Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 UMRÆÐAN V eiðirey nsl- an seld ÞAÐ ER þakkar- vert að Landssam- band íslenskra útvegs- manna skuli hafa gengist fyrir því að safna og birta opin- berlega upplýsingar um það hve stór hluti kvótans er ekki lengur í höndum þeirra sem upphaflega fengu út- hlutun. Þar með hafa útvegsmenn rutt úr vegi sínum eigin rök- um gegn gjaldtöku í tengslum við úthlutun kvóta. Þeir hafa aðal- lega vísað til reynslu og atvinnuréttinda þeirra sem voru í greininni þegar kvótakerfinu var komið á. Þau rök eru ekki lengur brúkleg. Þeir sem nutu úthlutana, gjafakvóta, á fyrr- greindum forsendum og réttlæt- ingum hafa að mestu selt frá sér kvótann. Aðeins 19% þeirra heim- ilda sem úthlutað var í upphafi eru nú í höndum þeirra sem stunduðu Útgerð á viðmiðunarárunum, segir í Ýréttatilkynningu frá LÍÚ. Tilgan- gurinn með því að safna og birta þessar upplýsingar var líka aug- ljóslega sá að koma þeim skilaboð- um til þjóðarinnar að stærstur hluti þeirra sem nú eru handhafar kvótans hafi á einhverju tímabili greitt einhverjum fyrir hann. Hvað eru menn þá að röfla? Er ekki rétt- lætinu fullnægt? Það hefur staðið styr um þau miklu réttindi sem út- gerðaraðilum voru fengin þegar miðunum var lokað lyrir öðrum en útvöldum hópi. í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða segir ekki aðeins að nytja- stofnar á Islandsmið- um séu sameign ís- lensku þjóðarinnar, heldur segir þar líka að úthlutun veiðiheim- ilda samkvæmt lögun- um myndi hvorki eign- arrétt né óaftur- kallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildunum. Þrátt fyrir þetta hafa þeir aðilar sem fengu aðgang að sameigin- legri auðlind á grund- velli veiðireynslu þriggja ára selt öðrum þá aflahlutdeild og veiðirétt sem þeir fengu úthlutað á grund- velli viðmiðunaráranna. Niðurstað- an er því sú að reynslan góða og atvinnuréttindin hafa snúist upp í það að þessir aðilar hafa fengið veiðréttinn afhentan án endur- gjalds og í stað þess að nýta hann selt hann í stórum stíl, ef marka má könnun LÍÚ, og þannig ráðið þvi og stýrt hverjir fengju að nýta auðlindina og hvað aðgöngumiðinn kostaði. Þeir sem stunda útgerð á Islan- dsmiðum þekkja væntanlega flestir 1. grein laga um stjórn fiskveiða, bæði hvað varðar sameignarákvæð- ið og það að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi hvorki eignarrétt eða óafturkallanlegt for- ræði einstakra aðila yfir veiðiheim- ildunum. Sú vitneskja hefur vænt- Svanfríður Jónasdóttir Fiskveiðar ✓ Utvegsmenn, segir Svanfríður Jónasdóttir, hafa rutt úr vegi sínum eigin rökum gegn gjaldtöku í tengslum við úthlutun kvóta. anlega sagt þeim sem voru að kaupa aflahlutdeild að ekki væri á vísan að róa varðandi kerfið, allt væri þetta breytingum undirorpið. Auk þess hafa þeir sem keypt hafa aflahlutdeild á undanförnum árum fengið að afskrifa hana og færa til gjalda við sinn rekstur. Þjóðin fái eðlilegan arð Það er sjálfsagt að taka eitthvert tillit til þeirra sem varið hafa stór- um fjármunum í að tryggja sér veiðirétt í því kerfi sem við nú bú- um við. Það breytir ekki hinu að það verður engin sátt um það hjá þjóðinni að nýting sjávarauðlindar- innar sé einokuð með þeim hætti sem gert er, að tilteknir aðilar hafi einir rétt til að hagnýta sér sam- eiginlega auðhnd, hvort sem er til veiða eða til að selja veiðiréttinn til annarra. Upplýsingar LIÚ um það hvernig útvegsmenn hafa ráðstafað veiðiréttinum sem þeir fengu af- hentan á grundvelli þriggja viðmið- unarára undirstrikar fyrst og fremst mikilvægi þess að kerfinu sé breytt þannig að jafnræði ríki varðandi nýtingu sjávarauðlindar- innar og að þjóðin fái eðlilegan arð af eign sinni. Um annað verður seint sátt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Er Tannsmiðafélagi Is- lands haldið í gíslingu? BRYNDÍS Krist- insdóttir tannsmíða- meistari skrifar grein í Morgunblaðið tíunda þessa mánaðar þar sem hún gerir lítið úr málflutningi fram- ^kvæmdastjóra og for- manns Tannlæknafé- lags íslands (TFÍ) vegna tannsmiðafrum- varpsins. Hún segir tannlækna hafa reynt að koma höggi á sig og bera sig út, fara með rangt mál og lít- ilsvirða tannsmiði og margt fleira sem ekki er pláss til að telja upp hér. Af þessu tilefni er þó rétt að eftirfarandi komi fram: Bryndís stundaði ólöglega starf- semi árum saman. Landlæknisem- bættið áminnti hana harðlega fyrir starfsemi sína, sem var stunduð í v trássi við lög því Bryndís hafði engin réttindi til að stunda lækn- ingar. Kæra TFÍ og athugasemdir einstakra tannlækna voru því full- komlega eðlileg viðbrögð við starf- semi hennar. Lögum var framfylgt og starfsemin bönnuð með þáver- andi hætti. Þetta hefur ekkert með almennt álit tannlækna á tannsmið- um að gera. Ef ekki er farið eftir lögum geta menn reiknað með því að verða kærðir. Gott samstarf Sannleikurinn er sá að gott sam- T^tarf ríkir milli flestra tannlækna og tannsmiða. Undanteknigartil- fellin eiga einungis við um lögbrjót- Sparaðutugbúsundir Endurvinnum flestar gerðir tölvuprentborða svo |||rak þeir verða sem nýir ivarÆ)vortex.is ana. Flestir tannsmið- ir vinna við krónu- og brúarsmíði og hafa ekki áhuga á vinnu í munnholi. Tannlæknar sjá um vinnu sem snýr að sjúklingnum og vinnu í munnholi en tannsmiðir um tækni- lega vinnu við smíði á tönnum og tanngerv- um. Tannlæknar máta smíðina og tannsmiðir veita aðstoð við tækn- ifræðilega grunnvinnu. Vinnuframlagið er nokkum veginn jafnt. Tannsmíðin er því unnin í samstarfi beggja aðila enda þótt tannlæknir- inn taki endanlega ábyrgð á hönn- un og útliti. í ljósi þessa er það undarlegur málflutningur að reyna að telja fólki trú um það að vanda- mál vegna þessara atriða séu til komin vegna lítisvirðingar tann- lækna á tannsmiðum. Krabbamein Það er líka undarlegur málflutn- ingur að gera lítið úr hæfni tann- lækna til að greina krabbamein í munni. Hér á landi finnast árlega hátt í tíu tilfelli krabbameins í munnholi. Tannlæknar greina um helming þeirra og vísa fólki til sér- fræðinga í krabbameinsmeðferðum eða til tannlækna með sérmenntun í munn- og kjálkaskurðlækningum. Krabbameinsmeðferðin fer aftur á móti fram á spítölum en ekki tann- læknastofum. Sá sem sker krabba- meinið burt eða tekur sýni úr því er skráður greinandi hjá heilbrigð- isyfirvöldum. Því eru færri tann- læknar skráðir fyrir greiningunni en ella væri. Árlega taka tannlækn- ar fjölda sýna til vefjagreiningar og sem betur fer reynast flest góð- kynja. Einn mikilvægur þáttur Tannsmíði Bryndís Kristinsdóttir stundaði ólöglega starf- semi árum saman, segir Þórir Schiöth, án eftir- lits landlæknis. menntunar er að læra að þekkja takmörk sín. Því er undarlegt þeg- ar tannsmiðir sem ekkert hafa lært í meina- og líffærafræði telja sig fullfæra til að stunda lækningar. Tannsmiðir, sem hlutu menntun fyrir 1991, lærðu ekkert í meina- og líffærafræði. Tannsmiðir, menntaðir eftir 1991, hafa enga reynslu af vinnu með sjúklingum, skoðunum og hönnun meðferðar- áætlana þó að þeir hafi hlotið grunnmenntun á sviði líffærafræði og meinafræði. Tannlæknafélag Is- lands ítrekar að ástæða sé til að skoða málin vel þegar fela á minna menntuðum einstaklingum starfs- réttindi sem önnur meira menntuð stétt hefur haft áður. Þróunin sl. áratugi í hinum vestræna heimi er sú að gera sífellt meiri kröfur um menntun og þrengja reglur um starfsréttindi. Þess vegna ber að skoða þau rök sem gagnrýna tannsmiðafrumvarpið mjög vel. Þetta er heilbrigðismál og því óeðlilegt að það heyri undir iðnað- arráðuneytið. Iðnaðarmenn eiga ekki að stunda lækningar. Slegið á útrétta sáttahönd í desember síðastliðnum bauðst Tannlæknafélag íslands til að beita sér fyrir því ásamt tannsmiðum að auka starfsréttindi tannsmiða gegn því að frumvarpið færi fram frá Þórir Schiöth Heilbrigðisþjón- usta, ekki iðnaður ÉG VIL koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum við stjórnarfrumvarp til laga um starfsréttindi tannsmiða sem lagt hefur verið fram fyrir Alþingi. Greinar frumvarpsins sem og meðfylgjandi athuga- semdir lýsa frámuna- legum þekkingarskorti á því hvað lög þessi fela í sér í raun. Frumvarpið er sett fram sem mannrétt- indamál fyrir tann- smiði, hins vegar vil ég minna á að helsta hlut- verk Alþingis er að vemda heilsu og hagsmuni almennings. Ég tel að verði þetta frumvarp samþykkt geti það orðið til þess að skaða heilsu fjölda fólks. Tannsmíðar eru iðngrein, þ.a.l. að tannsmiður hefur ekki þá þekkingu er þarf til að greina og meðhöndla hin ýmsu munnmein. Tannlæknar menntaðir í tannlæknadeild Háskóla íslands hafa að baki 6 ára háskóla- nám sem felur m.a. í sér bóklega og verklega kennslu og þjálfun í grein- ingu röntgenmynda, meinafræði munns og kjálka, lyflæknisfræði munns, bitfræði, munngervalækn- ingar, líffærafræði og lyfjafræði, svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki að ástæðulausu að þessi fög eru kennd í tannlæknadeildinni. Meðferð og greining sjúklinga (ég tel ekki viðeig- andi að kalla þá viðskiptavini, eins og gert er í frumvarpinu) er flókið ferli sem krefst góðrar bóklegrar og verk- heilbrigðisráðuneytinu og ný heil- brigðisstétt klínískra tannsmiða yrði mynduð. Þannig yrði hinni nýju millistétt skapað veglegra hlutverk og þeim tannsmiðum sem menntað hafa sig erlendis sýnd hæfileg virðing. Formlegt erindi þessa eðlis var sent Tannsmiðafélagi íslands. Því hefur aldrei verið svarað. Reyndar gekk formaður TFÍ svo langt í sáttaumleitunum sínum að bjóða formanni Tannsmiðafélagsins til fundar um málið sl. haust. Eftir einn fund með tveimur aðilum úr stjórn þess var boðið til annars fundar þar sem ræða átti útfærslu sáttahugmyndarinnar. Sá fundur var afboðaður með stuttum fyrir- vara vegna þess að formaður Tannsmiðafélags íslands mátti ekki ræða málið án þess að Iris Bryndís fyrrverandi formaður fé- lagsins væri viðstödd. Hún situr reyndar í stjórn Tannsmiðafélags- ins og var á fyrri fundinum. Hún er einn fárra tannsmiða sem stundað hafa ólöglega starfsemi ásamt Bryndísi og hlotið áminningu land- læknisembættisins. Málflutningur þeirra er á sömu nótum. Félag í gíslingu Svo virðist sem íris Bryndís geti notað Tannsmiðafélag íslands að eigin vild. Enginn félagsfundur hefur verið haldinn um langa hríð í félaginu um málið, né heldur var málið rætt á síðasta aðalfundi. TFÍ er fullkunnugt um það að mikill fjöldi tannsmiða hefur engan áhuga á málinu og mun ekki fara inn á þennan nýja starfsvettvang. Félag- ið virðist því vera í gíslingu tveggja til þriggja tannsmiða sem hafa storkað lögum og enginn hefur haft kjark til að kanna vilja félags- manna. Hvernig væri að Tann- smiðafélag íslands héldi félagsfund og gæfi félagsmönnum sínum kost á að segja álit sitt? Sýnir stjórn Tannsmiðafélags Islands félags- mönnum sínum tilhæfilega virðingu með því að slá á útrétta sáttahönd Tannlæknafélags íslands? Höfundur starfar sem tannlæknir og er formaður Tannlækna- félags fslands. legrar menntunar í fyrrgreindum heil- brigðisgreinum. A það má benda í því sam- bandi að tannlaust fólk hefur, auk þess að vera eldra, almennt verra heilsufar en tennt fólk. (1,2) Þetta fólk er mun líklegra til að vera með hjartasjúkdóma og aðra kvilla og þ.a.1. lík- legra til að taka ýmis lyf. Flest lyf hafa ein- hverja fylgikvilla, mörg þehTa valda ýmsum einkennum í munni, svo sem munnþurrki og breytingum í slímhúð. Að auki hafa rannsóknir sýnt á Is- landi (3) sem og annars staðar í heim- inum (4-8), að tannlaust fólk er lík- legra til að hafa reykt tóbak um ævina og er því enn líklegra m.a. til að vera með krabbamein í munnholi eða annars staðar.(9) Það gildir jafnt um krabbamein í munni sem og önn- ur munnmein að því fyrr sem þau eru greind, því betri lífslíkur hefur sjúkl- ingurinn. Tannsmiðir eru hvorki Tannsmíði Frumvarpið er sett fram sem mannrétt- indamál fyrir tannsmiði, segir Helga Agústsdótt- ir, hins vegar vil ég minna á að helsta hlut- verk Alþingis er að vernda heilsu og hags- muni almennings. menntaðir til að greina né meðhöndla munnmein af nokkru tagi. Eftirmeð- ferð sjúklinga er mikilvægur liður meðferðar sem virðist hafa gleymst algjörlega í þessari umræðu. Það er því miður algengur misskilningur leikmanna að meðferð sé lokið þegar sjúklingur hefur fengið heilgómana. Reglulegt eftirlit hjá tannlækni er nauðsynlegur þáttur til að viðhalda heilbrigði vefja munnholsins og kjálkaliða. Sveppasýkingar og sár undan heilgómum eru algengir fylg- ikvillar sem tannsmiðir hafa ekki þjálfun né þekkingu til að greina eða meðhöndla auk þess sem ávísun lyf- seðla er nokkuð sem einungis tann- læknum sem og öðrum læknum er heimilt samkvæmt lögum. í frumvarpi þessu er nám tannsm- iða á Islandi og nám klínískra tannsmiða í Danmörku lagt að jöfnu. Það eru augljósar rangfærslur, þar eð nám þeirra er engan veginn sam- bærilegt. Klínískir tannsmiðir hafa að baki lengra nám og sérhæfða kennslu í heilbrigðisfögum. Ég tel ekki rétt að taka upp slíkt fyrirkomu- lag á íslandi af fyrrgreindum ástæð- um. Tannlæknar hafa mun betri menntun á þessu sviði og eru því mun færari til að meðhöndla slíka sjúkl- inga. Nú þegar öldruðu fólki fjölgar og lífslíkur aukast er spumingin ekki einungis að lengja líf fólks heldur frekar að gera þessi síðustu ár ánægjulegri. Það er almennur mis- skilningur leikmanna að „gervitenn- ur“ séu einfaldir hlutir sem hver sem er geti búið til. Þá er litið einungis á tæknilega þætti meðferðarinnar en horft framhjá því að þetta ferli er og á að vera hluti af heilbrigðisþjónustu. Því miður lýsir frumvarpið þessu tæknilega viðhorfi. Við skulum vona að stuðningsmenn frumvarpsins verði aldrei í þeirri aðstöðu að þurfa á slíkri meðferð að halda, það myndi koma þeim óþægilega á óvart hversu flókið ferli slík meðferð þarf að vera til að vel fari. Höfundur er tannlæknir, MS, MPh., íDurharn {Norður-Karólínu. Helga Agústsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.