Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 42
,42 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Um kaup og sölu giafakvóta
DÓMUR Hæsta-
réttar í svokölluðu
Valdimarsmáli árið
1988 hefur af flestum
verið skilinn sem krafa
um að stjórnvöld gæti
þess að mismuna ekki
þegnunum óþarflega
við stjórnun fískveiða.
Dómurinn bendir t.d. á
að: „...réttur til veiða
(sé) bundinn við eign-
arhald á skipum, sem
haldið var úti á önd-
' verðum níunda ára-
tugnum eða hafa kom-
ið í stað slíkra skipa.
Af því leiðir, að aðrir
eiga þess ekki kost að
stunda veiðar í atvinnuskyni
þeir, sem fengið hafa heimildir til
þess í skjóli einkaeignarréttar, ým-
ist sjálfir eða fyrir kaup, erfðir eða
Fiskveiðistjórn
Með uppboði veiðiheim-
ilda má sameina kröfu
Þórólfur
Matthíasson
en
aðilar, sem höfðu yfir
að ráða skipum við
veiðar í upphafi um-
ræddra takmarkana á
fiskveiðum." Margir
talsmenn ríkisstjórn-
arflokkanna hafa hald-
ið því fram að ekki sé
hægt að sameina
skynsamlega stjórn
fiskveiða annars vegar
og jafna rétt þegnanna
hins vegar.
Ahugahópur um
auðlindir í almanna-
þágu hefur bent á að
með uppboði veiði-
heimilda megi sameina
kröfu um jafnræði
þegnanna til atvinnu við sjávarút-
veg og kröfu um jafnræði þegnanna
til tekna af sameign sinni, fiskistofn-
unum, og fórna þó í engu hag-
kvæmni kvótakerfisins. Áhugahóp-
urinn hefur lagt fram útfærslu
þessarar hugmyndar sem tekur
ríkulegt tillit til hagsmuna núver-
andi kvótahandhafa með því að gefa
þeim alllangan tíma til aðlögunar,
sjá t.d. vefsíðu hópsins kvótinn.is.
aði eftir því að fá að sjá forsendur
umræddrar könnunar LIU. Fram-
kvæmdastjórinn svaraði beiðni und-
irritaðs með þeim hætti að könnunin
byggi á trúnaðarupplýsingum sem
hann hafi ekki leyfi til að gera opin-
berar. Að fengnu þessu svari fram-
kvæmdastjórans verður að setja
könnun LIU í flokk með frásögnum
af ferðalögum með geimverum, en
slíkar frásagnir teljast yfirleitt bæði
ósannaðar og ósannfærandi.
En er LÍU-bakarinn jafn saklaus
og gefið er í skyn í fyrrgreindri
fréttatilkynningu? Færa má rök
fyrir því að svo sé ekki.
I íýrsta lagi er rétt að hafa í huga
að kaupendur kvóta gátu lengst af
afskrífað kvótann á gefnu árabili.
Með þeim hætti var kvótakaupa-
reikningnum smyglað yfir á skatt-
greiðendur!
I öðru lagi má minna á að kvóti er
verðlagður með ólíkum hætti eftir
því hvort verið er að selja tonn og
tonn eða fyrirtæki í heilu lagi. Þann-
ig hafa þeir sem stórtækastir hafa
verið í kvótakaupum greitt tiltölu-
lega lágt verð fyrir kvótann.
í þriðja lagi var verð varanlegra
heimilda mjög lágt í árdaga kerfis-
ins vegna þeirrar óvissu sem lengst
af gætti varðandi varanleika þess.
I fjórða lagi er eðlilegt að spurt sé
um aðferðafræði. Hvenær telst
kvóti seldur skv. könnun LÍÚ?
Hvað um sameiningar eða samruna
margra fyrirtækja í ný fyrirtæki
undir nýrri kennitölu? Þessum að-
ferðafræðilegu spurningum verður
ekki svarað með tryggum hætti
meðan LIÚ neitar að birta forsend-
ur könnunar sinnar.
Loks er rétt að benda á að mál-
flutningur LIÚ nú stangast á við
fyrri fullyrðingar samtakanna um
eðli kvótaviðskipta. LIÚ hefur fram
til þessa haldið því fram að flutning-
ur aflaheimilda sé tilkominn vegna
þess að útgerðarfyrirtæki séu að
flytja sig á milli tegunda eða vegna
þess að verið sé að sameina fyrir-
tæki. Þannig svaraði einhver fulltrúi
LIÚ fullyrðingum um að menn
væru unnvörpum að hverfa úr sjáv-
arútveginum með fúlgur fjár á þann
hátt að menn tækju sér kannski
smáellilífeyri en afgangurinn væri
skilinn eftir í greininni. Hverju á
landslýðurinn að trúa?
Niðurstaða
Sú fullyrðing framkvæmdastjóra
LIÚ að uppboðsleið áhugahóps um
auðlindir í almannaþágu myndi
hitta fyrir kvótakaupendur og ekki
gjafakvótaþega virðist ekki eiga við
rök að styðjast. Málflutningur fram-
kvæmdastjórans hefur styrkt mig í
þeirri vissu að réttlátast og einfald-
ast sé að bjóða veiðiheimildirnar
upp.
Höfundur er dósent íhagfræði við
viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
íslands og meðlimur íÁhugahópi
um auðlindir ialmannaþagu.
Áður en við
um jafnræði þegnanna
til atvinnu við sjávar-
útveg, segir Þórólfur
Matthíasson, og kröfu
um jafnræði þegnanna
til tekna af sameign
sinni, fiskistofnunum,
og fórna þó í engu hag-
kvæmni kvótakerfisins.
önnur aðilaskipti." Síðar segir:
„Með þessu lagaákvæði (5. gr. fisk-
veiðistjómunarlaganna, aths. ÞM)
er lögð fyrirfarandi tálmun við því,
að drjúgur hluti landsmanna geti,
að öðrum skilyrðum uppfylltum,
notið sama atvinnuréttar í sjávar-
útvegi eða sambærilegrar hlutdeild-
ar í þeirri sameing, sem nytjastofn-
ar á Islandsmiðum eru, og þeir
tiltölulega fáu einstaklingar eða lög-
Þáttur LÍÚ
Landsamband íslenskra útvegs-
manna hefur varið gjafakvótakerfið
með oddi og egg í áranna rás. Líta
verður á fréttatilkynningu samtak-
anna frá 17. mars 2000 sem lið í
þeirri varnarbaráttu. í fréttatil-
kynningunni er því haldið fram að
80% kvótans hafi skipt um hendur
síðan 1984. I ljósvakamiðlum hefur
framkvæmdastjóri LIÚ túlkað
þessa niðurstöðu sem svo að verið
væri að hengja bakara fyrir smið
yrði uppboðsleið Áhugahóps um
auðlindir í almannaþágu að veru-
leika, þ.e.a.s. að sá sem tók við
gjafakvótanum í upphafi, smiðurinn
í dæminu, sé stunginn af. Yrði bak-
aranum, núverandi kvótahöfum,
gert að skila kvóta á nokkru árabili
væri það óréttlæti hið mesta.
í lok fyrrnefndrar fréttatilkynn-
ingar er þess getið að núverandi og
fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍÚ
gefi nánari upplýsingar. Undirritað-
ur leitaði því til núverandi fram-
kvæmdastjóra samtakanna og leit-
Helgi Hálfdanarson
Ys og þys
í MORGUNBLADINU 24.
þ.m. birtist falleg umsögn Hávars
Sigurjónssonar um flutning
Herranætur MR á leikriti Shake-
speares, Ys og þys út af engu. Þar
segir m.a.:
„Geri ég ennfremur ráð fyrir að
þar sem einhverjar breytingar
hafa verið gerðar á texta þýðing-
arinnar sem notuð er sé farið að
óskum þýðandans og hans að engu
getið í leikskránni."
Ekki dylst að þama er átt við
þýðingu undirritaðs, enda glöggt
að það er hún sem hér kemur við
* sögu. Hins vegar er það ekki svo,
að í þessum flutningi sé farið að
fyrirmælum þeim, sem Hávar
vitnar til og þýðingunni fylgja í
prentun. En þau eru á þessa leið:
„Þýðingum þeim á leikritum
Shakespeares, sem birtast í safni
þessu, er hverjum sem er heimilt
að breyta að vild, enda sé breytt
þýðing þá öll talin verk þess, er
um fjallar, og mín þar að engu get-
ið./.../“
Þessum fyrirmælum fylgir
Herranótt að öðru leyti en því sem
er aðalatriði og skýrt fram tekið,
^ að breytt þýðing mín sé öll kennd
þeim sem að breytingunni stend-
ur.
Ýmsir hafa haft orð á þessu við
mig og undrazt sumir að ég skuli
láta kyrrt liggja. En þó að vanda-
mönnum Herranætur hafi í þessu
yfirsézt, hefur mér auðvitað ekki
til hugar komið að gera ys og þys
út af fyrirgefanlegum mistökum
þessa elskulega unga fólks. Ég
hefði kannski átt að vekja athygli
á þessu fyrir fram, hefði ég vitað
að mín þýðing yrði notuð; það vissi
ég hins vegar ekki fyrr en ég
heyrði hana lítið eitt breytta á
sýningu.
Einhverjum datt í hug sú firra,
að þarna væru MR-ingar að skjóta
sér undan gjaldi fyrir textanotk-
un. Því fer víðs fjarri. Þar á bæ
vita menn bezt, að af skólafólki,
sem notað hefur þýðingar mínar
til leiksýninga, hef ég aldrei tekið
við gjaldi, enda sáttari en svo við
þá vinsamlegu „samvinnu" sem í
þeim afnotum er fólgin; og þetta
er í sjöunda sinn sem Herranótt
MR flytur Shakespeares-leikrit í
minni þýðingu. Hér var einungis
um vangá að ræða, sem hér með
skal vera gleymd og grafin.
En komi til þess framvegis, að
einhver af þýðingum mínum verði
notuð til flutnings, af skólafólki
eða öðrum, vona ég að fyrirmæl-
um mínum um hugsanlegar breyt-
ingar verði íylgt.
Á það skal bent, að með „breyt-
ingu“ er að sjálfsögðu ekki átt við
styttingar, tilflutning atriða eða
annað, sem hvorki tekur til máls
né bragforms, ef því er að skipta.
Svo flyt ég leikendum Herra-
nætur og bráðsnjöllum leikstjóra
þeirra beztu þakkir fyrir af-
bragðsgóða skemmtun og óska
þeim allra heilla.
lengjum skólaárið!
ÞAÐ gerist æ há-
værara meðal ein-
hverra í þjóðfélaginu
okkar að lengja þurfi
skólaárið. Hvers
vegna? Jú, bamanna
er ekki lengur þörf á
sveitabæjunum eins
og í gamla daga. Það
skapar einnig vanda-
mál á heimilum núna
þegar sumarfrí ís-
lenskra barna hefst að
það þarf að koma
þeim einhvers staðar
annars staðar fyrir.
Að mínu viti sýnast Marta
mér þessi rök vera Eiríksdóttir
einna sterkust í leng-
ingu skólaársins. Rétt er að benda
á það að skólar hér á landi starfa
mun lengur nú en áður. Áður hófst
skólinn í byrjun október og lauk í
lok apríl. Til sveita var skólaárið
enn styttra.
Ég las grein um fjárhagslega
hagkvæmni þess að lengja skólaár-
ið, sem birtist í Mbl. hinn 19. mars.
Fyrir þá sem lásu greinina í Mbl.
þá er tími afstæður í þessu tilliti. í
dag getur duglegur nemandi hér á
landi orðið stúdent 19 ára ef hann
leggur sig fram við námið. Lengra
skólaár tryggir ekki endilega
markvissara skólastarf.
íslenskt sumar
Ég er kennari og hef kennt í um
tíu ár. Fyrir mér er tæplega
þriggja mánaða sumarfrí ekki bara
frí. Þetta er einnig tími sem ég
nota til að endurmennta og byggja
mig upp fyrir átök næsta vetrar.
Þótt kennari vinni fleiri tíma á viku
yfir veturinn en samningar gera
ráð fyrir þá fær hann enga borgun
fyrir það. Þess vegna er sumarfrí-
inu meðal annars ætlað að bæta
honum upp aukavinnu sem hvergi
fæst borguð.
Nemendur okkar eru í raun
orðnir órólegir strax í apríl þegar
sólin fer að skína. Þá lifnar allt við
á skólalóðinni og langþráð veður-
blíðan hvetur nemendur til úti-
leikja. Manni Uður oft eins og
bónda að vori þegar börnin fara að
láta eins og kýrnar.
íslenskir krakkar njóta forrétt-
inda sem börn í öðrum löndum
njóta ekki. Þeim er skapaður at-
vinnugrundvöllur t.d. hjá bæjarfé-
lagi sínu á sumrin. Þau læra að
bera annars konar ábyrgð þar og fá
laun fyrir. Mörgum kennaraneman-
um gefst einnig tækifæri til þess að
starfa á sumrin með ungmennum í
íþrótta- og leikjastarfi eða leiða hóp
í unglingavinnunni, tala nú ekki um
alla framhaldsskólanemana sem
vinnustaðirnir nýta sér til þess að
geta hleypt starfsmönnum sínum í
sumarfrí. Vinnumark-
aðurinn þarf á afleys-
ingafólki að halda á
sumrin. Starfsþjálfun
verður því til fyrir alla
aldurshópa.
Sérstaða
íslensks sumars
ísland er kalt og
dimmt land mestan
hluta ársins. Okkar
örstutta sumar er dýr-
mætt fyrir sálartetrið.
Ég get ekki séð að við
getum borið okkar
skólakerfi saman við
annað í útlöndum. Það
er svo margt með í
pakkanum sem við ekki vitum. Ég
bjó og kenndi í Danmörku fyrir
þremur árum. Það var rosalega
Skólamál
Lengra skólaár, segir
Marta Eiríksdóttir,
tryggir ekki endilega
markvissara skólastarf.
hollt fyrir íslenskan kennara að
upplifa þann lúxus. Þar kenndi ég
fulla kennslu eða 24 tíma á viku og
fékk rúmar 200
þúsund íslenskar krónur fyrir.
Þetta eru ekki hæstu kennaralaun-
in sem Danir greiða. Þau fara enn
hærra og miðast við reynslu. Danir
búa við sérstaklega þroskað og
réttlátt launakerfi kennara. Yfir-
völd þar greiða t.d. dönskum kenn-
urum 70 tíma að vetri í óþægindaá-
lag en það álíta Danir að þeir eigi
að fá fyrir tilvik þegar kennarar
hitta foreldra nemenda sinna á
förnum vegi og rædd eru mál
nemandans utan veggja skólans.
Skólaárið er lengra í Danmörku en
þar er einnig daglegur vinnutími
kennara mun styttri en hérna. I
skólanum mínum í Danmörku, sem
var dæmigerður grunnskóli, var
minna fundað og fagleg krafa minni
til kennara en hérna heima. Ég
fann það sjálf að ég gat léttilega
kennt fram til 20. júní með 24
kennslustunda vinnuviku. Enda
fékk ég vikufrí tvisvar að vetrinum
eins og lög gera ráð fyrir þar.
Hér á landi kennir enginn sem
þarf fyrir fjölskyldu að sjá eins lítið
eins og í Danmörku. Ég er fyrir-
vinna og kenni núna 32 kennslu-
stundir á viku. Undirbúningur
kennslu leggst ofan á þessa tíma.
Ég er einnig í aukavinnu. Þess
þurfti ég ekki í Danaveldi. Ég
myndi ekki treysta mér til þess að
fá einungis 7 vikna sumarfrí hérna
heima miðað við vinnutímann að
vetri. Það er einfaldlega allt of
stutt. Ég myndi þá varla sækja
endurmenntunarnámskeið eins og
mér ber. í Danmörku fá kennarar
frí frá kennslu að vetri og sækja þá
þessi námskeið. Endurmenntun er
sjálfsagður hluti af kennara-
starfinu.
í Danmörku var jú kennt til 20.
júní en prófað var í maí og eftir það
var góða veðrið nýtt til hins ýtrasta
og hefðbundin kennsla vék að
mestu til hliðar. Nemendurnir
verða órólegir þar eins og hér.
Skólinn neyðist því til þess að
skipta um gír. Mér fannst í raun
Danir geta farið í sumarfrí í byrjun
júní eins og við hérna heima. Það
varð allt mun losaralegra í skólan-
um í júní. En dönsk bæjarfélög
bjóða ekki upp á nein atvinnutæki-
færi fyrir nemendur á sumrin.
Styttra sumarfrí leiðir
af sér kennaraskort
Það er í raun ótrúlegt hversu
margir vilja kenna á Islandi. Miðað
við allt. Almenningur er sífellt að
hnýta í þessa stétt. Kennarar,
greyin, eru alltaf í vörn því þeir
gera aldrei neitt og svo framvegis
og allt það. Allir þeir sem eitthvað
hafa kennt vita að starfið er mjög
umfangsmikið og krefjandi. Starfið
verður sífellt erfiðara því mörg
börn koma óöguð heiman frá sér og
þá verður það hlutverk kennarans
að aga börnin svo hægt sé að fá
kennslufrið. Það er ekki fyrir veik-
byggt fólk að kenna. Það þarf
sterkar taugar í þetta starf. Það
þarf manngæsku og skilning á
þörfum nemendanna. Það þarf
einnig slatta af kímnigáfu. Kennar-
ar eru hugsjónafólk og þess vegna
eru þeir efalaust svona illa launað-
ir. Éf kennarar væru „bissness-
menn“ þá væru launin ekki svona
lág. Þá væri háskólamenntun og
hugvit þeirra einhvers virði. Það er
sjaldan talað um að bæta laun
kennara eða vinnuaðstöðu. Nei, það
er oftar spáð í hversu mikið má
leggja á þá til viðbótar því sem fyr-
ir er.
Það kemur aldrei til greina að
kennarar vilji lengja skólaárið fyrr
en launin hækka til heilmikilla
muna. Það er fyrsta skrefið og
álagið minnkar þá um leið á kenn-
urum. Áður en við gleypum hrátt
við hugmyndum hagfræðings um
lengingu skólaárs skulum við huga
að undirstöðunni sem eru kennar-
ar. Margir kennarar sjá sumarfríið
sem launahlunnindi og ef þau
hverfa þá hverfa einnig mjög marg-
ir faglærðir kennarar til annarra
starfa. Það er alveg öruggt.
Höfundur er grunnskólakennari.