Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 25 LISTIR ÞRÆÐIR MYNDLIST Listasafn ASf FJÓRAR LISTAKONUR BLANDAÐ EFNI Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá 14 til 18 og stendur til 12. mars. FJÓRAR listakgnur taka þátt í sýn- ingunni NORRÚT sem nú stendur í Listasafni ASI, þær Inger-Johanne Brautaset frá Noregi, Guðrún Gunn- arsdóttir frá Islandi og Agneta Hob- in og Ulla-Maija Vikman frá Finn- landi. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns ASÍ í Reykjavík, Brygg- ens museum í Bergen og Taideteoll- isuumuseo í Helsinki, en borgirnar þrjár eru meðal menningarborga Evrópu nú í ár. Það er vel við hæfi að sýna þessar fjórar listakonur saman því þótt hver þeirra hafi sterkan einstaklings- bundin stíl eiga verk þeirra margt sammerkt. Allar vinna þær það sem stundum hefur verið nefnt þráðlist, verk sem byggjast á þráðum og spretta upp úr textíllist en teygja möguleika viðfangsefnisins langt út fyrir hið hefðbundna. Verk Guðrún- ar, sem íslenskir listunnendur þekkja vel, er gott dæmi um þetta. Hún býr til verk úr vírum og plast- þráðum sem hún hnýtir gjarnan saman svo úr verður eins konar net sem hanga niður eftir veggnum sem hún sýnir á. Léttleikinn er helsta ein- kenni þessara verka og þau hafa líka sterka skírskotun til náttúrunnar. Vímetin eru gisin og mynda ekki þétt klæði eins og ofin verk heldur eru opin og loftkennd. Ulla-Maija Vikman hefur líka sagt skilið við vef- inn, í verkum hennar hanga þræðim- ir einfaldlega lausir niður af þvertré sem þeir em festir við efst. Hún not- ar lín- og plastþræði sem hún hand- málar svo í verkunum birtast fínleg Morgunblaðið/Sverrir „Sýningin í Listasafni ASÍ er sérstaklega vandlega og smekklega unnin, en sýningarsljóri er Kristín G. Guðnadóttir, forstöðumaður listasafns- ins,“ segir í dómnum. Á myndinni er verkið ís eftir Agnetu Hobin. litaskil og form. Eins og hjá Guðrúnu minna verkin á náttúrana og endur- spegla litrófið í finnskri náttúra. Þar sem þræðirnir hanga lausir fá verkin líka þrívídd og þykkt sem gerir hin lituðu form dýpri og dulúðugii. Ólíkt hinum þremur notar Inger- Johanne Brautaset pappír og sterkt litarefni og verk hennar era í raun tvívíðar myndir. En pappírinn býr Inger-Johanne til sjálf og það hvern- ig þræðirnir liggja í pappírnum ræð- ur formunum í verkinu. Þannig teiknar liturinn fram form sem þegar era til staðar í yfirborði myndarinn- ar, flókna spírala og bylgjumunstur. Inger-Johanne blandar litnum í blautan pappírsmassann sem hún fletur svo út og teiknar í með því að þynna hann sumstaðar og ýta til þráðunum í massanum. Verkin verða stundum hálfgagnsæ fyrir vikið og leikur ljóssins í þeim mjög heillandi. Listakonurnar fjórar á sýningunni hafa allar sterkan stíl en að hinum ólöstuðum era verk Agnetu Hobin Uklega sérstæðust. Hún notar stál- og koparvir til að búa til stór net sem hún þræðir svo í flögur af gljásteini - múskóvíti - sem hún fann í yfirgef- inni námu á vesturströnd Finnlands. Áferð þessara verka og litbrigðin í þeim era einstök. Af verkunum staf- ar gullinni birtu og af stærsta verk- inu, f gryfjunni á neðri hæð í safninu, era áhrifin svo sterk að manni finnst maður standa frammi fyrir einhvers konar helgidómi. Sýningin í Listasafni ASI er sér- staklega vandlega og smekklega unnin, en sýningarstjóri er Kristín G. Guðnadóttir, forstöðumaður lista- safnsins. Listakonurnar fjórar eiga vel saman og styðja vel hver aðra. Vönduð sýningarskrá hefur verið gefin út og víst er að nágrannar okk- ar í Noregi og í Finnlandi geta hlakk- að til að fá þessa sýningu til sína seinna á árinu. Jón Proppé Borgarleikhúsið Fjórum fastráðnum leik- urum sagt upp störfum GUÐJÓN Pedersen, nýráðinn leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, hefur sagt upp fjóram fastráðnum leikuram við félagið. Þetta era þau Ari Matthíasson, Árni Pétur Guð- jónsson, Rósa Guðný Þórsdóttir og Þórhallur Gunnarsson. Munu þau starfa með leikfélaginu út þetta leik- ár en ekki hljóta endurráðningu í september. Ámi Pétur hefur verið á fóstum samningi í sex ár og Ari í fimm en báðir vora þeir ráðnir af Sigurði Hróarssyni. Rósa Guðný og Þórhallur voru hins vegar ráðin af Viðari Eggertssyni og hafa verið á samningi síðastliðin fjögur ár. Leikfélagið auglýsti eftir leikurum síðastliðinn sunnudag. Guðjón sagði í samtali við Morgunblaðið að það væra hátt á þriðja hundrað leikarar í Umgjörð og gler kr. 9.900 Félagi íslenskra leikara og aðeins um 50 þeirra væra fastráðnir hjá leikhúsum og -hópum, því væri úr nægu fólki að velja. Aðspurður hvort hann hefði auga- stað á einhverjum af fastráðnum leikurum annarra leikhúsa kvaðst hann ekki vilja segja neitt til um það. „Ég er hins vegar fylgjandi því að það eigi sér stað ákveðin „rótering“ á leikurum húsanna." Guðjón sagðist ekki hafa orðið var við neinn óróa innan Borgarleik- hússins í kjölfar uppsagnanna en skemmst er að minnast þess að Við- ari Eggertssyni var vikið úr stóli leikhússtjóra er hann nýráðinn sagði upp nokkram leikuram LR árið 1996. „Ég á ekki von á neinum sér- stökum viðbrögðum vegna þessa,“ sagði Guðjón og vildi að öðra leyti ekki tjá sig um uppsagnimar. Fjölskyldu tortímt LEIKLIST L e i k f é 1 a g Reykjavíkur MIRAD,DRENGUR FRÁ BOSNÍU Höfundur: Ad de Bont eftir skrif- um Mirad Balic. Þýðandi: Jdn Hjartarson. Aðstoð við þýðingu úr hollensku: Jddís Jdhannsddtt- ir. Leikstjdrn: Jdn Hjartarson. Leikmynd: Steinþdr Sigurðsson. Ljds: Kári Gíslason. Hljdð: Bald- ur Már Arngrímsson. Tdnlist sem leikin er í sýningunni er eft- ir Iva Bittová, Mogwai og Michael Nyman. Leikarar: Ari Matthíasson og Rdsa Guðný Þdrsddttir. Mánudagur 6. mars. MIRAD Balié var drengur, nýorð- inn þrettán ára, í Foca í Bosníu þegar borgarastyrjöld hófst í land- inu í upphafi síðasta áratugar. Hann lendir í ótrúlegum hremm- ingum, er tvisvar tekinn höndum og er sveltur og pyntaður en kemst við illan leik til frændfólks síns í Sarajevo og loks í öraggt skjól sem flóttamaður, einn síns liðs, til Hollands. Móður Mirads var rænt á fyrsta degi borgarastyrjaldarinnar og hefur ekki spurst til hennar síðan, stuttu síðar blæddi litlu systur Mirads út í örmum hans eftir að hafa orðið fyrir sprengju og faðir hans var í hópi fanga sem var neyddur til að ganga út á jarð- sprengjusvæði. Hann stígur á sprengju og lætur lífið en hinir í hópnum era skotnir niður með vél- byssum. Mirad kemst einn af með því að látast vera dauður, ber kennsl á hönd föður síns, sem fullvissar hann um að hann sé lát- inn, grefur hana og flýr. Saga Mirads er flutt af föður- bróður hans, Djuka, og Fazilu, konu Djuka. Þau koma fram sem flóttamenn í Hollandi og rekja sögu Mirads, sem byggð er á dag- bók hans og greinargerð sem var lögð fram þegar hann sótti um pólitískt hæli í Hollandi. Þau skipt- ast á um að leika Mirad og sjálf sig, auk örfárra annarra persóna. Það er erfitt að gera slíku efni góð skil. Það tekur um klukkutíma að flytja þetta leikrit Ad de Bonts, enda er það ætlað nemendum í efstu bekkjum grannskóla og í framhaldsskóla. I raun og vera á það erindi við alla. í því er fjallað um fleira en hörmungar borgara- styrjaldarinnar í Bosníu. Þama fá- um við líka að kynnast viðhorfum flóttamanna sem hafa orðið að hrekjast frá heimahögum sínum og þá sérstaklega bamungra flóttamanna sem eiga engan að og gengur erfiðlega að byggja upp líf í nýju landi. Höfundurinn skipuleggur efni verksins á þann hátt að það er þó nokkuð farið fram og aftur í tíma í því augnamiði að áhorfendur fylg- ist með afdrifum Mirads í nýja landinu á meðan sjónarmið hans era skýrð út með tilvísun í hvað hann þurfti að þola í því gamla. Þetta tekst mjög vel og málfar þýðingar Jóns Hjartarsonar kem- ur þessu vel til skila, hann snarar framtextanum á vandað mál sem veldur því að túlka sterkar tilfinn- ingar. Sýningin er mjög vönduð og það er gleðiefni að sjá hve vel er hægt að gera þessa litlu sýningu úr garði. Lítið er að vísu lagt í leik- tjöld, en þar sem hægt verður að vera að flytja sýninguna í skólum er varla um betri kosti að ræða. Einfaldur bekkur fyrir framan tjöld sem drekka í sig margbreyti- lega liti ljósanna er allt sem þarf. Ljósin era svo notuð á einbeittan hátt til að skapa réttu stemmning- una. Hljóðmyndin er einstaklega vel heppnuð. Tónlistin er stórkost- lega vel valin, og hið síendurtekna stef Michaels Nymans gefur tregatóninn sem einkennir sýning- una. Onnur atriði í hljóðmyndinni takast einnig mjög vel, t.d. berg- málið í pyntingarklefanum þar sem má heyra dropana falla á steinsteypt gólfið. Leikurinn er hófstilltur og þrautunninn. í leikstjórninni er tekinn sá póll í hæðina að hvísl get- ur verið áhrifameira en öskur, eins og sést best í atriðinu er Mirad heldur um lík litlu systur sinnar. Rósa Guðný Þórsdóttir stendur sig mjög vel í sýningunni og sýnir blæbrigðaríkan leik og nær vel að sýna áhorfendum þær tilfinningar sem persónan býr yfir. Ari Matt- híasson túlkar vel örvæntinguna og vonleysið sem einkennir per- sónurnar með þyngslalegum hreyfingum í andstæðu við tilfinn- ingaríkar augnagotur. Hann hefur áberandi sótt í sig veðrið á síðast- liðnu leikári. Þetta er vönduð og á stundum áhrifamikil sýning á verki sem á erindi við alla. Áhorfendur ættu að henni lokinni að skilja betur hvað flóttamenn hafa þurft að ganga í gegn um áður en þeim er gefinn kostur á að byggja líf sitt úr rúst- um í nýju landi. Sveinn Haraldsson Laugavegi 62, sími 511 6699 O I L () N I) () N PÖNTUNARSÍMI 565 3900 OPIÐ KL. 9.00 TIL 22.00 Orðabækumar Ensk-íslensk & íslensk-ensk vasabrot svört ...... 1.390 kr. Ensk-íslensk & íslensk-ensk gul.................. 1.890 kr. Ensk-íslensk (34.000 uppflettiorð) rauð..........2.190 kr. íslensk-ensk (35.000 uppflettiorð) rauð..........2.190 kr. Ensk-íslensk & íslensk-ensk rauðar tilboð .......3.990 kr. Ensk-íslensk & íslensk-ensk rauðar í gjafaöskju .4.590 kr. Sænsk-íslensk & íslensk-sænsk gul................ 2.400 kr. Dönsk-íslensk & íslensk-dönsk gul ............... 2.400 kr. Ítölsk-íslensk & íslensk-ítölsk gul.............. 3.600 kr. Frönsk-íslensk & íslensk-frönsk gul 1996 útgáfa.. 2.990 kr. Spænsk-íslensk & íslensk-spænsk gul ............. 1.790 kr. Þýsk-íslensk & íslensk-þýsk gul 1997 útgáfa......2.990 kr. Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skóla, skrifstofur og ferðalög Fást hjá öllum bóksölum Orðabókaútgáfan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.