Morgunblaðið - 08.03.2000, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Borgarafundur um atvinnu- og byggðamál í Ólafsfirði
Guðmundur Guðmundsson, Byggðastofnun, Svanfríður Jónasddttir, Sam-
fylkingu, Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesi, Tdmas Ingi 01-
rich, Sjálfstæðisflokki, Steingrímur J. Sigfússon, Vinstrihreyfingu - Grænu
framboði og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra á fundinum í Ólafs-
firði. Á bak við eru Halldór Blöndal forseti Alþingis og Benedikt Guðmun-
dsson fundarstjóri.
Morgunblaðið/Helgi
Ólafsfirðingar íjölmenntu á fund um atvinnu- og byggðamál í Tjarnarborg á laugardag.
OLAFSFIRÐINGAR fjöl-
menntu í Tjarnarborg á
laugardag en þar var
haldinn fundur um at-
vinnu- og byggðamál, en blikur hafa
verið á lofti í Olafsfirði síðustu vikur
og nokkurt atvinnuleysi í bænum.
Anna María Elíasdóttir, forseti
bæjarstjórnar Ólafsfjarðar, ræddi
um þá blóðtöku sem brottflutningur
fólks úr smærri byggðarlögum hefði,
m.a. með þyngri byrðum á bæjarsjóð
og einnig á félagslífið. Þá nefndi hún
að til að mynda í Ólafsfirði vantaði
nánast aldurshópinn 17 til 30 ára,
fólk færi til að afla sér menntunar og
kæmi fæst til baka að nýju. í mörg-
um tilvikum flyttu svo foreldrarnir
þangað sem börnin settust að. Anna
María sagði mikilvægt að ungmenni
gætu lokið framhaldsnámi í heima-
byggð sinni og nefndi í því sambandi
að vont hefði verið að missa fram-
haldsdeild sem var við Gagnfræða-
skólann í Ólafsfirði. Hvert ár sem
foreldrar gætu haldið í unglinginn
sinn væri mikilvægt. Nú þyrfti fólk
að kosta miklu til að senda ungling-
ana í framhaldsskóla, en kostnaður-
inn væri um hálf milljón á ári.
Snjólaug Asta Sigurfinnsdóttir,
formaður bæjarráðs, sagði í ávarpi
sínu að Ólafsfirðingar þyrftu að
horfa til framtíðar, mikið rót hefði
verið í atvinnulífi í bænum undan-
Hitastilttir ofnlokar
■ Fínstilling “með einu handtaki”
■ Auðvelt að yfirfara stiilingu
• Lykill útilokar misnotkun
• Minnstu rennslisfrávik
• Hagkvæm rennslistakmörkun
Heimeier - Þýsk nákvæmni
álSmOinf* m
T6Í1GI
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089
Fást í byggingavöruverslunum um land allt
Þurfum að bretta
upp ermarnar
og berjast
Alvarleg staða í atvinnumálum Ólafsfjarðar
var til umræðu á fjölmennum fundi í bæn-
um þar sem mættu m.a. þingmenn kjör-
dæmisins. A fundinum kom fram að heilu
árgangar ungs fólks væru fluttir úr bænum.
Hörð gagnrýni kom fram á stjórnvöld fyrir
að bregðast ekki við vandanum.
farin ár, en nú þyrftu bæjarbúar svo
sannarlega að bretta upp ermar og
berjast fyrir sínu. Hún taldi ekki
óraunhæft að í Ólafsfirði gætu skap-
ast störf á sviði upplýsingatækni,
m.a við skráningu gagna af ýmsu
tagi, en slíkt færi vaxandi í þjóðfé-
laginu. Einnig nefndi hún að með til-
komu jarðganga milli Ólafsfjarðar
og Siglufjarðai- gætu skapast mörg
störf tengd ferðaþjónustu. Með jarð-
göngum skapaðist einnig grundvöll-
ur til að stofna framhaldsskóla við
utanverðan Eyjafjörð sem ekki veitti
af því svæðið væri fátækt af ungu
fólki. „Neyðin kennir naktri konu að
spinna. Nú er neyð í Ólafsfirði, en
enn er hægt að spinna nýjan þráð og
þá getum við skartað nýjum kjól á
nýrri öld,“ sagði Snjólaug Ásta.
Björn Snæbjörnsson, formaður
Einingar Iðju, sagði óöryggi í at-
vinnumálum í Ólafsfirði um þessar
mundir svo sem oft áður og mikill
fjöldi á atvinnuleysisskrá, flestir úr
röðum Einingar Iðju. í Ólafsfirði
væri til staðar mikil þekking í fisk-
vinnslu, en nú væri svo komið að
þrátt fyrir að kvóti væri í byggðar-
laginu væri allur fiskur unninn úti á
sjó - vinnufúsar hendur í landi hefðu
lítið að gera. Nefndi Björn að til
væru sjóðir sem hægt væri að sækja
í fé vegna endurmenntunar og gera
fólk hæfara til að takast á við ný
störf. Verkalýðsfélagið hefði sótt um
slíka styrki en ekkert fengið þrátt
fyrir að þörfin væri brýn.
Aldrei jafnmargir
flust af svæðinu
Hann sagði ástandið í Ólafsfirði
óþolandi og bráðnauðsynlegt að þar
yrði breyting á. Hann taldi vilja vera
fyrir því meðal ráðamanna að stöðva
straum fólks suður á höfuðborgar-
svæðið, en svo virtist sem embættis-
menn í ráðuneytum væru ekki búnir
að meðtaka boðskapinn, ekkert
mætti flytja út á land. Hann nefndi
að samkvæmt tölum sem teknar
hefðu verið saman hjá verkalýðsfé-
laginu hefðu aldrei flutt jafnmargir
af Eyjafjarðarsvæðinu og nú. Fólk
virtist hafa misst trúna á að eitthvað
gerðist á svæðinu. Hann nefndi að
fyrirtæki sem hefðu starfsemi bæði
á Akureyri og Reykjavík greiddu
ekki sömu laun til starfsmanna
sinna, launin væru lægri á Akureyri.
„Fólk sættir sig ekki lengur við
þetta.“
Á fundinum kynnti Guðmundur
Guðmundsson hjá Byggðastofnun
áætlanir stofnunarinnar vegna mik-
illa búferlaflutninga af landsbyggð-
inni. Hann sagði vandann mikinn í
Ólafsfirði og gæti vegna hans þurft
að grípa til sértækra aðgerða. Taldi
Guðmundur brýnt að t.d. atvinnu-
þróunarfélag greindi vandann og
lýsti yfir að Byggðastofnun væri til-
búin að taka þátt í þeirri vinnu.
Vinnum saman af
einurð og skynsemi
í máli Sigurgeirs Sigurðssonar,
bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, kom
fram að áætlanir gerðu ráð fyiir að á
næstu tveimur áratugum myndi
fólki fjölga um 50-60 þúsund á höfuð-
borgarsvæðinu og sæju sveitar-
stjómarmenn raunar fram á stök-
ustu vandræði í framtíðinni ef ekki
yrði lát á þeim straumi fólks af
landsbyggðinni til höfuðborgar-
svæðisins sem verið hefði síðustu ár.
Því fylgdi gífurlegur kostnaður en
áætlað væri að um 40 milljarða kost-
aði einungis að byggja upp þjóðvegi í
þéttbýlinu og nokkru lægri upphæð
færi í byggingu skólamannvirkja.
„Við verðum að snúa bökum saman
og draga úr þessum straumi og
vinna að því af einurð og skynsemi,"
sagði Sigurgeir.
Hann sagði brýnt í því sambandi
að styrkja Eyjafjarðarsvæðið þann-
ig að þar myndi á næstu árum verða
35-40 þúsund manna byggð sem þá
gæti keppt við höfuðborgarsvæðið,
en öflugur byggðarkjarni í Eyjafirði
myndi hafa áhrif langt út fyrir það
svæði, austur í Þingeyjarsýslur og
vestur í Skagafjörð. Hann kvaðst á
móti því að drita stofnunum hand-
ahófskennt um landið, það hefði ekk-
ert upp á sig, betra væri að byggja
upp sterka byggðarkjarna, sem
gætu verið kjölfestan í byggðarlag-
inu.
Byggðastefna til en fram-
kvæmdin hefur brugðist
Valtýr Sigurbjarnarson, atvinnu-
ráðgjafi hjá Nýsi, benti á að finna
mætti skýrslur um uppbyggingu
stjómsýslu á landsbyggðinni allt aft-
ur til ársins 1970 og oft hefðu áform-
in verið stórhuga, en minna orðið um
framkvæmdir. Þannig hefði störfum
á vegum hins opinbera fjölgað í
Reykjavík og Reykjanesi á árinu
1994-’97 þvert ofan í áætlanir um
annað, stefnt hefði verið að fækkun
opinberra starfa þar en fjölgun út
um landið.
Valtýr sagði að vissulega væri til
byggðastefna en framkvæmd henn-
ar hefði algjörlega bnigðist, hverju
svo sem væri um að kenna. „Það hef-
ur kostað íbúa landsbyggðarinnar
gífurlegar fórnir og raunar þjóðfé-
lagið allt, en ég tel að enn sé hægt að
grípa í taumana, það er ekki orðið of
seint, en til þess þarf einbeittan
vilja,“ sagði Valtýr.
Allir þingmenn kjördæmisins
voru á fundinum í Ólafsfirði og sagði
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, í
ávarpi að miklu skipti að opna jarð-
göng yfir til Siglufjarðar. Þar væri
uppi sú staða að vantaði fólk til
starfa, en atvinnuleysi væri í Ólafs-
firði. Með tilkomu jarðganga yrði
um eitt atvinnusvæði að ræða. Von-
aðist Halldór til að hægt yrði að
bjóða gerð jarðganganna út í árs-
byrjun 2002 og hefjast handa þá um
vorið.
Halldór kvaðst einnig vilja sjá
framhaldsskóla við utanverðan
Eyjaíjörð og þá nefndi hann að búið
væri að taka ákvörðun um að flytja
fjarvinnslu til Ólafsfjarðar, en drátt-
ur hefði orðið á að af því gæti orðið.
Grunnurinn yrði að vera traustur.
Meðal þess sem væri verið að skoða
væri margvísleg skráning fyrir
dómsmálaráðuneytið. Gat Halldór
þess að þingmenn kjördæmisins
myndu standa af alefli með Ólafs-
firðingum varðandi þær hugmyndir
sem fram kæmu um uppbyggingu
atvinnulífs á staðnum.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
ráðherra, sagði að verið væri að
vinna úr hugmyndum sem fram
hefðu verið settar í skýrslu um ýmis
þau verkefni sem hægt væri að vinna
á landsbyggðinni, en miklar vænt-
ingar hefðu verið bundnar við þá
skýrslu. Valgerður sagði mikilvægt
að byggja upp mótvægi við höfuð-
borgarsvæðið og hefði Eyjafjarðar-
svæðið þar ákveðinn forgang. Hún
sagði ýmsar nýjungar í atvinnulífið í
Ólafsfirði sem bæri að hlúa að.
Grípa þarf í taumana
Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri-
hreyfingu - grænu framboði, sagði
áföll í atvinnulífi í bænum hafa leitt
til þess að atvinnuleysi væri nú
meira í Ólafsfirði en víðast annars
staðar. Augljóst væri að bærinn
þyldi ekki viðvarandi atvinnuleysi og
því þyrfti að grípa í taumana. Stjórn-
völd yrðu að styðja við bak heima-
manna, þá væri spuming hvort sér-
stök átaksverkefni gætu snúið
þróuninni við, líkt og gert var á at-
vinnuleysisárunum upp úr 1990.
Ætti að flytja starfsemi á vegum
hins opinbera út á land þyrfti það að
gerast núna, ekki 2002. Loks nefndi
hann að mikilvægt væri að styrkja
landvinnsluna og auka hlut strand-
veiðanna.
Svanfríður Jónasdóttir, Samfylk-
ingu, batt vonir við að með jarðgöng-
um til Siglufjarðar yrði styrkari
stoðum rennt undir atvinnulífið og
byggðarlögin tengd saman í stærra
og öflugra svæði. Hún sagði ömur-
legt að horfa upp á þær áætlanir sem
gerðar hefðu verið til að efla byggð í
landinu og hverjar efndirnar hefðu
orðið. Nú væri brýnt að auka tæki-
færi fólks til endurmenntunar svo
það væri hæfara til að takast á við ný
störf, en miklar atvinnuháttabreyt-
ingar hefðu og væru að eiga sér stað.
Styðja uppbyggingu
framhaldsskóla
Nokkrar umræður urðu á fundin-
um og til að mynda voru þingmenn
spurðir um stuðning við uppbygg-
ingu framhaldsskóla í Ólafsfirði og
voru þeir allir jákvæðii- gagnvart
slíku. Þá var nefnt hvort þeir
væiu tilbúnir að beita handafli við
flutning ríkisstofnana út á land og
hvort þeir væru tilbúnir að fella nið-
ur fasteignaskatta á fyrirtæki á
landsbyggðinni til að liðka fyrir
flutningi þeirra. Nefnt var að aldrei
væri vandamál þegar störf væru
lögð niður á landsbyggðinni og m.a.
nefnt sýslumannsembættið í Ólafs-
firði í því sambandi. Þá bar fjarv-
innslumálin á góma, en bæði í Ólafs-
firði og Hrísey eru slíkar stöðvar
fyrir hendi en verkefni skortir. Val-
gerður Sverrisdóttir, iðnaðarráð-
herra, upplýsti að í lok þessa mánað-
ar ætti að liggja fyrir niðurstaða í því
máli. Þá var rætt um hversu erfið-
lega fyrirtækjum á landsbyggðinni
gengi að útvega lánsfjármagn,
bankakerfið virtist skorast undan
því að lána út á land. Þannig nefndi
Sigurjón Magnússon að Nýsköpun-
arsjóður hefði valdið miklum von-
brigðum, hlutverk hans væri að
styrkja ný atvinnutækifæri en hann
hefði engan veginn staðið undir því,
að minnsta kosti ekki hvað lands-
byggðina varðar.