Morgunblaðið - 28.03.2000, Page 14

Morgunblaðið - 28.03.2000, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Vegleg íþrdttamannvirki, skautahöll og skíðaskáli tekin í notkun Festir bæinn í sessi sem miðstöð vetrar- íþrótta á Islandi Morgunblaðið/fgígja Liðtæk lögga ÞAÐ keraur fyrir bcstu menn að læsa bíllyklana inni í bflum sínum og þá er gott að geta leitað til Iög- reglunnar sem jafnan bregst við bðn borgaranna um að opna bif- reiðamar. Þarna hefur laganna þjðnn á Dalvík bmgðist vel við og er í óða önn að opna bflinn svo eig- andinn geti komist ferða sinna. AKUREYRINGAR opnuðu form- lega tvö íþróttamannvirki um helgina og var mikið um dýrðir af því tilefni. Annars vegar var opnaður nýr skíðaskáli í Hlíðarfjalli, Strýta, og hins vegar skautahöll á svæði Skauta- félags Akureyrar við Krókeyri. Davíð Oddsson forsætisráðherra opnaði skíðaskálann formlega við at- höfn á laugardag. Húsið, sem er rúss- neskt bjálkahús er á þremur hæðum, alls um 340 fermetrar að stærð. A efstu hæðinni hefur Skíðaráð Akur- eyrar aðstöðu og þar fer tímataka í skíðamótum einnig fram. Veitinga- salur með eldhúsi er á hæðinni en í kjallara eru salemi og geymslur. Húsið leysir af hólmi eldra hús sem stóð á sama stað og var rifið í fyrra. Hafist var handa við byggingu skál- ans síðasta sumar, en kostnaður við bygginguna er um 30 milljónir króna. Skautahöllin var einnig tekin í notkun á laugardag við hátíðlega at- höfn. Forseti íslands, hr. Olafur Ragnar Grímsson opnaði skautahöll- ina formlega. „Skautahöllin er ein- stakt mannvirki sem festir enn frekar í sessi stöðu Akureyrar sem mið- stöðvar vetraríþrótta á Islandi. Hún skapar heimafólki og góðum gestum nýja aðstöðu til að efla skautaíþróttir af öllu tagi og efna hér til sýninga og viðburða sem vekja munu athygli og aðdáun um landið allt. Heimur íþrótta og menningar stækkar stór- um með þeim góðu kostum sem hér munu bjóðast um langa framtíð. Ég óska Akureyringum og þjóðinni allri til hamingju með glæsilegt mannvirki og nýjan áfanga í íþróttasögu Islend- inga,“ sagði forsetinn í ávarpi sínu. Hann sagði skautahöllina veglega viðbót við þau mannvirki sem gert hefðu Akureyri að miðstöð vetrar- íþrótta Islendinga og það væri sér því bæði heiður og ánægja að opna hana formlega. Við athöfnina lék blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri nokkui- lög og Om Viðar Birgisson söng ís- lenska þjóðsönginn. Ungt listdanspar frá Bretlandi, Rebecca Corn og Richard Rowlands sýndu listdans á skautum og félagar úr Skautafélagi Reykjavíkur sýndu dansatriði. Yngstu krakkamir léku íshokkí og fé- lagar úr hestamannafélaginu Létti fóru í hópreið á ísnum. Sr. Birgir Snæbjömsson fyrrver- andi sóknarprestur flutti blessunar- orð og þá fluttu ávörp þeir Ásgeir Magnússon formaður framkvæmda- nefndar, Þórarinn B. Jónsson for- maður íþrótta- og tómstundaráðs, Magnús E. Finnsson formaður Skautafélags Akureyrar, Tómas Ingi Olrich alþingismaður, Ellert B. Schram forseti íþrótta- og Ólympíu- sambands Islands og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri. Ffkniefnamálið Þremur sleppt ÞREMUR mönnum, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á fíkniefnamáli sem upp kom fyrir tæpum tveimur vikum, var sleppt um helgina, einum þeirra á laugardag og tveir vora látnir lausir á sunnu- dag. Einn situr enn í varðhaldi, en fjórmenningarnir vora úr- skurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald sem rennur út á morgun, miðvikudag. Talsvert af fíkniefnum hafa fundist í tengslum við rannsókn málsins, en þetta er eitt stærsta og viða- mesta fíkniefnamál sem upp hefur komið á Akureyri. I sóknarhug ÍMYND EYJAFJARÐARSVÆÐISINS Hádegisverðarfundur með Gísla Marteini Baldurssyni, fréttamanni á Sjónvarpinu, og Guðmundi Oddi Magnússyni, kennara í ímyndarfræðum við Listaháskóla íslands, á Fiðlaranum, Skipagötu 14, miðviku- daginn 29. mars frá kl. 12.00 til 13.00 • Hvaða augum lítur fréttamaðurinn á Eyjafjarðarsvæðið? • Hefur viðhorf hans til landsbyggðarinnar breyst að undanförnu? • Hvaða tilfinningu hefur hann fyrir afstöðu kollega sinna? • Hefur sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi á höfuðborgar- svæðinu neikvæða mynd af landsbyggðinni? •Hvaö segir kennarinn og listamaðurinn um ímynd landsbyggðar- innar? • Hversu mikils virði er ímynd svæða? • Hvernig mótar maður ímynd svæða? Þetta, og ýmislegt fleira, munu Gísii Marteinn og Guðmundur Oddur fjalla um og svara spurningum fundarmanna. Verð kr. 1,000 (léttur hádegisverður innifalinn) Allir velkomnir Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 461 2740 eða á netfangi benedikt@afe.is. Morgunblaðið/Kristján Sr. Birgir Snæbjörnsson, fv. sóknarprestur, flutti blessunarorð. Við hlið hans er Þórarinn B. Jónsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs. Morgunblaðið/Kristján Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti ávarp og opnaði nýjan skíða- skála, Strýtu í Hliöarfjalli, að viðstöddu fjölmenni. Morgunblaðið/Kristján Corn og Richard Rowlands frá Bretlandi sýndu listdans á skautum við vígslu skautahallarinnar á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, brá sér á skíði í Hlíðarfjalli á laugardag og sýndi snilldartakta. Hér er hann í góðum félagsskap þeirra Hermanns Sigtryggssonar, framkvæmdasljóra Vetraríþróttahá- tíðar ISS, og Krisljáns Þórs Júlíussonar, bæjarsljóra á Akureyri. Bókaðu í síma $70 30)0 05 460 7000 Fax 570 3001 * websalescDairiceland.is *www.fluffelaf.is ...fljúfðufrekar FLUGFELAG ISLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.