Morgunblaðið - 08.03.2000, Side 17

Morgunblaðið - 08.03.2000, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 17 LANDIÐ Bæjaryfírvöld í Arborg kynna nýtt íbúðarhverfí á Selfossi vestan Eyravegar Oddur Þ. Hermannsson landslagsarkitekt, höfundur deiliskipulagsins, útskýrir einstaka þætti þess á kynningarfundinum. Mikil eftirspurn er eftir nýju lóðunum Selfossi - Nýtt deiliskipulag að íbúðahverfí vestan Eyravegar var kynnt á Fast- eignasölunni Bakka síðastliðinn föstudag og laugardag. Mikill áhugi er fyrir byggingalöð- um í nýja hverfinu og segja má að þær rjúki út. Um er að ræða 48 lóðir í fyrsta áfanga hverfisins, 13 einbýlishúsalóðir, 13 parhúsa- lóðir, 11 raðhúsalóðir og 11 verslunarlóðir. Auk þess eru í fyrsta áfanga þrjú fjölbýlishús á 3 - 5 hæðum og lóð undir leikskóla. Alls eru í fyrsta áfanga 86 íbúðir á einbýlis- raðhúsa- og parhúsalóðum og 70 íbúðir í fjölbýlishús- um. Sótt um 80% af lóðunum Skipulaginu var mjög vel tekið á kynning- arfundi með verktökum og byggingameistur- um á föstudag og einnig með almenningi á laugardag. Það er fyrirtækið Fossmenn ehf. á Selfossi sem hefur deiliskipulagt svæðið og lóðirnar eru allar seldar og kosta 400 þúsund til 1,7 milljónir. Að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra Fossmanna, er búið að sækja um 80% af lóðunum og mikil eftirspurn eftir verslunarlóðum með Eyra- vegi. „Ef þetta gengur allt eftir þá reiknum við með að fara í 2. áfanga strax í haust, það er rífandi gangur í þessu,“ sagði Guðmundur. Framkvæmdir við gatnagerð í hinu nýja hverfi geta hafist eftir að fresti lýkur til að skila inn athugasemdum við dciliskipulags- tillöguna en frestur rennur út 14. apríl. Mikill áhugi frá höfuðborgarsvæðinu „Eg held að áhuginn fyrir þessum lóðum só svona mikill vegna þess að hverfíð er nálægt miðbæ Selfoss, aðeins 300 metra í burtu. Svo er landið á bökkum Olfusár með góða fjalla- sýn. Fyrir verktakana og húsbyggjendur skiptir miklu máli að stutt er niður á fast og vinna við undirstöður er auðveld. ELFOSS - TILLAGA Ati bMKumei Ifikskóli r.\ty' Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Dciliskipulag nýja hverfisins við Eyraveg á Selfossi, Við finnum fyrir miklum áhuga hjá fólki í Reykjavík og á Suðurnesjum fyrir þessum Ióðum og reyndar víðar að. Ég held að fólki finnist gott að hugsa til þess að búa hérna í rólegheitunum og vera í nálægð við þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu. Svo eru þeir margir á höfuðborgarsvæðinu sem eiga sumarbústaði hér fyrir austan, eink- um eldra fólk, sem vill búa hér og stytta leið- ina í bústaðinn ásamt því að njóta kostanna að búa hér á Selfossi," sagði Guðmundur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Fossmanna ehf. Grái markaðurinn á heima í Kauphöll Landsbréfa i K.U'l’UÖÍX. I \N DSHUÉÉA ♦OsMMMU.# w ö ti OB* $*•)«**«** bb? IÐBu 3iAllr*liíitfh» ■ oa iSSf™ IM n Wnm Yincío<V« ■ s B Q8ED EJS BBBBBO Oo»i»'W maar~\ Mmm Þær eru margar, vistarverurnar í Kauphöll Landsbréfa. Þúsundir íslenskra fjárfesta sinna þar viðskiptum sfnum allan ársins hring enda hafa þeir greiðan aðgang að innlendum og erlendum hlutabréfamörkuðum á einum og sama staðnum. En fjárfestingarkosti má finna víðar en í skráðum hlutafélögum. Óskráð hlutafélög, á hinum svokallaða gráa markaði, höfða líka til íslenskra fjárfesta ef marka má miklar hreyfingar á þeim markaði síðastliðið ár. Þess vegna á grái markaðurinn heima í Kauphöll Landsbréfa. Þar finnur þú nýjustu upplýsingar um kaup- og sölugengi fjölda óskráðra féiaga. Það er engin ástæða til að hafa hljótt um það. * , KÁUÍM I(")I <1 > i \ m i\cnn »• i' ; LANDS KRÉ FA 1 ANDSB R1 1 Sími 535 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.