Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðiö/Golli Nafni Samvinnusjóðs Islands breytt í Frjálsa fjáifestingarbankann Varað við hættu á áföll- um í banka- kerfinu Benedikt Sigurðsson, stjórnarformaður Samvinnusjóðs Islands, og fram- kvæmdasljóri félagsins, Örn Gústavsson, lýstu áhyggjum sínum vegna efnahagsmála liðins árs. SAMÞYKKT var á aðalfundi Sam- vinnusjóðs Islands hf. að breyta nafni sjóðsins í Frjálsa fjárfesting- arbankann hf. A fundinum var jafn- framt samþykkt að veita stjórn fé- lagsins heimild til að taka ákvörðun um að gera kaupréttarsamninga um hlutabréf í félaginu við starfs- menn þess og nota hluta af fyrir- hugaðri hlutafjáraukningu í þeim tilgangi, þannig að allt að 10% af heildarhlutafé í félaginu séu boðin starfsmönnum til kaups samkvæmt slíkum samningum. í ávarpi formanns stjórnar, Benedikts Sigurðssonar, kom fram að þegar líða tók á árið 1999 kom í ljós að áætlanir félagsins um endur- fjármögnun sem gerðar höfðu verið til skamms tíma ætluðu ekki að ganga eins vel eftir og búist var við. „Kom þar ýmislegt til, meðal ann- ars það, að vegna mikillar útlána- aukningar annarra íslenskra lán- astofnana á árinu sem að miklu leyti hafði verið fjármöguð með er- lendum lántökum hafði þrengst um langtímafjármögnum, hvort sem leitað var eftir henni innan lands eða utan. Eftirspurn hjá Samvinnu- sjóðnum eftir hvers kyns lánum, bæði bíla- og fasteignalánum, var stöðugt mikil og vegna þessara að- stæðna stöðvuðum við útlán í fram- kvæmda- og fasteignalánum í maí. Langtíma endurfjármögnun fór síð- an fram í tengslum við aðrar ráð- stafanir sjóðsins og í samvinnu við Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. í desember 1999,“ að því er fram kom í ræðu Benedikts. íbúðaverð upp um 20% og kvótinn um 25% Hann gerði efnahagsmál á liðnu ári að umræðuefni. Kom þar inn á hækkun stýrivaxta Seðlabankans þrisvar á árinu 1999 og vaxtahækk- anir lánastofnana í kjölfarið. „Verð- bólga hækkaði á árinu 1999 og varð hækkun vísitöluneysluverðs um 5,6% en hafði einungis verið 1,3% á árinu 1998. FRJÁLSI rjARFESTINGARBANKINN Þrátt fyrir að útlánastofnanir hækkuðu útlánsvexti sína á árinu 1999 urðu raunvextir þeirra í út- lánum lægri en á fyrra ári og kemur þarna fram sú tregða, sem ævinlega kemur fram í raunvaxta- breytingum, þegar verðbólgustig breytist á milli ára, hvort heldur sem verðbólgustigið breytist til hækkunar eða lækkunar. Almennt lækkaði raunávöxtun skuldabréfa- lána um 2,8% á milli áranna 1998 og 1999, var 8% að meðaltali á árinu 1999 en hafði verið 11,8% á árinu á undan. Hlutabréfaverð hækkaði verulega á árinu 1999 eða um nær 50% ef skoðuð er úrvalsvísitala hlutabréfa. íbúðaverð á höfuðborg- arsvæðinu hækkaði um 20% og kvótinn um 25%. Sumt af þessum atriðum sem ég hef nefnt hér úr efnahagsumhverfi okkar í árslok 1999 gefur tilefni til að staldra við og hugsa sem svo. Ef það er einhvern tíma ástæða til að búa sig undir áföll í bankakerfinu þá er það nú. Það er því ástæða til að feta sig varlega í ákvörðunum um útlánastefnu fyrir fjárfestingar- banka eins og Samvinnusjóð ís- lands hf. Nýjar útlánareglur voru settar af stjórninni í árslok 1999 í þeim tilgangi að vanda öll vinnu- brögð innan dyra og með því að efla útlánaportfólíu félagsins. Er þar bæði um að ræða nýjan ytri ramma að lánveitingum og nýjar reglur fyrir starfsmenn að fara eftir innan dyra við frágang útlána og vörslur og umgengni um eignir sjóðsins." Framkvæmdastjóri Samvinnu- sjóðs íslands, Örn Gústavsson, sagði í ræðu sinni á fundinum að þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðla- bankans og að gengi krónunnar hafi verið haldið háu þá hafi eftirspurn eftir lánsfé verið áfram mjög mikil. Því hafi stjórnvöld sett lausafjárkv- aðir á fjármálastofnanir til þess að draga úr útlánum og hafði það með- al annars þau áhrif að ákveðnar lán- astofnanir skrúfuðu fyrir lánveit- ingar síðustu tvo mánuði ársins. „Skuldabréfamarkaðurinn hér á landi dróst mjög saman á árinu. Helstu kaupendur skuldabréfa fyr- irtækja og lánastofnana eru lífeyr- issjóðirnir. Þeir hafa í auknum mæli fjárfest í hlutabréfum erlendis sem aftur leiðir til þess að fjárfest- ingarnar eru bundnar til lengri tíma og ráðstöfunarfé lífeyrissjóð- anna til skuldabréfakaupa er því minna en ella. Lántökur íslenskra fyrirtækja og lánastofnana voru því miklar erlendis og lánsfjármarkað- ir þröngir seinni hluta ársins. Þessi þróun sést í reikningum Samvinnusjóðsins. Vöxtur útlána varð einungis 1% á árinu og ekki var lánað til fasteignalána seinni hluta ársins en sá flokkur útlána hafði vaxið mjög hratt undanfarin ár. Unnið var að endurfjármögnun á útlánum sjóðsins, innleystur var gengishagnaður af hlutabréfum og stjórn og starfsmenn unnu að stefnumörkun fyrir Samvinnusjóð- inn. Vaxtamunur inn- og útlána jókst, vanskil heildarútlána fóru minnkandi og námu í árslok 2,69% og afskriftarreikningur útlána nemur nú 3,14% af heildarútlánum. Er það hlutfall með því hæsta sem þekkist hjá íslenskum lánastofnun- um,“ að því er fram kom í ræðu Arnar. Hann kom inn á þá miklu gerjun sem er á fyrirtækjamarkaði og miklar verðhækkanir á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Vöxtur í starf- semi verðbréfafyrirtækja hefur enda verið mjög mikill hér á landi og stærstur hluti hagnaðar hjá lánastofnunum á síðasta ári er til kominn vegna stöðutöku fyrirtækj- anna sjálfra. Það er í mínum huga tilefni til þess að staldra við þessa þróun, en kaup almennings á hlutabréfum eru að verulegu leyti fjármögnuð með lántökum. Ég er einn þeirra sem vil mæla varnarorð til fólks af þessu tilefni. Það hafa ekki orðið breyt- ingar á náttúrulögmálinu sem Newton uppgötvaði. Það sem fer upp fer aftur niður. Ég held að þeirri þenslu og ofurvexti sem ríkt hefur undanfarin ár séu takmörk sett. Gildir það jafnt um lántökur til bílakaupa og annarra neyslulána, sem og fjárfestingar á hlutabréfa- markaði. Vonandi verður lendingin ekki of hörð fyrir fólk og lánafyrir- tæki þegar niðursveiflan kemur.“ Á aðalfundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 15% arð og að starfsmenn fengju hlutabréf í Sam- vinnusjóðnum að nafnvirði 25 þús- und krónur í kaupauka fyrir árið 1999. Ein breyting varð á stjórn félags- ins á fundinum er Hafliði Þórsson var kjörinn nýr í stjórn í stað Eiríks S. Jóhannssonar. Aðrir í stjórn eru Benedikt Sigurðsson, Geir Magn- ússon, Margeir Daníelsson og Ólaf- ur Ólafsson. Ef hluthafar í sjóðnum og Fjár- vangi samþykkja samruna félag- anna í Frjálsa fjárfestingarbank- ann á hluthafafundum sem haldnir verða í byrjun maí þá verður ný stjórn félagsins kjörin í samræmi við breytta eignaraðild að félaginu. Umræða um hlutafélaga- væðingu sparisjóða HALLGRÍMUR Jónsson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs vélstjóra, segir að hlutafélagavæðing spari- sjóðanna sé ekki einföld í sniðum og skoða þurfi málið út frá öllum hlið- um áður en hafist verður handa við að framkvæma hana. Á aðalfundum Sparisjóðsins í Keflavík og SPRON á dögunum voru hugmyndir í þessa veru rædd- ar. Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra var haldinn um helgina og segir Hallgrímur að hann hafi í ræðu sinni vikið að breyttu rekstrarfyrir- komulagi sparisjóðanna. Ekki hafi þó frekari umræður orðið um málið. „Það gefur augaleið að meðan óv- issa er um meðhöndlun á því eigin fé sem ekki er eign stofnfjáreig- enda, þá er minni áhugi ástofnun hlutafélags," segir Hallgrímur. Hann bendir á að reynslan í nágrannalöndunum, t.d. í Dan- mörku, af því að breyta sparisjóð- unum í hlutafélög hafi orðið sú að margir sparisjóðir hafi hreinlega runnið inn í bankana. Slík þróun hér á landi væri afar varhugaverð, þar sem hún gerði þeim sparisjóð- um sem eftir starfa erfitt um vik. Þá stæðu færri aðilar að sameigin- legum verkefnum sparisjóðanna og þau því orðið þeim of kostnaðar- söm. „Ég get nefnt sem dæmi að í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem er mjög traustur og góður sparisjóður, meðeigið fé upp á 1.782 milljónir króna, þar eru rúmar 5 milljónir eign stofnfjáreigenda. í Sparisjóði Kópavogs er eigið fé 655 milljónir, en hlutur stofnfjáreigenda þar er 418 milljónir króna. í SPRON, stærsta sparisjóðnum, er eigið fé 1.830 milljónir og hlutur stofnfjár- eigenda í kringum 330 milljónir. Sé stofnféð dregið frá eigin fé, stendur því eftir um 1.500 milljónir. Hér í Sparisjóði vélstjóra er svo eigið fé um 1.400 milljónir, en stofn- fé 24,8 milljónir, eða ekki nema um 1,78% af eigin fé. í þessum síðastn- efndu tveimur sparisjóðum er hlut- fall stofnfjár afar mismunandi. Ef við veltum fyrir okkur dæmi um sameiningu þá sé ég ekki í fljótu bragði hvernig ætti að haga sam- einingu SPRON og Sparisjóðs vél- stjóra, án þess að hlutur stofnfjá- reigenda Sparisjóðs vélstjóra yrði mun minni en þeirra í SPRON," segir Hallgrímur. Hann segir að ef litið sé til þess- ara mismunandi hlutfalla stofnfjár á móti eigin fé, komi berlega í ljós að það er ekki einfalt mál að breyta sparisjóðunum í hlutafélög. Blóðbankinn verður með blóðsöfnun á Akranesi í Safnaðarheimilinu Vinaminni miðvikudaginn 29. mars kl. 10-18. fáTBLÓÐBANKININ S - gefðu með hjartanu! íslenskur fjármála- markaður vekur at- hygli í Danmörku TÓMAS Ottó Hansson, forstöðu- maður hjá íslandsbanka, kynnti nýlega íslensk verðbréf á alþjóð- legri ráðstefnu um norrænan skuldabréfamarkað og hafa íslan- dsbanka borist fjölmargar íyrir- spurnir í kjölfarið, samkvæmt upplýsingum ft’á bankanum. Ráð- stefnan var haldin í Kaupmanna- höfn og hafa danskir fjölmiðlar birt tvö viðtöl við Tómas Ottó um íslenskan fjármálamarkað. Annað viðtalið birtist í Börsen í gær en hitt viðtalið birtist í Ökonomisk Ugebrev sem er tímarit á sviði fjármála. Fyrirsögn Börsen er að íslensk- ir bankar séu tilbúnir að vinna með Dönum. Blaðið segir að vegna lágra vaxta í flestum löndum séu margir fjárfestar á höttunum eftir nýjum möguleikum. Því sé ísland rakinn kostur. Þrátt fyrir gjaldeyrisá- hættu sé mikið öryggi í skuldbind- ingum íslenska ríkisins. Lánshæfiseinkunn íslands sé AAA hjá hinu alþjóðlega lánshæf- ismatsfyrirtæki Moodýs Investor Services en það sé með því besta sem gerist. Tómas bendir á að Isl- and verði bráðlega hluti af Norex samstarfinu sem muni gera það að verkum að erlendir fjárfestar horfi til landsins í auknum mæli. Tómas endar samtalið við Börsen á því að fullyrða að þetta verði ár- ið sem erlendir aðilar uppgötva ís- lenska markaðinn. Ókonomisk ugebrev segir frá væntanlegri þátttöku íslands í Norex, sem er sameiginleg kauphöll Norð- manna, Svía og Dana. Blaðið bendir jafnframt á að fimmtán seljanlegustu fyrirtæki á íslandi hafi vaxið um meira en 30% árlega síðustu árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.