Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftirlitsmyndavélar fækka glæpum Ætlar að höfða mál á hendur ríkinu Vilja breytt skatt- hlutfall af lífeyri LÍKAMSÁRÁSUM, eignaspjöllum og fíkniefnabrotum fækkaði í mið- borg Reykjavíkur eftir að eftirlits- myndavélar voru teknar þar í notk- un. Er það mat lögreglunnar í Reykjavík að eftirlitsmyndavélarn- ar hafi aukið öryggi þeirra sem um miðborgina fara og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir heilsufar og ímynd miðborgarinnar snöggtum betri. Á blaðamannafundi þar sem kynnt var áfangaskýrsla um árang- ur af notkun átta eftirlitsmyndavéla í miðborginni frá í lok nóvember 1998 kom fram, að vélamar hafi haft í för með sér að mannafli lög- Játar að hafa átt að- ild að dauða mannsins MAÐURINN, sem situr í gæslu- varðhaldi vegna rannsóknar á mannsláti í íbúðarhúsi skammt utan Húsavikur hinn 18. mars síðastlið- inn, hefur játað að hafa átt aðild að dauða mannsins. Maðurinn og hinn látni höfðu verið til heimilis þar sem atburðurinn átti sér stað. Lögreglan á Húsavík, sem fer með forræði rannsóknar málsins, segir að fyrir liggi játning mannsins um aðild að málinu, en engar frekari upplýs- ingar eru gefnar að svo stöddu. reglunnar nýtist betur. Þannig þurfi nú ekki nema um tug lögregluþjóna á vakt aðfaranætur laugar- og sunnudaga en þeir hafi verið allt að tvöfalt fleiri áður en vélarnar komu til skjalanna. Þá hafa eftirlitsmyndavélarnar komið að gagni við rannsókn afbrota og dómar í afbrotamálum jafnvel byggst á myndskeiði úr þeim. Einkaaðilar sýna áhuga Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði að komið hefði fram vaxandi áhugi einkaaðila sem opin- berra á því að eftirlitsmyndavélum verði víðar komið upp, bæði innan borgarinnar og í öðrum sveitarfé- lögum. Hefur hún falið embætti rík- islögreglustjóra að meta þann áhuga en ráðherra sagði málið vandmeð- farið vegna laga um friðhelgi einka- lífs. Heimild til notkunar eftirlits- NÝJUNG hefur verið bætt við for- múluvef Fréttavefjar Morgunblaðs- ins en þar er um að ræða að brugðið er upp brennandi spurningu eftir því sem við á hverju sinni, sem gest- ir vefjarins geta svarað en um leið birtist rammi á skjánum sem sýnir hvemig svörin við henni liggja. Fyrsta spumingin var um hvort viðkomandi teldu að McLaren-bíl- myndavélanna í Reykjavík nær ein- ungis til lögreglunnar. Stjórnun vél- anna er í hennar höndum og við það verk starfa einungis sérþjálfaðir lögreglumenn og er aðgengi þeirra að vélunum takmarkað. Farið er með myndbönd frá vélunum sem rannsóknargögn og eru myndir að- eins geymdar í 30 daga nema tilefni sé til annars. Líkamsárásir og skemmdarverk Að sögn lögreglunnar virðast eft- irlitsmyndavélarnar helst koma við sögu í líkamsárásarmálum og þegar um skemmdarverk er að ræða. Einnig er nokkuð um mál vegna þjófnaðar, ölvunar og óláta. Þá hafa myndavélamar nýst vel við ýmiss konar eftirlit eins og eftirlit með úti- vistartíma bama, eftirlit með ölvun- arakstri og nokkur fíkniefnamál hafa verið upplýst með þeirra hjálp. arnir kæmust í mark í Brasilíu- kappakstrinum um helgina. Um eittþúsund manns svöruðu en á end- anum komst aðeins annar bíllinn á mark. í gærmorgun var skipt um spurn- ingu og á fyrstu sex stundunum sem hún var á vefnum höfðu 400 gestir formúluvefjarins svarað henni. FÉLAG eldri borgara hefur hafið undirbúning að málsókn gegn rík- inu vegna skattlagningar ávöxtun- ar iðgjalda í lífeyrissjóðum. Stjórn félagins segir það óþolandi misrétti að skattleggja ávöxtun iðgjalda í lífeyrissjóðum með öðram hætti en tekjur af öðra fjármagni. I tilkynningu frá stjórninni er ítrekuð sú krafa að skattur við út- borgun ávöxtunar iðgjalda í lífeyr- issjóðum verði 10%, eins og af öðr- um fjármagnstekjum, en ekki 38,7% eins og nú er. Ennfremur segir að breytingar á skattgreiðslum af fjármagnstekj- um hljóti að eiga að ná til allra fjár- magnstekna, ef hafa eigi í heiðri stjórnarskrárvarið jafnræði þegn- anna. Svarbréf við kröfu félagsins hafi borist frá fjármálaráðuneytinu og þar hafi öllum umleitunum fé- lagsins verið neitað. Ólafur Ólafsson formaður Félags eldri borgara segir að undirbún- ingur að málshöfðun félagsins á hendur ríkinu sé hafinn. „Tveir eða þrír aðilar munu kæra skattaálagningu þessa árs og ef málið leystist ekki þannig mun- um við leita til dómstóla,“ segir Ól- afur. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Claudia Schiffer ásamt Lindu Pétursdóttur og Tim Jeffries, en þau sátu öll í dómnefnd keppninnar. Gagnvirk þátttaka mögu- leg á formúluvef mbl.is Claudiu Schiffer líkaði ✓ vel á Islandi Verkfalli Verkamannasambandsins frestað um Iiálfan mánuð Vilja meiri tíma án átaka til að leita sátta TIL tíðinda dró í kjaradeilu Verka- mannasambandsins og Samtaka at- vinnulífsins um helgina er samkomu- lag náðist um nokkra þætti væntanlegs kjarasamnings og fyrir- huguðu verkfalli 26 aðildarfélaga VMSÍ á landsbyggðinni var frestað um hálfan mánuð. Góður gangur mun í viðræðum deiluaðila, þótt enn hafi launaþáttur samningsins ekkert ver- ið ræddur. Kjaradeilan á viðkvæmu stigi Verkfall átti að hefjast á miðnætti nk. miðvikudags hefðu samningar ekki náðst fyrir þann tíma, en seint á sunnudagskvöld ákvað samninga- nefnd VMSÍ og LÍ, Landssambands iðnverkafólks, að nýta sér heimild til einhliða frestunar verkfalls. Skellur það á 13. apríl nk. náist ekki samning- ar fyrir þann tíma. í tilkynningu sem samninganefnd verkafólks sendi frá sér vegna frest- unarinnar, sagði m.a. að kjaradeilan væri nú á afar viðkvæmu stigi. N okkrir hlutar deilunnar væra þegar leystir, aðrir á lokastigi og mörg meginatriði kröfugerðarinnar komin í vinnsluferil sem væri það viðkvæm- ur að mikilsvert væri að vinnufriður héldist svo reyna mætti til þrautar að leysa þau mál. „Frestun þessi er ákveðin í ljósi þess að vinna sú sem átt hefur sér stað undir verkstjóm ríkissáttasemj- ara hefur, að mati nefndarinnar, skil- að þeim árangri að nauðsynlegt sé að aðilar fái meiri tíma, án átaka, til að leita lausnar á deilunni en boðun vinnustöðvunar upphaflega gerði ráð fyrir,“ sagði einnig í yfirlýsingunni. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari hélt deiluaðilum vel að efninu um helgina. Strax á föstudag óskaði hann eftir því að menn létu vera að gefa út yfirlýsingar í fjölmiðlum um gang viðræðnanna og einbeittu sér heldur að vinnunni við samningaborðið. Þetta virðist hafa borið nokkurn árangur, því samkomulag er í höfn um framlag atvinnurekenda í sér- eignalífeyrissjóði, breytingar á kafla síðasta samnings um fyrirtækjaþátt kjarasamninga, breytingar og skýr- ari uppsetningu samnings um veit- ingahús og greiðasölustaði, ákvæði um samninga ræstingafólks, nýr kafli um starfsfólk í mötuneytum og sér- mál fiskvinnslufólks. Samkomulag um ofantalda sex þætti var áritað af samningsaðilum sl. sunnudag. Þá munu viðræður um aðra þætti samnings á góðri siglingu, t.d. um skyldutryggingar launagreiðanda, fræðslu erlends verkafólks og sérmál bifreiðastjóra. Þá var uppbygging og framsetning launatöflu rædd, en það er næst því sem deiluaðilar hafa kom- ist til að ræða launaþáttinn. Itrekað heíúr áður komið fram að þar ber mjög mikið á milli. Launaliðurinn ekkert ræddur Ari Edwald framkvæmdastjóri SA sagði við Morgunblaðið í gær að hann teldi það hafa verið rétta ákvörðun hjá samninganefndinni að fresta verkfalli. „Okkur hefur miðað vel síð- ustu daga í ýmsum sérmálum og af- mörkuðum þáttum samningsins,“ sagði hann. „Við munum halda þess- ari vinnu áfram meðan vel gengur og þess vegna tel ég að samninganefnd- in hafi gert rétt með því að gefa þessu meiri tíma.“ Ari staðfesti þó að launaþátturinn hefði enn ekkert komið umræðu. UNGFRÚ ísland.is var valin í fyrsta sinn í Perlunni sl. laugardagskvöld. Sextán stúlkur tóku þátt í keppninni og bar Elva Dögg Melsteð sigur úr býtum. Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer kom hingað til lands ásamt unnusta sínumtil að sitja í dómnefnd keppninnar. „Eg valdi Elvu [Dögg Melsteð], hún var fallegust og virðist líka hafa sterkan persónuleika," sagði Schiffer eftir keppnina í Perl- unni í samtali við Valla Sport, annan umsjónarmann þáttarins Með haus- verk um helgar sem sýndur er á Sýn. „Keppnin var vel útfærð og á henni var framtíðarbragur, þetta er öðru- vísi keppni,“ sagði Schiffer einnig en aðstandendur Ungfrú ísland.is segja keppnina marka tímamót í fegurð- arsamkeppnum á íslandi og boða breytt viðhorf til fegurðar. En sá Schiffer efni í ofurfyrirsætu meðal keppenda? „Elva gæti orðið góð fyrirsæta, hún er svo falleg," sagði hún. Schiffer staldraði stutt við á ís- landi en líkaði vel dvölin og vonast til að koma hingað fljótlcga aftur. ■ Elva Dögg Melsteð verður.../68 U fSB s# msmmm iámmmí Blóðug barátta þegar HK sigraði Aftureldingu / B3 Erla Reynisdóttir til liðs við Keflavík / B12 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.