Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 mundur erum svo miklar samlokur." Oft töluðum við um litlu drengina okkai- sem nú eru orðnir stórir og um mömmurnar sem þurftu að- hlynningu og athygli. Sömuleiðis um pabbana okkar sem báðir voru farn- ir yfir móðuna miklu. Ragnheiður talaði oft um það hve mikið hún saknaði föður síns sem var henni í senn faðir, vinur og félagi. Hann var svo skemmtilegur hann pabbi, sagði hún oft. Og umhugsunin um aðra kom best í ljós þegar hún vissi um veikindi sín og að hverju stefndi. Þá gladdist hún yfir því að móðir henn- ar hafði fengið hvíldina en hafði áhyggjur af því að hún næði nú ekki að ganga frá öllu gamla dótinu henn- ar, margt frá móðurforeldrunum í Skálholti. Samviskusemin var söm við sig. Ég hef átt svo gott líf, sagði hún, ég get ekki kvartað, þótt ég hefði viljað eiga nokkur ár í viðbót. Þótt Ragnheiður talaði svo opinskátt og af hreinskilni um veikindi sín voru þau okkur víðsfjarri. Hún hélt áfram að halda reisn sinni, vann hvern dag eins og lífið væri eilíft, hélt fyrir- lestra og skipulagði framtíðina. Ég ætla að kaupa mér litaprentara, sagði hún við son minn, sem var að hjálpa henni í tölvunni, viku áður en hún dó. Með hvaða gerð mælirðu? Þannig lifði og dó Ragnheiður Briem - með reisn. En við sem eftir stönd- um viljum ekki trúa því að hún sé öll. Slík kona deyr í reynd aldrei. Nær- vera hennar er svo sterk og svo hlý að hún heldur áfram að vera með okkur sem eftir stöndum. Ég á henni mikið að þakka. Fyrir hana las ég ljóðin mín og textana, við hana talaði ég um mín hjartans mál. Hún var vinur í raun. Sameiginlegu götin okkar verða ekki fleiri. Eg sakna elsku hennar og heilinda, gáfna hennar og glæsileika. Blessuð sé minning Ragnheiðar Briem. Guðfinna Ragnarsdóttir. Við fráfall Ragnheiðar Briem, sem kom á óvart hér vestanhafs, er ljúft að minnast í örfáum orðum gamals bekkjarfélaga og vinkonu úr Verzlunarskóla íslands. Ragnheiður var heilsteypt pers- óna og hafði allt það til brunns að bera, sem prýða má nokkurn ein- stakling. Afburðagáfur hennar og námshæfileikar voru undraverðir, og var hún í slíkum sérflokki að ein- kunn hennar á stúdentsprófi 1960 var sú hæsta sem um gat í sögu skól- ans frá upphafi. Fáguð og glaðvær framkoma var henni í blóð borin, enda var hún af valinkunnu sæmdar- fólki komin. Eftir stúdentspróf gift- ist Ragnheiður bekkjarbróður okkar og miklum heiðursmanni, Guðmundi Elíassyni lækni. Vegna langvarandi dvalar okkar erlendis hafa fundir orðið færri en ella, en við Lóa minn- umst ánægjulegrar heimsóknar Ragnheiðar og Guðmundar til okkar í Washington á meðan þau voru við framhaldsnám í Bandaríkjunum. Guðmundi og öðrum ástvinum Ragnheiðar sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Gunnar Tómasson. Hún kom til okkar í haust sem verkefnisstjóri að skipuleggja nám í upplýsingatækni fyrir nema í kennslufræði. Verkefnið sem beið hennar var krefjandi og erfitt en hún sýndi okkur fljótt að það ætlaði hún að leysa af vandvirkni og metnaði. Skörp hugsun, áralöng kennslu- reynsla og kennslufræðilegt innsæi í menntun, tölvur og tækni einkenndu metnaðargjarnar og framsýnar hug- myndir hennar um tilhögun náms og kennslu. Hún gerði kröfur en mestar þó til sjálfrar sín og tókst með kímnigáfu sinni og léttleika að draga okkur hin með í hin erfiðustu verk. Þegar að svo aðeins tók að vora sýndi hún okkur hvernig hægt er að kljást við mun flóknara verkefni en kennslu og tölvur, sjálfan dauðann. Við það verk glímdi hún af sama dugnaði, æðruleysi og jafnvel kímni. Hún vildi ljúka við þau verk sem hún hafði sett sér að vinna og við hin horfðum á kappsemina og kraftinn í vanmáttugri aðdáun og virðingu. Við þökkum fyrir þann tíma sem Ragn- heiður Briem vann með okkur. Sá tími var alltof skammur en kenndi okkur ótal margt. Kennarar og nemendur í uppeldis- og menntunar- fræðiskor HÍ. Þegar ég hóf nám í Menntaskól- anum fyrir tæpum fjórum árum mis- skildi ég tilkynningu um hvar ég ætti að mæta og fann ekki stofuna mína fyrr en öll tilvonandi bekkjar- systkin mín voru farin. Umsjónar- kennarinn stóð einn eftir og var að taka saman. Þetta reyndist vera lag- leg kona á besta aldri með hár- greiðslu sem mér fannst ekki geta staðist, svona miðað við þyngdarlög- málið. Hún tók hlýlega á móti síð- asta sauðnum í hjörðinni og lét mig fá stundatöflu. Mér leist strax vel á konuna en þó óx hún í áliti hjá mér með hverjum deginum. Hún var ró- leg og hlýleg, sama á hverju gekk, og hafði frábæra kunnáttu og þrek við kennsluna. Alltaf var hægt að leita til hennar með mál, tengd eða ót- engd náminu. Mér hefur aldrei þótt jafn-vænt um nokkurn kennara. Að hún yrði dáin áður en ég útskrifaðist úr skólanum hefði mér ekki dottið í hug. Eftir genginn góðan dreng gráturþrengirróm. Heyrir lengi í hjartans streng harmafenginn óm. (Jakob Jóhannesson Smári.) Vertu sæl. Haukur Þorgeirsson. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja um sinn Ragn- heiði, vinkonu mína og sálusorgara. Ragnheiður var einstök kona, hæfi- leikarík, ljúf og tíguleg í framkomu. Hún reyndist mér afar vel í erfið- leikum sem ég þurfti að takast á við, gerði mér margfalt hærra undir höfði en ég átti skilið, uppörvaði mig og studdi með ráðum og dáðum í hví- vetna á sinn óeigingjarna hátt þótt hún væri sjálf mikið veik. Kynni mín af Ragnheiði, sú vinátta sem varð til milli okkar og það mikla traust sem hún bar til mín er mér ómetanlegt veganesti á lífsbrautinni. Fyrir það þakka ég henni. Ragnheiður var mér afar kær. Ég lít svo á að hennar bíði mikil- væg verkefni á öðrum stigum tilver- unnar. Elskulega Ragnheiður, ég kveð þig að sinni með söknuði. Eiginmanni Ragnheiðar og son- um þeirra sendi ég hjartans samúð- arkveðjur. Hildur María. Látin er eftir stutta en harða bar- áttu við illvígan sjúkdóm einstök kona og afburðakennari, Ragnheið- ur Briem. Haustið 1998 settumst við í fyrsta sinn á skólabekk í Menntaskólanum í Reykjavík. Tuttugu og fjórar gal- vaskai- stelpur lentum saman í bekk og vorum svo lánsamar að fá Ragn- eiði Briem sem íslenskukennara. Það voru mikil viðbrigði að koma úr hlýjunni í grunnskólanum þar sem við þekktum sérhvern kennara, í framhaldsskólann þar sem and- rúmsloftið var alvarlegra og við bara óþekkt stök í menginu. Ragnheiður Gróðrarstöðin * KimWÐ 9 Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. varð okkur strax haldreipi á þessum nýja stað. Við fundum að hún bar hag okkar fyrir brjósti og að við gát- um alltaf leitað til hennar. Ragn- heiður var glæsileg kona og alltaf vel til höfð. Hún var ævinlega með upp- sett hár og klædd í stíl sjötta ára- tugarins. Sú saga gekk í skólanum að hún væri fyrrverandi fegurðar- drottning úr Versló. En Ragnheiður var ekki einungis falleg, hún var fluggreind, fórnfús og fáguð og við dáðumst allar að henni. Strax frá upphafi hafði Ragnheið- ur nokkurt eftirlæti á okkur í 3.A, stelpubekknum sem alltaf reyndi að vera efstur í íslensku. Hún hvatti okkur óspart til dáða og gerði góð- látlegt grín að okkur ef við náðum ekki hæstu meðaleinkunn. Með þessu móti fékk hún okkur til að leggja hart að okkur og ná góðum prófum. Við vildum standa okkur vel fyrir hana og sýna henni hvað við gætum. Hún gerði síst minni kröfur til sjálfrar sín sem kennara en hún gerði til okkar nemendanna. Við máttum til dæmis hringja í hana hvenær sem var, nema á milli hálf- tólf og sex á morgnana, en þetta var eingöngu vegna þess að manninnum hennar þótti það svo óþægilegt. Allt sem hún gerði var svo sniðugt og átti hún til lausn á hveiju vanda- máli. Þegar hún var hás eða kvefuð og gat ekki beitt röddinni mætti hún eldhress í skólann ásamt hljóðnema tengdum við segulband. Svo talaði hún í hljóðnemann og kenndi eins og ekkert væri í stað þess að vera heima og hvfla sig. Jólaprófin í stafsetningu reynast mörgum erfið. Við í A-bekknum vor- um taugaveiklaðar með aíbrigðum og höfðum miklar áhyggjur af því að upplesarinn væri óskýrmæltur. Engu var þó að kvíða því er í prófið var komið mætti Ragnheiður sjálf og las upp fyrir okkur. Þetta þótti okk- ur mjög vænt um. Við getum hiklaust sagt að Ragn- heiður sé besti kennari sem við höf- um nokkru sinni haft. Hún passaði vel upp á að við héldum okkur við efnið. Við vorum látnar taka lítið fimm til tíu mínútna próf í svo til hveijum tíma. Á þennan hátt lærð- um við hvert einasta atriði og ekkert var látið sitja á hakanum. Okkur er það mjög minnisstætt þegar við vor- um að læra beygingar, tölu og kyn á orðum sem oft er farið rangt með. Þá lærðum við fyrst heima, þuldum svo upp í tímunum í kór, fórum því næst upp á Sal, sátum þar tvær og tvær og hlýddum hvor annarri yfir. Eftir það vorum við komnar með það alveg á hreint hvernig beygja skyldi aldna brúði, tuggna banana og ofal- inn kálf. í setningafræði var í mörg horn að líta. Þar kenndi Ragnheiður okk- ur að þegar að við rækjumst á um- Slómabúðin öarðsKom v/ Fossvogski^kjwgarð Sími: 554 0500 Blómastofa Friðjtnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. sagnarígildi ættum við að heyra bjölluhljóm svona rétt til að minna okkur á. Þetta lærðist með tímanum og smám saman fórum við að heyra bjölluhljóminn. Einn daginn datt einhverri okkar í hug að koma með 24 litlar bjöllur í skólann og láta þær svo hringja þegar farið væri yfir setningafræðina. Þann daginn var nú glatt á hjalla. Ragnheiður Briem varð hálfgerð goðsögn í lifanda lífi og er það haft fyrir satt að ef Ragnheiður Briem segði að svona ætti að skrifa orðið þá væri það rétt. Hún hafði virðingu allra sinna nemenda og þurfti aldrei að þagga niður í bekknum. Málfræði og staf- setning var námsefnið sem Ragn- heiður kenndi okkur svo vel en það eru ekki beygingar- eða y-reglur sem helst sitja eftir þegar við minn- umst hennar heldur fómfús, leiftr- andi greind kona sem lagði sig alla fram fyrir okkur. Okkur finnst við hafa misst mikið, en það er ekki rétt. Við fengum að kynnast Ragnheiði og það verður aldrei frá okkur tekið. Það em þeir sem ekki fengu að kynnast Ragnheiði sem mest hafa misst. Við vottum fjölskyldu hennar og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Ragnheiði þökkum við einstök kynni. Stelpurnar þínar í 3.A veturinn 1998-1999. Haustið 1998 settumst við, nokkr- ir nýnemar, á skólabekk Mennta- skólans í Reykjavík, dálítið kvíðnir hvað biði okkar. Eftir að nokkrir kennaranna höfðu kynnt sig sveif Ragnheiður Briem, væntanlegur umsjónarkennari bekkjarins, inn í skólastofuna, íklædd himinbláum kjól með uppsett hár, bleikt nagla- lakk og bleikan varalit. Skemmst er frá að segja að ótti okkar hvarf um leið því að hlýja og umhyggja fyrir velferð okkar geislaði af henni. Já- kvætt hugarfar í gai’ð nemenda sinna einkenndi allt starf Ragnheið- ar. Nemendum sínum reyndist hún stoð og stytta í náminu og var ósínk á hvatningarorð og andlegan stuðn- ing. Hún náði að mynda persónuleg tengsl við sérhvern nemanda og hvatti okkur til að leita til sín hve- nær sem eitthvað bjátaði á, hvort heldur það varðaði íslensku eða ann- að. Okkur nemendum var heimilt að hringja heim til hennar, seint eða snemma, væru einhver vandamál. Hún bað þó kurteislega um að ekki yrði hringt í hana fyrir klukkan átta á morgnana af tillitssemi við eigin- mann hennar. Okkur er minnisstæð gleði hennar þegar Ingibjörn mætti í bleiku skyrtunni sinni, uppáhaldslit Ragn- heiðar, og hún deildi því með okkur að sama hve mikið hún reyndi fengj- ust synir hennar því miður ekki til að ganga í bleikum fötum. En öllu gamni fylgir nokkur alvara og okkur nemendur sína lét hún óhikað heyrilt'*’ hvernig staðan væri í náminu. Ospör var hún á hrós fyrir góða frammi- stöðu og vel unnin verkefni en átölur fengum við líka væri slegið slöku við. Oþreytandi atorka Ragnheiðar Briem við gerð verkefna og ekki síst smáprófa, sem hún lagði fyrir okkur í tíma og að því er okkur fannst stundum í ótíma, var undraverð. Öll- um verkefnum og prófum skilaði hún síðan aftur næsta dag leiðrétt- um af einstakri nákvæmni og vand- virkni. Þetta krafðist mikillar vinnu og langs vinnudags sem Ragnheiður taldi ekki eftir sér að inna af hendi**" yrði það nemendum hennar til góðs. Ragnheiður lét ekkert aftra sér frá kennslu heldur burðaðist frekar þjökuð af kvefi og hæsi með ferða- hljómtæki og hljóðnema í kennslu- stundir svo að ekki þyrfti að fella niður tíma. Ragnheiður Briem var hjartahlý og yndisleg kona og ein- stakur kennari. Hún kveikti áhuga okkar allra á íslensku máli og jafnvel setningafræðin varð bráðskemmti- leg. Betri kennari er vandfundinn og það veganesti, sem hún lagði okkur til, mun endast okkur þakklátum nemendum hennar um ókomna tíð. Við kveðjum nú hinsta sinni Ragnheiði og mun minning hennar sem einstaks kennara og vinar lifafe* hugum okkar ásamt þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta kennslu hennar. 3. bekkur F Menntaskólans í Reykjavík, umsjónarbekkur hennar veturinn 1998-1999. Fátt er foreldrum mikilvægara en skólaganga barna þeirra. Allt í einu eru börnin komin út í hinn harða heim skóla og jafnaldra, kennarar verða í einu vetfangi lykilpersónur-%. lífi okkar. Ein slík í lífi mínu og sonar míns Bolla var Ragnheiður Briem. Hún kenndi honum íslensku veturinn 1997-98 í Menntaskólanum í Reykjavík. Islenska, einkum stafsetning, var ekki hans sterka hlið. Égvissi af því, en skilaboðin úr grunnskólanum voru á þann veg að ekkert væri að óttast, einkunnir voru í góðu meðal- lagi, heimalærdómur oftast af- greiddur í frímínútum og við for- eldrarnir uppteknir af eigin lífi. En loks kom að skuldadögum. í fyrstu kennsluvikunni í Menntaskól- anum í Reykjavík haustið 1997 lagði Ragnheiður Briem fyrir stafsetning- aræfingu í bekk sonar míns. Eina-r kunn hans reyndist mínus fimmtán. Ég hafði aldrei heyrt af svona ein- SJÁNÆSTU SÍÐU Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 Q 2 1 HOTEL LOFTLEIÐIk U ÍCILANDAIK M Öf I í I Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; Ii S.HELGAS0N VfA ISTEIIMSMID J A Dalvcg 32 Kópavogi sími: S64 2480 SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 841<Jf?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.