Morgunblaðið - 09.03.2000, Side 26

Morgunblaðið - 09.03.2000, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bush og Gore bera sigurorð af keppinautum sínum í mikilvægri lotu forkosninganna Reuters Reuters A1 Gore fagnar sigri í forkosningum demdkrata með eiginkonu sinni, Tipper, í Nashville. George W. Bush Sækja inn á miðjuna fyrir lokabaráttuna um Hvíta húsið A1 Gore og George W. Bush voru í gær taldir nánast öruggir um að verða tilnefndir forsetaefni demókrata og repúblikana í for- setakosningunum í nóvember eftir mikil- væga sigra á keppinautum sínum í for- kosningunum í gær. Gore og Bush leggja nú kapp á að tryggja sér stuðning miðju- manna og óháðra kjósenda er studdu frambjóðendurna sem biðu ósigur. AL GORE, varaforseti Bandaríkjanna, fór trieð sigur af hólmi í forkosn- ingum demókrata í 15 ríkjum í fyrradag og er nú nánast ör- uggur um að verða tilnefndur fram- bjóðandi flokksins í forsetakosning- unum í nóvember. Fregnir hermdu að keppinautur hans, Bill Bradley, hygðist draga sig í hlé eftir að hafa beðið ósigur í tveimur stærstu ríkj- unum, Kaliforníu og New York, og þrettán öðrum ríkjum. Gore hefur nú þegar tryggt sér 1.420 kjörmenn og þarf að fá 2.170 til að verða tilnefndur forsetaefni de- mókrata í sumar. Bradley hefur að- eins fengið 411 kjörmenn. George W. Bush, ríkisstjóri Texas, stendur nú einnig mjög vel að vígi eftir hafa borið sigurorð af John McCain, öldungadeildarþingmanni frá Arizona, í Kalifomíu og New York og sjö öðrum ríkjum. Bush sigraði með miklum mun í Kalifom- íu, Ohio, Georgíu, Missouri og Mary- land og batt enda á sigurgöngu McCains í norðausturríkjunum með naumari sigmm í New York og Maine. Hann fór einnig með sigur af hólmi í Minnesota og Washington- ríki. McCain sigraði hins vegar í fjór- um ríkjum á Nýja Englandi, Massa- chusetts, Connecticut, Rhode Island og Vermont. Bush hefur nú ti’yggt sér 680 kjörmenn en þarf að fá að minnsta kosti 1.034 til að verða til- nefndur forsetaefni repúblikana. McCain hefur fengið 225 kjörmenn. McCain íhugar að draga sig í hlé McCain kvaðst ætla að íhuga á næstu dögum hvort hann ætti að halda kosningabaráttunni áfram. Fréttastofan AP hafði eftir tveimur af helstu ráðgjöfum McCains að þeir myndu ráðleggja honum að draga sig í hlé strax en að minnsta kosti einn ráðgjafa hans er andvígur því. Sigurmöguleikar McCains virðast litlir í næstu lotu forkosninganna á þriðjudaginn kemur. Þá verður kosið í sex ríkjum, meðal annars Texas, heimaríki Bush, og Flórída, þar sem bróðir hans, Jeb Bush, er ríkisstjóri. Líkt og í fyrri lotum forkosning- anna reiddi Bush sig einkum á stuðn- ing íhaldssamra repúblikana en McCain fékk mest fylgi meðal miðju- manna og óháðra kjósenda. McCain tók þá áhættu að gagnrýna leiðtoga kristinna íhaldsmanna og er það tal- ið hafa komið honum í koll í mikil- vægum ríkjum. Umdeild heimsókn Bush til Bob Jones-háskóla, sem hef- ur verið sakaður um andúð á kaþól- ikkum, virtist hins vegar hafa komið McCain til góða í nokkrum ríkjum þar sem kaþólikkar eru fjölmennir. Tekist á um kjósendur McCains Bush beindi athyglinni að barátt- unni við demókrata í sigurræðu sinni og gagnrýndi A1 Gore sem svaraði í sömu mynt. Þeir mærðu hins vegar báðir keppinauta sína í forkosning- unum. „Flokkur okkar mun brátt sameinast að nýju og snúa sér að aðalverk- efninu: því að binda enda á valdatíma Clintons og Gores,“ sagði Bush. Gore virtist hlakka til þess að takast á við Bush og gagn- rýndi baráttuaðferðir hans í forkosn- ingum repúblikana sem einkenndust af ásökunum um rógburð og ód- rengilegar auglýsingaherferðir. „Eg hyggst skora á forsetaefni repúblik- ana að halda opna fundi með mér til að gera þetta að baráttu hugmynda en ekki rógburðar, baráttu sem fer fram fyrir opnum tjöldum en ekki með niðrandi auglýsingum, sem greiddar eru úr leynisjóðum sér- hagsmunahópa,“ sagði varaforset- inn. Gore gaf einnig til kynna hvernig hann hygðist sigra Bush og gagn- rýndi andstöðu hans við fóstureyð- ingar, stefnu hans í menntamálum og loforð um miklar skattalækkanir. Hann kvaðst ætla að ná til „þeirra sem vilja halda hagsældinni fi-emur en að snúa aftur að gömlu stefnunni sem hefur brugðist, hættulegum skattaáformum sem hafa aðeins valdið samdrætti hingað til og gætu stefnt hagsæld okkar í hættu þegar fram líða stundir." Varaforsetinn reyndi einnig að höfða til þeirra repúblikana og óháðu kjósenda, sem kusu McCain og eru ef til vill tregir til að styðja Bush vegna íhaldssamrar stefnu hans. Barátta repúblikana tók meiri toll Talið er að Gore og Bush einbeiti sér nú að því að tryggja sér stuðning miðjumanna og óháðra kjósenda sem hafa oft ráðið úrslitum í forseta- kosningum í Bandaríkjunum. Stjórnmálaskýrendur úr röðum demókrata og repúblikana eru sam- mála um að barátta Bush við McCain hafi tekið meiri toll en barátta Gores við Bradley. Bush hefði þurft að færa sig lengra af miðjunni til að tryggja sér atkvæði hægrímanna í baráttunni við McCain en Gore þurfti til að fá stuðning vinstrimanna í baráttunni við Bradley. Þetta gæti valdið Bush vandræðum þegar hann etur kappi við Gore og reynir að höfða til miðjumanna. Linda DiVall, skoðanakönnuður repúblikana, sagði þó að Bush væri „í betri aðstöðu til að tryggja sér stuðning kjósenda McCains". „Þeir hrifust af framjóðanda úr röðum repúblikana og vilja breytingar í Washington. Hann þarf að biðla til þeirra, en ljóst er að þeir fundu eitthvað í Repúblikanaflokknum sem þeir fundu ekki meðal demókrata." Skoðanakannanir, sem gerðar voru meðal kjós- enda við kjörstaði í New York og Kaliforníu, benda til þess að Bush njóti ívið meiri stuðnings meðal kjós- enda McCains en Gores. Sömu kann- anir benda hins vegar til þess að varaforsetinn sé mun líklegri til að fara með sigur af hólmi í kosningun- um í Kaliforníu í nóvember. Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- Stefnir í mjög tvísýna baráttu milli Bush og Gore og eiginkona hans, Laura, veifa til stuðningsmanna hans í sigurveislu þeirra eftir forkosningar repúblikana í fyrradag. ÚRSLIT FORKOSNINGANNA Al Gore er nú öruggur um að verða tilnefndur forsetaefni demókrata eftir forkosningar þeirra í fyrradag. George W. Bush bar sigurorð af John McCain í Kaliforníu, New York og sjö öðrum ríkjum í forkosningum repúblikana og allt bendir því til þess að hann etji kappi við Gore í forsetakosningunum í nóvember. FORKOSNINGAR DEMOKRATA H FORKOSNINGAR REPÚBLIKANA ■ Al Gore Bill Bradley ■ GeorgeW. Bush Wf John McCaln URSLITIN DEM REP DEM REP Georgía (D92, R54) Gore Bush Rhode Island (D32, R14) Gore McCain Vermont (D22, R12) Gore McCain Kalifornía (D434, R162) Gore Bush Ohio (D170, R69) Gore Bush Hawaí (D33) Gore Connecticut (D67, R25) Gore McCain Idaho (D23) Gore Maine (D32, R14) Gore Bush Mínnesota (R34) Bush Maryland (D92, R31) Gore Bush Norður Dakota (D22) Gore Massachusetts (D118, R37) Gore McCain Washington (D95, R25) Gore Bush Missouri (D92, R35) Gore Bush Bandar. Samoa eyjar (D6) Gore New York (D294, R101) Gore Bush (D, R) fjöidi kjörmanna demókrata og repúblikana REPUBLIKANAR ; George W. Bush Al Gore Kjörmenn til þessa >■ 4 1421 Bill Bradley \ /411 Kjörmenn sem þarf til meirihluta: 2.168 Kjörmenn til að ná meirihluta: 1.034 >681 un Washington Post og ABC er Bush enn með forskot á Gore í land- inu öllu, með 50% fylgi á móti 44%. Forskotið hefur hins vegar minnkað um helming á einu ári og bendir það til þess að kosningamar í nóvember verði mjög tvísýnar. A1 From, einn af forystumönnum demókrata, telur að erfitt verði fyrir Bush að tryggja sér stuðning miðju- manna og óháðra kjósenda vegna þess að hann hafi fært sig of langt til hægri eftir sigur McCains í forkosn- ingunum í New Hampshire. „Sú ákvörðun hans að færa sig til hægri í félags- og skattamálum var það versta sem hann gat gert fyrir for- setakosningarnar." Ari Fleischer, talsmaður Bush, benti hins vegar á að Gore hefði aldrei náð forystu í skoðanakönnun- um þótt Bush hefði verið gagnrýnd- ur fyrir að seilast of langt til hægri. Bush gaf höggstað á sér Donna Brazile, kosningastjóri Gores, viðurkenndi að hann ætti enn á brattann að sækja en bætti við mikilvægast væri að hann tryggði að allir stuðningsmenn Demókrata- flokksins fylktu sér um hann í kosn- ingunum. Eddie Mahe, ráðgjafi repúblikana, telur að Bush hafi gefið höggstað á sér með því að heimsækja Bob Jon- es-háskóla og leggja kapp á að tryggja sér stuðning kristinna íhaldsmanna. „Gore og menn hans eru mjög færir í að notfæra sér slíkt. Þeir munu reyna að ata Bush út með öllum tiltækum ráðum.“ Óháðir kjósendur orðnir þreyttir á Clinton Ráðgjafar Bush telja að óháðir kjósendur séu orðnir þreyttir á Bill Clinton forseta og búist er við að hann leggi áherslu á að höfða til þeirra og hamri á því að Gore sé frambjóðandi „kyrrstöðunnar í Was- hington“. Ein af mikilvægustu spurningun- um fyi-ir baráttuna um forsetaem- bættið er hvort kjósendur sem eru ánægðir með þróunina í Bandaríkj- unum almennt síðustu sjö árin - einkum í efnahagsmálum - snúist á sveif með repúblikönum vegna hneykslismálanna sem hafa varpað skugga á embættistíð Clintons. I könnun Washington Post og ABC sagðist 51 af hundraði að- spurðra vera orðinn þreyttur á Clin- ton en 48% sögðust ekki vera það. Helmingur aðspurðra var þeirrai- skoðunar að Gore væri of tengdur Clinton til að geta tryggt þær breyt- ingar sem Bandaríkin þyrftu og jafn- margir voru á öndverðum meiði. Þetta gæti verið enn ein vísbend- ingin um að mjög tvísýn barátta væri framundan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.