Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Lögreglumaður
sýknaður af ákæru
í kjölfar stórslyss
Lélegir
hemlar
líklegasta
orsök
slyssins
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur sýknað lögreglumann úr lög-
reglunni í Reykjavík af ákæru fyr-
ir brot á hegningar- og umferðar-
lögum m.a. með því að aka
lögreglubifreið gegn rauðu Ijósi og
því skollið á einkabifreið svo öku-
maður hennar slasaðist lífshættu-
lega.
Lögreglumaðurinn var í útkalli
þegar slysið varð og ók eftir
Snorrabraut snemma morguns 24.
febrúar 1999. Honum var gefið að
sök að hafa ekið gegn rauðu ljósi,
án þess að nota forgangshljóð-
merki inn á gatnamót Egilsgötu og
Snorrabrautar án nægilegrar að-
gæslu og of hratt miðað við að-
stæður. Dómurinn taldi m.a.
ósannað að sú væri raunin, enda
væri bilun í hemlabúnaði lögreglu-
bifreiðarinnar langlíklegasta orsök
slyssins. Nokkrir lögreglumenn
báru að hemlar bifreiðarinnar
hefðu verið bilaðir áður en ákærði
fór á henni í útkallið. Félagi lög-
reglumannsins sem var með hon-
um í bifreiðinni bar að hann hefði
ekið á 60 km hraða á klst.
----^4-4----
Deiliskipulag
Dyrhólaeyjar
Þrjár at-
hugasemd-
ir bárust
ÞRJÁR athugasemdir bárust
skrifstofu Mýrdalshrepps við fyr-
irliggjandi tillögu að deiliskipulagi
fyrir Dyrhólaey. Sveitarstjórinn
segir að tvær séu jákvæðar ábend-
ingar en í hinni þriðju sé lögmæti
skipulagningarinnar dregið í efa.
Tillaga að deiliskipulagi Dyr-
hólaeyjar var kynnt á dögunum og
íbúum og öðrum hagsmunaaðilum
gefinn kostur á að koma fram með
athugasemdir. Bændur í Dyrhóla-
hverfi hafa gert athugasemdir við
það hvernig staðið hefur verið að
skipulagsvinnunni, dregið lögmæti
þess í éfna og gagnrýnt lítið sam-
ráð við þá.
Skipulagið og athugasemdirnar
fara nú til umfjöllunar hjá skipu-
lags- og byggingarnefnd Mýrdals-
hrepps og þaðan fyrir hrepps-
nefnd. Niðurstaðan fer til
Skipulagsstofnunar og að lokum
verður óskað staðfestingar ráð-
herra.
4-f+
Tvær bfl-
veltur við
Breiðablik
Miklaholtshreppur - Tveir bílar uítu
með stuttu millibili á Snæfellsnesi sl.
mánudag. Geysileg hálka var þá á
sunnanverðu nesinu. Fyrst valt jeppi
á hliðina við afleggjarann að félags-
heimilinu Breiðabliki og tveimur
tímum síðar valt annar jeppi við af-
leggjarann að bænum Fáskrúðar-
bakka. Báðir bílarnir eru mikið
skemmdir. Ekki urðu hins vegar slys
á fólki og þykir það mesta mildi.
-
FRÉTTIR
Utanríkisráðherra um yfírlýsingar forseta Riisslands
Betri samskipti Rússa
við V esturlönd mikilvæg
Morgunblaðið. St. Pdtursborg. "
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra seg-
ir það uppörvandi að Pútín, forseti Rússlands,
útiloki ekki að Rússar sæki um aðild að Atl-
antshafsbandalaginu, NATO, í framtíðinni.
„Ég lét þau ummæli falla fyrir löngu að það
ætti ekki að útiloka að Rússland yrði aðili að
Atlantshafsbandalaginu einhvern tímann í
framtíðinni. Hins vegar tel ég að það sé mjög
langt í að það gerist. í gildi er samstarfssamn-
ingur milli Atlantshafsbandalagsins og Rúss-
lands, en eftir Kosovo-átökin hefur sá samning-
ur virkað mjög lítið. Við íslendingar vorum
hvatamenn að því að Robertson færi til Moskvu
til viðræðna við rússneska ráðamenn til þess að
koma samskiptum NATO við Rússa í eðlilegt
horf. Það gekk eftir og ég tel að sú ferð hafi
verið til góðs.
Að mínu mati er gott að heyra þennan tón
frá Rússlandi, en þar hefur ríkt mikill misskiln-
ingur í garð NATO og fyrir hvað bandalagið
stendur. Þennan misskilning má rekja aftur til
Sovétríkjanna þegar allt illt í heiminum var
rakið til bandalagsins. Almenningur í Rússlandi
hefur fengið mjög ranga mynd af Atlantshafs-
bandalaginu. Það er því uppörvandi þegar rúss-
neskur forystumaður kemur með ummæli af
þessu tagi sem bendir til þess að hann geri sér
grein fyrir mikilvægi þess að eiga aukin og
betri samskipti við Vesturlönd,“ segir Halldór.
Hann segir að á þessu stigi muni hann ekki
tjá sig um hvort ísland muni styðja við bakið á
Rússum ef af aðildarumsókn þeirra að banda-
laginu verði.
Gagnvirkt samskiptakerfí foreldra og grunnskóla á Netinu kynnt
Morgunblaðið/Sverrir
Skólatorgið, nýtt samskiptakerfi foreldra og grunnskóla á Netinu, var kynnt í Háskóla Reykjavíkur á laug-
ardaginn. Frá vinstri: Ásgeir Friðgeirsson hjá Strik.is, Þorbjörg Þorsteinsdóttir kennari, Arni Sigfússon,
framkvæmdastjóri Tæknivals, Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Selásskóla og Jón Eyíjörð Friðriksson,
starfsmaður í sölu- og markaðsdeild Skýrr.
Skóla-
torgið
hefur
starfsemi
í haust
ÞRJÚ upplýsingatæknifyrirtæki,
Tæknival, Skýrr og Strik.is, ásamt
Selásskóla hafa unnið að þróunar-
verkefni, sem miðar að því að nýta
kosti Netsins til að auka og efla
samskipti heimila og skóla. Hið
nýja samskiptakerfi var kynnt á
blaðamannafundi í Háskóla
Reykjavíkur á laugardaginn, en
það hefur hlotið nafnið Skólatorg
og mun standa öllum grunnskól-
um landsins til boða í haust. Hug-
myndin að Skólatorginu er komin
frá Hafsteini Karlssyni, skóla-
stjóra Selásskóla, og Þorbjörgu
Þorsteinsdóttur kennara.
„Mikilvægi góðra samskipta
milli heimila og skóla hefur aukist
með aukinni atvinnuþátttöku for-
eldra og lengri daglegum og ár-
legum skólatíma barna,“ sagði
Hafsteinn. „Foreldrar vilja fylgj-
ast með og hafa áhrif á það sem
börn þeirra eru að gera á daginn
og þeir vilja veita þeim þann
stuðning við nám og störf í skólan-
um sem þeim ber, enda gerir sam-
félagið æ meiri kröfur um form-
lega menntun og skólagöngu.“
Hægt að fylgjast með skóla-
starfí barnanna
Hafsteinn sagði að í gegnum tíð-
ina hefðu samskipti heimila og
skóla verið fremur einhliða og að
Skólatorginu væri ætlað að bæta
úr því.
„Foreldrar fá skriflegar til-
kynningar sendar heim, þeir þurfa
að mæta á fundi eða í viðtöl í skól-
anum eða hringja á ákveðnum
tíma. Þetta getur bæði verið tíma-
frekt og erfitt þar sem foreldrar
eiga erfitt með að koma eða
hringja á tilteknum tímum. I lang-
flestum tilvikum eru samskiptin
því í lágmarki. Skólatorgið miðar
að því að auðvelda foreldrum sam-
skipti við skólann og auðvelda
kennurum samskipti við foreldra.“
Áætlað er að Skólatorgið muni
ná til rúmlega 107 þúsund lands-
manna sem tengjast börnum á
grunnskólaaldri. Til þess að tengj-
ast Skólatorginu þarf viðkomandi
að hafa aðgang að Netinu. Haf-
steinn sagði að á Netinu gætu for-
eldrar síðan tengst vef skólans og
þar farið inn á vefsíðu fyrir við-
komandi bekk. Hann sagði að
kennarar myndu halda dagbók og
því gætu foreldrar ætíð séð hvað
börnin væru að gera í skólanum á
daginn. Þá gætu foreldrarnir sent
kennurum skilaboð eða skoðað
hvaða heimavinnuverkefni hefðu
verið sett fyrir bekkinn.
Á Skólatorginu geta foreldrar
því fylgst betur með námi og
gengi barna sinna í skólanum og
veitt þeim meiri stuðning en ella.
Kennarar munu eiga auðveldara
með að koma til móts við mismun-
andi getu og þarfi nemenda, sam-
starf þeirra við foreldra verður
skilvirkara, léttara verður að taka
á erfiðum málum, s.s. agamálum,
og skráning á skilum á heima-
vinnu og verkefnum verður ein-
faldari.
Eins og áður sagði er hugmynd-
in að Skólatorginu komin frá Sel-
ásskóla en hún þróaðist síðan út í
samstarfsverkefni milli skólans og
fyrirtækjanna þriggja. Hafsteinn
sagði að þetta verkefni markaði
tímamót, þar sem þetta væri í
fyrsta skipti sem skóli færi af eig-
in frumkvæði í samstarf við einka-
fyrirtæki um þróun starfs í upp-
lýsingatækni.
Tæknival leggur Selásskóla til
tæki, tölvur, stafrænar myndavél-
ar, prentara og annan nauðsynleg-
an búnað. Tæknival stýrir enn-
fremur í upphafi samstarfi um
tæknilausnir og nýjungar við önn-
ur fyrirtæki sem verkefninu
kunna að tengjast.
Skýrr leggur til hýsingu sem og
væntanlega dreifingu og notenda-
þjónustu. Fyrirtækið tók við
rekstri Menntanetsins þann 1.
desember síðastliðinn, en hlutverk
þess er einmitt að veita skólum og
öðrum menntastofnunum aðgang
að Netinu og ýmsa þjónustu sem
því fylgir.
Framlag Striks.is til Skóla-
torgsins felst í þeim samskiptatól-
um, sem til eru á Strikinu, þ.e.
vefpósti, dagbók og spjallþræði.
Skólatorgið mun einnig njóta góðs
af þróun nýrra samskiptatóla á
Strikinu.
Samkeppnisstofnun fellst á sjónarmið Frjálsra fjarskipta
Netsíminn braut
gegn reglum um
auglýsingar
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
úrskurðað að auglýsingar Skímu/
Netsímans, sem er í eigu Lands-
símans, brjóti gegn reglum stofn-
unarinnar um verðupplýsingar í
auglýsingum. Samkeppnisstofnun
hefur beint þeim tilmælum til
Netsímans að framvegis verði þess
gætt að fullt verð þjónustu verði
birt í öllum auglýsingum og kynn-
ingu á gjaldskrá fyrirtækisins.
Frjáls fjarskipti kvörtuðu yfir
auglýsingu Netsímans, sem birtist
í Morgunblaðinu í lok janúar. Þar
var verð Netsímans á símtölum
gefið upp, en þess ekki getið að
notandinn þarf að greiða byrjunar-
gjald, kr. 3.32, hvort sem símtali
er svarað eða ekki.
í úrskurðinum frá 3. mars segir
að Samkeppnisstofnun telji ljóst að
það verð fyrir símtöl til útlanda
sem Netsíminn auglýsir og gjald-
skráin sýnir sé ekki í samræmi við
það verð sem neytendur greiða
fyrir þjónustuna. „Til að upplýs-
ingar um gjaldskrá Netsímans
uppfylli ákvæði samkeppnislaga
verður gjaldskráin að sýna fullt
gjald þjónustunnar. Ekki skiptir
máli að hluti gjaldsins rennur til
annars fyrirtækis en Netsímans.
Þannig telur Samkeppnisstofnun
að skýrt verði að koma fram í
auglýsingum að til viðbótar mín-
útugjöldum greiðist alltaf kr. 3.32
fyrir hverja hringingu í símanúmer
Netsímans, 1100. Þá þurfi að koma
fram hvort um sé að ræða dag- eða |
kvöldtaxta. Einnig þurfi að koma
fram að sé GSM- eða NMT-sími
notaður sé gjaldið hærra.“
í fréttatilkynningu frá Frjálsum
fjarskiptum hf. segir að fyrirtækið
fagni þessari niðurstöðu Sam-
keppnisstofnunar. Fyrirtækið vilji
jafnframt taka fram að auk þess
aukagjalds sem leggst ofan á net-
síma og netfyrirtækjum ber að
skýra frá en hafa trassað sé net-
síminn á veraldarvefnum og bjóði t
ekki upp á sömu gæði eða öryggi
eins og línur Frjálsra fjarskipta
eða Landssímans.