Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 63
BREF TIL BLAÐSINS
Þjóðinog
Islensk erfða-
greining
Frá Kristjáni Péturssyni:
NÚ hefur ríkisstjórnin afhent hið
umdeilda einkaleyfi íslenskri erfða-
greiningu til 12 ára á miðlægum
gagnagrunni yfir heilsufars- ættar-
og erðafræðilegar upplýsingar ís-
lendinga. Hópur lækna og samtökin
Mannvernd undirbúa nú málsókn
gegn íslenska ríkinu vegna gagna-
grunnsins, þar sem þau virðast
ganga í berhögg við læknisfræðilegt
siðferði, einkanlega er lýtur að
verndun trúnaðarupplýsinga lækna
við sjúklinga. Þegar auðhyggjan, of-
ríki og taumlaus yfirgangur ráða
ferðinni í skjóli meirihlutavalds rík-
isstjórnarinnar verður ekki vörnum
viðkomið án atbeina dómstóla. Þeim
sem gangrýna lögin og gerð samn-
ingsins er borin á brýn öfund og þeir
séu með skipulögðum hætti að
bregða fæti fyrir framþróun læknis-
fræðilegra vísindarannsókna á Is-
landi. Slíkur málflutningur dæmir
sig sjálfur, helstu gangnrýnendur
gagnagrunnsins eru virtustu læknar
og vísindamenn landsins og reyndar
erlendir líka.
En um hvað snúast umræður
gagnagrunnsins í dag? Ekki nýjung-
ar í læknavísindum, heldur sölu á
verðbréfum íslenskrar erfðagrein-
ingar, sem metnar eru á annað
hundrað milljarða. Með örðum orð-
um, það er búið að áætla verðmæti
sjúkraskýrslna og erfða- og ætt-
fræðiupplýsingar allra núlifandi
landsmanna og látinna í áratugi.
Stærslu hluthafar íyrirtækins eru
orðnir samk. þeim mælikvarða
milljarðamæringar og forstjórinn,
Kári Stefánsson, á um 6 milljarða.
Reyndar var það alltaf ætlun hlut-
hafa Islenskrar erfðagreiningar með
einkaleyfinu að fá fjárhagslegt mat á
skráðum heilsufarslegum gögnum
landsmanna, annað væri bónus, þ. e.
ef vísindamönnum fyrirtækisins
tækist að leiða í Ijós einhverjar
nýungar í lækningum, sem lyfja-
fi-amleiðendur væru tilbúnir að fjár-
festa í.
Nú er komið í ljós, að einkaleyfið
kostaði aðeins 70 milljónir króna eða
um 0, 5% af heildarverðmæti gagna-
grunnsins, samkvæmt skráningu
þess á verðbréfa mörkuðum. Ef ný
lyf yi-ðu til vegna tilverknaðar Is-
lenskrar erfðagreiningar (sem eng-
inn getur séð fyrir) og myndu skapa
mikil verðmæti, hver yrði þá fjár-
hagslegur ávinningur íslenska ríkis-
ins? Ekki myndi lyfjarisinn Hoffman
La Roche, samstarfsaðili Islenskrar
erfðagreiningar, greiða neitt til ís-
lenska ríkisins né hinn bandaríski
fjárfesti deCode og stærstu íslensku
hlutabréfaeigendur myndu væntan-
lega leita skjóls með sína fjármuni í
skattaparadís erlendi-a „offshore"
fyrirtækja (skúffufyrirtækja) þar
sem viðkomandi stjórnvöld gera
engar kröfur til bókhalds- og skatta-
eftirlits og þeim er ekki skylt að gefa
upp eigendur þeirra. Því miður eru
þetta ekki óraunhæfir spádómar,
heldur blákaldar staðreyndir, sem
tugþúsundir fyrirtækja um víða ver-
öld nýta sér. íslenska ríkið stendur
berskjaldað gagnvart slíkum við-
skiptaháttum, enda er samningar
þess við Islenska erfðagreiningu
hreinn aulasamningur.
Veriðveláverði
Um 85-90% þjóðarinnar eru yfir
sig hrifin af starfsemi íslenskrar
erfðagreiningar og eru væntanlega
tilbúnir að afhenda sjúkraskrár sín-
ar til fyrirtækisins í þágu vísindanna.
Trúnaður lækna og sjúklinga er orð-
inn að söluvöru. Sú staðreynd að það
er verið að verðleggja og selja
sjúkraskýrslur heillar þjóðar, (nú
metið á 140 miljai’ða) en ekki læknis-
fræðilegar vísindarannsóknir, það er
mergur málsins, sem þjóðin verður
að skilja. Auðhyggja og siðferði eiga
sjaldnast samleið, en sá áróður sem
viðhafður hefur verið til að koma
þessum gagnagrunni á koppinn er
afar ógepfelldur. Þar hafa forgangs-
menn íslenskrar erfðagreiningar
o.fl. nýtt sér til hins ýtrasta gamal-
Frá Jóhönnu B. Wathne:
ENGIR þegnar þjóðfélagsins eiga
eins mikinn rétt til góðrar afkomu og
aldi’aðir (máttarstólpar þjóðfélags-
ins), sem hafa unnið fyrir sér og sín-
um allt sitt líf, og eru nú komnir að
leiðarlokum. Alltaf þjónað öðrum, en
aldrei verið þjónað af neinum, alltaf
fómað, margir hveijir aldrei borðað
á hóteli og látið þjóna sér til borðs,
aldrei getað eytt neinu umfram nauð-
þurftir, aldrei borðað dýra máltíð á
hóteli sem getur kostað jafn mikið og
alþýða manna getur brauðfætt fjöl-
skyldu sína á í marga daga. Það eru
aldraðir borgarar sem hafa borgað
skatta og skyldur. Margt af þessu
gróna velvild og hjálpsemi þjóðar-
innar í heilbrigðis- og mannúðarmál-
um og ávallt látið í það skína að
stofnun og rekstur fyrirtækisins
væri einungis í þágu þjóðarinnar.
Nú ættu augu þjóðarinnar að hafa
opnast, markaðssetning heilsufars-
upplýsinga Islendinga sem söluvara
erlendra stórfyrirtækja og verð-
bréfamarkaða, eins og ég reyndar sá
þetta fyrirbæri fyrir mér við stofnun
þess og skrifaði um blaðagrein á sín-
um tíma. Hvort ég gerist jafn sann-
spár nú eins á þá þegar Kári Stefáns-
son sneri heim og hafði endaskipti á
Davíð Oddssyni og öðrum auðtrúa
sálum skýrist í tímans rás, en mér
býr í brjósti að Kári fari frá föður-
landinu meðan verðbréfagosið er í
hámarki með sína milljarða og eftir
standi „dulkóðaðar" sjúkraskrár og
verðbréfahaugar til minningar um
þennan ástsæla vísindamann, sem
öllu vildi fóma fyrir land og lýð.
fólki hefur aldrei átt eigin íbúð, alltaf
verið leigjendur og nú heldur því
áfram, þegar þrekið minnkar til lík-
ama og sálar.
Afkoma aldraðra er því afar þröng.
Þetta var vinnandi alþýðan sem ber
uppi hag þjóðanna og skapað hefur
núlifandi þegnum þá aðstöðu sem við
nú lifum við í dag, til sjós og lands.
Margt þarf að borga, húsaleigu,
fæði, húshjálp vegna þróttleysis, bíla
til læknis og lyfjaafgreiðslu og ýmis-
legt í daglegum þörfum.
Þetta eru máttarstólpar þjóðar-
innai’.
JÓHANNAB. WATHNE,
Lindargötu 61, Reylqavík.
KRISTJÁN PÉTURSSON,
fyrrv. deildarstjóri.
Afkoma aldraðra
Ert þú í loftpressu-
hugleiðingum?
Komdu þá við hjá
AVS Hagtæki hf.
Við hjálpum þér að meta stærð
loftpressunnar með tilliti til
afkastaþarfar.
Stimpilpressur og skrúfupressur
í mörgum stærðum og gerðum,
allt upp í fullkomna skrúfu-
pressusamstæðu (sjá mynd)
Eigum einnig loftþurrkara í
mörgum gerðum og stærðum.
Gott verð - góð þjónusta!
Til sýnis á staðnum
PAÐ LIGGUR í LOFTINU
AVSHAáTÆICl HF=
Akralind 1, Kópavogi,
sími 564 3000.
ROLLINGAR opna í dag
eftir glæsilegar breytinsar
Kringlan 4-12
sími 568 6688