Morgunblaðið - 08.03.2000, Page 24

Morgunblaðið - 08.03.2000, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Vladimír Zhírínovskí heldur á skírteini sem hann fékk í gær og veitir honum rétt til að bjóða sig fram í rússnesku forsetakosningunum 26. þessa mánaðar. Deilur um hjónabönd homma og lesbía í Kaliforníu Kosið um „tillögu 22“ San Fransisco. Reuters. Framboð Zhírín- ovskís staðfest Moskvu. Reuters. RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladimír Zhírínovskí fékk í gær í hendur staðfestingu á að hann væri lögformlega skráður sem forsetaframbjóðandi, eftir hálfs mánaðar lögfræðiþref við yfir- kjörstjórnina. Við athöfnina í höfuðstöðvum yfirkjörstjórnarinnar mættust yf- irmaður hennar, Alexander Veshnjakov, og Zhírínovskí aug- liti til auglitis, en sá síðarnefndi hafði sakað Veshnjakov um að reyna að spilla fyrir sér vegna persónulegrar óvildar. Veshnja- kov afhenti frambjóðandanum staðfestingarbréfið umyrðalaust, gremjulegur á svip. Vladimír Pút- ín, starfandi forseti, nýtur yflr- gnæfandi fylgis í skoðanakönnun- um fyrir forsetakosningarnar, sem fara fram hinn 26. marz, og álíta fréttaskýrendur að ráða- mönnum í Kreml hafi verið í mun UPPBOÐ á fimm farsímarásum hófst í Bretiandi í fyrradag og búist er við, að þær verði seldar fyrir mörg hundruð milljarða ísl. kr. Takast 13 fjarskiptasamsteypur á um rásirnar, þær fjórar, sem fyrir eru á breska markaðinum, og níu aðrar. Fyrstu boðin frá öllum stærstu samsteypunum voru nálægt því lágmarksverði, sem breska við- skipta- og iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið, en margir spá því, að leyfin muni að lokum fara á tíföldu því verði. Aðeins eitt fyrirtækjanna, kanadíska samsteypan TIW, skar sig strax úr og bauð 5,2 milljarða kr. UM 400 manns, sem segjast vera fórnarlömb efnavopna sem beitt var í stríði Irana og Iraka á níunda ára- tugnum, efndu til mótmæla í gær fyrir utan þýzka sendiráðið í Teher- an, er Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýzkalands, hóf opinbera heimsókn sína til landsins. Sögðu mótmælendurnir að efnavopnin sem írakar beittu hefðu verið upprunnin að Zhírínovskí fengi að bjóða sig fram, til að auka líkurnar á því að kjörsókn verði yfir 50%, því verði hún minni verða kosningarnar ógildar. I viðtali við franska dagblaðið Le Parisien sagði Zhírínovskí annars í gær, að tapaði hann kosningunum sæi hann sjálfan sig í svipuðu hlutverki í rússneskum stjórnmálum og Jörg Haider í umfram þá 14,6 milljarða, sem kveð- ið var á um. Getur uppboðið tekið allt að sex vikur. Þriðja kynslóðin Rásirnar fímm, sem um er að ræða, hafa allar sín sérstöku tækni- legu einkenni og eru verðlagðar í samræmi við það, frá A til E. Allar gera þær þó fyrirtækjunum kleift að taka í notkun þriðju kynslóð far- símanna en þeir hafa margfalda gagnaflutningsgetu og geta veitt aukna vefþjónustu. Meðal annars er um það rætt, að á þeim verði unnt að bregða upp sjónvarpsmyndum. í Þýzkalandi og kröfðust skaðabóta frá þýzkum stjórnvöldum. Hér liggja nokkrir mótmælend- anna á götunni utan við hlið sendi- ráðsins, íklæddir varnarbúningum hermanna gegn efnavopnum. Mótmælin tóku enda er Kamal Kharazi, utanríkisráðherra Irans, hét því að málið yrði rætt á fundi þeirra ráðherranna. Austurríki. „Austurríki er okkur fyrirmynd," hefur blaðið eftir honum. Þá sagði hann ennfremur að hann gæti leyst Tsjetsjníumálið á einum mánuði: „Það verður eng- inn náðaður. Allir verða hand- teknir og settir í fangelsi. Við munum ekki Iiða neina blaðamenn og við munum beita þeim vopnum sem þarf til að afgreiða málið.“ Búist er við, að þetta kerfí verði að fullu komið í gagnið eftir tvö eða þrjú ár, og þá munu viðkomandi fyrirtæki standa vel að vígi í næstu byltingu rafrænna viðskipta. Sem dæmi um hugsanlega getu þessarar þriðju kynslóðar farsím- anna má nefna, að ætli einhver að panta sér miða í bíó getur hann fyrst fengið að sjá kynningu eða útdrátt úr myndinni á farsímanum sínum og að sjálfsögðu getur hann horfst í augu við þann, sem hann er að tala við hverju sinni. Besta rásin til nýliða A breska farsímamarkaðinum eru nú starfandi fjórar fjarskiptasam- steypur, Vodafone, BT, Orange og One20ne, en önnur fyrirtæki, sem bjóða í rásirnar, eru bandaríska samsteypan MCI WorldCom; Tele- fonica á Spáni; One.Tel (með Rupert Murdoch að baki sér); SpectrumCo (samsteypa með Virgin í farar- broddi); NTL (Mobile NTL og France Telecom); 3G á írlandi; kana- diska samsteypan TIW og Crescent. Búist er við, að samsteypurnar fjórar, sem fyrir eru á markaðinum, fái allar sína rásina hver en þeirri bestu, rás A, verður úthlutað til ein- hvers nýliðanna í því skyni að auð- velda honum að ná keppinautunum og auka samkeppnina. Andvirðið í ríkissjóð Samsteypurnar, sem keppa um rásirnar, gera almennt ráð fyrir að þurfa að greiða um einn milljarð punda, 117 milljarða ísl. kr., fyrir leyfíð og sagt er, að ein þeirra hafi lagt til hliðar nærri 190 milljarða kr. með þetta fyrir augum. Féð, sem fæst fyrir rásirnar, rennur allt í rík- issjóð. Um tíma var óttast, að uppboðið frestaðist vegna þeirrar umkvörtun- ar BT, að tveir keppinautanna, Vodafone og Orange, væru í raun í sömu eigu eftir að fyrrnefnda fyrir- tækið yfírtók Mannesmann. Breska fjarskiptastofnunin, sem annast upp- boðið, segist hins vegar hafa fengið tryggingu fyrir því, að Vodafone og Orange muni starfa óháð hvort öðru og Vodafone segist munu slíta öll tengsl milli fyrirtækjanna á næstu mánuðum. Er enda búist við, að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins muni krefjast þess. ÍBÚAR Kaliforníu-ríkis greiddu í gær atkvæði um ýmis sameiginleg hagsmunamál um leið og þeir kusu í forkosningum vegna kjörs forseta Bandaríkjanna. A kjörseðli ríkisins gafst íbúum kostur á að taka ákvörð- un um 20 aðgreind mál. Eitt þeirra, og það sem vakið hefur mestar um- ræður, er sk. „tillaga 22“. Tillagan gerir ráð fyrir að fest verði í lög Kaliforníu-ríkis að einung- is hjónabönd karls og konu skuli við- urkennd. Raunar er það svo að gild- andi lög í Kaliforníu gera ráð fyrir að einungis karl og kona geti verið bundin í hjónabandi. Stuðningsmenn tillögunnar vilja hins vegar að kveðið verði skýrar að orði um þetta í lögun- um. Astæðan er sú að talið er að dómstólar í öðrum ríkjum Bandaríkj- anna, t.d. Vermont, muni senn lýsa hjónabönd samkynhneigðra fullgild samkvæmt lögum. Hjónabönd sem stofnað er til í öðrum ríkjum Banda- ríkjanna eru jafnan viðurkennd í Kaliforníu. Það myndi að óbreyttum lögum þýða að samkynhneigðir íbúar ríkisins gætu farið út fyrir ríkja- mörkin og snúið aftur í hjónabandi sem veitti þeim sömu réttarstöðu og hjónabönd karls og konu. Þetta vilja andstæðingar hjónabanda samkyn- hneigðra fyrir alla muni forðast. Þeg- ar hafa 30 ríki Bandaríkjanna sett lög sem girða fyrir að hjónabönd samkynhneigðra hljóti viðurkenn- ingu með þessum hætti. Dregur fram andstæður Tillaga 22 hefur dregið fram á all- skýran hátt fram þær andstæður sem ríkja í bandarískum stjómmál- um og samfélagi milli hinna sk. „frjálslyndu" og hinna sem vilja standa vörð um hefðbundin gildi. Frambjóðendur demókrata í slagn- um um útnefningu forsetaframbjóð- anda hafa beitt sér gegn tillögunni. A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, sagði að tími væri til kominn að fólki yrði leyft að vera eins og guð hefði skapað það og að mismunun yrði upprætt. Bill Clinton forseti tók í sama streng þar sem hann var stadd- ur í San Fransisco í gær. Clinton hvatti íbúa Kalifomíu til að fylkja sér gegn tillögunni og sagði að það væri tilraun til að skapa ágreining milli íbúa ríkisins að óþörfu þegar önnur og mikilvægari mál krefðust úrlausn- ar. John McCain, frambjóðandi repúblikana, styður tillöguna en keppinautur hans, George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, hefur sagt að hann hafi ekki tekið afstöðu til máls- ins. Meirihluti hlynntur tillögunni Skiptar skoðanir em meðal íbúa í Kalifomíu um málið en skoðana- kannanir benda til þess að meirihluti kjósenda sé andvígur hjónaböndum samkynhneigðra og muni greiða at- kvæði með tillögunni. Kirkjudeildir hafa skipst í hópa með og á móti til- lögunni. Kaþólska kirkjan, en með- limir hennar eraum 8 milljónir í Kali- forníuríki, hefur látið fé af hendi rakna til baráttunnar fyrir samþykkt tillögunnar. Lúterstrúarsöfnuðir og söfnuðir Ensku biskupakirkjunnar hafa hins vegar lýst andstöðu við hana. Deilt um bók lífvarðar Dodi og Díönu Lögbannskröfu A1 Fayeds hafnað London. Morgunblaðið. DÓMSTÓLL í London hefur hafnað kröfu kaupsýslumannsins Mohamed al-Fayed um lögbann sem hefði hindrað birtingu fleiri útdrátta úr væntanlegri bók Trevors Rees-Jones, lífvarðarins sem einn lifði af bílslysið í París, þegar Díana prinsessa, sonur al- Fayeds, Dodi, og bflstjóri þeirra, Henri Paul, fórast. í bókinni mót- mælir Rees-Jones þeim staðhæf- ingum Mohamed al-Fayed að þau Dodi og Díana hafi tiltekinn dag keypt trúlofunarhring, sem kaupsýslumaðurinn hefur haldið fram að væri sönnun þess að þau hafí verið á leið í hjónabandið, sem hafi aftur verið ástæða þess að dauði þeirra var ekki slys, heldur hafi þau fallið fyrir morðingja- hendi. Trevor Rees-Jones segir þær tilgátur rangar því Dodi hafí sjálfur lagt á ráðin um síðustu ferðina. Dómstóllinn hafnaði þeirri stað- hæfíngu al-Fayeds að útdrættir úr bókinni, sem vora birtir í The Daily Telegraph íýrr í vikunni, væra brot á trúnaðarsamningi sem Rees-Jones hefði gert þegar hann var ráðinn sem lífvörður. Al- Fayed var gert að greiða kostnað- inn af réttarhöldunum í málinu. Bókin, Saga lífvarðar, sem skráð er af Moira Johnston, er sögð í þriðju persónu, þar sem um margt verður að vitna til annarra frá þeim tíma, sem Trevor Rees- Jones var meðvitundarlaus og/eða mjög illa haldinn, en minni sitt til þess að slysið varð segist hann hafa fengið fullkomlega aftur. Sagan um trúlofunarhring- inn uppspuni Mohamed al-Fayed hefur hald- ið því fram að Dodi og Díana hafi keypt trúlofunarhringinn 22. ágúst 1997 í Monte Carlo, níu dög- um fyrir slysið. Það kvöld fóra Dodi og Díana í land í St. Tropez og hefðu engan veginn haft nægan tíma til þess að fara til Monte Carlo, koma við í skartgripabúð og koma aftur til St. Tropez. Kvöldið eftir, 23. ágúst, fóra þau hins vegar í land í Monte Carlo og Trevor Rees-Jones með þeim. Eins og hann rekur atburðarásina þetta kvöld gafst þeim enginn tími til þess að fara í skartgripabúð. Hins vegar hafi þau farið í skart- gripabúð í Monte Carlo 5. ágúst en sú búðarferð sé of snemma á ferðinni til þess að Mohamed al- Fayed telji hana henta tilgangi sínum. Sá hringur sem hann tali um og lýsi geti svo sem vel verið til, en þessi frásögn hans um kaup þeirra á hringnum og tilganginn með honum sé ekki á rökum reist. Þá segh’ Trevor Rees-Jones að ásakanir al-Fayed um að Philip drottningarmaður hafi staðið á bak við morð á Dodi og Díönu séu staðlausir stafir og ásakanir í sinn garð um að hann hafi ekki staðið sig í stykkinu séu afskaplega ósanngjarnar og hreint út sagt rangar. Bretar bjóða upp fimm farsímarásir London. Daily Telegfraph. Mótmæli í Irans- heimsókn Fischers Teheran. AFP, Reuters.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.