Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 48
£ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RAGNHEIÐUR BRIEM + Ragnhciður Briem fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1938. Hún lést á Landspítalanum 19. mars síðastliðinn. Ragnheiður var dótt- ir hjónanna Sigríðar Skúladóttur Briem húsmóður, f. 30. apríl 1911, d. 7. janúar 1999, og Eggerts P. Briem fulltrúa, f. 6. júm' 1898, d. 8. maí 1985. Systkini Ragn- heiðar eru Steinunn S. Briem, blaðamaður og þýðandi, f. 13. desember 1932, d. 26. febrúar 1974, maki Krist- mann Guðmundsson rithöfundur (skildu); Gunnlaugur S.E. Briem, leturfræðingur, f. 21. mars 1948, búsettur í Kaliforníu, kvæntur Lourdesi Zulaika. Ragnheiður giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi El- íassyni lækni, f. 27. júlí 1939, hinn 27. október 1967. Eignuðust þau tvo syni, Atla Stein, f. 30. rnars 1974, íslenskunema við HI, og Kára Snæ, f. 3. september 1979, k matreiðslunema. Ragnhciður stundaði nám við Verslunarskóla íslands og tók þar virkan þátt í félagslífi, sat m.a. í stjórn MFVÍ og var fyrst kvenna ritstjóri Verslunarskólablaðsins. Að loknu stúdentsprófi hlaut Ragnheiður fimm ára styrk menntamálaráðs til framhalds- náms og lauk BA-prófi í ensku og þýsku við Háskóla Islands. Með náminu starfaði hún sem flug- freyja hjá Loftleið- um. Eftir þriggja ára kennslu við Kvenna- skólann og MR hélt hún áfram námi í Bandaríkjunum, lauk MA-prófi í málvísind- um við University of Michigan, Ann Arbor, bætti sfðan við Ed.S.- gráðu og lauk dokt- orsprófi í kennslu- Iræði árið 1974. Lengst af starfaði Ragnheiður við kennslu eða kenns- lutengd störf. Hún var lektor í ensku við HÍ um fimm ára skeið en lét af störfum að eigin ósk og réðst til Skýrr árið 1985 þar sem hún starfaði sem sérfræðing- ur og hannaði ásamt Margréti Amórsdóttur kerfisfræðingi fyrsta tölvustýrða kennsluefnið sem samið var hérlendis. Árið 1987 hóf Ragnheiður að kenna íslensku við MR og ritaði tvær kennslubækur, Réttritun og Hefðbundna setningafræði. Hún átti um árabil sæti í íslenskri mál- nefnd og var gistifræðimaður við Harvard í ársorlofi þar sem hún kynnti sér m.a. aðferðir í kennslu leshamlaðra. Eftir tólf ára íslenskukennslu var Ragnheiði veitt orlof er hún var ráðin verkefnissljóri til að annast þróunarverkefni á vegum félagsvísindadeildar HI og Fjöl- brautaskólans f Armúla við kennslu í tölvu- og upplýsinga- fræði kennsluréttindanema við HI. Bálför fer fram í kyrrþey. ^ Enn réð orðskvið sanna auðnomviámikfoman em,atbestesbami, benskóðs fyr gjöf, móðir. (Grettir Ásmundarson.) Við bræðumir höfum nú kvatt móður okkar hinstu kveðju. Sú kveðjustund var okkur óvænt og bar fyrr að en okkur hafði órað fyrir, það var svo margt sem við vildum sagt hafa og jafnmargt sem við áttum ógert. Þótt okkur byði þegar í grun hvert stefndi, er við fréttum af sjúk- dómi hennar síðla janúarmánaðar, var það eindregin von okkar og trú að við fengjum að njóta samvista við hana lengur en raunin varð. Mamma tók tíðindunum af al- kunnu æðruleysi sínu og rólyndi, hún lét veikindin ekki aftra sér frá daglegu amstri eða heimilisstörfum og þótti verst ef hún yrði öll áður en hún lyki við að ganga frá gríðarlega umfangsmiklu dánarbúi ömmu okk- ar, sem lést í byrjun síðasta árs og hafði ekki hent nokkrum sköpuðum hlut í 87 ár. Vegna langvinnrar lyfjameðferð- ar dvaldi mamma töluvert á Land- spítalanum í febrúar og mars. Bar hún starfsliði þar vel söguna og kvað vera indælasta fólk, en þótti heldur dauf vistin sakir tölvuleysis, sem aftraði henni frá að vera í látlausu netpóstsambandi við samstarfsfólk ^sitt hjá félagsvísindadeild HI og Fjölbrautaskólanum í Armúla. Þetta segir meira en mörg orð um hana mömmu, öðrum eins dugnaðar- forki munum við aldrei kynnast. Ósjaldan var hún sest við skrifborðið fyrir dögun til að henda reiður á kennsluefni dagsins og jafnskjótt var hún sest þar á ný við aftans- kæru, lesandi yfir stafsetningarpróf og verkefni nemenda sinna auk þess að taka stutt hlé til að undirbúa yfir- vofandi fyrirlestrahald á ráðstefnum eða semja álitsgerðir um kennslu- mál fyrir hina og þessa. Helst þurfti svo að vera kennslubók í smíðum líka. Alltaf var mamma höfðingi heim að sækja og töfraði fram rjúkandi kaffi og glæsilegt meðlæti á mettíma bæri gesti að garði, vænt sem óvænt. Stærri veislur skipulagði hún einnig af skörungsskap og nákvæmni, okk- ur eru minnisstæðir mannfagnaðir á borð við endurfundi skólasystkina mömmu og pabba úr Verslunarskól- anum, fermingar okkar beggja og teiti samkennara við MR. Þar var mamma allt í senn; kokkur, þjónn og gestgjafi. Ekki lét hún það slá sig út af laginu við að halda uppi fjörugum samræðum og var ávallt manna skemmtnust í samkvæmi. Ef spumingar vöknuðu um ættir og frændsemi gátum við gengið að því vísu að mamma vissi allt um slíkt, hún þekkti öll okkar vensl út og suður og var hafsjór af fróðleik um hvem og einn. Slíkt verður seint ofmetið, enda við bræður ófrænd- ræknir með afbrigðum og lítt við al- þýðuskap. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sverrir Einarsson útfararsljóri. sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Baldur Bóbó Frederiksen útfararstjóri. sími 895 9199 Svona var hún mamma. Við þökk- um henni framúrskarandi uppeldi og takmarkalausan fjársjóð af besta fáanlega veganesti út í lífið þótt ekki hafi kálfurinn beinlínis launað ofeld- ið frekar en endranær. Þá þökkum við einvalaliði Land- spítalans vasklega og ósérhlífna íramgöngu og einstaka framkomu í garð okkar feðga. Guð blessi ykkur. Atli Steinn og Kári Snær. Eitt sinn, er eg fletti Morgunblað- inu fyrir rúmum 16 ámm, rakst eg á grein sem fangaði athygli ungs kennaranema. Þar kynnti höfundur- inn nýstárlega aðferð við íslensku- kennslu, svokallaða mynsturæfingu sem átti að auðvelda nemendum að varast ýmsa óæskilega málnotkun. Höfundarins, Ragnheiðar Briem, hafði eg ekki heyrt getið áður en ljóst var mér af grein hennar að hún lét sig íslenska tungu og málrækt miklu varða. Ragnheiði kynntist eg hins vegar ekki fyrr en haustið 1988 er eg réðst til starfa í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá hafði hún kennt þar íslensku einn vetur og Ijóst að hún hafði mikinn metnað fyrir hönd skól- ans og íslenskudeildarinnar. Með okkur Ragnheiði tókust strax góð kynni og varð samstarf okkar far- sælt. Athyglisvert þótti mér að hár- greiðslan var sú hin sama og sjá mátti á myndinni sem fylgdi grein- inni tæpum fimm árum áður. Og enn var greiðslan óbreytt er fundum okkar bar síðast saman skömmu fyr- ir áramótin. Ragnheiður kenndi eingöngu í þriðja bekk en þar er rík áhersla lögð á beygingarfræði í málræktarskyni, ritleikni, stafsetningu, greinar- merkjasetningu og setningafræði. Ragnheiður var jafnvíg á alla þessa þætti og lagði sig alla fram við að semja námsefni sem við kenndum á tilraunastigi. Engu að síður var hún lítillát og mat það að verðleikum sem aðrir höfðu unnið á þessu sviði. Til- lögur okkar um breytingar voru þar að auki alltaf vel þegnar. í íramhaldi af þessu sendi hún frá sér tvær kennslubækur, aðra í stafsetningu en hina í hefðbundinni setninga- fræði. í ritum þessum er mikill fróð- leikur saman kominn og framsetning efnis vel til þess fallin að fanga unga hugi. Alkunna er að Ragnheiður náði góðum árangri í starfi enda bjó hún yfir miklum sjálfsaga og skipulag- shæfileikum og var fús að leggja á sig mikla vinnu við undirbúning og yfirferð verkefna. Með eldmóði sín- um og persónutöfrum tókst henni að hrífa nemendur með sér og búa margir að góðri kunnáttu í íslensku máli fyrir tilverknað hennar. Ragnheiður Briem var glæsileg kona er leiftraði af sálargáfum. A henni var höfðingjasvipur og með framkomu sinni heillaði hún viðmæl- endur sína. Er við kennararnir kom- um saman til að gera okkur glaðan dag var hún hrókur alls fagnaðar. Orðheppni hennar var þá jafnan við brugðið og stutt í dillandi hlátur hennar, stríðnislegt bros og glettnis- legt augnaráð. Hennar er því sárt saknað á kennarastofunni. Ragnheiði Briem á eg mikið að þakka enda var hún jafnan reiðubúin að veita samstarfsmönnum sínum af þekkingu sinni og reynslu. Enn fremur minnist eg ánægjulegra samverustunda með hlýhug og harma að þær urðu ekki fleiri. Eigin- manni hennar, Guðmundi Elíassyni, og sonunum Atla og Kára votta eg samúð mína á sorgarstundu. Ambjöm Jóhannesson, formaður Félags kennara Menntaskólans í Reykjavík. Um hádegisbil sunnudaginn 19. marz síðastliðinn barst mér sú hörmulega fregn að ágætur sam- kennari minn um margra ára skeið í Menntaskólanum í Reykjavík, Ragn-heiður Briem, hefði andazt þá um morguninn, aðeins 62 ára að aldri. Fyrstu kynni okkar Ragnheiðar urðu með þeim hætti að hún réðst, ung að árum, til kennslu í byrjenda- bekk skólans, III. bekk, að kenna þýzku. Þetta var á þeim tíma, er enn eimdi nokkuð eftir af því frá lokum síðari heimsstyrjaldar, að tæpast gæti þýzk tunga verið þess virði að fórna henni miklum tíma eða erfiði. En þetta viðhorf breyttist fljótt, og á undraskömmum tíma hafði hin kornunga kennslukona náð fullum tökum á hveijum nemanda og áreið- anlega vakið áhuga flestra. En þrátt fyrir ágæta menntun stefndi hugur Ragnheiðar hærra og til enn meiri þekkingar. Fór hún nú um margra ára skeið námsferðir til Bandaríkjanna með manni sínum, sem einnig var þar í framhaldsnámi, og lagði þar stund á hvers konar greinar málvísinda við hina beztu háskóla, er lauk með doktorsprófi. En jafnframt þessu fylgdist hún ná- ið með nýjustu framförum í tölvu- tækni nútímans og nýtti sér þá kunnáttu síðar í kennslu sinni. Þarf vart að taka fram að öllu námi sínu lauk hún með frábærum árangri enda af ýmsu kunnu lærdómsfólki komin. Það var því Menntaskólanum í Reykjavík ekki lítill fengur, er hún gekk öðru sinni í þjónustu skólans eftir margra ára hlé. Hvarf hún þá úr starfi, sem hefur áreiðanlega ver- ið metið til hærri launa en kennslu- starfið. En um þetta sagði hún að- eins, að fremur kysi hún að umgangast mannlegar sálir en steindauða hluti. Það er víst mála sannast að kennsla er starf, sem hentar ekki öll- um, og margir hafa þeir verið, sem aldrei hefðu átt þar nálægt að koma. Þeir sleggjudómar hafa jafnvel heyrzt, að „ítroðslan“, sem menn svo kalla, sé í senn sljóvgandi og jafnvel sálardrepandi. Ekki hvað sízt átti öll málfræði, bæði íslezk og almenn, að vera af þessu tagi. Ekkert er þó fjær sanni en þetta. Málfræðinám er sér- lega þroskandi, ekki síður en í stærðfræði og fleiri greinum, þjálfar nákvæmni í hugsun, eflir málkennd, og auk þess er málfræði hið full- komnasta tæki í öllu málanámi, ef menn kunna með að fara. En nú er svo illa komið, að í hópi kennara eru margir, sem aldrei hafa lært neina málfræði að nokkru gagni, svo að blindur leiðir þar blindan. Afleiðing- arnar má svo sjá og heyra, ekki sízt í fjölmiðlum, þar sem þó æva skyldi. Ragnheiður Briem var hér allt annarrar gerðar. Með traustri þekk- ingu, bæði í kennsluefni og -tækni, skörungsskap sínum og góðri stjórn- semi náði hún þeim árangri í starfi sínu, að varla verður meira krafizt. Þetta fundu allir sæmilega glöggir nemendur og brugðust þannig við, að kennarinn uppskar hjá þeim eins og til var sáð, - allt hið bezta í fari þeirra. Þegar svona er komið, er kennsla ekki lengur neitt venjulegt starf, heldur vel þjálfuð list eftir langa reynslu, og hinn strangi læri- meistari vinsæll af flestum. Þetta var það, sem Ragnheiði Briem tókst að mínu viti flestum fremur, en nærri má geta, að slík hugsjón í starfi hefur oft kostað hana margfalt vinnuálag, bæði í kennslunni og ekki síður við heimavinnu, sem í móður- málskennslu er óvenjulega tímafrek. Nú er þessi stórbrotna gáfukona horfin á braut, en eftir lifir minning- in um samstarf, sem aldrei bar skugga á. Ég kveð Ragnheiði með harm í huga, en bið þess jafnframt, að íslenzk kennarastétt megi ævin- lega eiga á að skipa sem flestum hennar líkum. Eiginmanni hennar og sonum bið ég allrar blessunar í sorg þeirra. Jón S. Guðmundsson. Stórbrotin kona er gengin, kona sem ekki átti sinn líka, kona sem bar með sér reisn og virðingu, gáfur og glæsileik, yndi og elsku. Fáum hygg ég hafi verið gefið jafnmargt gott og göfugt og Ragnheiði Briem. Allt sem hún tók sér fyrir hendur í lífinu var vel og samviskusamlegá af hendi leyst. Hvert verk unnið af trú- mennsku og einlægni. Hún var alls staðar heil, alls staðar stórbrotin. Og hjarta hennar var líka stórt og hlýtt enda var hún elskuð og dáð af nem- endum sínum hvort sem var í gagn- fræðaskóla, menntaskóla eða há- skóla. „Elsku Guðfinna mín,“ skrifaði hún á fallega útsaumaða jólakortið sem hún sendi mér fyrir nokkrum árum, „þakka þér fyrir öll skemmti- legu götin okkar, ég vona að við eig- um eftir að eiga mörg göt saman á ókomnum árum.“ Ragnheiður hafði einmitt dundað sér við að sauma út þetta litla jólakort í götunum milli kennslustunda meðan við spjölluð- um saman vinkonurnar. Það er sjaldan sem maður eignast vini á ful- lorðinsárum en Ragnheiður var ein af þessum yndislegu undantekning- um. Að eiga hana að vini var mér ómetanlegt og kært. Leiðir okkar lágu fyrst saman 1968 þegar við ungar og óreyndar spreyttum okkur á kennslunni í Menntaskólanum í Reykjavík. Svo flugum við báðar út í heim á vit ævintýranna og hittumst ekki aftur fyrr en í gamla skólanum okkar rúmum áratug síðar. Ég man það enn hvað Jón Guð- mundsson íslenskukennari geislaði af gleði og stolti þegar hann kom til mín og sagðist færa mér stórkost- legar fréttir. Hann væri búinn að fá Ragnheiði Briem til þess að kenna íslensku hjá okkur. Þvílíkur hvalreki fyrir skólann. Og Ragnheiður brást ekki þar frekar en annars staðar. Hún hóf íslenskukennsluna og ekki síst málfræðikennsluna upp á æðra plan, fyrst undir handleiðslu Jóns og síðar í samstarfi við Jón. Það var un- un að hlusta á þau rökræða um málf- ræðiatriði og vafamál í hverjum frí- mínútum af sama hjartans áhuganum. Og alls þessa áhuga og starfs nutu nemendur. Ragnheiður lét sig heldur ekki muna um að skrifa kennslubók í setningafræði og aðra í stafsetningu. Það er djúpur söknuður og þökk í hugum nemenda hennar við hið ótímabæra fráfall hennar. Hvar sem hún kom fylgdi henni hlýja og innileiki en um leið festa og ákveðni. Hún var kennari af guðs náð, hún gerði miklar kröfur en raunhæfar og hún var óþreytandi í að hvetja til dáða. í kennarahópnum var hún elskuð og virt og vinur vina sinna. Menntaskólinn í Reykjavík sér nú á bak einum sinna bestu kennara og þakkar henni ómetan- legt starf um langt árabil. Ragnheiður var sólskinsbarn. Hún átti góða foreldra og systkin og ólst upp á miklu menningarheimili. Þótt veikindi hrjáðu hana oft og ein- att meðan á skólagöngunni stóð dúx- aði hún alls staðar. Hún eignaðist yndislega fjölskyldu, Guðmund og drengina sína tvo, Atla og Kára. Og saman deildu þau einu og öllu. „Ég vorkenni Guðmundi svo, það er alltaf verra að verða eftir,“ sagði hún við mig stuttu áður en hún dó. „Við Guð- Þegar andldt ber að höndum Utfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæSinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúBleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2 — Fossvogi — Sími 551 1266 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.