinum áföllum.
Hún átti forláta gamalt koffort
með handraða, þar geymdi hún upp-
áhaldshlutina sína og fallegustu föt-
in sín, og ég man hvað mér fannst
mikið til um þegar hún leyfði mér að
skoða hvað þar var geymt.
Hún fluttist með móður sinni suð-
ur til Reykjavíkur þar sem hún
lærði að sauma, varð meistari í
kjólasaumi, stofnaði og rak sauma-
Crjíscfryfífyur
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
1 HOTEL LOFTLEIÐIR
O ICCLANDAIR HOT CLS
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
T)
i 3
1
ZJ
/ . I
Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuöborgarsvæðinu.
Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
Alúileg þjónusta sem byggir á langri reynslu
Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf.
Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími 551 1266-www.utfarastofa.com ^OGAgS^
GUÐRUN
PÉTURSDÓTTIR
stofu í mörg ár. Hún kom gjarnan í
heimsókn vestur á sumrin og þegar
hún fór aftur vorum við systur oft-
ast einum kjól ríkari auk þess sem
það kom fyrir að hún tók með sér
efni sem við áttum, saumaði úr því
fyrir sunnan og fyrir jólin fengum
við svo senda glæsikjóla sem gaman
var að spóka sig í. Við Unna stóðum
alltaf í miklum bréfaskriftum, og
þegar hún skrifaði mér að hún væri
búin að eignast mann sem hún ætl-
aði að giftast þá er ég ekki frá því að
ég hafi aðeins fundið til afbrýðisemi.
Þegar ég kom hingað suður til að
vinna var hún gift, þá átti ég svo
sannarlega athvarf hjá henni og
hennar ágæta eiginmanni og þótt ég
byggi út í bæ varð ég fastagestur
þar og fann að ég var alltaf velkom-
in. Þegar ég gifti mig saumaði hún á
mig brúðarkjólinn og hjálpaði mér
með það allt eins og þegar ég var lít-
il stelpa. Þótt við værum orðnar full-
orðnar og stundum langt á milli
samfunda fannst mér alltaf eins og
við hefðum verið saman í gær.
Nú þegar hún er horfin er gott að
geta látið hugann reika og rifjað upp
allar góðu minningarnar sem aldrei
verða festar á blað. Hún var gæfu-
söm kona, átti góðan mann, mann-
vænleg börn, tengdabörn og indæl
barnabörn sem ég veit að voru henni
afar kær.
Systkini mín og við hjónin send-
um fjölskyldu hennar innilegar sam-
úðarkveðjur og biðjum þeim bless-
unar Guðs.
Elsku Unna mín, hjartans þakkir
fyrir allt. Sofðu rótt og Guð geymi
þig-
Elsa.
Ég vil þakka fyrir þann tíma, sem
ég bjó hjá Guðrúnu í Mávahlíðinni.
Það var góður tími. Það fylgdi Guð-
rúnu kyrrð og ró. Hún var mér hlý-
leg og reyndist mér vel.
En stundum kemur þögnin
og þylur gömul Ijöð.
Þá þrái ég enn að þakka
hvað þú varst mild og góð.
(Tómas Guðm.)
Elsku Sísí, Kalli og fjölskyldur,
ég hugsa til ykkar. Guð gefi ykkur
styrk í sorginni.
Eva Gunnlaugsdóttir.
Þegar góð vinkona kveður er
margt sem kemur upp í hugann og
minningar streyma fram.
Mig langar að skrifa örfá orð um
mágkonu mína, hana Gunnu mág-
konu. Gunna var gift bróður mínum
Friðriki Karlssyni sem látinn er fyr-
ir nokkrum árum.
Við hjónin ásamt Gunnu og Frið-
rik byggðum saman í tvígang við
Mávahlíðina í Reykjavík á fimmta
áratug síðustu aldar, í seinna sinnið
sambyggt hús, þau við nr. 39 og við
41. Sambúð okkar í þessu húsi stóð í
rúm 40 ár og bar þar ekki skugga á.
Mikill samgangur var milli heim-
ila okkar og var samband okkar við
Gunnu ætíð gott enda var hún mjög
góð og trygglynd kona.
Gunna var lærður kjólameistari
og vann við þá iðn í mörg ár en það
var sama hvað hún tók sér fyrir
hendur allt lék í höndum hennar.
Gunna var mjög listræn og bar
heimili hennar og Friðriks því fag-
urtvitni.
Ég vil með þessum línum þakka
Gunnu mágkonu öll árin og votta
bömum, tengdabörnum og bama-
bömum mína dýpstu samúð.
Kristin (Kidda).
Kveðja frá spilafélögum
Nú er skarð fyrir skildi. Hún Guð-
rún er látin. Hér verða aðeins nokk-
ur orð sett á blað sem kveðja frá
spilafélögum. Við höfum spilað sam-
an brids í nokkur ár, á heimavelli
hennar í Bólstaðarhlíðinni. Oft var
glatt á hjalla, enda ekki gerðar of
háar kröfur í spilamennskunni. Guð-
rún var góður félagi sem við söknum
sárlega. Hún var vinur vina sinna og
vildi öllum vel. Við biðjum henni
guðs blessunar á vegferð sinni.
Sendum öllum aðstandendum
samúðarkveðjur.
Spilafélagar.