Morgunblaðið - 08.03.2000, Side 31

Morgunblaðið - 08.03.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 31 LISTIR Ljósmyndasafn Reykjavík- ur hlytur viðurkenningu LJÓSMYNDASAFN Reykjavíkur hefur verið valið til að hljóta sam- starfsverðlaun sem veitt eru af Int- ernational Partnership Among Museums (IPAM) í samvinnu við Ansel Adams Center: Friends of Photography í San Francisco og veitt eru af Bandan'sku safnasam- tökunum (AAM). Samstarfsverkefnið snýst um gerð á safnkennsluefni fyrir kenn- ara og nemendur á sviði ljósmynda- sögu. Sérstaklega verður vikið að landslagsmyndum og hvernig þær myndir móta hugmyndir fólks um náttúruna og óspillt landsvæði. Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Ansel Adams Center: Friends of Photography munu m.a. nota í þessu verkefni myndir úr safnkosti beggja aðila, þar á meðal framlag bandaríska ljósmyndarans Ansel Adams sem þekktur er fyrir lands- lagsmyndir sínar. Verkefnið verður meðal annars gert aðgengilegt á vefsíðum beggja stofnana sem standa að þessu verkefni, á íslensku og ensku. Þátttakendur í verkefninu eru, fyrir hönd Ljósmyndasafns Reykjavíkur Guðbrandur Bene- diktsson sagnfræðingur og fyrir hönd Friends of Photography Julia Brashares listfræðingur. „Síðastliðin tuttugu ár,“ segir Ed Able, forstjóri og stjórnarfomaður Bandarísku safnasamtakanna í Washington, „hefur IPAM gefið söfnum í Bandaríkjunum einstakt tækifæri til að koma á tengslum við sambærilegar stofnanir utan Bandaríkjanna með þróun og fram- kvæmd á sameiginlegum verkefn- um.“ Markmið IPAM-verðlaun- anna er að mynda gagnkvæm og varanleg tengsl milli bandarískra og annarra safna í heiminum sem eiga sameiginleg markmið. IPAM hefur að markmiði að stuðla að vexti stofnana svo þær séu betur í stakk búnar til að þjóna almenningi. IPAM starfar í gegnum mennta- og menningarmálaráðuneytið bandaríska og eru verðlaunin veitt á samkeppnisgrundvelli. Bandarísk sendiráð úti um allan heim taka þátt í gerð umsókna og samskiptum milli aðila. Bandarísku safnasam- tökin hafa umsjón með verkefninu. Við lok þessarar úthlutunar, hefur 182 samstarfsverkefnum verið komið á í 69 löndum og 38 ríkjum í Bandaríkjunum frá því að verkefnið var sett á laggirnar árið 1980. Fjármögnun verkefnisins er á höndum mennta- og menningar- málaráðuneytisins bandaríska og Lampadia-sjóðnum, sem styrkir menningarsamskipti milli Banda- ríkjanna, Argentínu, Brasilíu og Chile. Frekari fjárstuðningur kem- ur frá Trust for Mutual Under- standing og fleiri aðilum í Banda- ríkjunum, Mið- og Austur-Evrópu. Bandarísku safnasamtökin (Am- erican Association of Museums) eru samtök sem söfn og starfsmenn þeirra mynda. Sambandið var stofnað árið 1906 og þjónar yfir 3000 stofnunum af ýmsum gerðum og stærðum, þar á meðal sögu- minjasöfnum, listasöfnum, náttúru- gripasöfnum, vísindasöfnum, dýra- og grasafræðigörðum, stjörnusöl- um, barnasöfnum ofl. A meðal þeirra 11.000 einstaklinga sem eru í sambandinu er að finna forstöðu- menn safna, stjómarmeðlimi stofn- ana, sjálfboðaliða og nemendur í safnafræðum. Einnig eru yfir 2000 meðlimir s.s. eins og fyrirtæki og sjálfstætt starfandi ráðgjafar sem tengjast með einum eða öðrum hætti safnasviðinu. Mennta- og menningarráðuneyt- ið bandaríska skýrir og styður er- lendis við stefnu bandarískra stjórnvalda í utanríkis- og öryggis- málum með margvíslegum verkefn- um. Ráðuneytið hefur að markmiði að stuðla að gagnkvæmum skilningi milli Bandaríkjanna og annarra landa með þátttöku í mennta- og menningai-verkefnum. Snorrastofu af- hent bókasafn Jakobs Bene- diktssonar FORMLEG afhending á bókasafni dr. Jakobs Benediktssonar fer fram í Reykholtskirkju á fóstudag, kl. 20.30. Safninu hefur verið fundinn staður i Snorrastofu í Reykholti fyrir milli- göngu bókaforlagsins Máls og menn- ingar. Boðið verður upp á dagskrá, þar sem blandað verður saman stuttum erindum og tónlist. Bjami Guð- mundsson, formaður stjórnar Snorrastofu, mun stýra samkomunni. Fyrst mun Bergur Þorgeirsson, for- stöðumaður Snorrastofu, ávarpa samkomuna, þá mun Sverrir Tómas- son, sérfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar ræða fræðastörf dr. Jakobs Benediktssonar og að lokum mun Halldór Guðmundsson, útgáfu- stjóri Máls og menningar fjalla um tengsl Jakobs og Máls og menningar. Að erindum loknum mun Snorrastofu verða afhent bókasafn Jakobs með sérstöku gjafabréfi. Reiknað er með að dagskráin standi yfir í eina klukkustund og er aðgangur að sam- komunni ókeypis. Dagskráin er unn- in í samvinnu við bókaútgáfu Máls og menningar og ættingja Jakobs. HYUNDAI AT0S ER EINN SÁ ALLRA SPARNEYTNASTI Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1280 Hyundai Atos er nettur og skemmtilegur bíll, einn sá allra sparneytnasti á markaðnum. Hann er hinn fullkomni bæjarbíll, þægilegur í akstri og snar í snúningum. Hann er með stórum hurðum og háum sætum svo útsýnið er óvenjugott. Komdu og prófaðu sparneytinn og þægilegan Hyundai Atos! HYunoni meir%öllu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.