Morgunblaðið - 09.03.2000, Side 66
66 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
■■í>!S«iSK"í
Vinsældalisti þar sem
þú hefur áhrif!
á uppleið ^ á niðurleið
f
►stendur í stað
V nýtt á lista
♦
♦
♦
Vikan 09.03.- 15.03.
1. Hann
Védís H. Árnad.
2. Hryllir
Védís H. Árnad.
3. Maria Maria
Santana
4. Other side
Red Hot Chili Peppers
5. Falling Away From Me
Korn
6. Dolphins Cry
Live
7. Crushed
Limp Bizkit
8. Run to the Water
Live
9. Starálfur
Sigur Rós
10. Okkar nótt
Sáliíl hans Jóns míns
11. Bad Touch
Bloodhound Gang
12. Show me the meaning
Backstreet Boys
13. Sex Bomb
Tom Jones
14. Sexx Laws
Beck
15. The Great Beyond
REM
16. So Long
Everlast
17. Born to make you happy
Britney Spears
18. What a girl wants
Christina Aguilera
19. Break Out
Foo Fighters
20. What I am
■ Tin Tin Out & Emma B.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is.
® mbl.is
SKJÁR einn
FÓLK í FRÉTTUM
Endurskoðendur flokka atkvæðaseðla sem sendir verða út til meðlima
Óskarsakademíunnar, en meðlimir hennar eru rúmlega fimm þúsund.
S
Oskarskapphlaupið
hefst fyrir alvöru
ÞAÐ ER heldur betur farið að hitna
í kolunum í henni Hollywood og
angan Óskars frænda farin að leika
fyrir vitum alira.
I byrjun vikunnar hófst undir-
búningur að því að senda út at-
kvæðaseðla til meðlima Óskars-
akademíunnar sem eru rúmlega
flmm þúsund. Aðstandendur þeirra
sem eru tilnefndir eru nú í óða önn
að kynna verðleika frambjóðenda
sinna og þykja herferðir stærstu
kvikmyndaframleiðenda keyra
fram úr hófi sem fyrr enda fjár-
hagslega afar mikið í húfi. Það er
enn fremur sagt skipta gríðarlega
miklu máli að athygli akademiu-
meðlima, kjósendanna sem allt
valdið hafa, náist þvi þótt þeim sé á
allan hátt auðveldað að nálgast þær
rnyndir sem tilnefndar eru er ekki
þar með sagt að þeir hafi áhuga á
eða sinni dómarahlutverki sínu sem
skyldi.
Menn leika sér jafnan að því að
spá í spilin og geta sér til um vinn-
ingshafa. Veðmangarar í Las Veg-
as telja „Ameríska fegurð" líkleg-
asta til þess að hreppa hnossið sem
besta myndin og líkur Kevins
Spaceys þykja öllu meiri en þeirra
Denzels Washingtons og Russells
Crowes.
Allar slíkar getgátur eru hins-
vegar léttar á metunum og einungis
undir fimm þúsund útvöldum
skemmtikröftum komið hverjir
fara brosandi heim af Óskars-
verðlaunaathöfninni 26. mars næst-
komandi.
MYNDBOND
Vönduð sjón-
varpsmynd
Hinsta kennslustundin
A Lesson Before Dying
I) H \ >1 \
★★★tá
Framleiðandi: Roberto Benedetti.
Leikstjóri: Joseph Sargent. Hand-
rit: Ann Peacock. Byggt á skáld-
sögu Ernests J. Gaines. Aðal-
hlutverk: Mekhi Phifer, Don
Cheadle og Cicely Tyson. (98 mín.)
Bandarikin. Bergvík, janúar 2000.
Bönnuð innan 16 ára.
KVIKMYNDIN sem hér um
ræðir er einkar vönduð og áhrifarík
sjónvarpsmynd framleidd af HBO-
kvikmyndafyrir-
tækinu. Sögusviðið
er Louisiana-ríki í
Suðurríkjum
Bandarílganna á
fimmta áratugn-
um, þar sem
blökkumenn mega
berjast fyrir til-
veru sinni með
brauðstriti og und-
irgefni við hvíta
manninn. Ungur blökkumaður er
ranglega dæmdur til dauða eftir að
hafa orðið vitni að morði á hvítum
manni. Gamli kennarinn hans, hug-
sjónamaður sem náð hefur að berj-
ast til mennta, heimsækir hinn
dauðadæmda í fangelsið að beiðni
fjölskyldunnar og ræðir við hann
um lífið.
Hér er á ferðinni einkar vel
skrifuð og mögnuð saga sem gædd
er lífi með vandaðri kvikmyndagerð
og einstökum leikurum. Hún
bregður upp lifandi mynd af að-
stæðum blökkumanna í fordóma-
fullu samfélagi með næmri nær-
mynd af baráttu hinna ógleym-
anlegu persóna sögunnar fyrir
tilverurétti sínum. Eftirminnileg
kvikmynd sem hæfir áhorfandann
beint í hjartastað.
Heiða Jóhannsdóttir
----------------
Bátur
sekkur
Á niðurleið
(Sub Down)
SI' EIVIVUMYIVH
■k'k
Leikstjóri: Alan Smithee. Handrit:
Howard Chesley. Aðalhlutverk:
Stephen Baldwin, Gabriella Anwar
og Tom Conti. (91 mín) Bandaríkin.
Skífan, febrúar 2000. Öllum leyfð.
Á NIÐURLEIÐ er kafbáta-
spennumynd með meiru sem tekur
sjálfa sig mjög alvarlega. Hand-
ritið felur í sér
hafsjó af tækni-
legum „staðreynd-
um“ um kaíbáta
og kafbátahernað
sem settar eru
fram með slíku
offorsi að áhorf-
andinn skilur
hvorki upp né nið-
ur í fléttunni. Að
baki flækjunni
liggur einföld atburðarás: Kafbát-
ur sekkur til botns og kemst ekki
upp aftur. Tölvunörd og göfug vís-
indakona sem stödd eru um borð
taka þá til sinna ráða til að bjarga
bátnum, sjálfum sér og áhöfninni.
Auk ofgnóttar kafbátaupplýsinga
er fléttan jafnframt hlaðin siðferði-
legum álitamálum, spurningum um
hernað fyrr og nú, hvalafræði og
ástarplotti. Fremur slappir leikar-
ar eru síðan fengir í málið (Steph-
en Baldwin í aðalhlutverki - veit
ekki á gott). Útkoman verður vel-
viljuð en aumkunarverð spennu-
mynd sem helst á floti með sóma-
samlegri tæknivinnslu.
Heiða Jóhannsdóttir
DaCtetflf iy\n Mrtlii'Vw