Morgunblaðið - 08.03.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.03.2000, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þjófidajir Strútur fjajlkirkja; Hrútfell Þursaborgir. Húsaféll Ceitlands- Leiðir skiljast og hér fannst Guðmundur á Langjökli Þórísjökull 10 km Bláfell Skolla-,^ hvilftí M Aætluð útlína flóðsins án varnargarðs Útlínur snjóflóðsins frá 1995 Snjóflóðið úr Bæjargili fyrir ofan Flateyri í síðustu viku Snjóflóðið fór 11 metra upp á garðinn Snjóflóðavamargarðamir á Flat- eyri sönnuðu tvímælalaust gildi sitt í snjóflóðinu sem féll úr Innra-Bæjar- gili fyrir ofan Flateyri í síðustu viku, að sögn Tómasar Jóhannessonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu ís- lands, en ef garðsins hefði ekki notið við eru líkur til þess að snjóflóðið hefði náð til efstu húsanna í þorpinu. Snjóflóðið er eitt það allra stærsta sem fallið hefur úr Bæjargili, en þó er talið að það sé ekki alveg eins stórt og flóð sem féll úr gilinu árið 1974 og er það stærsta sem vitað er til að fallið hafi á þessum stað. Tómas sagði að varnargarðurinn hefði beint flóðinu alveg frá byggð- inni. Hann breytti stefnu þess um 25 gráður og beindi því út í sjó. Það fór hæst 11 metra upp á garðinn og eru þá ennþá 6-7 metrar eftir upp á garðinn. Snjóflóðið sem féll mánudaginn 28. febrúar 2000 Snjofloðið sem fell 21. febrúar 1999 Menn geta bjargað lífí sínu með því að grafa sig rétt í fönn Holan þarf helst að vera íhvolf að innan hæð (m.y.s.) 120 /— Garðtoppur \ /— Ummerki eftir flóðið Hlíð-//vX<,. Lengd samsiða garði (m) 0 100 200 300 FLATEYRI Rekstur björgunartækja skattlagður eins og atvinnurekstur Björgunarsveitarmenn ósáttir við skattlagningu ríkisins Nær yfir 90 þúsund fermetra svæði Flóðtungan nær yfir 90 þúsund fermetra svæði og telur Veðurstofan að um 108 þúsund rúmmetrar eða um 43 þúsund tonn af snjó hafi skrið- ið fram. Flóðið er um 200 metra breitt þegar það skellur á vestari snjóflóðavarnagarðinum, en með- fram garðinum er það um 50 metrar á breidd. Það er 2-3 metra þykkt við garðinn, en þynnist í átt frá garðin- um, að sögn Tómasar og áætlað er að hraði þess við garðinn hafi verið um 30 metrar á sekúndu eða um 110 km á klukkustund. Talið er að flóðið hafi fallið milli klukkan 1 og 2 eftir hádegi á mánu- daginn í síðustu viku. Svo virðist sem ekkert kóf hafi farið yfir garðinn og því urðu menn þess ekki varir fyrr en komið var að því. Sigurður sýnir myndir af hestum SIGURÐUR Sigmundsson frá Syðra-Langholti hefur opnað Ijós- myndasýningu í nýrri aðstöðu ís- hesta skammt frá Kaldárselsvegi í Hafnarfirði. Sigurður hefur tekið hestamyndir um langt árabil. Á sýningunni eru 17 myndir sem Sigurður hefur tekið af hestum, jafnt í haga sem og í reið, víðs vegar um landið. Flestar eru myndirnar teknar á síðastliðnu ári. Myndirnar verða til sýnis fram í maí og eru þær aliar til sölu. Myndin sýnir Sigurð standa við stærstu myndina sína á sýning- unni, sem var tekin á Horni í Hornafirði. Sýningin er opin frá kl. 8-17 alla daga vikunnar. SAMKVÆMT upplýsingum úr gögnum Landsstjórnar björgunar- sveita má ætla að farið hafi verið í um 50 björgunaraðgerðir stórar sém smáar frá áramótum víða um land. Stærstu aðgerðirnar eru mönnum enn í fersku minni og er þar skemmst að minnast þess er 1500 manns var bjargað úr Þrengslum þar sem allir snjóbílar og jeppar á Suðvesturlandi voru virkjaðir. Þá eru ótaldar ýmsar að- gerðir vegna óveðursútkalla á ár- inu og umfangsmikil leit að vél- sleðamanni á Langjökli þar sem 300 manns tóku þátt í leitinni. Alls 17 snjóbílar, 72 vélsleðar og tugir jeppa voru notaðir við leitina. Dregið verði úr skattlagningu Þrátt fyrir að talsmenn Slysa- varnafélagsins Landsbjargar telji samstarf við yfirvöld gott, að því er varðar ívilnanir vegna innflutn- ings á nýjum björgunartækjum, telja þeir engu síður að yfirvöld þurfi að koma enn frekar til móts við þarfir sveitanna einkum með því að draga úr skattlagningu á sjálfum rekstri björgunartækj- anna. MÖRG dæmi eru þess hérlendis að villtir menn til fjalla hafi bjargað lífi sínu með því að grafa sig í fonn í aftakaveðri. Nýlegasta dæmið er frá síðustu helgi þegar vélsleða- maðurinn Guðmundur Skúlason gróf sig í fönn á Langjökli. Hann varð eins og kunnugt er viðskila við félaga sinn á jöklinum um hádegið á laugardag í óveðri og hafðist við í fönninni til klukkan 15 í gær eða f um 50 klukkustundir. Guðmundur sagði er hann bjarg- aðist, að nóg hefði verið að sýsla við að moka snjó úr holunni og halda öndunaropinu hreinu, en það mun vera eitt það mikilvægasta sem huga þarf að í slíkum aðstæðum. Loginn segir til um súrefnið Þegar Morgunblaðið leitaði eftir því hjá Snævari Guðmundssyni fjallalciðsögumanni, hvernig best væri að haga holugreftri og tryggja sem skásta vist f holunni, sagði hann að menn styddust gjarnan við þá þumalfíngursreglu að kveikja á kerti inni í holunni ef það væri við höndina og fylgjast með loganum, sem segði til um súrefnismagnið. „Þessi þumalfingursregla hefur gagnast ýmsum. Ef fólk sér að týr- an fer að dofna þá má af því ráða að súrefnið fer minnkandi inni í hol- unni,“ segir Snævarr. Hann segir að ef holan sé rétt grafin ætti ekki að væsa um fólk ef það er vel klætt, en til þess að vistin verði fólki bæri- leg þarf að hafa nokkur mikilvæg atriði í huga. „Fyrsta Iykilatriðið er að ganga þannig frá holunni þannig að hún sé íhvolf að innan svo þakið sigi ekki niður og rakinn sem safn- ast fyrir f loftinu renni niður með veggjum. Þá er mjög mikilvægt að hvfldarstallur í holunni sé ofar Að sögn Kristbjörns Óla Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar, eru menn mjög ósáttir við að þungi björgunartækja skuli vera skatt- lagður eins og um atvinnurekstur væri að ræða. „Sem dæmi má nefna að á síðasta ári komu til ný gjöld á vöruflutningatæki yfir ákveðinni stærð sem gerir það að verkum að nú þarf að greiða um 100 þúsund krónur á ári í skatt af þeim,“ segir Kristbjörn. „Þessi tæki eru mjög lítið notuð eða að- eins til að flytja snjóbfla og það íþyngir mönnum mjög þegar svo innganginum vegna þess áð kuld- inn leitar niður á við.“ Snævarr bendir einnig á mikil- vægi þess að að halda innganginum opnum svo súrefnið gangi ekki til þurrðar. „Snjór safnast mjög hratt. fyrir framan við munnann í vondu veðri og því þarf að vera mjög vak- andi yfir því að holan lokist ekki. Þótt ekki þurfi að væsa um fólk í vel gerðri holu er engu að síður nauðsynlegt að vera vel klæddur, helst i vatnsheld föt til að verjast rakanum sem myndast inni í hol- unni. Búast má við að hitinn sé við frostmark í holunni og ef svefnpoki er ekki meðferðis má t.d. nota bak- poka til að setjast á og einangra sig firá snjónum. Einnig má stinga fót- unum ofan í bakpokann til að halda hita á þeim og þá er best að losa skóreimar til að tryggja óhindrað blóðstreymi til fótanna," segir Snævarr Guðmundsson. Aldraðri konu bjargað ALDRAÐRI konu var bjargað úr íbúð sinni við Vatnsstíg í gær og henni komið á sjúkra- hús með minniháttar reykeitr- un eftir að reykur fór um íbúð- ina vegna pönnu sem gleymdist á eldavél sem kveikt var á. Enginn eldur varð þó laus. Lögreglumenn úr lögregl- unni í Reykjavík náðu konunni út úr íbúðinni. Slökkvilið Reykjavíkur var kvatt á vett- vang og reykræstu slökkviliðs- menn íbúðina á skammri stund. há rekstrartala leggst ofan á venjulegan rekstur." Kristbjörn segir ennfremur að björgunarsveitir í landinu þurfi að auki að kaupa eldsneyti og al- mennar rekstrarvörur á fullu verði að meðtöldum þeim tollum og gjöldum sem hvíla á þeim. „Við höfum alltaf vakið athygli á því þegar við lendum í skattlagn- ingu, sem er í rauninni ætluð öðr- um. Það er hins vegar mjög erfitt að vera með eilíf undantekning- arákvæði þar að lútandi enda þarf mikla vinnu til að gera slíkar und- antekningar."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.