Morgunblaðið - 08.03.2000, Side 29

Morgunblaðið - 08.03.2000, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 29 LISTIR Ungverskt menning- arkvöld á Sóloni FÉLAGIÐ Ísland-Ungverja- land efnir miðvikudaginn 15. mars til menningarkvölds á veitingastaðnum Sóloni Island- usi, Bankastræti 7a, 2. hæð, í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Tveir kórar koma fram og flytja fjörug ungversk lög: Samkór Kópavogs, undir stjórn Dagi-únar Hjartardóttur og Kvennakór Suðurnesja, undir stjórn Agotu Joó. Pá sýnir Þór Halldórsson litskyggnur frá ferðalagi sínu um Ungverja- land. Aðgangur er ókeypis. Síðustu sýningar Baneitrað samband Islenska óperan Sýningum á leikriti Auðar Haralds, Baneitruði sambandi, sem sýnt er í Islensku óper- unni, fer fækkandi. Leikritið var samstarfsverkefni Draumasmiðjunnar og Leikfé- lags Akureyrar. Leikritið er svört kómedía í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar. Síðustu sýningar verða laug- ardaginn 11. febrúar og laugar- daginn 18. febrúar kl. 20. Réttu mennirn- ir til að spila mína tónlist Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanisti, sem búsett er í New York, segir í samtali við Guðjón Guðmundsson að hún hafi sett sam- an draumasveitina sína. Sveitin, sem er -------------7-------------- kvartett, kemur til Islands og leikur nýjar tónsmíðar Sunnu á fimm tónleikum í mars. S UNNA Gunnlaugsdóttir nam djasspíanóleik við William Paterson College í New Jersey og gaf hún út sinn fyrsta geisladisk, Far Far Away, árið 1997. Hún hefur dvalið að mestu í New York við nám og störf undanfarin sex ár. Sunna var nývöknuð þegar blaðamaður hringdi í hana og þótti ekki uppörvandi að líta snjóinn augum út um gluggann á íbúð sinni í Brooklyn. Veturinn hefur verið óvenju kaldur og langur, „eins og heima á íslandi", segir Sunna, sem fylgist með fréttum og veðri frá föðurlandinu í gegnum Netið. Sunna hefur mest starfað með eigin tríói sem kom hingað og hélt tónleika 1998. Kvartettinn hefur Kamilíufrúin dönsuð á ný London. Morgunblaðið. í RÖSK tuttugu ár hefur enginn vogað sér að fara í fótspor þeirra Margot Fonteyn og Rudolf Nureyev í ballettinum Marguerite og Arm- and. En nú hefur Konunglegi ballettinn í London tekið verkið til sýninga og svo vill til að aðaldansaramir eru báðir franskir; Sylvie Guill- em og Nicolas Le Riche. Frederick Ashton samdi ballettinn 1963 með þau Fonteyn og Nureyev í huga. Eftir að Nureyev flúði vestur fyrir járntjaldið 1961 stóð heimurinn á öndinni yfir snilld hans og Fonteyn. Þau þóttu einstök saman og margir vildu trúa því, að þetta magnaða samband og þeir töfrar, sem þau vöktu á sviðinu, ættu rætur að rekja til ástar þeirra í milli. Svo var þó ekki, enda Nureyev sam- kynhneigður og ást Fonteyn á eiginmanni sínum alkunn. En listamenn voru þau af Guðs náð og það tókst þeim að sýna og sanna á sviðinu. Margot Fontcyn Rudolf Nureyev Ballettinn fjallar um Kamelíufrúna, Marguerite Gautier, og unga mann- inn, sem þráir það eitt að heimta listmunir mSKKHKm Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð. Fyrir viðskiptavini leitum við að góðum verkum eftir Jón Stefánsson, Nínu Tryggvadóttur, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Blöndal, Gunnlaug Scheving, Þórarin B. Þorláksson, Krisu'nu Jónsdóttur og Louisu Matthíasdóttur. Gallerí Fold Rauðarárstíg 14—16, sími 551 0400. fold@artgalIeryfold.com www.artgalleryfold.com verið starfandi í um eitt ár og hef- ur leikið mest á New York-svæð- inu af og til á þessu tímabili, þar á meðal í Knitting Factory, sem er helsta aðsetur framsækinna djasstónlistarmanna í borginni. „Ég var orðin dálítið þreytt á tríóinu. Við höfðum verið svo lengi saman og þetta var orðið of vanafast. Scott [Lemore, trommu- leikari] er enn í bandinu en það er kominn nýr bassaleikari og saxó- fónleikari hefur bæst í hópinn. Við einbeitum okkur að efni eftir mig og útsetningum á íslenskum lögum.“ Sunna segir að kvartettinn sé sín draumasveit. Það sé „meira púður í þessari sveit en tríóinu“. Tony Malaby er einn heitasti tenórsaxófónleikarinn í New York þessa dagana og hefur fengið sér- lega góða gagnrýni í stóru blöð- unum eins og New York Times og Village Voice. Hann er sagður brúa bilið á milli hins hefðbundna og frjálsa djass. Drew Gress bassaleikari er einna þekktastur fyrir leik sinn með tríói Fred Hersch, þar sem hefðbundinn Sunna Gunnlaugsdóttir djass er á dagskrá, en ekki síður af framsækinni spilamennsku í félagi við Tim Berne og Dave Douglas. Scott Lemore er geysilega fær og smekkvís trommari sem er Islend- ingum að góðu kunnur. Hann held- ur jafnframt úti eigin tríói með Tony Malaby og Ben Street bassa- leikara. „Þetta er draumabandið mitt. Fyrir einu og hálfu ári hitti ég Skúla Sverrisson og hann spurði mig hvað ég hefði fyrir stafni. Ég sagði honum að ég vildi stofna kvartett með þessum mönnum en þá hafði ég ekki einu sinni hitt Drew. Ég hafði lengi vitað það að þetta væru réttu mennirnir til þess að spila mína tónlist," segir Sunna. Sunna semur mikið og á ekki auðvelt með að skilgreina sína tón- list. Hún segir þó að þetta sé djass undir evrópskum formerkjum; ekki hefðbundinn djass en samt ekki villtur nútímadjass. Það gæti í raun áhrifa frá alls konar tónlist. „Mín kynslóð ólst upp við að hlusta á popp og ég held að það komi fram í því sem ég sem.“ I desember síðastliðnum tók kvartettinn síðan upp geisladisk sem er þó ekki kominn út. Sunna er að leita að útgefanda fyrir disk- inn og bindur vonir við að hann muni opna kvartettnum enn fleiri dyr. í fyrra fékk Sunna lista- mannalaun úr Listamannasjóði til þess að ljúka við eigin tónsmíðar, útsetja íslensk lög, gera upptökur og kynna efnið. Tónleikaferðin hingað til lands er liður í þeirri kynningu og í næsta mánuði leikur kvartettinn á djasshátíð í Virginíu, þar sem ísland skipar heiðurssess. Tónleikar Kvartetts Sunnu Gunnlaugsdóttur eru 9. mars á Sólrisuhátíðinni á ísafirði, 10. mars verða tónleikar í Gryfju Verk- menntaskólans á Akureyri, 11. mars í Borgarhólsskóla á Húsavík og 12. og 13. mars verða tónleikar í Múlanum í Reykjavík. hana úr hórdómi hástéttarheimsins. Blöð segja frá því, að þegar ball- ettinn um Marguerite og Armand var frumsýndur hafi listamennirnir verið kallaðir fram 21 sinni í lokin. Eftii- það hét ballettinn aldrei annað en Fonteyn og Nureyev og aðrir dansarar komu ekki nálægt honum. Þau fluttu hann síðast 1977 í Manila á Filipseyjum og síðan hefur hann ekki sézt á sviði, fyrr en nú. Reyndar töldu menn, að ballettinn hefði dáið með stjörnunum tveimur, sem létust 1991 og 1993. Sylvie Guillem hefur lýst því, þegar lærifaðir hennar við Paris Opera Ballet, Rudolf Nureyev, bauð henni 1987 heim til þess að sjá myndband af þeim Fonteyn dansa ballettinn fræga. Hún segir, að hann hafi verið eins og barn, sem er að sýna ókunnugum sitt bezta gull. Ekki dreymdi hana um þá, að það kæmi til hennar kasta, þegar ballettinn yrði næst settur á svið. ART CALLERY IMámsstefna um fimmtu rammaáætlun Ewrópusambandins Mánudaginn 13. mars n.k. kl. 10:00 -17:00 í Háskóla íslands, Tæknigaröi, Dunhaga 5 Námsstefna um gerð umsókna og fjármögnun rannsókna- og tækniþróunarverkefna úr rannsóknarsjóðum Evrópusambandsins, ásamt yfirliti yfir rekstur og þátttöku í slíkum verkefnum. Námsstefnan er ætluð þeim sem eru að huga að umsóknum á næstunni og er sambærilegt námsstefnu sem haldin var í september á síðasta ári. Fjallað verður almennt um skilyrði umsókna og hvemig gerð þeirra skuli háttað. Rætt verður um samningagerð vegna verkefna og þann lagagrunn sem þau byggja á, auk þess sem mismunandi samningsform verða skoðuð. Einnig verða tekin fyrir helstu atriði sem huga þarf að í rekstri slíkra fjölþjóðaverkefna og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra af hálfu Evrópusambandsins. \. • Fyrirlesari verður Óskar Einarsson, sérfrœðingur hjá DG ínformation Society hjá ESB 7T~ Helstu efnisþættir til umræðu og kynningar: / | • Stutt umfjöllun um 5. rammaáœtlun Evrópusambandsins • Ferill umsókna og mat þeirra \ ,*,' í 9 'Gerð umsókna og uppbygging • Mikilvœg atriði sem þörf er að huga að í undirbúningi umsókna \ \ • Val umsókna pTSamn$ngur um verkefni og rekstur þeirra Umsóknarferli eru óháð fagsviðum, þannig að allir sem hafa hug á að sækja um í rannsóknarsjóði Evrópusambandsins geta haft gagn af umfjölluninni. Hins vegar mun „Upplýsingaþjóðfélagið" (IST -Information Society Technologies) verða notað sem dæmi, þegar þörf er á ákveðnum tilvísunum. i ► Rannsóknaþjónusta IIÁSKÓLA ÍSLAXDS • Námsstefhan er öllum opin sem eru að huga að umsóknum í fimmtu rammaáætlun Evrópusambandsins en fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 25 manns. • Þátttökugjald er 1.500 kr., innifalið í þátttökugjaldi er léttur hádegisverður. Tekið er á inóti skráningum hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla íslands í síma 525 4900 og er skráningarfrestur til 9.mars. Nánari upplýsingar veitir Eirikur Bergmann Einarsson; netfang: ee@rthj.hi.is Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Rvk., sími 525 4900, fax 552 8801, netfang rthj@hi.is, vefsíða www.rthj.hi.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.