Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNDASAGA VIKUNNAR 1 Útúrdúrar m Arekstur menningarheima draumasmiðs Neil Gaiman’s Midnight Days, smásagnasafn eftir Neil Gaiman og Matt Wagner. Teiknarar eru Richard Piers Rayner, Dave McKean, Mike Hoffman, Mike Mignola og Steve Bisette. Teddy Kristiansen málar eina sögu. Bókin fæst í myndasöguversluninni Nexus IV. DRAUMORAMAÐURINN Neil Gaiman er höfundur sem er þekkt- astur fyrir að hafa skapað heim milli svefns og vöku í „Sandman"- seríu sinni. Einstök blanda okkar fallegustu drauma og martraða sem oftar en ekki var krydduð til- vitnunum í meistara bókmenntanna á borð við Shakespeare og Milton. Nýjasta samansafn Gaimans er ■samansett úr sjálfstæðum smásög- um þekktra myndasería þar sem hann skrifar sem gestahöfundur. í bókinni eru tvær „Swamp Thing“- sögur, ein saga um plöntumanninn Shaggy, ein „Hellblazer“-saga og ein um spæjarann „Sandman“ sem er nafni draumakonungs Gaimans en ekki sama persóna. Sérgáfa Gaimans er hve nálægt hann kemst að innsta hring manns- sálarinnar í annars draumkenndum og veruleikafirrtum heimum sínum. Gott dæmi um skynbragð hans á manngæsku skuggahliðarinnar er „Hellblazer“-sagan, þar sem sögu- hetja okkar og kuklari, John Constantine, kveður niður einmana draug heimilisleysingja á afar hjartnæman og mannlegan hátt. Það verk er óslípaður myndasögu- demantur sem þráir líklegast ekk- ert heitar en að fá að vera kolamoli áfram. Söguna myndskreytir Dave McKean sem hefur unnið mikið með Gaiman í gegnum árin en þó oftast við kápuskreytingar, eins og einnig er í þetta skiptið. í sögunni notast McKean við afar hráan og litlausan stíl sem gefur sögunni þokukennda dýpt sem nær fullkom- lega anda hins nístingskalda vor- > kvölds Londonborgar sem er um- hverfi sögunnar. í lokasögu safnsins skeytir Gaiman saman tveimur persónum sem eiga það eitt sameiginlegt að bera sama nafn. Önnur persónan á rætur sínar að rekja til spæjara- sagna sjötta áratugarins en hin er barn Gaimans og ein þeirra sem kom myndasöguheiminum af gelgjuskeiðinu. „Sandman" nýja tímans er hvorki maður né djöfull og gegnir hlutverki Óla Lokbrár og skartar hárgreiðslu sem fengin er að láni af höfði Roberts Smiths, söngvara The Cure. Hér skrifar Gaiman sína einu sögu um spæj- arann með gasgrímuna en notar - tækifærið til að láta nafnana standa augliti til auglitis. Dularfullt sjálfs- morð leiðir söguhetju okkar til Lundúna þar sem rannsóknir hans leiða hann inn í leynilegt yfirstétt- arsamfélag galdurs og dulúðar. Sagan er máluð af Teddy Krist- iansen sem galdrar fram snyrtileg- an léttleika áranna fyrir stríð. Birgir Örn Steinarsson andlitsböð Skipholti 70 ♦ sími 553 5044 „Taktu utan um mig, eg er bara kaldur heimilislaus draugur!" „Sandmenn" tveggja heima mætast. í IÐNÓ í kvöld mun Tilraunaeld- húsið, í samvinnu við Menningar- borgina, í annað sinn leiða saman „Óvænta bólfélaga". Tilraunaeld- húsið er listahópur sem sérhæfir sig í því að koma saman í eina sæng listafólki úr ólíkum áttum menn- ingarlífsins. Aðalréttur kvöldsins er samsuða raftilrauna og kammertónlistar en þessar ólíku tónlistarstefnur mæt- ast í hálfspunaverkinu „Velti- punkti“ eftir Hilmar Jensson og Úlfar Inga Haraldsson. Það verður Caput-hópurinn sem sér um strengjaleikinn en með þeim leikur Jóhann Jóhannsson raftónlistar- maður ásamt báðum höfundunum. Matseðill kvöldsins Það var spunasérfræðingurinn Hilmar Jensson sem lagði fyrstu drög að matseðli kvöldsins. „Hug- mynd hans var að finna brú á milli frjálsra spunaleikara og þeirra sem eru vanari að styðjast við nótur,“ útskýrir Úlfar í fjarveru Hilmars. Hann vill tileinka Hilmari mestan heiður tónsmíðarinnar og lítur á sig sem eins konar bókhaldara hug- mynda hans sem kemur þeim til skila á læsilegt form fyrir Caput- hópinn. „Við vildum búa til eins heilsteypt form og hægt væri, en á sama tíma halda verkinu nægilega einföldu og opnu til að hægt sé að spinna innan ramma þess.“ Einn þeirra strengjaleikara sem spila í verkinu í kvöld er Sigrún Eðvaldsdóttir, en hún ætti að vera vön raftónlistinni eftir að hafa ver- ið undirleikari Bjarkar Guðmunds- dóttur á síðustu tónleikaferð henn- ar. „Það var allt öðruvísi," segir hún. „Það var meira eins og að spila klassíska tónlist. Við fengum nótur og svoleiðis." „Með því að blanda saman slík- um hópum er verið að reyna að ná til ólíkra hlustunarhópa sem eiga þó margt sameiginlegt," segir Úlf- ar. „Þeir ná ekki venjulega saman vegna þess að þeir hrærast í ólíku menningarumhverfi." „Fólk er svo hrætt við að fara og hlusta á eitthvað sem er ólíkt því sem það er vant,“ segir Sigrún. „Mér finnst að báðir hópar ættu að Grant í faðmi fjölskyldunnar. Oborganlegur pabbi ADAM Sandler á miklum vinsæld- um að fagna hérlendis og myndin „Big Daddy", þar sem hann leikur ungan mann sem tekur að sér strák, situr á toppi Myndbandalist- ans, aðra vikuna í röð. Sex nýjar myndir eru á lista vik- unnar og ber fyrst að nefna gaman- myndina Mikki Bláskjár, með Hugh Grant, Jeanne Tripplehom og James Caan í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um breskan upp- boðshaldara í New York sem verð- ur ástfanginn af dóttur mafíósa með ófyrirséðum afleiðingum. „The Haunting" heitir drauga- myndin sem er í íjórða sæti listans. Það eru Catherine Zeta-Jones og Liam Neeson sem fara með aðal- hlutverkin. í myndinni er sagt frá húsi sem textílbarón nokkur byggði fyrir eiginkonu sína og börn fyrir 130 árum. En þau eignuðust aldrei húsið, í staðinn fylltist það af harm- sögum sem í gegnum tíðina hafa breyst í sögur af dauða og drauga- gangi svo enginn hefur viljað búa í húsinu árum saman. Ný-sjálenska myndin „What Becomes of the Broken Hearted“ er ný á lista en hún er sjálfstætt fram- hald hinnar vinsælu myndar Eitt Morgunblaðið/Golli Samansuða kammertónlistar og raftilrauna. Sigrún Eðvaldsdóttir, Jó- hann Jóhannsson og Ulfar Ingi Haraldsson. sýna meira þol hvor til annars, mæta og hlusta því þeir gætu kynnst einhverju sem þeim fyndist vera spennandi.” Sigrún er greinilega þeirrar hollu skoðunar að umburðarlyndi sé framar öllu. „Og vera opinn, þetta eru skilaboð til beggja hópa.“ Spunalífið í sandkassanum Líklegast byrja allir tónlistar- menn á því að spinna. Hvort sem það gerist í sandkassanum berj- andi á fötubotna með handskóflun- um eða við frumstæðar lagasmíðar á píanóið inni í stofu. Af einhverj- um ástæðum virðast sumir tónlista- menn þó gleyma spunalistinni með árunum. „Fyrir mig er þetta hlutur sem ég hef verið að gera lengi,“ segir Úlfar. „Bæði sem djassleikari og í flutningi nútímatónlistar sem fer oft frá því að styðjast við hefð- bundinn nótnalestur út í hreinan spuna. Þannig að þetta er alltaf mjög nálægt mér.“ „Eg hef aldrei spunnið áður,“ segir Sigrún. „Þess vegna finnst mér þetta svona spennandi þar sem þetta er eitthvað nýtt fyrir mér.“ En hvað er svona aðlaðandi við spunann? „Það er búið að skil- greina ákveðnar leikreglur varð- andi tónlist," svarar Úlfar. „En í spuna eru leikreglurnar orðnar opnari og frjálsari. Hlutirnir geta því þróast á ólíkan hátt.“ Skyndiefnafræði Þó svo að tónlistarspuni saman- standi af frjálsri spilamennsku ákveða þó þátttakendur innan hvaða marka spuninn skuli vera. „Þetta er eins og í efnafræðistofu, með nótnaskrifum er verið að reyna að kristalla eitt ákveðið efni en spuni er meira um skyndi- ákvarðanir," segir Úlfar. Það má því segja að spuni sé eins og að blanda saman efnum í flýti eftir augnablikshugdettu án þess að vita hver útkoman verði. Ef til vill stór- hættuleg eiturefni eða bara af- bragðs uppskrift af gosdrykk. Nú þegar uppákomur Tilrauna- eldhússins hafa náð fótfestu í menningarlífi borgarinnar eru þá ekki margir listamenn sem vilja nýta sér þær sem tækifæri til að vinna með öðrum? „Vonandi," svar- ar Jóhann Jóhannsson, meðlimur Tilraunaeldhússins. „Það væri skemmtileg afleiðing ef það mynd- uðust samskipti milli listgreina. Nýjungar verða til þegar tveir hlutir sem engum hefur dottið í hug að setja saman áður sameinast, hvort sem það er af slysni eða ásettu ráði. Tilraunaeldhúsið geng- ur út á að skapa þannig samruna." ; Tegund 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. Mickey Blue Eyes General's Daughter The Haunting American Pie What Becomes of the Broken Hearted i Háskólabíó | Háskólabíó | Sam myndbönd j Sam myndbönd A Simple Plan WildWildWest Killing Mrs. Tingle : Warner myndir : Skífan : Warner Myndir 1 Skífan : Gaman : Gaman jSpenna j Spenna ; Gaman j Spenna j Gaman :Spenna 1 Gaman !Spenna 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. Friends 6, þættir 9-12 Runaway Bride The Other Sister Lost & Found Mercy Playing By Heart Friends 6, þættir 5-8 Friends 6, þættir 1-4 Pushing Tin Idle Hands j Warner myndir j Sam myndbönd j Sam myndbönd j Warner myndir j Háskólabíó : Myndform : Warner myndir j Warner myndir : Skífan t : Skífan BIBil'llBll llTlTfTITfTTTTrrmTTTl j Drama : Gaman i j Drama j Gaman j Spenna j Gaman : Gaman : Gaman j Drama : Spenna iifn sinn stríðsmenn eða „Once Were Warriors". Einföld ráðagerð eða „A Simple Plan“ eftir Sam Raimi með Billy Bob Thornton, Bill Paxton og Bridget Fonda í aðalhlutverkum er einnig ný á lista vikunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.