Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 56

Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 56
56 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GÍSLIJÓN SIGRÍÐ UR ÓLAFSSON SVEINSDÓTTIR ‘ J-Gísli Jón Ólafs- I son fæddist á fsa- firði 9. júní 1931. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 29. janúar síðastliðinn og fðr útför hans fram frá Háteigskirkju 9. febrúar. Vegna mistaka í vinnslu blaðsins 9. febrúar féliu niður línur í eftirfarandi t grein og birtist hún hér leiðrétt. Hlutað- eigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Pabbi hafði mikið dálæti á ísafirði og talaði oft um hvernig var heima á ísafirði. Hann talaði oft um hin ýmsu strákapör sem hann og félagar hans, þeir Baldur heitinn, frændi hans, Filip og nafni hans Hermannsson, tóku upp á í æsku. Pabbi var snyrti- menni, hvort heldur var hann sjálfur, heimilið eða bíllinn. Innst inni bak við hina hörðu skel, sem hann brynj- aði sig með, var hann drengur góður. Hann talaði mikið um það, að við bömin ættum að vera góð við minni _ máttar. Hann var heiðarlegur í við- skiptum og með sanni má segja að enginn hafi farið illa út úr viðskiptum við hann í gegnum tíðina. Pabbi hélt mikið upp á Sigurð afa, tengdaföður sinn, og margar sögurnar sagði hann okkur af honum og samskiptum þeirra. Eftir lát mömmu kynntist pabbi Asu H. Þórðardóttur, en þau bjuggu saman í þrettán ár. Hún kom inn í líf hans á erfiðum tíma þegar hann var orðinn einn og áttu þau góða tíma saman. Hún reyndist honum stoð og stytta í veikindum hans og er missir hennar mikill. Viljum við biðja góðan Guð að styðja hann í sorg hennar. Ahendurfelþúhonum sem himna stýrir borg, þaðallteráttuívonum ogallterveldursorg. Hann bylgjur getur bundið ogbugaðstormaher; hann fótstig getur fundið, semfærséhandaþér. (Björn Halldórsson) Sigríður, Gylfi og Rafn. + Sigríður Sveins- dóttir fæddist í Ásum í Skaftár- tungu, Vestur- Skaftafellssýslu, 26. júní 1921. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 25. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 31. janúar. Nýlátin er á líknar- deild Landspítalans Sigríður Sveinsdóttir, Njálsgötu 82, Reykja- vík, eftir tiltölulega stutta sjúk- dómslegu. Fyrir rúmu ári greindist Sigríður með illkynja meinsemd sem hafði sáð sér um líkamann og varð henni síðan að aldurtila, þrátt fyrir meðferð færustu lækna. Sigríði var vafalaust ljóst í upphafi hvert stefndi, en hún var þeirrar gerðar að íþyngja ekki sínum bestu vinum og kunningjum nema í ítrustu þörf og bar því þessa egg í brjósti sér ein- sömul að frátöldum nánustu ætt- ingjum. Hélt hún ótrauð áfram að sinna þeim fjölmörgu sjúklingum er til hennar leituðu eins og ekkert hefði í skorist á meðan kraftar ent- ust. Sigríður hafði um áratuga skeið stundað svokallaðar óhefðbundnar lækningar, einkum jóga og heilsu- nudd, en þau fræði hafði hún numið bæði á námskeiðum sem og af pers- ónulegum kynnum við þá er slíkar lækningar stunduðu. Hún var sífellt leitandi í þeim fræðum allt til hinstu stundar. Henni var eðl- islægt að hjúkra og líkna og var vakin og sofin yfir velferð þeirra sem til hennar leituðu, en þeir voru ófáir áður en yfir lauk og mörg- um hjálpaði hún til góðrar heilsu. Áhugi hennar á al- þýðulækningum var henni í blóð borin. Hún átti ættir sínar að rekja tU ljósmæðra og grasalækna og langa- langafi hennar var Sveinn Pálsson, land- læknir, en hann var tengdasonur fyrsta landlæknis íslands, Bjarna Pálssonar. Sigríður var fædd að Ás- um í Skaftártungum og var næst- yngst 15 systkina, en þar af komust 11 á legg. Er hún var tveggja ára gömul fluttust foreldrar hennar að Norðurfossi í Mýrdal og ólst Sigríð- ur þar upp í fjölmennum en glað- værum systkinahópi. Afi hennar var séra Sveinn Eiríksson, prestur að Ásum í Skaftártungu, um skeið þingmaður Skaftfellinga, þekktur maður í sinni tíð, m.a. fyrir þekk- ingu sína í alþýðulækningum. Hann og kona hans, Sigríður Sveinsdóttir, eignuðust tíu börn, eitt þeirra var Sveinn, faðir Sigríðar, en þekktust þeirra munu vera Gísli Sveinsson, alþingisforseti og síðar sendiherra, og Sveinn Pálsson, yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík. Sigríð- ur ólst því upp í stórum systkinahópi að Fossi, en þar ráku foreldrar SIGURÐUR KRISTJÁNSSON hennar stórbú. Mikill menningar- bragur var á því heimili að sögn þeirra er til þekktu. í Steingríms sögu segir fyrrverandi forsætisráð- herra frá heimsókn sinni að Fossi í Mýrdal á yfirreið sinni um Vestur- Skaftafellssýslu, en hann var jafn- framt búnaðarmálastjóri: „Sveinn er prýðilega gefinn og fróður. Hann bjó áður lengi stórbúi í Ásum í Skaftártungu og kom upp 12 eða 13 börnum, stór og mennOegur hópur og mörg voru enn heima. Heimilið var glæsilegt þó ekki væri það mjög ríkmannlegt enda höfðu Sveinn og kona hans áður búið við þröngan fjárhag. Okkur leið vel um nóttina hjá mörgu ungu og glöðu fólki sem lét óspart til sín heyra. Mér virðist það óvenjulega mannvænlegur hóp- ur sem Fosshjónin hafa alið þarna upp.“ Þetta eru orð að sönnu. Það eru ekki aðeins læknis- og líknar- hendur allt frá dögum Sveins Páls- sonar, landlæknis, heldur engu síður löngun til að græða landið gróðri, gera sandauðn að gróðurvin, en þar hafa ættingjar Sigríðar gegnt for- ystuhlutverki frá upphafi. Lítt þekkti ég til þessarar lágvöxnu, fín- legu konu með tindrandi augu og brosið hlýja er mér var til hennar vísað vegna bakveiki, annað en það að hún var afkomandi Sveins Páls- sonar landlæknis og hafði líknar- hendur. Allt hafa þetta reynst sann- mæli. Nú þegar þessi gæðakona stendur frammi fyrir skapara sínum við hið Gullna hlið kæmi það mér ekki á óvart þótt einskis yrði spurt en hliðið standi opið upp á gátt og sagt verði: Vertu velkomin Sigríður. Börnum Sigríðar, Jóhönnu Margréti og Hjalta, ásamt öðrum ættingjum færum við bestu samúð- arkveðjur. Maj og Stefán Skaftason. + Sigurður Krjslj- ánsson fæddist á Víðivöllum í Fnjðskadal í S-Þing- eyjarsýslu 2. maí 1918. Hann lést á heimili sínu 22. jan- úar síðastliðinn og fér útför hans fram frá Bústaðakirkju 4. febrúar. Það er skrítið að hugsa til þess að það síðasta sem Sigurður gerði fyrir mig var að skrifa minningargrein um pabba og geta ekki þakkað hon- um fyrir það öðruvísi en að minnast hans með söknuði. Ég man fyrst eft- ir Sigurði þegar ég var lítill Eyjapeyi og hann kom heim á græna vörubfln- um og sótti dótið hennar Guðrúnar konu sinnar tilvonandi. En upp frá því setti hann sitt mark á uppeldi mitt, því ég var hálfgerður heimaln- ingur hjá þeim Gunnu og Sigga eins og ég kallaði þau. Það var alltaf hægt að treysta því sem Sigurður lofaði því hann stóð við það sem hann sagði, og vildi ljúka því í dag sem hægt var að gera, en ekki geyma það GARÐH EIMAR BL.ÓMABÚÐ STEKKJARBAKK A 6 SÍMI 540 3320 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 til morguns. Hafði það mikil áhrif á mig í mínu uppeldi og alltaf var hann tilbúinn tfl að hjálpa ef þörf var á. Seinni árin hef ég heimsótt hann og fært honum Fréttir (Eyja- blað) og þá var oft spjallað mikið um heima og geima. Alltaf var jafngaman að spjalla við hann, það er söknuður í hjarta að geta ekki komið og heimsótt þig oftar og spjallað við þig. Afþessu,mínsál,þúsér sannlega hversu er valt allt í heimi hér. Haf slíkt í minni þér. Dvínarogdregstíhlé á dauðastundinni vinskapur, frændur, fé. Fallvalt hygg ég það sé. Þóvilduvinimir veita hjálp nokkra þér, vömþeirraónýter. Enginn dauðanum ver. (Passíusálmar. 47,3,4,5) Vignir. Gróðrarstöðin y mtcm * Hús blómanna Blómaskreytingar viö öll tækifæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 24H0 H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 MAGNUS J. GEORGSSON + Magnús J. Georgsson fædd- ist í Reykjavík 24. desember 1930. Hann lést á heimili sínu 18. janúar sfð- astliðinn og fór útför hans fram frá Sel- Ijamarneskirkju 25. janúar. Ég kveð nú fyrrver- andi vinnufélaga og mikinn sómamann, Magnús Georgsson. Forlögin höguðu kynnum mínum af Magga Georgs þannig að um tíma gegndi ég starfi æskulýðs- og íþróttafulltrúa á Sel- tjarnarnesi. Strax í byrjun kynna okkar var Maggi boðinn og búinn til að miðla af reynslu og þekkingu sinni. Þegar ég hugsa til baka get ég með sanni sagt að Maggi kenndi mér margt og tel ég á engan hallað þegar ég segi að reynsla, innsæi og elja hafi gert Magga einn farsælasta fram- kvæmdastjóra íþróttamannvirkja á íslandi frá upphafi. Það var mikið lán bæjarfélagsins að „fjárfesta" í þeim mannauði sem Maggi bjó. Fyrir samverustundir okkar vil ég þakka af heilum hug og get varla varist brosi þegar ég hugsa til ógleymanlegra sam- verustunda í þáverandi skrifstofu minni í kjall- ara Sundlaugar Sel- tjarnamess. Við voram ekki alltaf sammála á þessum tíma og satt best að segja vissi ég stundum ekki af hverju það stafaði en lærðist eftir mislangan tíma þó að ég hafði oftast sagt eitthvað sem ekki var við hæfi á tímapunkti samræðnanna. Til að leysa málin kom Maggi ævinlega aftur á skrifstofuna og settumst við þá niður og létum gamminn geisa. Föstudagsmorgnar voru stundum notaðir til að „taka kúrsinn" - engin ástæða til að sigla ósáttur inn í helgina. Maggi var menntaður iðnaðar- maður - rennismiður. I huga mínum verður Maggi ekki slíkur heldur samnefnari allra bestu eiginleika handverksmanna í fremstu röð. Eftir að ég hóf störf á öðrum vinnustað minnkaði samgangurinn en það var nú einhvem veginn þann- ig að hugurinn reikaði oft út á Nes. Maggi var þá oft ofarlega í huga mér, sennilega vegna þess að fáir hafa skotið eins föstum rótum á Nes- inu eins og Maggi. Að fara langan t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN BJARNASON bóndi, Auðsholti, sem lést mánudaginn 7. febrúar, verður jarð- sunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 12. febrúar kl. 14.00. Bjarni Jónsson, Ari Jónsson, Vignir Jónsson, Ásdís Bjarnadóttir, Borgþór, Bjarney, Harpa og Jón Hermann Vignisbörn. rúnt um bæinn var okkur Magga sameiginlegt „áhugamál". Enn þann dag í dag enda ég oft rúntinn í þung- um þönkum vestast á Nesinu, horf- andi á haf út í átt að Bessastöðum. Vegna starfa minna gat ég því miður ekki verið við jarðarför Magga en í þess stað gekk ég af ráðstefnu þeirri sem ég var þá á og settist niður við strönd Mexíkþflóans og horfði á haf út í átt að íslandi og hugsaði til Magga og hans nánustu. Eg mun ætíð minnast Magnúsar Georgsonar með þakklæti fyrir sam- verustundirnar og sendi konu hans, börnum og barnabörnum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Þorsteinn Geirsson. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Allan sótarhrínginn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.