Morgunblaðið - 08.03.2000, Side 36

Morgunblaðið - 08.03.2000, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 \ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ V t N átttröllið dagar uppi Það er dapurlegt að purfa að kyngja því að tœkifœrið til uppbyggingar öflugrar og menningarlegrar sjónvarpsstöðvar er líklega runnið okkur úrgreipum. Cr HVERNIG stendur á því að umræða um sjónvarp hér á íslandi - þá sjald- an hún fer af stað - snýst ætíð um byrjunaratriði? Hvemig stendur á því að mannaráðningar við stærsta fjölmiðil þjóðarinnar, Ríkisút- varpið Sjónvarp, skuli fara fram með þeim hætti að pólitískt kjör- ið ráð sjö manna, sem hafa ekki meira vit á fjölmiðlum en pétur og páll útí bæ, skuli ráða þar ferðinni? Getur hugsast að eitt- VffiHnRF hvert sam- VlVnUlfC hengiséá miili þessara tveggja spuminga? Getur Eftir Hávar Sigurjónsson hugsast að versta andstæðing hins ríkisrekna útvarps sé ekki lengur að finna utan þess heldur innan? Er hið innra skipulag hins opinbera fjölmiðils orðið þess helsti dragbítur á eðlilega endurnýjun innan stofnunarinn- ar? Getur hugsast að í lykilstöð- ur stofnunarinnar hafi raðast slíkar liðleskjur að þeirra helsta metnaðarmál í starfi sé að ekki komist upp um vanhæfni þeirra? Getur hugsast að slíkir einstakl- ingar gæti þess helst að ráða jafn vanhæfa eða sauðgæfa und- irmenn svo ekki hitni undir þeim sjálfum? Ef þetta era fráleitar spurningai- þá væri fróðlegt að heyra skýringar þessara sömu lykilmanna á þeirri eymdarlegu stöðu sem ríkissjónvarpið hefur komið sér í á öllum póstum dag- skrárgerðar og úrvinnsiu efnis. Hinn geðþekki framkvæmda- stjóri Sjónvarpsins lofar því í DV í fyrradag að ef hann hefði úr meiri peningum að spila þá myndi hann endurtaka hrylling- ■■ inn frá síðasta laugardagskvöldi. Vonandi lætur enginn neitt af hendi rakna til þess arna. Pen- ingaleysi er ekki vandi Sjón- varpsins. Meginástæðan fyrir því að Sjónvarpið hefur dagað uppi er einfaldlega getuleysi til að gera eitthvað fyrir þá peninga sem til staðar eru. Pað er hinn raunveralegi vandi. Kunnáttu- leysi í grandvallaratriðum er ástæðan fyrir frámunalega lé- legri innlendri dagskrá í vetur, kunnáttuleysi og lágkúralegur undirlægjuháttur við lægstu samnefnara alþjóðlegrar dag- skrárgerðar. Samfara misskiln- ingi á því hvað felst í hugtakinu „afþreyingarefni“. Þar þarf ekki að vera um illa undirbúið og illa framleitt efni að ræða, heldur efni sem lýtur ákveðnum Iögmál- um hvað varðar efnistök og úr- vinnslu. Eftiröpunarárátta Sjónvarpsins ristir jafn grannt og raun ber vitni þar sem um fullkomlega forsendulausa fram- leiðslu er að ræða. Hvaða til- gangi þjónar það að dubba upp þátt undir heitinu Kastljós - fréttaskýringaþáttur þegar um er að ræða óundirbúin samtöl við stjórnmálamenn og kjaftaska fy* sem halda framboðsræður þar til tíminn er úti. Hún er sláandi sagan af Islendingunum sem búið höfðu erlendis um nokkurra ára skeið og komu heim í stutta heimsókn um daginn. Þeir velt- ust um af hlátri yfir nýja skemmtiþætti sjónvarpsins; frá- bær háðsádeila á fleðulega fréttamenn og sjálfsánægða stjórnmálamenn. Brosið stirðn- aði þegar útskýrt var að þetta væri fúlasta alvara. Hvaða tilgangi þjónar það að dubba upp dagskrárgerð undir heitinu Sunnudagsleikhús þegar enginn virðist finnast innan Sjónvarpsins sem getur metið hvort handrit era hæf til fram- leiðslu eða ekki? Hvaða tilgangi þjónar það yfirleitt að vera að burðast við að framleiða leikið efni í Sjónvarpinu þegai- jafn sjálfsagt gi-undvallaratriði og leiklistai’deild innan þess er álit- ið fráleitt? Hvers konar ríkis- fjölmiðill er það sem flaggar spurningakeppni framhaldsskóla- nema sem sínum fremsta dag- skrárlið á aðalútsendingartíma á föstudagskvöldi? Á hvaða þroskastigi eru þeir eiginlega sem ráða þessu? Fleiri ámóta ákvarðanir við dagskrárstjórn og samsetningu hennar mætti nefna en verður ekki gert. Eg hrein- lega nenni því ekki. Hvaða tilgangi þjónar það að eyða heilum milljarði í innrétt- ingar og tækjabúnað fyrir stofn- un sem stendur ekki undir nafni og virðist ekki hafa uppi nein áform um að gera það í næstu framtíð. Hvers vegna var þess- um milljarði ekki varið í dag- skrárgerð eins og hann lagði sig og þannig hefði sjónvarpið getað gengið í endurnýjun lífdaga með kröftugri dagskrárgerð á nýrri öld. Slíkar vangaveltur era auð- vitað óskhyggjan einber meðan hið innra skipulag er með þeim hætti sem raun ber vitni; póli- tískt skipaðir fulltrúar útvarps- ráðs hittast hálfsmánaðarlega til að nöldra yfir einstökum dag- skrárliðum og hafa úrslitaáhrif á mannaráðningar með handa- uppréttingum í flokkslitunum. Með óbreyttu striki stefnir Ríkissjónvarpið í að verða eitt stærsta og alvarlegasta menn- ingarslys þessarar nýbyrjuðu aldar með því annars vegar að glopra endanlega niður því stór- kostlega tækifæri til menningar- legrar forystu sem lagt var upp í hendur þess fyrir þrjátíu og fjór- um áram og hins vegar með því að leggja því sjónarmiði sterkast lið að fjölmiðill af þessu tagi sé best kominn í höndum einka- aðila. Léleg frammistaða Ríkis- sjónvarpsins er bestu rök þeirra sem vilja það feigt. Þjóðin hefur sýnt þessu óskabarni sínu ótrú- legt langlundargeð en nú er kominn tími til að það standi á eigin fótum. Fullorðnist. Annars hefur það ekkert hlutverk, verð- ur baggi á framfærendum sín- um, sjálfu sér og þeim til áfram- haldandi háðungar og skammar þar til það endanlega lognast út- af. Gott dæmi um að gott atlæti er ekki alltaf besta veganestið út í lífið. Ríkissjónvarpið mun að öllum líkindum koðna niður í lítt mark- tæka fréttastöð, þar sem íþrótta- efni og ósjálfstæð úrvinnsla fréttatilkynninga úr viðskipta- og atvinnulífinu verður helsta viðfangsefnið. Aðrir dagskrárlið- ir munu takmarkast við ódýra alþjóðlega framleiðslu og lélegar eftirapanir af amerísku raslsjón- varpi. Því miður vantar ekki nema herslumuninn til þess að þetta takist. Málstaður Einars Karls Haraldssonar EINAR Karl Har- aldsson ritstjóri skrif- ar grein í Morgun- blaðið 1. mars sl. um málefni Reykjavíkur- flugvallar sem hann kýs að kalla: „Mál- staður samgönguráð- herra“. I grein sinni grípur ritstjórinn til gamalkunnra takta þeirra sem hörðnuðu í eldi og eimyrju þeirra áróðursbragða sem ritstjórum Þjóðviljans sáluga vora töm. Á þeim bæ helgaði til- gangurinn jafnan meðölin. Tilefni Morg- unblaðsgreinar ritstjórans virðist vera að í fjölmiðlaviðtali sagði ég ætlun mína að láta ekki mitt eftir liggja við að kynna almenningi for- sendur þeirrar ákvörðunar stjórn- valda að endurbyggja Reykjavíkur- flugvöll. Tilefni viðtalsins var að borgarstjóri kynnti minnisblað sem hún lagði fram á fundi með mér þar sem lagt var til að efnt yrði til sam- ráðs um kynningu á kostum og göllum þess að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, og jafnframt að kynningin færi fram áður en kemur að því að kjósa um hvort völlurinn verði áfram í Vatnsmýr- inni. Vegna greinar ritstjórans vil ég leyfa mér að upplýsa hann um eft- irfarandi staðreyndir, sem hann einhverra hluta vegna kýs að láta sem hann þekki ekki, þegar hann talar um að kynna þurfi sérstak- lega málstað samgönguráðherra vegna endurbygging- ar Reykjavíkurflug- vallar: 1. Samgönguráð- herra fer hvorki með skipulagsmál né fjall- ar hann um umhverf- ismál og hefur því ekkert að gera með umhverfismat í borg- arlandinu. 2. Samgönguráð- herra hefur ekkert að gera með samræmda aðför Borgarskipu- lags, skipulagsstjóra og umhverfisráðherra að sannleikanum, til þess að bjarga flug- málastjóra undan umhverfismati, enda vandséð að sá ágæti embætis- maður þurfi í slíkt mat. Reykjavíkurflugvöllur Samgönguráðherra, segir Sturla Böðvars- son, fer hvorki með skipulagsmál né fjallar hann um umhverfísmál. 3. Það sem ritstjórinn segir vera á huldu um Reykjavíkurflugvöll, svo sem hvort völlurinn sé starf- ræktur án viðeigandi leyfa frá Hollustuvernd eða Vinnueftirliti er enn og aftur nokkuð sem heyrir ekki undir starfssvið samgöngu- ráðherra og því vandséð réttlæting þess að undirritaður taki að sér kynningu viðkomandi mála. 4. Samgönguráðherra hefur ekki og mun ekki kynna áform flug- rekstraraðila sem ritstjórinn vill meina að stangist á við reglur sem gilda um flugvöllinn. ö. Endurbygging Reykjavíkur- flugvallar er heimiluð og gerð á grundvelli skipulags Reykjavíkur- borgar, sem borgaryfirvöld hafa al- farið unnið og samþykkt án af- skipta samgönguráðherra. 6. Samgönguráðherra getur á engan hátt borið ábyrgð á því ef gamli miðbærinn í Reykjavík á í vök að verjast. 7. Fllugmálaáætlun sem gerði ráð fyrir endurbyggingu Reykja- víkurflugvallar var samþykkt á Al- þingi 2. júní 1998, og það af fulltrú- um allra stjóranmálaflokka. Enginn var á móti. Það er fullkomlega eðlilegt að skiptar skoðanir séu á lofti um skipulag höfuðborgarinnar. Og það er við því að búast að umræður skapist um framkvæmdir á borð við endurbyggingu Reykjavíkurflug- vallar. En gera verður þá kröfu að þær umræður snúist ekki um það eitt að koma höggi á pólitíska and- stæðinga og gera þeim upp skoðan- ir eða eigna þeim verk og ábyrgð annarra. I þá gryfju féllu ritstjórar Þjóðviljans iðulega og í þá gryfju fellur Einar Karl Haraldsson, rit- stjóri, þegar hann eignar mér, sem samgönguráðherra, verk þeirra sem fara með skipulagsmál og stjórn borgarinnar. Höfundur er samgönguráðherra. Sturla Böðvarsson Baráttan fyrir friði eitt mikilvægasta verkefni mannkynsins í DAG á þessum fyrsta alþjóðlega bar- áttudegi kvenna á 21. öldinni vill UNIFEM um heim allan vekja athygli á því að eitt mikilvægasta verkefni mannkyns á þessari öld mun verða að leita leiða til þess að koma á varanlegum friði í heiminum. Um víða veröld styður UNIFEM samtök leidd af kon- um sem bjóða upp á nýjar leiðir til þess að tryggja frið. í mörg- um ríkjum Asíu, Af- ríku, Suður-Ameríku og nú líka í Evrópu hefur vaxandi fjöldi kvenna valið að bregðast við þeim hörmungum sem stríðshrjáðar þjóðir mega þola með því að leiða virka og áhrifaríka baráttu fyrir friði í samfélagi sínu. Á margvíslegan hátt hafa þær lagt áherslu á þá staðreynd að var- anlegur friður byggir á því að grundvallar- þörfum sé fullnægt. En þrátt fyrir það innsæi og þá reynslu sem konur hafa öðlast í baráttu sinni fyrir friði eru þær enn sjaldséðar við samn- ingaborðið þar sem formlegar friðarum- leitanir fara fram. Sjaldan er leitað álits hjá konum né þeim boðið að taka þátt í samningaviðræðum á póli- tískum vettvangi. Þær hafa því litla möguleika á að koma sjónar- miðum sínum á framfæri og leggja grunn að samfélagi sem byggir á nýrri hugmyndafræði - hug- myndafræði sem hafnar ofbeldi. Reynslan hefur kennt konum að framlag kvenna til uppbyggingu Friðarviðræður Til að konur geti haft áhrif á friðarsamninga, segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, verða þær að vera þar sem ákvarðanirnar eru teknar og taka þátt í viðræðunum. friðar skilar árangri og þær sætta sig ekki lengur við að vera settar til hliðar. Til þess að konur geti haft raun- veruleg áhrif á friðarsamninga verða þær að taka þátt í friðar- viðræðum. Það er ekki nóg að koma með tillögur. Það er ekki nóg að þrýsta á. Konur verða að vera þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Á þessum alþjóðlega baráttu- degi kvenna, vill UNIFEM minn- ast og votta virðingu sína þeim hundruðum þúsunda kvenna sem með framsýni vinna að því að koma á friði í löndum sínum. Sam- an getum við unnið að því að á 21. öldinni verði fátækt og ofbeldi út- rýmt og mannréttindi tryggð öll- um til handa, konum jafnt sem körlum. Höfundur er formaður UNIFEM á íslandi. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.