Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 55 ■ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Starfsmenn Evró. Frá vinstri: Óskar Jónsson, Sveinbjörn Árnason, Magnús Yngvason og Brynjar S. Sigurðsson. Evró flytur í Skeifuna TJALDVAGNA- og fellihýsaumboð- ið Evró ehf. hefur flutt alla starfsemi sína í 1000 fm húsnæði í Skeifúnni. Með tilkomu stærra húsnæðis mun Evró sýna og kynna mun meira úrval vagna en nokkru sinni fyrr. Til að mynda eru um 15 mismunandi vagnar til sýnis inni, einnig alls kyns útileguvamingur, fólksbílakerrur, stórir sem smáir bátar o.fl. Opið er alla virka daga og helgar fram í ágúst. Breytt reglugerð um akstursíþróttir DRÖG að breyttri reglugerð um akstursíþróttir voru kynnt á aðal- fundi Landssambands íslenskra akstursfélaga, LÍA, en meginbreyt- ingin felst í að ríkislögreglustjóri og lögreglustjórar verða, í stað LIA, leyfísveitendur til keppnishalds og hafa með höndum eftirlit með örygg- ismálum á keppnum. Breytingin byggist á því mati dómsmálaráðu- neytisins að ekki sé lagaheimild fyrir því að ráðuneytið framselji stjórnsýslu- og eftirlitshlutverk sitt til félagasamtaka. A síðasta ári urðu mikil átök innan LÍA, sem leiddu til þess að 5 klúbbar keppnishaldara sögðu sig úr sam- bandinu og fjórir þeirra stóðu að stofnun nýs sambands og sóttu um leyfi til keppnishalds. Fyrrgreindar breytingar koma í kjölfar ítarlegrar umfjöllunar og fjölda sáttafunda vegna þessa klofnings. LÍ A mun eft- ir sem áður, ef þessar breytingar verða, rækja hlutverk sitt við skipu- lag og uppbyggingu íslenskra akst- ursíþrótta og samþykkti aðalfundur- inn keppnisdagatal ársins 2000, þar sem gert er ráð fyrir keppnum í öll- um greinum. Á aðalfundinum var einnig sam- þykkt breyting á skipulagi aksturs- íþróttaráðs, þannig að því verði skipt í þrjár deildir sem hver um sig fer með skipulag og framkvæmd keppna á sínum sviðum. Þá var samþykkt að hefja allsherjar endurskoðun á lög- um sambandsins. Á fundinum var Ólafur Kr. Guðmundsson endurkjör- inn forseti sambandsins. ■ AÐALFUNDUR Kvenréttinda- félags Islands verður haldinn 29. mars nk. klukkan 17:15 í sal Hall- veigarstaða. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Formað- ur félagsins flytur skýrslu um starfíð á liðnu ári og lagðir verða fram reikningar að venju. Einnig munu fulltrúar KRFI í hinum ýmsu hópum og nefndum flytja skýrslu um starfsemina á síðasta ári. Ráðstefna um tölvuöryggi RITTÆKNI mun í samvinnu við þýska tölvufyrirtækið UTIMACO vera með ráðstefnu um tölvuör- yggi miðvikudaginn 29. mars á Grand hótel Reykjavík. í fréttatilkynningu segir að einn fremsti sérfræðingur/ráðgjafi í Evrópu, Bart Symons, muni kynna nýjar lausnir í tölvuöryggi. Tekin verði dæmi um áhættu í tölvuum- hverfi og hvaða lausnir séu mögu- legar. Kynntar verði m.a. nýjar lausnir fyrir Windows 2000, snjall- kort fyrir Windows, nýjar VPN- lausnir og fleira. Bart Symons hafi meðal annars séð um öryggis- lausnir fyrir Evrópusambandið og nokkra stærstu banka í Evrópu. UTIMACO er stærsta tölvufyr- irtæki á þessu sviði í Evrópu með yfir 1,5 milljónir seldra leyfa og býður bæði hugbúnaðar- og vél- búnaðarlausnir sem tengjast tölvu- öryggi á mjög víðu sviði. Flestar lausnir frá UTIMACO eru með vottun frá CC ITSEC. Ráðstefnan hefst kl 10:30 og lýkur um kl. 13. Innifalið er há- degisverður og fundargögn. Ráð- stefnugjald er 3.000 kr. Skráning er á tölvupósti sigurdur@rit- taekni.is. Úr dagbók lögreglunnar Nokkuð um átök milli manna um helgina LÖGREGLUMENN á vakt á mið- borgarsvæðinu áttu tíðindalitla vakt aðfaranótt laugardags. Nokk- ur mál komu upp vegna átaka milli einstaklinga en ekki alvarleg. Þó voru 3 fluttir á slysadeild vegna áverka eftir átök inni á veitinga- stað við Pósthússtræti á laugar- dagsmorgun. Síðla laugardagsnætur sást í eft- irlitsmyndavél lögreglu til ein- staklings í Austurstræti vera að angra vegfarendur. Hann sást síð- an slá til manns og kom annar ein- staklingur þar til viðbótar í átökin. Lögreglumenn komu á staðinn, handtóku ofbeldismennina og fluttu þá á lögreglustöðina. Aðfaranótt sunnudags var lög- reglu tilkynnt um átök milli manna í Austurstræti og að sést hefði hnífur. I eftirlitsmyndavélum lög- reglu mátti sjá mann með hamar sem ógnaði fólki. Lögreglumenn sem sendir voru á staðinn hand- tóku fjóra einstaklinga og fundust við leit bæði hnífur og hamar á ein- um þeirra. Sá var fluttur á lög- reglustöð þangað sem foreldrar hans sóttu hann. Dró upp hníf á skemmtistað Rúmlega þrítug kona brást illa við þegar dyravörður hafði uppi mótbárur við inngöngu hennar á skemmtistað í miðborginni. Konan dró upp hníf og lagði til dyravarð- arins án þess að valda honum áverka. Konan var handtekin og vistuð í fangageymslu. Nokkuð var um hraðakstur þessa helgi og voru 24 ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs og 24 vegna gruns um ölvun við akstur. Einn ökumaður var stöðvaður á Helgin 24. til 27. mars Vesturlandsvegi eftir að hafa mælst aka á 130 km hraða. Hann er einnig grunaður um ölvun við akst- ur. Þá var annar ökumaður stöðv- aður á 112 km hraða á Sæbraut á sunnudagskvöld. í ljós kom að öku- maðurinn var einnig réttindalaus. Bifreið var ekið á umferðarskilti í Langarima síðdegis á föstudag- inn. Ökumaður var fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið. Síðla laug- ardagsnætur var bifreið ekið á steinvegg í Stjörnugróf. Flytja varð ökumann á slysadeild vegna áverka. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Á laugardag voru höfð afskipti af 17 bifreiðum vegna eftir- og tengi- vagna. Reyndust þeir allir uppfylla lögbundin skilyrði um búnað og skráningu. Síðdegis á laugardag missti öku- maður stjóm á bifreið á Reykja- nesbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin fór margar veltur. Öku- mann sakaði ekki. Brotist inn í ökutæki Brotist var inn í ökutæki í Vest- urbænum, skemmdir unnar og verðmætum stolið. Þannig var t.d. brotist inn í 3 ökutæki við Tjarnar- ból á Seltjarnamesi aðfaranótt föstudags. Hafi einhverjir borgar- ar orðið varir við gmnsamlegar mannaferðir á þeim tíma em þeir beðnir um að setja sig í samband við lögreglu. Komið var að tvítugum pilti þar sem hann var að fara í vasa yfir- hafna á líkamsræktarstöð að kvöldi föstudags. Pilturinn var færður í hendur lögreglu og fluttur á lög- reglustöð. Af því tilefni em borgar- ar minntir á að geyma ekki verð- mæti sín eftir þar sem þjófar geti náð til þeirra. Að morgni sunnudags sást til manns reyna að komast inn í öku- tæki. Maður sem lýsing passaði við fannst skömmu síðar. Hann hafði í fómm sínum síma og fleira sem hann gat ekki gefið viðhlítandi skýringar á. Hann var því vistaður í fangageymslu. Unglingar grátu keypt vín í ÁTVR í Kringlunni í eftirlitsferð lögreglu í verslun- armiðstöðinni Kringlunni á föstu- dag kom ljós að 16 ára unglingar höfðu getað keypt áfengi í verslun ÁTVR. Málið er til frekari skoðun- ar hjá embættinu. Líklega hafa rétt viðbrögð af- greiðslustúlku í verslun á lauga- vegi orðið til að afstýra tjóni vegna elds. Stúlkan var við vinnu sína að morgni laugardags þegar hún varð vör við reykjarlykt. Hún hafði samband við lögreglu sem fór á staðinn. í ljós kom að kviknað hafi í raslafötu í íbúð ofan við verslunina. Lögreglumenn slökktu eldinn en engar skemmdir höfðu orðið af hans völdum. Tilkynning barst um mikinn eld í íbúð í vesturbænum um hádegisbil á laugardag. Reynd- ist þar hafa gleymst feitipottur á hellu og náði eldur í eldhúsinnrétt- ingu. Nokkrar skemmdir urðu vegna reyks. Lögreglu var tilkynnt um sölu „landa“ úr bifreið í borginni. Bif- reiðin fannst skömmu síðar og fundust nokkrir lítrar af landa. Ökumaður og farþegi vom fluttir á lögreglustöð. A Ð A U S LÝ S 1 ■ IM G A FUIMOIR/ MANNFAGNAÐUH Aðalfundur Landssam- bands sumarhúsaeigenda Aðalfundur LS verður haldinn í húsnæði bygg- ingamanna í Skipholti 70, Reykjavík, miðviku- daginn 29. mars nk. kl. 20.30. Dagskrá verður samkvæmt 5. gr. laga LS, en þar er jafnframt kveðið á um fjölda fulltrúa frá aðildarfélögum. Engar lagabreytingar liggja fyrir. Kaffiveitingar. Stjórnin. 1ÓNUSMRSKÓU KÓPfNOGS Vortónleikar píanónemenda skólans verða haldnir í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, miðvikudaginn 29. mars kl. 19.00. Aðgangur ókeypis. Skólastjóri. TIL SÖLU Svalalokanir/sólstofur • Mjög vandaðar þýskar svalalokanir úr við- haldsfríu verksmiðjulökkuðu áli. Mikil opn- un. Hentugar fyrir öll hús. • Vandaðar amerískar sólstofur frá Four Seas- ons með sérstöku sólstofugleri. Tæknisalan, Kirkjulundi 13, Garðabæ, sími 565 6900. Bújörð í uppsveitum Árnessýslu til sölu Ein með öllu! Mjög vel staðsett tæplega 300 ha jörð í fullum rekstri. Eignin telur m.a. jarð- hita, tæplega 100.000 lítra mjólkurkvóta, vélar, bústofn, glæsilegt íbúðarhús og gott fjós. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. Lögmenn Suðurlandi, Austurvegi 3, Selfossi, sími 482 2849, fax 482 2801, fasteignir@log.is Svalalokanir Lumon svalalokanir úr hertu gleri og áli. Engir póstar sem spilla útsýni — 100% opnun. Formaco ehf., sími 577 2050. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF □ FJÖLNIR 6000032819 I □EDDA 6000032819 III - 2 I.O.O.F. Rb. 1 s 1493288-9.0* □ HLÍN 6000032819 IVA/ KENNSLA □ Hamar 6000032819 I Aðaldeild KFUK, Holtavegi Aðalfundur KFUK og sumar- starfsins verður haldinn i kvöld kl. 20.00. Venjuleg aðalfundar- störf. Allar konur velkomnar. Reykjavíkur- deild RKÍ Barnfóstrunámskeið 5. 29., 30. mars, 3. og 4. apríl. 6. 5., 6., 10. og 11. apríl. 7. 26., 27. apríl, 3. og 4. maí. 8. 5., 6., 7. og 8. júní. Upplýsingar/skráning á milli kl. 8 og 16 i síma 568 8188.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.