Morgunblaðið - 08.03.2000, Síða 15

Morgunblaðið - 08.03.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 15 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Trésmíðafélag Reykjavíkur reisir hús í Efstaleiti Efstaleiti TRÉSMÍÐAFÉLAG Reykja- víkur mun innan skamms hefja framkvæmdir við 1.700 fermetra hús í Efstaleiti 5, á milli hús Rauða Kross íslands og heilsugæslustöðvarinnar. Hönnun hússins er lokið en hún var í höndum teiknistof- unnar Traðar. Að sögn Finnbjöms Her- mannssonar, fomianns Tré- smíðafélagsins, er stefnt að því að framkvæmdum verði lokið innan tveggja ára og verður húsið notað undir skrifstofur Trésmíðafélagsins auk annarra iðnaðarmanna- félaga. „Hugmyndin er sú að öll iðnaðarmannafélögin á Reykjavíkursvæðinu, að örfá- um undanskildum, flytji þang- að,“ segir Finnbjörn. Nú em iðnaðarmannafélög- Mynd/Teiknistofan Tröð Framkvæmdir við hús Trésmíðafélags Reykjavíkur hefjast innan skamms og er stefnt að því að þeim ljúki innan tveggja ára. Húsið verður reist í Efstaleiti 5, milli húss Rauða Kross Islands og heilsugæslustöðvarinnar. in saman á einni þjónustuskrif- stofu, sem er um það bil að sprengja utan af sér húsnæðið, en Finnbjöm segir að félögun- um sé mikill styrkur í því að vera í sameiginlegu húsnæði og að það auki möguleika á ýmiss konar samstarfi. „Þá erum við með miklu starfhæfari rekstrareiningu og þar að auki með miklu meiri fjölbreytni í allri starfsemi, því við leggjum saman í flestalla starfsemi, þvert á öll félög. Við leggjum til dæmis saman í alla fræðslustarfsemi okkar sem er almenns eðlis og allt félags- tengt starf,“ segir Finnbjöm. Fullt út úr dyrum í Múlakaffí Morgunblaðið/Ásdís Þeir Magnús Jónsson og Albert Guðmundsson fengu sér saltkjöt og baunir í Múlakaffi í hádeginu í gær. Saltkjötið alltaf jafnvinsælt Reykjavík FULLT var út úr dyrum í Múlakaffi í hádeginu í gær, en um 400 manns komu þangað gagngert til að halda Sprengidag hátíðleg- an og fá sér saltkjöt og baun- ir, að sögn Guðjóns Harðar- sonar, yfirmatreiðslu- meistara á Múlakaffi. „Þetta er alltaf jafn- vinsælt, enda erum við búnir að standa f þessu í 37 ár,“ sagði Guðjón. „Hingað koma mest vinnufélagar í hádeg- inu, en fjölskyldufólkið kem- ur á kvöldin." Guðjón sagðist ekki vilja gefa upp uppskriftina. „Við erum með okkar að- ferðir sem hafa mælst vel fyrir í gegnum tíðina, enda byggð á traustum grunni. Við söltum kjötið og verkum sjálfir." Ævar Johannesson valmn eldhugi ársins „Magnaður hugsuður og framkvæmdamaður“ Kópavogur Morgunblaðið/Ásdís Ævar Jóhannesson, t.v., tekur við viðurkenningu rotary- félaga í Kópavogi úr hendi Haralds Friðrikssonar, forseta Rotary-klúbbs íslands. Milli þeirra stendur Kristbjörg Þór- arinsdóttir, eiginkona Ævars, en lengst til hægri er Guð- mundur Arason, formaður Rotary-klúbbs Kópavogs. ÆVAR Jóhannesson, tækja- fræðingur Raunvísindastofn- unar Háskóla íslands, var valinn eldhugi ársins 1999 af Rotary-klúbbi Kópavogs á þriðjudag og í viðurkenning- arskyni var honum afhentur gripur, hannaður í Gulli og silfri. Ævar sagðist meta það mikils að fá viðurkenningu fyrir störf sín, en hann hefur um árabil stundað rannsókn- ir á lækningamætti jurta og framleitt seyði af lúpínurót, hvannarót og fleiri íslenskum jurtum, sem krabbameins- sjúklingar og fleiri sjúkling- ar hafa endurgjaldslaust get- að neytt sér til heilsubótar. Guðmundur Arason, for- maður Rotary-klúbbs Kópa- vogs, sagði, við afhendingu viðurkenningarinnar, að Ævar væri magnaður hugs- uður og framkvæmdamaður. „Staðreynd er að rann- sóknir Ævars hafa beinst að virkni lækningajurta í ís- lenskri náttúru og sýnt er að hann hefur framleitt seyði af þessum jurtum sem sýnilega hafa borið árangur í höndum þessa magnaða hugsuðar og framkvæmdamanns. Af- rakstur verka hans er falur hverjum, sem hafa vill, án greiðslu eða annarra kvaða.“ Ævar, sem átti 69 ára af- mæli á föstudaginn, sagðist hafa nóg að gera bæði við smíðar og rannsóknarstörf, en þessa dagana er hann að smíða tæki sem notað verður til að taka vatnssýni af botni Mývatns. I tómstundum sagðist Ævar m.a. skrifa greinar í náttúrulækningablaðið Heilsuhring, en það er gefið út af samnefndum félagsskap og hefur Ævar m.a. skrifað margar greinar um nýjar leiðii' í krabbameinslækning- um í það. Ævar hefur verið ritnefnd- ar formaður blaðsins í um 20 ár og sagði hann að þó mest væri fjallað um náttúrulækn- ingar í því þá væri það á eng- an hátt bundið af ákveðnum kenningum á því sviði heldur fjallaði það um það sem merkilegast væri hverju sinni. Vestur- landsvegur ruddur líkt o g áður Kjalarnes - Kjós ÞJÓNUSTUSTIG Vegagerð- arinnar í snjómokstursmálum í Kjós og á Kjalamesi er það sama nú og það var áður en Hvalfjarðargöngin komu, sagði Bjami Stefánsson, rekstrarstjóri Vegagerðar- innar í Reykjanesumdæmi, en Hermann Ingólfsson, bóndi á Hjalla í Kjós, gagnrýndi m.a. þessa þjónustu í Morgunblað- inu 25. febrúar. Hermann sagði að eftir til- komu Hvalfjarðarganganna byggju íbúar á Kjalamesi og bæjum innan Tíðaskarðs að hreppamörkunum við Kiðafell við skerta þjónustu í snjó- mokstursmálum. Bjarni sagði að þjónustan ætti ekki að vera verri nú en hún hefði verið áður en Hval- fjarðargöngin komu. Hann sagði að Vesturlandsvegurinn væri ruddur samkvæmt sömu áætlun og hefði verið í gildi áður en göngin vom opnuð. „Það var ákvörðun Vega- gerðarinnar að halda sama þjónustustigi á þessu svæði eftir að göngin komu,“ sagði Bjarni. „I þessari slæmu tíð undanfarið hefur hinsvegar verið gríðarlegt álag á snjó- moksturstækjum, sem olli því að á vissum dögum vom menn ekki alveg á réttum tíma þama inni í Hvalfirðinum.“ Hermann sagði einnig að Ríkissjónvarpið sæist illa í sveitinni, þar sem endur- varpsstöðin við Skálafell væri sífellt að detta út, þegar eitt- hvað væri að veðri. Gísli Arnar Gunnarsson, starfsmaður dreifikerfis Rík- isútvarpsins, sagðist kannast við að vandamál hefði verið með sendinn í Skálafelli. „Það bilaði loftræstikerfið og þegar sendirinn hitnaði sló hann út,“ sagði Gísli Amar, en hann sagði að búið væri að gera við það þannig að sjón- varpið ætti að sjást. „Ég er hinsvegar ekki sam- mála því að við sinnum ekki kvörtunum, því þeim reynum við að sinna eins vel og við get- um. Veðrið undanfarið hefur bara verið það slæmt að erfitt hefur verið að komast upp til að gera við og það er bara eins og gengur í þessu landi.“ Staðsetning auglýsingaskiltanna við Héraðsdóm og skrifstofu forseta Islands endurskoðuð Húsin hafa sögulegt o g listrænt gildi Miðborg Morgunblaðið/Sverrir Auglýsingaskiltið fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur þykir breyta ásýnd hússins. BORGARRÁÐ hefur ákveðið að vísa erindi menningar- málanefndar um að endur- skoða staðsetningu tveggja auglýsingaskilta, sem standa við Héraðsdóm Reykjavíkur í Austurstræti og við Skothús: veg, til byggingarfulltrúa. í erindi menningarmálanefnd- ar er einnig farið fram á það að framvegis verði haft sam- ráð við borgarminjavörð og forstöðumann Listasafns Reykjavíkur, þegar skiltum af þessu tagi er fundinn stað- ur. Borgarráð vísaði þessum lið erindisins til vinnuhóps borgai-verkfræðings, bygg- ingarfulltrúa og Borgarskipu- lags um staðsetningu skilta. Erindi menningarmála- nefndar byggist á umsögn Listasafns Reykjavíkm- og borgarminjavarðar um áhrif standandi auglýsinga- og upplýsingaskilta á ásýnd götumynda og einstakra húsa í Reykjavík, sem hafa sögu- legt og/eða listrænt gildi. Nefndin mælist til þess að staðsetning skiltanna við Héraðsdóm og Skothúsveg verði endurskoðuð. Skiltin hafa truflandi áhrif á ásýnd húsanna Þeir Pétur H. Armannsson, arkitekt og starfsmaður Listasafns Reykjavíkur og Nikulás Úlfar Másson, arki- tekt og starfsmaður borgar- minjavarðar fóru í vettvangs- ferð þar sem áhrif á ásýnd götumynda og einstakra húsa voru metin, en við mat á því hvað teldist götumynd og hús með sögulegt og/eða listrænt gildi var höfð hliðsjón af verndunarkorti Húsafriðun- arnefndar Reykjavíkur, en sú úttekt tekur einungis til svæðisins innan Hringbraut- ar og Snorrabrautar. Að mati Péturs og Nikulás- ar IJlfars hefur skiltið við gamla Islandsbankann, þar sem Héraðsdómur hefur nú aðsetur, verulega truflandi áhrif á ásýnd hússins, en það er í grænum verndunarflokki samkvæmt húsverndarkorti. Segja þeir að t.d. sé ekki hægt að taka ljósmynd af húsinu án þess að skiltið sé þar með. Pétur og Nikulás Úlfar telja einnig að skiltið við Skothúsveg sé áberandi í götumynd þegar ekið er aust- ur yfir Tjarnarbrúna. Frá því sjónarhorni trufli það sýn að Hljómskálanum og húsinu við Sóleyjargötu 1, sem hýsir skrifstofu forseta íslands. Segja þeir að bæði húsin hafi sögulegt og listrænt gildi, Sóleyjargata 1 sé friðuð sam- kvæmt þjóðminjalögum og Hljómskálinn sé í grænum verndunarflokki samkvæmt húsverndarkorti. Þeir Pétur og Nikulás Úlf- ar skoðuðu einnig önnur skilti í miðbænum. Þeim þykir skiltið á horni Njálsgötu og Klapparstígs vera áberandi í götumynd Njálsgötu þegar horft er inn eftir henni til austurs en aftur á móti finnst þeim staðsetningin ekki hafa veruleg áhrif á ásýnd hússins við Skólavörðustíg 21A, sem er í grænum flokki sam- kvæmt húsverndarkorti. Önnur skilti þóttu ekki spilla ásýnd götumynda og húsa að því marki að tilefni væri til athugasemda, en hins vegar finnst Pétri og Nikulási Úlfari margir söluskúrar, skyggni, merkingar og ann- ars konar ljósaskilti raska ásýnd merktra götumynda og húsa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.