Morgunblaðið - 08.03.2000, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Fyrstu bandarísku hermennirnir komnir til Mósambík til að aðstoða við hjálparstarfíð
Sjúkdómar
breiðast út á
flóðasvæðum
Maputo. AFP.
FYRSTU bandarísku hermennirnir
komu til Mósambík í gær til að að-
stoða við björgunar- og hjálparstarf-
ið vegna flóða sem hafa orðið til þess
að hundruð þúsunda manna hafa
misst heimili sín. Ottast var að flóðin
myndu aukast að nýju vegna úrhellis
sem spáð var í suðurhluta landsins
og læknar á flóðasvæðunum segja að
sífellt fleiri veikist af sjúkdómum á
flóðasvæðunum.
Suður-afrískir veðurfræðingar
spáðu mikilli rigningu í suðurhluta
Mósambík í dag og sögðu að hætta
væri á vatnavöxtum í ám landsins.
Lægð er yfir svæðinu vegna felli-
bylsins Gloríu sem varð að hitabelt-
isstormi þegar hann kom að strönd
landsins.
Skortur á drykkjarvatni
Lindsey Davies, talsmaður Mat-
vælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna
(WFP), sagði að a.m.k. 55.000 manns
væru í hættu vegna skorts á drykkj-
arvatni í héraðinu Chokwe í suður-
hluta landsins. Fólkið stæði frammi
fyrir því að þurfa að velja á milli þess
að deyja af þorsta eða drekka flóð-
vatn og hætta á að veikjast af sjúk-
dómum vegna líka og dauðra dýra
sem fljóta í ánum.
Davies sagði að „hörmulegt
ástand“ væri í bænum Chokwe við
ána Limpopo. „Húsin eru enn á kafi í
aur og fnykurinn af líkum og dauð-
um dýrum er hræðilegur."
Læknar sögðu að kólerutilvikum
hefði fjölgað verulega og húðsjúk-
dómar væru orðnir algengir. Frétta-
ritari BBC hafði einnig eftir fulltrúa
Aiþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar (WHO) í Mósambík að mal-
aríutilvikum hefði fjölgað stórlega.
Börn og vanfærar konur væru eink-
um berskjölduð gagnvart sjúkdómn-
um.
Flóð gætu torveldað
hjálparstarfið
Björgunarsveitirnar leggja nú
áherslu á að koma matvælum, lyfjum
og öðrum hjálpargögnum til nauð-
staddra íbúa flóðasvæðanna en ótt-
ast er að erfitt verði að koma þeim til
hjálpar ef flóðin aukast að nýju.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa
ákveðið að senda rúmlega 700 her-
menn á flóðasvæðin til að aðstoða við
björgunarstarfið og fyrstu hermenn-
AP
Spænskir hermenn ganga frá matvælakössum á flugvellinum í Maputo, höfuðborg Mósambík.
imir komu til Mósambík í gær. Gert
er ráð fyrir því að allt herliðið verði
komið þangað í dag eða á morgun.
Bandaríkjamenn ætla einnig að
senda þangað sex þyrlur, fimm flutn-
ingavélar og tvær flugvélar búnar
tækjum til að kanna ástandið á flóða-
svæðunum. Nokkur Evrópuríki hafa
einnig sent flugvélar til að dreifa
hjálpargögnum í Mósambík.
Hjálparstofnanir kanna nú hvort
hægt verður að nota járnbrautir til
að koma hjálpargögnum til flótta-
fólks þar sem eini þjóðvegurinn inn í
landið gereyðilagðist í flóðunum.
Bandaríkjastjórn hefur verið
gagnrýnd fyrir að bregðast of seint
við náttúruhamförunum en yfirmað-
ur herliðsins, Joseph Wehrle undir-
hershöfðingi, sagði að það hefði lagt
af stað eins fljótt og nokkur kostur
var. Bandarískir sérfræðingar hefðu
verið í Mósambík frá 18. febrúar til
að meta ástandið og herinn hefði haf-
ið undirbúning hjálparstarfsins á
fimmtudag, daginn áður en Bill
Clinton Bandaríkjaforseti tilkynnti
að herliðið yrði sent á flóðasvæðin.
Dean Curran, sendiherra Banda-
ríkjanna, sagði að náttúruhamfarirn-
ar hefðu versnað stig af stigi og við-
brögð ríkja heims hefðu einnig
stigmagnast. Hann bætti við að
Clinton hefði ákveðið aðstoðina sl.
miðvikudag en þurft að ráðfæra sig
við þingið áður en hún var tilkynnt.
Togstreitan um nýjan framkvæmdastjóra IMF
Koch-Weser lætur
undan þrýstingi
Berlín. AFP, AP.
FRAMBJÓÐANDI Evrópusam-
bandslandanna fimmtán í embætti
framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins, Þjóðverjinn Caio Koch-
Weser, dró sig í gær út úr kapp-
hlaupinu um hver velst til að taka við
af Frakkanum Michel Camdessus,
sem þegar hefur látið af embættinu.
Bandaríkjamenn höfðu beitt sér af
hörku gegn Koch-Weser. Þýzka rík-
isstjómin tilnefndi tafarlaust nýjan
frambjóðanda, Horst Koehler, bank-
astjóra Þróunarbanka Evrópu,
EBRD.
Koehler, sem um skeið var náinn
ráðgjafi Helmuts Kohls á meðan
hann var kanzlari Þýzkalands, stað-
festi í gær að Gerhard Schröder
kanzlari hefði hringt í sig til Lund-
úna, þar sem höfuðstöðvar EBRD
eru, og beðið sig að gefa kost á sér
sem frambjóðandi ESB í embætti
framkvæmdastjóra IMF í stað Koch-
Weser, og að hann hefði lýst sig
reiðubúinn til þess.
Frambjóðandi ESB þarf að hljóta
einróma samþykki allra fjármála-
ráðherranna 15. í Róm sagði ítalski
utanríkisráðherrann Lamberto Dini
að Evrópa ætti að tefla fram manni
með meiri þungavigtarorðstír á al-
þjóðamælikvarða, svo sem fyrrver-
andi ráðherra eða ríkisstjórnarleið-
toga; nefndi Dini Giuliano Amato,
fyrrverandi fjármálaráðherra Italíu
sérstaklega í þessu sambandi.
Bandaríski fjármálaráðherrann
I awrence Summers hefur einnig
lýst sig jákvæðan í garð framboðs af
hálfu Amatos.
Koch-Weser sagðist í gær hafa
ákveðið að draga sig í hlé „í því skyni
að ryðja brautina svo finna megi
frambjóðanda sem nyti stuðnings all-
ra aðildarlanda IMF.“ Sagðist hann í
bréfi til Sehröders ekki vilja vera
hindrun í vegi bættra samskipta við
Bandaríkin, en síðast um helgina
lýstu þeir Schröder og Antonio Gut-
erres, starfandi formaður ráðheiTar-
áðs ESB, því yfir að engin breyting
hefði orðið á stuðningi ESB-ríkjanna
við Koch-Weser.
Bandaríkjamenn höfðu beitt sér
gegn Koch-Weser einkum á þeirri
forsendu að þeim þótti hann ekki
hafa þá starfsreynslu að baki sem
starfið útheimti.
Fyrir liggur framboð tveggja
manna sem ekki koma frá Evrópu -
Bandaríkjamannsins Stanleys Fisch-
ers og Japanans Eisuke Sakakibara.
Fischer er eins og er staðgengill
Camdessus. Sakakibara er fyrrver-
andi aðstoðarfjármálaráðherra Jap-
ans og þekktur undir gælunafninu
„Herra Jen“ vegna þess hve einarð-
lega hann varði gengi jensins.
Deilt um hvert framtíðar-
hlutverk sjóðsins eigi að vera
Hefð er fyrir því að Evrópubúi
gegni æðsta embætti Alþjóðagjald-
eyiissjóðsins en Bandaríkjamaður
fari fyrir systurstofnuninni Alþjóða-
bankanum. Höfuðstöðvar beggja
stofnana eru í Washington.
Að Schröder skyldi hafa hið snar-
asta fundið annan
Þjóðverja til að bjóða
sig fram í hið áhrifa-
mikla embætti í Wash-
ington er til vitrns um
að hann sé staðráðinn í
því að láta höfnun
Bandaríkjamanna á
Koch-Weser, sem er
aðstoðarfjármálaráð-
herra þýzku stjórnar-
innar, ekki stöðva sig í
því að gera sitt ýtrasta
til þess að gera Þjóð-
verja sýnilegri í alþjóð-
legum embættum, eins
og Financial Times
segir að sé hans fasti
ásetningur.
Munchenarblaðið Suddeutsche
Zeitung segii' möguleika Koch-Wes-
ers hafa verið úti um leið og hann
náði ekki meiru en 43% fylgi í til-
raunaatkvæðagreiðslu í stjórn IMF
sl. fimmtudag. Fulltrúar Bandaríkja-
manna sátu hjá.
En að sögn fréttaskýrenda liggur
vandinn í því, að Koch-Weser, sem
starfaði hjá Alþjóðabankanum í 25
ár, er andvígur þeirri stefnu Banda-
ríkjastjórnar að takmarka athafna-
svið IMF við alþjóðlega kreppuíhlut-
un og láta Alþjóðabankanum alfarið
eftir að sjá um þróunaraðstoð.
Bandarísk þingnefnd hefur lagt
fram tillögu um að IMF verði skil-
greindur þrengri athafnarammi, en
bandaríska fjármálaráðuneytið hef-
ur sagt að sjóðurinn ætti að gegna
svipuðu hlutverki og slökkvilið, eins
konar neyðarlánastofnun, sem sér-
hæfði sig í að bregðast við þegar al-
þjóðlegir fjármálamarkaðir lentu í
kröggum.
Camdessus hafði áður en hann dró
sig í hlé lýst yfir vilja til að IMF tæki
í starfi sínu meira tillit til félagslegra
afleiðinga gerða sinna.
Reuters
Vaclav Havel, forseti Tékklands, er hér á spjalli við Madeleine Albright,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir utan Hradjín-forsetahöllina í
Prag í gær, þar sem ný stytta af Tomasi Masaryk, fyrsta forseta Tékkó-
slóvakíu, var afhjúpuð að viðstöddu fjölmenni.
Madeleine Albright í Tékklandi
Hafnar hvatningu
til forsetaframboðs
Hodonin, Prag. AFP.
MADELEINE Albright, tékknesk-
ættaður utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, ítrekaði í gær að hún hefði
ekki hug á því að gefa kost á sér til
forsetaframboðs í Tékklandi, þrátt
fyrir að Vaclav Havel, núverandi
þjóðarleiðtogi landsins, hefði hvatt
hana opinberlega til þess.
Albright hafnaði hugmyndinni
um framboð sitt á síðasta degi
þriggja daga opinberrar heimsókn-
ar til Tékklands, þar sem hún tók
þátt í minningarathöfnum í tilefni af
því að 150 ár eru liðin frá fæðingu
Thomas Masaryks, „föður“ Tékkó-
slóvakíu. í fyrradag hafði Havel lát-
ið svo ummælt að sér fyndist AI-
bright vera „frábær" frambjóðandi
til að taka við af sér, þegar kjör-
tímabili hans lýkur árið 2003.
„Persónulega þætti mér stórkost-
legt ef hún gæfi kost á sér,“ sagði
Havel um Albright. „Það myndi
hleypa ferskum andblæ inn í stjórn-
málin hjá okkur, sem á stundum eru
svolítið hrærigrautsleg," sagði
hann; það væri þó að sjálfsögðu á
valdi tékkneska þingsins að velja
arftaka sinn. En á blaðamannafundi
í tékkneska utanríkisráðuneytinu í
gær sagði Albright: „Ég er og verð
ekki í framboði. Ég er mjög upp
með mér af ummælum Havels og
annarra, en ég held að ákvörðun
mín sé nógu skýr.“ Sagði hún hjarta
sitt tilheyra tveimur löndum, en
Bandaríkin væru hennar heima-
land.
Eggjakast í fæðingarbæ
Masaryks
Albright fæddist í Tékkóslóvakíu
árið 1937, undir nafninu Marie
Korbelova, en fjölskylda hennar
flúði land undan oki kommúnista
eftir síðari heimsstyrjöld.
Annars var heimsóknin eftir-
minnileg /yrir Aibright af fleiri or-
sökum. í fæðingarbæ Masaryks,
þar sem þau Havel voru á ferð í
fyrradag, köstuðu ungir mótmæl-
endur eggjum að henni og hrópuðu:
„Niður með Bandaríkjamenn“. Hún
lét atvikið ekki trufla sig.