Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 28. MARS 2000 41 MENNTUN Morgunblaðið/Steinunn Ósk Oft eru margar hendur á lofti í „Gaman saman“-tímum. F.v. Guðgeir Oskar, Hlín, Emil, Hlíf, Ingvar, Heið- rún og Jón. Börnin læra með leikrænni tjáningu og samtölum. Færni í mannlegum samskiptum Þær stöllur Snjólaug Elín og Margrét á kennarastofunni í Hvolsskóla. Hvolsvelli - Margrét Tryggva- dóttir og Snjólaug Elín Arnadótt- ir, kennarar á Hvolsvelli, hafa þýtt og staðfært kennara- handbók, sem ætluð er til kennslu i mannlegum samskipt- um og félagslegri færni. Bókina kalla þær Gaman saman. Margrét Tryggvadóttir starf- aði áður sem sérkennari í Noregi og kynntist þar námsefni um mannleg samskipti. Henni leist mjög vel á hugmyndafræðina að baki námsefninu og þegar hún kom heim frá Noregi sá hún strax að það var ekki um auð- ugan garð að gresja á þessu sviði hérlendis í námsefni grunnskól- ans. Þegar Margrét hóf störf við Hvolsskóla árið 1995 kynntist hún Snjólaugu sem einnig hreifst af efninu. Þær sáu þarna kjörinn samstarfsvettvang og hófust handa við að þýða efnið. Verk- efnið var styrkt af Verkefna- og námsstyrkjasjóði Kennara- sambands íslands, Vonarsjóðn- um. Námsefnið er bandarískt og heitir á frummálinu „Taking part“. Það er samið af Gwendol- yn Cartledge og James Kleefíeld, og hentar til kennslu á síðasta ári í leikskóla og fyrstu fjögur ár grunnskólans. Upprunalegt markmið með samningu nám- sefnisins var að auka námsáran- gur nemenda en rannsóknir hafa sýnt að aukin félagsleg færni leiðir til betri námsárangurs. Aukið öryggi, sjálfstæði og fé- lagsleg færni barna á að verða árangur kennslunnar sem aftur á síðan að leiða til betri námsáran- gurs. Námsefnið skiptist í nokkra kafla og fjallað er um þætti eins og samvinnu, tilfínningar, tjá- skipti, að leika sér saman, þekkja eigin tilfínningar og annarra og lausn ágreiningsmála. Byggiá hlutverkaleik Námsefnið Gaman saman er byggt upp á leikþáttum. Börnin læra með leikrænni tjáningu og samtölum. Kennarinn notar m.a. „dýr“ til að kenna börnunum. Leikþættirnir eru einfaldir og skýrir og börnunum fínnst gam- an að fylgjast með „dýrunum“ sem sýna þeim hvernig þau eiga að bregðast við og koma fram við mismunandi aðstæður. Eftir hvern leikþátt fá börnin síðan tækifæri til að spreyta sig sjálf á viðfangsefninu með leikjum og æfingum. Oft er um að ræða ótrúlega einfalda og hversdags- lega hluti eins og að heilsa með handabandi eða hrósa öðrum. Mjög margir eiga í erfíðleikum með þetta og fullorðið fólk þekk- ir vel hversu vandasamt það get- ur verið t.d. að hrósa öðrum. Hugmyndabanki kennara Æskilegast er að umsjónar- kennari bekkjarins kenni Gaman saman, með því móti getur hann fylgt efninu eftir milli tíma og rætt ýmis vandamál sem koma upp í samskiptum nemenda frá degi til dags. Gaman saman er ætlað sem hugmyndabanki fyrir kennara. Hver kennari metur út frá sínum hóp hvaða kaflar, eða hlutar úr köfíum, henta hans hópi. Haustið 1997 fengu þær stöllur Margrét og Snjólaug tækifæri til að tilraunakenna námsefnið í Hvolsskóla. Veturinn 1998-1999 var siðan farið af stað með að kenna það í 1.-4. bekk skólans. Reynslan var nyög jákvæð og fóru þær að huga að því að gefa námscfnið út. Þegar nýja nám- skráin í lífsleikni kom út, kom í Ijós að námsefnið var eins og sniðið að markmiðum hennar og var því ljóst að útgáfa væri raun- hæfur möguleiki. Fyrsta skrefíð var að kynna Gaman saman fyrir Námsgagna- stofnun sem hefur nú keypt út- gáfuréttinn. Námsefnið var kynnt á kennaraþingum víða um land síðastliðið haust og er skemmst frá því að segja að það vakti mikla athygli og virðist vera mikil þörf fyrir námsefni af þessu tagi. Jákvæð reynsla „Það sem kom okkur mest á óvart var hversu börn virðast eiga erfítt með að tjá tilfínningar sínar. Sum börn eiga t.d. í mikl- um erfíðleikum með að horfa í augu annarra og vilja ekki snerta aðra nemendur," segja Margrét og Snjólaug Elín um reynslu sína. „Það kom okkur einnig mjög á óvart að einstaklingar sem virtust ekki þola hver annan í upphafí gátu auðveldlega unnið saman eftir nokkra æfíngu. Þar mátti strax sjá sýnilegan árang- ur. í fyrsta hópinn sem við kenndum völdum við nemendur sem áttu í samskiptaerfíðleikum og aðra sem virtust ekki eiga í samskiptaerfíðleikum. Þá kom fljótt í ljós hversu tilbúnir krakk- arnir voru til að hjálpa þeim sem áttu í erfíðleikum og einnig að nemendur sem ekki áttu við vanda að glíma, gátu átt í mestu erfíðleikum með að gera einfalda hluti, eins og til dæmis að horfa upp og heilsa með handabandi." Það verður fróðlegt vita hver árangurinn verður af markvissri þjálfun í mannlegum samskiptum eins og þarna er gert ráð fyrir og einnig hvernig kennarar muni taka þessu nýja námsefni. skólar/námskeið nudd ■ www.nudd.is ýmislegt ■ FULLORÐINSFRÆÐSLAN SCHOOL OF ICELANDIC, GERDUBERGI 1, 3. hæð, R. f-f@islandia.is-www.peace.is/f-f Námskeið og námsaðstoð fyrír: 1) SAMRÆMDU PRÓFIN: STÆ, DAN, ENS, ÍSL. 2) FRAMHALDSSKÓLA: STÆ, EÐL, ÞÝS, ENS o.fl. 3) TÍ/HÍ: STÆ. Námskeið: 1) ENSKA: Byrjunarstig. 2) TÖLVUGRUNNUR: 5 vikur x þri/flm kl. 18:30—19:50. Kr. 21.800. 3) ÍSLENSKA F. ÚTLENDINGA/ ICELANDIC: Næstu 4-vikna morgun- námskeið: 27. mars, 25. aprfl, 22. maí, 19. júní og 17. ágúst. Skráning í síma 557 1155. LYKILL AÐ GÓÐRI ÁVÖXTUN Efþú hefðirfjárfest í Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðnum þegar hann var stofnaður þann 10. desember 1998, þá hefði fé þitt aukist um 140,6% 280 260 240 220 200 180 160 140 120 100 des98 j«n99 feb99 mar 99 «pr 99 mal 99 Jún 99 Júl 99 á*99 scp99 okt 99 nóv 99 des 99 jan 00 febOO Sjóðurinn nýtir reynslu helstu sérfræðinga heims í sjóðstýringu með því að fjárfesta í safni hlutabréfasjóða sem sýnt hafa góða ávöxtun. Stefna sjóðsins er að fjárfesta í félögum í vaxandi atvinnugreinum og félögum á nýjum hlutabréfamörkuðum. Einnig er fjárfest í félögum sem verið er að einkavæða og eru að koma ný inn á markaðinn. Vinsamlegast athugið að gcngi getur lækkað ekki síður en hækkað og ávöxtunartölur liðins tíma endurspegla ekki nauösynlega framtíðarávöxtun. Ávtixtun sjóAsins ávöxtun á áregrundvclli frá stofnun 10.12. ’98 140,6% 105,8% 1 ár 107,0% 107,0% 6 mán 77,5% 215,1% m.v. 1. inars 2000 BUNAÐARBANKl NN VERÐBRÉF ■ byggir á traustí Hafnarstræti 5 • sími 525 6060 • fax 525 6099 www.bi.is • verdbref@bi.is flion/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.