Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 31 SINFONIUHLJOMSVEIT ISLANDS 50 ARA SINFONIUHLJOMSVEIT Islands fagnar hálfrar aldar afmæli sínu um þessar mundir. Fimmtíu ár eru ekki nema örlítið brot úr sögu sinfónískr- ar tónlistar, tími sem þætti stuttur í sögu elstu hljómsveita. Þó er Sin- fóníuhljómsveit Islands meðal elstu menningai-stofnana okkar, og hefur gengið í gegnum mörg þroskaskeið sem hafa fleytt henni fram til okkar daga. Á hálfri öld hefur hljómsveitin þróast frá því að vera 40 manna hljómsveit misvel menntaðra hljóð- færaleikara til þess að verða hljóm- sveit sem fær er í flestan sjó; hljóm- sveit sem nýtur velgengni og vinsælda, jafnt heima sem erlendis. Stórum áfanga var náð þegar Al- þingi samþykkti lög um Sinfón- íuhljómsveit íslands árið 1982. Þar með var starfsemi hljómsveitarinn- ar tryggð til framtíðar og henni tryggt rekstrarfé sem skiptist milli ríkis, Ríkisútvarpsins og sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu. Ör- uggur starfsgrundvöllur hlaut að gera hljómsveitinni auðveldar um vik, og vera forsenda þess að list- rænt starf gæti dafnað eðlilega. Lögin um hljómsveitina mörkuðu tímamót. I þeim er að finna ákvæði um stjórnskipulag sveitarinnar eins og vera ber, en einnig margvísleg ákvæði um hlutverk hennar. Hverri íslenskri menningarstofnun hlýtur að bera skylda til að gefa íslenskri menningu sérstakan gaum. Hvar heyrum við íslenska tónlist, ef ekki hjá íslenskri hljómsveit? Stærsti ágalli laganna um Sinfóníuhljóm- sveit Islands er hversu orðalag um hlutverk hennar gagnvart íslenskri tónlist er loðið og óskýrt. Þar stend- ur: „Sérstaka áherslu ber að leggja á flutning og kynningu íslenskrar tónlistar, utan lands sem innan, ef tilefni gefast“ (Lög nr. 36, 7. maí 1982). Þessi síðasta klausa, „...ef til- efni gefast“, er óskiljanleg í ljósi þess hve þýðingarmikið hlutverk hljómsveitarinnar er í kynningu á íslenskri tónlist. Engri hljómsveit í gjörvöllum heiminum stendur það nær að leika íslenska tónlist en Sin- fóníuhljómsveit Islands. Hlustendur gera ekki þá kröfu til útlendra hljómsveita að þær leiki íslenska tónlist; - sú krafa er gerð til Sinfón- íuhljómsveitar íslands. Hvenær er tilefni til að hlusta á íslenska tónlist? Þarf tilefni til að hlusta á íslenska tónlist? Það má ætla að þessara spurninga hafí verið spurt þegar lögin um hljómsveitina voru samin, og að svo hafi verið tal- ið, að sérstakt tilefni þyrfti að vera fyrir hendi til að íslensk tónlist yrði flutt. Hvaða ástæða önnur gæti ver- ið fyrir þessari „undankomuleið" í lögunum? Auðvitað þarf ekki sér- stakt tilefni að flytja íslenska tónlist og vissulega leikur Sinfóníuhljóm- sveitin oft íslenska tónlist án tilefn- is. Þó virðist sem íslensk tónlist eigi erfitt uppdráttar. í ár er ekkert ís- lenskt verk í rauðu röðinni, sem ber yfirskriftina „sígildir einleikskon- sertar og hljómsveitarverk“. I gulu röðinni er jafnan að finna „stærri hljómsveitarverk“, og þar eru þrjú íslensk verk, þar af tvö mjög stutt. I grænu röðinni, sem er röð „skemmtilegra og aðgengilegra tóm verka“, er ekkert íslenskt tónverk! I bláu röðinni, sem er röð tónlistar frá 20. öld, eru svo þrjú ísjensk verk. Betur má ef duga skal. íslensk tón- list þarf að heyrast í samanburði við aðra tónlist. Hún þarf að heyrast við hliðina á Beethoven og Stravinskíj svo hægt sé að hlusta á hana í sam- hengi við aðra tónlist. Hún þarf líka að heyrast miklu oftar. Og svei mér ef það er ekki hægt að grafa upp eitt eða tvö „aðgengileg og skemmtileg" íslensk tónverk. Þarna er vettvang- ur fyrir Sinfóniuhljómsveit Islands til að bæta sig og á tímamótum sem þessum væri það verðugt verkefni hljómsveitarinnar að setja sér ný markmið í því augnamiði að auka flutning á íslenskri tónlist, þó svo að lög hennar gefi færi á því að lengi megi leita að tilefnum. Ef til vill mætti í þeim tilgangi nýta annað ákvæði laga um hljómsveitina, það að hljómsveitinni er heimilt að ráða tónskáld til starfa í þágu hljómsveit- arinnar í takmarkaðan tíma. Sinfóníuhljómsveit Islands stend- ur á tímamótum í fleiri en einum skilningi. Á undanförnum árum hef- Færí flestan sjó Sinfóníuhljómsveit Islands stendur á tíma- -------------------7---- mótum í fleiri en einum skilningi. A undan- förnum árum hefur náðst gífurlegur árangur í listrænu starfi, segir Bergþóra Jónsdóttir tónlistargagnrýnandi Morgun- blaðsins í grein í tilefni afmælisins. Páll ísólfsson stjórnar Sinfóníuhljómsveit íslands á æfingu í Gúttó eftir endurreisn hennar 1956. ur náðst gífurlegur árangur í list- rænu starfi. í dag er hljómsveitin virt, vinsæl og nýtur velgengni. Síð- ustu misseri hafa verið hljómsveit- inni heilladrjúg, metaðsókn er að tónleikum, og umfjöllun um leik hljómsveitarinnar jafnt á tónleikum sem á geisladiskum er nánast und- antekningarlaust mjög lofsamleg. Alla tíð hefur það verið hljómsveit- inni til heilla að til hennar hafa ráð; ist góðir hljómsveitarstjórar. I þeirra hópi eru Karsten Andersen, Bohdan Wodiczko og Jean-Pierre Jacquillat. Páll Pampichler Pálsson starfaði um áratugaskeið með hljómsveitinni, fyrst sem hljóðfæra- leikari en síðar sem hljómsveitar- stjóri. í tíð Páls og Jacquillat var sem ákveðið jafnvægi næðist i leik hljómsveitarinnar, hún varð jafn- betri en áður og fagmannlegri. Ung- ir og góðir hljóðfæraleikarar skiluðu sér heim úr námi og hófu leik með hljómsveitinni. Árið 1988 kom Petri Sakari til starfa hjá hljómsveitinni sem var heillaskref. Petri var af hin- um þekkta finnska hljómsveitar- stjóraskóla, einn af nemendum hljómsveitarstjórans fræga, Jorma Panula. Petri hafði metnað og dug til að leiða hljómsveitina til nýrra sigra. Enn einn áfangi náðist árið 1991 með samningi hljómsveitarinn- ar við útgáfufyrirtækið Chandos, sem tók að sér að gefa út leik hljóm- sveitarinnar. I kjölfarið fylgdu fleiri útgáfusamningar; við Naxos, og við BlS-útgáfuna í Svíþjóð, sem einset- ur sér að gefa út íslenska tónlist í flutningi hljómsveitarinnar og hefur þegar gefið út nokkra diska með verkum Jóns Leifs. Geisladiskar Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa hlotið stórgóða og verðskuldaða um- fjöllun í erlendum tónlistartímarit- um. Þessi góða kynning á leik hljómsveitarinnar, ekki síst í flutn- ingi íslenskrar tónlistar er ómetan- leg, og afar verðmæt fyrir íslenskt menningarlíf. Frægðarför til Vesturheims Osmo Vanska tók við stjórn Sin- fóníuhljómsveitar íslands af Petri Sakari. Undir hans stjórn hefur hljómsveitin náð einna hæstu list- rænu flugi, og margir tónleikar hljómsveitarinnar undir hans stjórn eru og verða lengi í minnum hafðir. Osmo Vánska stjórnaði Sinfón- íuhljómsveitinni í mikilli frægðarför hennar til Vesturheims í ársbyrjun 1996. í þeirri ferð lék hljómsveitin meðal annars í virtasta hljómleika- sal vestanhafs, Carnegie Hall í New York. Þeir sem heyrðu þá tónleika og sögðu frá voru á einu máli um að það hefði verið eitt stærsta og mikil- vægasta augnablik í sögu hljóm- sveitarinnar. Þar fékk hún að spreyta sig á leikvelli stóru og frægu hljómsveitanna; þar lék hún af sama þrótti og stóru og frægu hljómsveitirnar og þar fékk hún sömu viðtökur og stóru og frægu hljómsveitirnar. Þar með var Sin- fóníuhljómsveit Islands komin á blað sem ein af eftirtektarverðustu og jafnvel bestu hljómsveitum í dag. Nú hefur Rico Saccani tekið við stjórnveli Sinfóníuhljómsveitar Is- lands. Undir hans stjórn er hljóm- sveitin enn í framför og sýnir af- burðaleik þegar best lætur. Hver þessara stjórnenda hefur haft sinn stíl og sett sitt svipmót á hljómsveit- ina. Rico Saccani er fyrsta flokks tónlistarmaður með djúpan skilning á þeh-ri tónlist sem hann flytur. Það hefur vakið umtal og athygli að oft- ar en ekki stjórnar hann blaðlaust; hann þekkir verkin sem hann stjórnar í þaula og getur einbeitt sér að því að draga fram þau áhrif sem hann velur í túlkun sinni. Hann er gríðarlega sterkur stjórnandi, en þessi styrkleiki er þó jafnframt hans veikleiki. Enn bíðum við eftir að hann takist á við fjölbreytta flóru ís- lenskra tónverka. Islensk tónverk eru fæst vel þekkt og fæst auðlærð og hafa ekki hljómað öldum saman, eins og mörg þau verka sem Saccani hefur verið að stjórna. Engu að síð- ur verðskulda þau að slíkur stjórn- andi taki þau upp á sína arma og geri þeim jafn hátt undir höfði og jafn góð skil og annarri góðri tónlist. Hér hefur verið farið vítt og breitt um sögu Sinfóníuhljómsveit Islands á síðustu árum. Það sem mestu hef- ur ráðið um þá miklu framför sem hljómsveitin hefur tekið á síðustu misserum eru hljóðfæraleikararnir sem þar leika. I dag er Sinfón- íuhljómsveit Islands skipuð vel menntuðu fagfólki; öguðum lista- mönnum sem hafa verið tilbúnir að leggja á sig ómælda vinnu fyrir þann árangur sem náðst hefur. Nauðsynlegt er að litið verði á það sem fullt starf að leika í Sinfón- íuhljómsveit Islands. Fólk endist ekki í þessu kröfuharða starfi, ef það þarf að vera á hlaupum í jafnvel fleiri en eitt starf að loknum starfs- degi með hljómsveitinni, eins og margir hljóðfæraleikarar gera. Það að leika í Sinfóníuhljómsveit Islands þarf að vera vel launað starf. Einnig er ljóst, að enn hefur ekki verið of oft sagt að hljómsveitin þurfi betra athafnasvæði en Háskólabíó er. Enn vantar hljómsveitina viðunandi hús- næði. Við óformlega skoðun kom í ljós að á þetta hefur verið minnst á hverju afmæli hljómsveitarinnar frá upphafi, og við ótal tækifæri önnur. Stundum virðist sem við færumst nær því markmiði að tónlistarhús rísi hér í borg, en það gengur allt of hægt. Þetta er orðið aðkallandi verkefni og Sinfóníuhljómsveit Is- lands verðskuldar ekkert minna. Á afmæli Sinfóníuhljómsveitar ís- lands er hljómsveitinni óskað til hamingju með þann mikla listræna árangur sem hún hefur náð á síð- ustu árum. Jafnframt er ástæða til að brýna hljómsveitina til frekari dáða; að sinna hlutverki sínu gagn- vart íslenskri tónlist af meiri festu; en ekki síst að halda áfram að standa með reisn frammi fyrir áheyrendum sínum og bera þá á vængjum söngsins inn í undraheima tónlistarinnar. CARNEGIE A RT A W A R D 19 9 9 N o r r æ n t m á I v e r k LISTASAFN REYKJAVÍKUR KJARVALSSTAÐIR V/FLÓKAGÖTU, REYKJAVÍK SÝNINGIN VERÐUR OPIN 9. MARS-2. APRÍL 2000 ALLA DAGA KL. IO—18 LEIÐSÖGN UM SÝNINGUNA SUNNUDAGA FREKARI LEIÐSAGNIR SAMKVÆMT UMTALI AÐGANGUR ÓKEVPIS mkm Funahöfða 1 - Fax 587 3433 www.litla.is Nissan Patrol Se+ Tdi, 7/99, 5 g., upph., 33" dekk, álfelgur, leður, sóllúga, tölvukubbur, cd o.fl., ek. 11 þ.km., grænn/bei- ge. Áhv. bílalán. Verð 3.950 þús., sk. ód., eigum fleiri Patrol. Gott úrval af Toyota Land Cruiser 90, árg. 97-00, LX-Vx. Toyota Land Cruiser GX dísel Tdi, 94, ssk., 35" dekk, álfelg- ur, kastarar, cd o.fl., innfl. nýr, ek. 118 þ. km., vínr. Verð 2.980 )ús., Grand Cherokee Laredo 4.0 L, 01/00, ssk., álfelgur, cd- magasín, allt rafdr., sem nýr, grár. Verð 4.750, sk. ód. M.Benz ML-320, 98, ssk., leð- ur, sóllúga, einn með öllu, ek. 18 þ. km., frábær jeppi! Verð 5.150 þús., áhv. bílalán. Sk. ód. Subaru Impreza LX 1600 4x4, 97, 5 g., rauður, ek. 70 þ. km. Verð 1.050 þús. VW Golf CL 1800, 5/92, 5 g„ álfelgur, ek. 124 þ. km„ blár, ath, kjör, Visa-Euro. Verð 590 þús. Eigum einnig aðrar árg. VW Polo 1.4, 10/96 (97), ssk„ ál- felgur, ek. 35 þ. km„ dökkgrænn Áhv. bílalán. Verð 950 þús. Rat Brava 1.6 SX, 10/98, 5 g. abs, allt rafdr., ek. 14 þ. km., grænn. Áhv. bílalán. Verð 1.170 þús. Nissan Micra, 6/98, 5 g„ ek. 56 þ. km„ vínrauður. Verð 790 þús. Einnig árg. 96 ssk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.