Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ 1 Veiruhugsun og raunveru- leikafræði Eðagœti skýringin á pirringnum verið valdabarátta, einhver undirliggjandi togstreita milli ólíkra orðrœðukefða? Það kann að vera sárt að sjá veruleik- ann og sannleikann dreginn á tálaraf, að því er virðist, ábyrgðarlausri og merkingarspillandi veiruhugsun sem hefur það að markmiði að dulkóða, ekki afkóða. Baudrillard kemst svo að orði í einni minnisbóka sinna: „Staðreyndir þurfa ekki að vera sannar. Hvort sem heimurinn á sér einhver lögmál eða ekki, hvort sem hann hefur orðið fómarlamb eftirlíkingarinnar eða ekki þá breytir það engu um niður- stöðuna. Hin „raunverulega" stað- reynd er nauð- VIÐHORF Eftír Þröst Helgason synleg fræðilegri hugsun - en að því slepptu skiptir hún engu máli. Hvað sem öðru líður þá getur sannleikurinn aðeins opinberast í fræðunum en það er ekkert rúm íyrir fræði þar sem staðfesting er möguleg." Þau eru sorgleg iðja þessi fræði sem menn bögglast við jafnvel í aldarfjórðung en komast aldrei að raunverulegri niðurstöðu. Ef á þetta er bent, þá er grátið. Jafnvel þótt menn viti að staðfesting myndi þýða endalok fræðanna. Endalok fræðanna! Ég veit ekki hvort tilhugsunin skelflr mig eða kætir. En hvað þýðir þetta? Að fræði og raunverulegar niðurstöður fari ekki saman? Og hver er þá tO- gangurinn með öllu saman? Að skemmta skrattanum? Eru fræðin bara fúafen? Ég þori ekki að fullyrða neitt sjálfur því þá íyrst sæti ég fastur, sogað- ur niður í leðjukenndan jarð- veginn ataður eldfornum drullu- skellum í spumarfomi. Þetta em kannski ekki nægi- lega góðar spumingar hjá mér. Svörin ef til vill of augljós. Maður hefur að minnsta kosti ekki orðið var við annað en að fræðimenn hafi hingað til lifað í tiltölulega góðri sátt við ófullkomleika sinn. I eilífri sátt við ófullkomleikann. Þetta gæti verið titill á sögu fræð- anna. Annars var það ekki þetta sem ég ætlaði að skrifa um. Ég ætlaði að velta því fyrir mér hvers vegna sumir fræðimenn era svona svaka- lega pirraðir á póstmódemisma. Fljótt á litið virðist fræðaheim- urinn hér á landi skiptast í tvö hom. Einhvers konar hefðarsinna og svo þessa póstmódemista. Hvoragur hópurinn er vel skil- greindur sem flækir málið óend- anlega og er sennilega ein af helstu ástæðunum fyrir togstreit- unni sem myndast hefur. Þessi togstreita kom einnig upp erlendis íyrir tuttugu eða þrjátíu árum síð- an. Ég held að enginn botn hafl fengist í deilumar sem urðu harð- vítugar í sumum löndum. Að margra mati lognaðist póstmód- emisminn út af, sprakk bara eins og hver önnur bóla en aðrir telja að þama hafí skapast viðvarandi greinarmunur í fræðunum. Baudrillard, sem er mikið ólík- indatól, lýsir fylkingum póst- módemista og hefðarsinna með þessum hætti í einni af áðurnefnd- um minnisbókum sínum: „Það era til tvær tegundir af dýrinu fræðimaður: Sú sem vill ferskt kjöt og hin sem kýs fremur dautt hold. Sú sem vill rífa lifandi hugtök í tætlur og hin sem fær meira út úr afgöngum. Þessar tvær tegundir eiga ekkert sameig- inlegt fyrir utan að vera báðar spendýr." Eðlislægur munur tegunda gæti vissulega skýrt pirringinn. Hann virðist að minnsta kosti vera djúpstæður. Munurinn á þessum tveimur fylkingum virðist hins vegar stundum hverfandi og í mót- sögn við þennan mikla og djúp- stæða pirring. Þannig var til dæmis svolítið skondið að heyra Magnús Diðrik Baldursson heimspeking tala á fyrirlestraröð Sagnfræðingafé- lagsins um daginn eins og póst- módernisminn væri búinn að vera um leið og hann sagði að heim- spekingar gætu ekki lengur lifað á því einu saman að segja skilið við hlutina, eins og póstmódernistam- ir hefðu gert. Slíkar mótsagnir gefa til kynna að póstmódernis- minn sé þaulsætnari en menn viija vera láta. Kannski það sé rétt sem Eyjólf- ur Kjalar Emilsson, starfsbróðir Magnúsar, hélt fram í grein hér í Morgunblaðinu fyrir skemmstu að póstmódemisminn sé smitandi ímyndunarveiki og kvefpest. Það myndi skýra hversu erfitt virðist vera að komast hjá honum. Það myndi sömuleiðis varpa nýju ljósi á þennan pirring sem virðist, að vísu, mestmegnis vera í nösunum á andúðarmönnum póstmódem- ismans. Eða gæti skýringin á pirringn- um verið valdabarátta, einhver undirliggjandi togstreita milli ólíkra orðræðuhefða? Það kann að vera sárt að sjá veraleikann og sannleikann dreginn á tálar af, að því er virðist, ábyrgðarlausri og merkingarspillandi veirahugsun sem hefur það að markmiði að dul- kóða, ekki afkóða eins og raun- veraleikafræði hefðarinnar, að flækja það sem er einfalt, eða eins og Baudrillard segir í grein sinni Róttæk hugsun: „Gera torskilið það sem er ein- falt, óskiljanlegt það sem er full- ljóst og gera atburðinn með öllu óræðan. Efla falskt gagnsæi heimsins til að sá þar raglingi og glundroða, til að dreifa þar bakt- eríum eða vírasum róttækrar tál- myndar, það er að segja róttækrar afhjúpunar á tálmynd raunver- unnar. [...] Hin algilda regla er að skila því sem þér hefur verið gefið. Aldrei minna, alltaf meira. Hin al- gilda regla hugsunar er að skila heiminum eins og við fengum hann - óskiljanlegan - og ef þess er nokkur kostur, að skila honum aðeins óskiljanlegri.“ Leonardó II - Starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins hefur haft góð áhrif á íslensk menntamál. Markmiðið er að bæta fag- kunnáttu og færni. Gunnar Hersveinn segir frá Leonardo da Vinci II sem hrint var formlega í framkvæmd á Islandi 24. mars. Hvernig má stuðla að fagmennsku? MEGINMARKMIÐ Leon- ardó-áætlunar Evrópu- sambandsins er að efla starfsþjálfun og endurmenntun í Evrópu þannig að sem flestir Evrópubúar eigi kost á starfs- menntun, starfsþjálfun og símennt- un í samræmi við þarfir atvinnulífs- ins og starfsmannanna sjálfra á hverjum tíma. Aætlunin tekur til allra þátta og stiga starfsmenntun- ar, hefðbundinnar starfsþjálfunar, endurmenntunar og starfsþjálfunar á háskólastigi. Islendingar hafa verið mjög virkir þátttakendur í áætluninni frá því henni var ýtt úr vör hér á landi 11. maí 1995 og er árangurinn mjög góður. Vefur Landsskrifstofunnar www.rthj.hi.is á að veita upplýsing- ar um það sem nýjast er að gerast á hveijum tíma, veita almenna kynn- ingu á áætluninni og tveimur megin- tegundum verkefna sem styrkt era; mannaskipti og tilraunaverkefni, og loks að gefa greinargott yfirlit yfir þátttöku Islendinga í áætluninni. Nýr áfangi fór af stað 1. janúar 2000, þegar Leonardó da Vinci II áætlunin hófst. I tengslum við þær breytingar verður vefm- landsskrif- stofimnar endurskoðaður og bætt inn ítarlegri upplýsingum fyrir væntanlega umsækjendur, jafn- framt því sem aukið verður við upp- lýsingar um árangur þeirra verk- efna sem lokið er. Rannsóknaþjónusta Háskólans hefur rekið landsskrifstofu áætlun- arinnar á Islandi frá upphafi og mun hún halda áfram að reka landsskrif- stofu fyrir Leonardó II. Ásta Erl- ingsdóttir er í forsvari fyrir manna- skiptaverkefnum og Sigurður Guðmundsson fyrir tilraunaverk- efnum. Leonardó da Vinci II er starfs- menntaáætlun Evrópusambandsins árin 2000 - 2006, og tekur við af áætlun sem stóð frá 1994 til desem- ber 1999. Fyrsti umsóknarfrestur- inn vegna verkefna rann út í gær 27. mars 2000. En markmið Leonardó da Vinci II er: ► að bæta fagkunnáttu og fæmi fólks, sérstaklega ungs fólks. Þetta má m.a. gera með starfstengdri þjálfun og samningsbundnu námi. ► að auka gæði og aðgang að sí- menntun í starfsþjálfun og stuðla þannig að því að fólk geti eflt með sér verkkunnáttuna og verkfæmi. ► að stuðla að og styrkja framlag starfsmenntunar til nýsköpunar, til að bæta samkeppnishæfni og að- stöðu frumkvöðla, einnig með tilliti til nýrra atvinnutækifæra. 600 íslendingar fóru utan Leonardó II áætlunin skiptist í: 1. Mannaskipti - fyrir fólk í starfs- námi, háskólastúdenta, ungt fólk á atvinnumarkaði, nýútskrifaða stúd- enta og skipuleggjendur manna- skipta milli landa. Fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana sem sérhæfir sig í tungumálakennslu og leiðbein- endur og stjómendur starfsmennt- unar í skólum, fyrirtækjum og stofn- unum. 2. Tilraunaverkefni - fyrir hönn- uði námsefnis í starfsmenntun til þess að þróa og yfirfæra nýsköpun og gæði í starfsmenntun. Dæmi um viðfangsefni era: Þróun nýrra náms- leiða. Margmiðlun og tölvur sem kennslutæki. Nýjar kennsluaðferð- ir. Fjamám og sjálfsnám. Náms- gögn fyrir atvinnulíf. 3. Fæmi í tungumálum - Fyrir þá sem vilja þróa, prófa, staðfesta, Morgunblaðið/Sverrir Menntamálaráðherra sagði að nemendur, kennarar, stjómendur og ungt fólk í atvinnulífinu hefði tekið þátt í Leonardó I. 9 Kynning á menningu og tungumálum fámennra þjóða. 9 Fagkunnátta og færni ungs fólks er styrkt með þjálfun og námi. leggja mat á og dreifa kennsluefni og nýj- ungum í tungumála- kennslu. Fyrir leið- beinendur og kennara, sem bera ábyrgð á og hafa eftirlit með menntun þeirra sem stunda starfsþjálfun í öðru landi. Markmiðið er að verkefnin muni efla tungumálafæmi og hæfni tfl að glíma við menningarmun í starfsmenntun. 4. Fjölþjóðleg sam- starfsnet - fyrir þá sem vflja taka þátt í evrópskum upplýsing- anetum. Stuðningur verður veittur tfl að byggja upp evrópsk upp- lýsinganet. 5. Gagnasöfn - fyrir þá sem sjá um að safna, halda við og dreifa upp- lýsingum um starfsmenntun. Starf- semin á að miða að því að safna sam- bærflegum heimfldum um starfs- menntakerfi, greina kerfin og gefa út yfirlit yfir þau. Forgangsatriðin næstu árin era: ► að auka gæði og aðgang að starfsmenntun og þjálfun. ► að auka samstarf starfs- menntastofnana og fyrirtækja. ► að stuðla að því að fyrirtæki fjárfesti í mannauði. ► að nýta möguleika upplýsinga- tækninnar. ► að auka gegnsæi fæmi, að stuðla að sveigjanleika þjálfunar, og að bæta stöðu þeirra sem minna mega sín á vinnumarkaði. Arangur Islendinga í fyrri Leon- ardó-áætluninni var mjög góður. Um 600 íslenskir nemendur og starfsmenn hafa farið í náms/starfs- dvöl til Evrópulandanna og 19 til- rauna-, yfirfærslu- og rannsóknar- verkefni undir íslenskri verk- efnastjórn hafa verið styrkt. Auk þess era íslendingar þátttakendur í mörgum verkefnum sem stýrt er frá öðrum Evrópulöndum. Sem dæmi um íslensk verkefni má nefna kennsluefni um vistvæna orku- nýtingu, gæðastýringu í fiskiðnaði, tungumálakennslu með margmiðl- un, nýtingu mennningarauðlinda í ferðaþjónustu ofl. I Leonardó II er nýr flokkur sem ætti að vekja sérstakan áhuga ís- lendinga. Hann heitir Fæmi í tungumálum og hefur það markmið Marta Ferreira að kynna menningu og tungumál fámennari tungumálasvæða. Menntþjónar umsækjendum Föstudaginn 24. mars hrinti Bjöm Bjamason mennta- málaráðherra öðrum hluta Leonardo da Vinci starfsmennta- áætlun ESB á Islandi í framkvæmd og við það tækifæri flutti frú Marta Ferreira defld- arstjóri í mennta- og menningardefld Evr- ópusambandsins er- indi. 1.150.000.000 Evra eða 80 millj- örðum króna er varið tfl þessa hluta áætlunarinnar. Bjöm sagði að núna væra 31 í Leonardó-áætluninni, en þau hafi verið 18 við upphafíð árið 1995. Hann taldi það mikilvægt í ljósi þess að úrelt sé að einskorða nám sitt við einn skóla í einu landi. „Þekking á högum annarra þjóða er orðin jafti- mikilvæg og þekking á eigin þjóð,“ sagði hann og fagnaði áhuganum á Leonardó og einnig lifandi umræðu meðal kennara og nemenda á alþjóð- legu starfi. Bjöm sagði að breiður hópur einstaklinga hefði verið með í Leonardó I og mætti nefna fram- haldsskólanema og kennara, há- skólanema og kennara, stjómendur og ungt fólk í atvinnulífínu, en sam- starfið við atvinnulífið vegi mjög þungt. Bjöm nefndi að í Leonardó II myndi Mennt (samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla) kynna áætlunina og aðstoða fólk við hvaðeina í tengsl- um við hana eins og að sækja um styrki. Hrönn Pétursdóttir fram- kvæmdastjóri Menntar (www.mennt.is) sagði að vettvangur- inn myndir gera allt sem í hans valdi stæði til að þjónusta umsækjendur. Marta Ferreira sagði að Leon- ardó I hefði vakið mikla bjartsýni um aukið samstarf mflli þjóða á til- teknum sviðum mennta og menn- ingar. Hún sagði að mikfl trú ríkti hjá ESB á Leonardó II því þar væri hægt að miðla reynslu milli þjóða og efla gæði starfsmenntunar. Hún sagði að lokum: „Ég vona að þið verðið fljót að sækja um aðfld að ESB. Evrópusambandið bíður eftir ykkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.